Morgunblaðið - 09.12.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.12.1995, Blaðsíða 26
! ! i; Q Dönsku títan-umgerðirnar Air Titanium hvíla ekki þungt á nefhryggnum enda bara 2,7 grömm að þyngd. H Nýverið var haldin sýning á verkum sex Gautaborgargullsmiða í Norræna húsfnu og áttu tftanskartgripir sinn sess. Þrjár barmnælur úr silfri og tftani eftir Lars Ásling. Q Cortiand-veíðihjól úr ál- og títanblöndu. LIFRIN er annars vegar seld heil (entier) eða sem eins konar kæfa í niðursuðudósum. Sú heila hentar vel til matargerðar og er mjög algeng á matseðlum betri franskra veitinga- húsa. Þar nýtur andalifrin sín oftast best. Kæfan nýtur sín hins vegar hest ein og sér, gjaman með rist- uðu brauði og er gæsalifur þá al- gengari. Stundum er kæfan bragðbætt með trufflum, koníaki og öðrum kryddum og borin fram í brauðdeigi, heit eða köld. Þetta á fyrst og fremst við um veitinga- staði er framleiða sína eigin kæfu. Sumir franskir meistarakokkar strá smávegis af muldum svörtum pipar á diskröndina með lifrinni til að draga enn frekar fram hið sérstæða bragð hennar. Foie gi’as á samt fátt sameigin- legt með því sem við köllum lifrarkæfu dags daglega. Hún er framleidd úr lifur sérstaklega aldra Morgunblaðið/RAX gæsa sem fæðunni hefur bókstaf- lega verið troðið ofan í til að lifrin verði einstaklega stór og feit. Gamla hefðin var sú að bændur sem ólu upp slíkar gæsir eða endur tróðu fæðunni ofan í kokið á fuglunum með sérstökum prikum. Upprunalega kemur foie gras frá héraðinu Elsass í Frakklandi en þekktasta framleiðslusvæðið í dag er í Périgord í suðvesturhluta landsins. Framleiðslu á foie gras má þó nú orðið fínna í fjölmörgum héruðum Frakklands og einnig hef- ur lifur frá Ungverjalandi verið að ráðast inn á alþjóðamarkað en hún er mun ódýrari. Hér á landi er nú farið að selja niðursoðna kæfu úr gæsalifur og er hún fremur dýr. Er ekki óalgengt að lítil dós kosti um tvö þúsund krónur. Til að njóta hennar til fulls eru tveir kostir ákjósanlegir. Annars vegar að skera niður litlar snittur úr ristuðu brauði, hvítu eða heilhveiti, smyrja kæfunni ofan á á disk. Þetta er að bera fram með fordrykknum fyrir góða máltíð. Hins vegar er hægt að bera fram lifrina sem foirétt eða eina og sér sem smárétt. Oftast er kæfan í dós- unum hlutuð niður í nokkur lög og er hægt að skipta þeim niður á diska og skreyta t.d. með krydd- jurtum og örlitlum muldum pipar. Þá er gott að hafa hlaup, t.d. teninga af púrtvínshlaupi með. Sauternes eða kampavín ? Það er gamalt deiluefni í Frakklandi hvað eigi að drekka með gæsalifur og nokkrar skólar til í þeim efnum. Sígildasta vínið með gæsalifur eru hin eöalsætu hvítu Sautemes-vín frá Bordeaux. Maður kemst ekki mikið nær alsælu en að borða góða gæsalifur með vönduð- um Sautemes. í þeirra stað geta einnig komið önnur áþekk sætvín til greina og hefur til að mynda ágætt sætvín frá Ástralíu verið til sölu á íslandi. Beerenauslese-vín frá Þýskalandi eða Vendange Tardive frá Elsass gegna sama hlutverki. Elsass-vín em raunar mjög góð með gæsalifur og drekka íbúar héraðsins gjarnan bragðmikil Gewurztraminer-vín með henni. í Sancerre drekka menn sín vín með lifur héraðsins og jafnvel em til þeir sem kjósa rauðvín. Þeir teljast hins vegar til sérvitringa þó svo að hugmyndin sé ekkert afleit. Ef frá em skilin Sauternes-vín verður þó að segjast að fátt á eins vel við foie gi-as og kampavín (ekki freyðivín) og þá ekki síst þurr bmt- kampavín. Þetta er ekki síst ákjósanlegt ef til stendur að bera lifrina fram með fordrykk. Tísh umáimurinn MÁLMEFNIÐ títan hefur lengi verið nýtt við smiði flugvéla, geimferja, skotflauga og skipa en birtist almenningi í sífellt fleiri myndum. Sælkerinn Það er ekki langt síðan að „foie gras“ fðr að sjást I íslenskum versl- unum í fyrsta skipti en þetta fyrirbæri er með eftirsóttustu matvælum Frakklands segir STEINGRÍMUR SIGURGEIRSSON. Oftast er foie gras, sem í beinni þýðingu myndi útleggj- ast sem „feit lifur“, unnin úr gæsaiifur (foie gras d’Oie) en einnig er kæfa úr andalifur (foie gras de canard) nokkuð algeng. Hún er algeng sjón í frönskum sæikerabúðum og skipar þar álíka sess og kavíar úr styrju- hrognum og trufflur. Engln frönsk veisla er fullkomín án foie gras og þegar Frakkar ætla að gera vel við góða gesti er hún undan- tekningarlaust dregin fram. HREINN títanmálmur er léttur og auðmót- anlegur, leiðir illa hita og rafstraum og finnst í einhveijum mæli í flestum steintegundum, sandi og leir. Einnig finnst vottur af títani í plönt- ■ um, dýrum, uppsprett- ™ um, botnlögum sjávar, loft- steinum og fastastjörnum. Þess má einnig geta að efna- sambandið títanfjórklóríð er brénnt til að skrifa á himin- hvolfíð úr flugvél og notað í feluský sem beitt er í hernaði til að villa um fyrir andstæðingnum. Hlutir til almennrar neyslu úr hreinu títani eða títanblöndu verða æ al- gengari og vinsælli og ekki óþekkt að vörur séu nefndar títan-heitinu til að falla frekar í geð, þótt enginn sé í þeim málmurinn með sama nafni. H1 uti r I I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.