Morgunblaðið - 09.12.1995, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 09.12.1995, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ Kristín Guðjónsdóttir, fyrrum húsfreyja á Búrfelli í Grímsnesi, er látin. Hún ólst upp í Ásgarði í Grímsnesi hjá foreldrum sínum, Guðrúnu Grímsdóttur og Guðjóni Gíslasyni, sem þar bjuggu. Það var því ekki langt að fara fyrir Halldór að sækja sér konu en hann hefur sjálfsagt verið búinn að líta lengi hýru auga til þessarar myndarlegu heimasætu á næsta bæ. Fyrstu árin bjuggu bræðurnir og fjölskyld- ur þeirra saman í nýju húsi sem þeir bræður höfðu byggt eftir að gamli bærinn brann 1934. Er börn- unum fjölgaði var hafist handa við að byggja annað íbúðarhús og stóðu þeir bræður saman að því eins og fjölmörgum öðrum fram- kvæmdum á jörðinni. Samvinna þeirra var alla tíð með eindæmum góð og fallegt allt þeirra samstarf. Fluttist Páll yfir í nýrra húsið, en Halldór og Kristín bjuggu í því sem fyrir var. Kristín var myndarleg húsmóðir, vel verki farin og var snyrti- mennska alltaf í fyrrirrúmi. Hún bjó fjölskyldu sinni fallegt og hlý- legt heimili og voru þau hjón mjög samhent alla tíð. Halldór unni konu sinni mjög og studdi hana vel í þeim veikindum sem hún átti við að stríða um langt árabil en hún veiktist mjög hastarlega af barns- fararsótt er hún eignaðist eldri dóttuma árið 1937. Vegna veikinda sinna var Kristín oft rúmliggjandi en sinnti þó heimili sínu og fjöl- skyldu af mikilli natni og um- hyggjusemi. Dætur þeirra Hall- dórs, Guðrún Ásgerður, húsmóðir á Selfossi, og Ólöf Erla, banka- starfsmaður í Landsbankanum á Selfossi, hafa fengið í arf góða kosti foreldra sinna. Kristín var greind og fylgdist mjög vel með. Hún var gerðarleg kona og hafði hlýlegt viðmót. Þau hjón voru gestrisin og vinföst. Mörg börn voru þar í sveit á sumr- um og jafnvel svo árum skipti og gekk Kristín sumum þeirra í móð- urstað ef svo mætti segja. Kristín var söngelsk og hafði fallega rödd. Þegar heilsan leyfði söng hún í kirkjukór Búrfellskirkju og var mikill styrkur af henni þar svo tón- viss sem hún var. Hafa dætur henn- ar báðar hlotið góða söngrödd og i tónlistarhæfileika í móðurarf. Þær hafa og sýnt móður sinni mikla umhyggju í hennar veikindum og endurgoldið henni alla þá hlýju sem hún ætíð umvafði þær. Halldór bóndi hennar lést fyrir allmörgum árum og bjó Kristín áfram á Búrfelli í nokkur ár með góðri aðstoð dætra sinna og tengdasonar, en síðan flutti hún til Ólafar dóttur sinnar á Selfossi. Á meðan heilsa entist var hún á Búr- felli á sumrum og sinnti blómunum sínum og hélt heimilinu hreinu og fallegu eins og alltaf áður. Við systkinin í vesturbænum á Búrfelli þökkum langa og góða samfylgd. Blessuð sé minning Kristínar Guðjónsdóttur. Ólöf Pálsdóttir. Crfisdrvkkjur VeiHngohú/ið GAFt-mn Slmi 555-4477 ______MIMIMIWGAR KRISTJÁN PÁLSSON + Kristján Páls- son fæddist á Akureyri 8. mars 1918. Hann lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 30. nóvember síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Páll Benediktsson og Anna María Krist- jánsdóttir. Hann var næstelstur af sex systkinum. Eft- irlifandi systkini Krisljáns eru: Fjóla, Helga, Frið- jón; Eggert og Arngrímur. Utför Krisljáns fór fram frá Glerárkirkju 8. desember. ÞÓ SVO við vitum að dauðinn eigi að teljast eðlilegur hluti lífsins, er alltaf erfitt að fá andlátsfregn um kæran vin. Mig langar að minnast föðurbróður míns, Kristjáns Páls- sonar, eða Stjána, eins og hann var alltaf kallaður. Stjáni var ljúfur og góður mað- ur. Hann bjó lengst af í Ártúni á Akureyri og ég man hvað mér fannst alltaf gott að koma í heim- sókn til hans og bróður hans Egg- erts. Þar voru ávallt hlýjar móttök- ur, hlaðið borð af veitingum og oft fjörugar samræður. Alltaf var stutt í gamansemina hjá Stjána og hafði hann sérstakt lag á litlum börnum og átti auðvelt með að kæta þau með góðlátlegu gríni. Hann var mikið fyrir útiveru og fór í göngu- túra á hverjum degi. Ég minnist þess sérstaklega er ég og Sigríður eldri dóttir mín fórum eitt sinn með honum í einn af þessum göngutúr- um. Við gengum upp að Kollu- gerði, sem var æskuheimili Stjána. Við settumst niður í túnjaðrinum og sagði hann mér sög- ur af æsku sinni, lífinu og tilverunni eins og það var í þá daga. Á sjötugsafmæli sínu, en þá var ég bú- sett á Húsavík, bank- aði Stjáni upp á og kom mér alveg á óvart. Hann dvaldi hjá mér allan daginn og fórum við víða um Húsavík og nágrenni, heimsótt- um ættingja og vini og áttum saman ánægju- legan dag. Ég mun ávallt minnast þessa dags og er mjög þakklát fyrir að hafa fengið að njóta nærveru hans. Stjáni átti mikið safn af bókum er hann hafði yndi af að lesa og var hann víðlesinn um land sitt og þjóð. Hann var mjög vinnusamur og ávallt tilbúinn að aðstoða alla er á þurftu að halda. Ég er ánægð yfir að hafa fengið að njóta samvista við góðan frænda og kveð hann með söknuði og þakk- læti fyrir allt. Elsku pabbi, Eggert, Helga, Fjóla, Grímur og aðrir að- standendur, ykkur votta ég samúð mína og fjölskyldunnar. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja í friðarskaut. (V. Briem.) Hólmfr. Sara Friðjónsd. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, HALLFRÍÐUR GUÐIMADÓTTIR, Mávanesi 8, Garðabæ, andaðist í Landspítalanum 7. desember. Viðar R. Helgason, Kjartan H. Kjartansson, HalldórS. Kjartansson, Snjólaug G. Jóhannesdóttir, Eygló B. Kjartansdóttir, Ólafur Oskarsson, Birgir Rúnar og Eiríkur Búi Halldórssynir. t Útför KRISTÍIMAR GUÐJÓNSDÓTTUR, Búrfelli, Grímsnesi, fer fram frá Selfosskirkju laugardaginn 9. desember kl. 13.30. Jarðsett verður í Búrfellskirkjugarði. Guðrún Á. Halldórsdóttir, Björn Jensen, Ólöf Erla Halldórsdóttir, Róbert Björnsson, Kristín Sólveig Krowl, Skúli Þór Smárason, Hjördís Davíðsdóttir, Halldór Björnsson, Benedikt Smári Skúlason, Róbert Sindri Skúlason, Gauti Gunnar Halldórsson. Sérlræðingar i blómnskrcytiiigTim við »11 tækiíæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 19090 t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför systur okkar og móðursystur, HELGU STEFÁNSDÓTTUR, Skúlaskeiði 30, Hafnarfirði. Hjartans þakkir til hjúkrunarfólks og heimilishjólpar sem annaðist hana sein- ustu árin heima og á Sólvangi, 4. hæð. Jónas Kári Stefánsson, Ása Sigrfður Stefánsdóttir, Kristmann Ágúst Stefánsson, Unnur Sveinsdóttir og fjölskylda. ____LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1995 47 c BJÖRN ÁGEIRSSON + Björn Ásgeirsson var fæddur á Brimbergi við Seyðisfjörð 2. janúar 1909. Hann lést á Sjúkrahúsi Seyðis- fjarðar 2. desember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru lyón- in Ásgeir Kristján Guðmunds- son, f. 9. september 1887, d. 28. desember 1958, og Jóna Björnsdóttir, f. 24. mars 1887, d. 26. maí 1974. Björn var elst- ur átta barna þeirra hjóna. Hin voru: Guðbjörg, dó barn, Ásdis, dó bam, Kristbjörg, búsett á Siglufirði, Ólafur, lést rúmlega tvítugur, Valgerður, Ársæll og Ágústa, öll búsett á Seyðisfirði. Útför Bjöms fer fram frá Seyðisfjarðarkirkju í dag. ELSKU Bjössi minn. Nú er þitt kall komið og ég veit að þú ert kominn á annan og betri stað þar sem að þér líður vel. Mig langar með fáeinum orðum að kveðja þig og þakka þér fyrir allar góðu stundimar sem við átt- um saman. Það var alltaf gaman að spjalla við þig og hlusta á góðu ráðin þín. Aldrei fann ég fyrir því að meira en hálfrar aldar munur væri á okkur enda ekki furða þar sem þú varst ávallt ungur í anda og fullur bjartsýni á lífið. Það var alltaf gaman að hitta þig í öllum fríum, þar sem þú byijaðir ávallt á því að athuga hvort hringur væri kominn á baugfingur okkar ungu stelpnanna og vildir svo fá að heyra sögur af því hvernig lífið gengi í skólanum. Mér finnst leitt að við skulum ekki hittast í jólafríinu eins og við ákváðum í haust er við kvödd- umst, en svona er lífið. Ég er glöð að ég kynntist þér svona vel og fékk að njóta vináttu þinnar bæði á meðan ég vann á sjúkra- húsinu og eins eftir að ég hætti þar. Öllum ættingjum, vinum og öðr- um aðstandendum vil ég senda mínar bestu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning þín. Eva Björk. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vci frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASClI-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld f úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á hcimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sfn en ekki stuttnefni undir greinunum. t Innilegustu þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru móður, stjúpmóður, tangdamóður, ömmu og langömmu, HELGU ÁSTU GUÐMUNDSDÓTTUR, Dalbraut 20, Reykjavík. Guð blessi ykkur. Sólveig G. Ólafsdóttir, Haraldur Tyrfingsson, Marfa M. Ólafsdóttir, Márus Guðmundsson, Katrín G. Ólafsdóttir, Bragi Magnússon, Ólafur A. Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ENGILBERTS EGGERTSSONAR, Funafold 37, Reykjavik. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 11E, Landspítalanum. Þórunn Böðvarsdóttir, Hafdís Engilbertsdóttir, Baldvin Steindórsson, Kristján Engilbertsson, Björk Engilbertsdóttir, Örn Engilbertsson, Sveinbjörg Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, fósturmóður, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, VILHELMÍNU SIGRÍÐAR KRISTJÁNSDÓTTUR, Vesturgötu 52. Ólafur Jóhann Jónsson, Sigrfður Jónsdóttir, Guðjón Pálsson, Vilhjálmur Jón Guöbjartsson, Jóhanna S. Guðjónsdóttir, Ingibjörg Jóna Jónsdóttir, Guðbjartur Haraldsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.