Morgunblaðið - 09.12.1995, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 09.12.1995, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Aðalheiður frá Kirkjubæ Jóns- dóttir var fædd í Akurey í Vest- mannaeyjum 20. ág-úst 1918. Hún lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 4. desember síðastlið- inn. Foreldár henn- ar voru Jón Valtýs- son, f. 23. okóber 1890, d. maí 1958, . > og Guðrún Hall- varðsdóttir, f. 17. október 1888, d. 15. febrúar 1993. Hún fluttist á Kirkjubæ í Vest- mannaeyjum með foreldrum sínum og ólst þar upp. Aðal- heiður bjó með foreldrum sín- um og bróður á Kirkjubæ fram að eldgosi 1973 en eftir það með aldraðri móður og bróður sínum á Strembugötu 15. Systk- ini hennar eru: Jóhann Valtýr, f. 1922, dó í bernsku; Sigur- Á KVEÐJUSTUND eru minning- arnar margar sem sækja á hugann. Allar þær samverustundir sem ég átti með Ollu ömmu verða ljóslif- andi að nýju. Frá því ég man fyrst eftir mér voru Siggi (d. 17.6. ’92), langamma (d. 15.2. ’93) og Alla amma (d. 4.12. ’95) svo stór hluti af lífí mínu. Nú eru þau öll farin. Nú síðast Alla amma sem var mér svo miklu meira en amma, við vorum eiginiega bestu vinkonur. Eftir að ég flutti frá Vest- mannaeyjum, fyrir um níu árum varð samband okkar jafnvel enn meira. Við leituðum oft ráða hvor hjá annarri, og það voru mörg símt- ölin og oft löng sem við áttum sam- an. Við töluðum um allt og ekki neitt, eins og hún sagði sjálf. Hún sagði mér frá sínum áhugamáíum og hvað væri að gerast í félagslífl eldri borgara, sem hún starfaði með og ýmislegt sem á döfinni var innan fjölskyldunnar og annars staðar. Hún fylgdist líka vel með mínum högum og systkina minna. Hún þekkti flestar vinkonur mínar og spurði oft frétta af þeim. Alla amma kom oft í heimsókn tii mín í höfuðborgina. Þá fórum við saman í bæinn og kíktum í búðir, en alltaf enduðum við í kaffihúsi á - spjalli. Hún amma hafði yndi af kaffihúsaferðum okkar, oftast þá fór hún að rifja upp og segja mér frá því þegar hún var ung og kom til höfuðborgarinnar að vinna á Hótel Borg. Þá kynntist hún lífinu í borginni og einnig afa mínum sem hún missti svo fljótt og ég fékk aldr- ei að kynnast. Stundum fórum við í leikhús og í góðu veðri fórum við í Grasagarð- inn í Laugardal eða keyrðum á Þing- bergur, f. 19. maí 1923, d. 17. júní 1992; Jóhanna Svava, f. 19. febr- úar 1927, búsett í Reykjavík, gift Andrési Magnús- syni. Hinn 10. ágúst 1947 giftist Aðal- heiður Gunnari Að- alsteini Ragnars- syni, f. 19. septem- ber 1922, d. 10. júlí 1954. Þau hjónin eignuðust tvö börn: 1) Guðrúnu Maríu, f. 11. júlí 1945, gift Runólfi Al- freðssyni og eiga þau þijú börn, Sigfríði, í sambúð með Þorvaldi Olafssyni og eiga þau einn son, Bergþór; Aðalheiði og Gunnar Berg. 2) Tryggva, f. 3. júlí 1949, d. 4. nóvember 1968. Útför Aðalheiðar fer fram frá Landakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. völl og í Hveragerði. Einu sinni lögð- um við land undir fót og skemmtum okkur og versluðum í Dublin. Eg gæti haldið lengi áfram að telja upp allt sem við gerðum saman. Amma var mikil blómakona og ber garðurinn hennar vel þess merki. Hún gat stundum verið tím- unum saman úti í garði að hlúa að blómum og tijám. Á sumrin varð ég stundum að hringja í mömmu og spyija hvað væri eiginlega með hana ömmu, ég væri búin að hringja í hana í allan dag og hún svaraði ekki. Þá var skýringin oftast sú að hún var í garðinum sínum og gleymdi hvað tímanum leið. Hádeg- ismatur eða kaffitími var ekkert sem truflaði hana frá blómunum sínum. Og er ég talaði'við hana að kveldi þá sagðist hún vera endurnærð eft- ir útiveruna í garðinum sínum. Tveim vikum áður en hún amma veiktist var hún að setja niður haust- lauka. Hún setti alltaf lauk niður á leiði þeirra sem voru farnir frá henni. Það er svo skrýtið að núna lagði hún sérstaka áherslu á að sýna mömmu hvemig þeir ættu að vera, því hún væri nú kannski ekki alltaf með okkur. Og í dag ætlum við að setja niður restina af haustlaukun- um á leiðið hennar. Af einhveijum óskiljanlegum ástæðum hafði hún skilið eftir hjá sér 15 bleika lauka. í vor munu svo koma upp þessi fal- legu blóm henni til heiðurs. Amma var mjög trúuð kona og í trúna leitaði hún eftir styrk. Hún var heiðarleg og hafði sannleikann ávallt að leiðarljósi. Hún kom alltaf hreint fram og sagði sína meiningu, þó aðrir væru á öðru máli, þá hvik- aði hún ekki frá sínu. Það er svo margt sem hún amma gaf mér og þar á meðal eru margar góðar lífsreglur sem ég hef tamið mér. Þennan síðasta mánuð, sem hún amma var meðal okkar, var hún á deild 5A á Borgarspítalanum og á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja. Fyrir hönd aðstandenda vil ég þakka læknum og hjúkrunarfólki fyrir þá aðstoð og skilning sem þau veittu henni og okkur aðstandendum. Elsku Alla amma, þakka þér fyr- ir allt sem þú hefur verið mér og þótt þú sért farin mun ég varðveita í hjarta mínu allar þær minningar sem ég á um þig. Elsku amma, megi góður guð geyma þig. Sigfríð. Mig langar til að kveðja hana ömmu okkar og nöfnu mína með fáeinum orðum. Alla amma, eins og við kölluðum hana, var okkur barnabörnunum svo góð og vildi okkur vel. Hún var allt- af að gefa okkur gjafir. Ég man að hún kom alltaf með stórt páska- egg handa okkur um páskana. Hún kenndi bróður mínum að reima skóna sína þegar hann var lítill. Amma var trúið og mikil bænakona og kunni hún margar bænir og sálma og kenndi hún okkur að fara með bænirnar og margt fleira. Það er erfítt að hgusa um að allt í einu sé Alla amma farin. Það verð- ur tómlegt hjá okkur núna, en við reynum að fylla upp í tómarúmið með öllum minningunum sem við eigum um ömmu og biðjum Guð að styrkja okkur á þessari sorgar- stundu. - Þín náðin, Drottinn, nóg mér er, því nýja veröld gafstu mér, í þinni birtu’ hún brosir öll, í bláma sé ég lífsins flöll. Ég veit, að þú ert þar og hér, hjá þjóðum himins, fast hjá mér, ég veit þitt ómar ástarmál og innst í minni veiku sál. Ef gleðibros er gefið mér, sú gjöf er, Drottinn, öll frá þér, og verði’ af sorgum vot mín kinn, ég veit, að þú ert faðir minn. Þín náðin, Drottinn, nóg mér er, því nýja veröld gafstu mér. Þótt jarðnesk gæfa glatist öll, ég glaður horfi’ á lífsins fjöll. (E.H. Kvaran) Við þökkum þér fyrir allt, elsku amma, Guð geymi þig. Aðallieiður og Gunnar Bergur. Jólasendingin átti að fara með fyrri skipum til Eyja. Innan um- pakkana var einn lítill, skreyttur stórri, gyiltri slaufu og jólakveðja sem erfíðara hafði reynst að koma í orð en endranær; til ÖIlu... Við sitjum fámál og fjarræn eins og dimman skugga hafí borið á des- emberbirtuna. Eftir fárra vikna al- varleg veikindi er Alla frænka okkar í Vestmannaeyjum dáin. Hún kvaddi eina óveðursnótt þegar regnið buldi á rúðunum og vindurinn hvein, og okkur hafði grunað að hveiju dró. „Ég veit alveg hvað við gerum marnrna," segir sonur minn sjö ára allt í einu og horfir á mig stórum, einlægum augum. „Við sendum pakkann hennar Öllu bara til henn- ar í kirkjugarðinn, þá fær hún hann alveg öruggiega." Það er ekki efa- semd í huga hans. Alla hlýtur nú að vera í öruggu skjóli hjá Guði og frá kirkjugarðinum til hans er bein leið og greið. Það er eins og birti örlítið aftur við þessi orð. Einmitt þetta hafði verið þessari trúuðu konu, systur hennar mömmu minnar, svo að skapi. Samkvæmt hennar trú gat leiðin aldrei Iegið neitt annað að lokum. Þess vegna kveið hún því heldur ekki að fá að fara eins og ég man hún orðaði það eitt sinn sjálf. Þessi hávaxna, teinrétta kona sem mótlætið í lífinu virtist ekki geta bugað; það að missa manninn sinn og son, að missa heimilið sitt og lífsviðurværi í eldgosinu á Heimaey, og loks að missa bróður sinn og móður. Með henni er geng- in kona, sem gerði sumardaga bernskunnar svo brosandi bjarta, ásamt móður sinni og bróður. Ég minnist hennar fyrir svo margt, en af einhvetjum ástæðum er mér dýr- mætust minningin um lygnu sumar- kvöldin úti í Eyjum þegar hún er að hlúa að blómunum sínum undir vegg, kenndi mér, stelpunni, að meta angandi ilminn af næturfjól- unni undir lágnættið. Eitt veraldar- undur fyrir mér, liturinn og anganin sem aldrei varð unaðslegri en ein- mitt þá. Ég sagði henni það aldrei, en ég lifí þetta enn, í mínum eigin garði, seint á sumarkvöldum og þá verður mér hugsað til Öllu í Eyjum. Nú þegar hún er farin og skilur okkur eftir með minningarnar einar verður trúin hennar að verða hugg- un okkar. Og vissan hennar um endurfundi við þá sem hún saknaði svo sárt í lífínu. Davíð Stefánsson frá Fagraskógi orti ljóð sem heitir Endurfundir. Með seinni hluta þess og í þeim anda þökkum við vinkonu okkar og frænku Öllu allt og sendum innileg- ustu samúðarkveðju til ástvina. Sú fegurð öll, sem fyrir sjónir bar á fómum vegi, birtist vinum tveim sem ennþá muna yndislegan heim - sem einu sinni var. Og endurfundum fagna sálir tvær sem fijálsar teyga angan þína, jörð, og seltuna við silfurbláan prð. Við stöðvum tímans vald og vængjablak - eitt andartak, eitt andartak. Edda Andrésdóttir og fjölskylda. Lífshiaup konu er á enda runnið. Bak við þessa konu eru minningar, ljúfar minningar og sárar, gleði og sorgir. Lífsreynsla. Umhyggja fyrir ástvinum, tryggð, en umfram allt trú og traust á Guð. Aðalheiður eða Alla eins og við kölluðum Iiana, var fyrsta barn for- eldra sinna. Það er til mynd af henni með yngri systkinum sínum, þar sem hún stendur bak við þau Sigga bróð- ur sinn og Svövu litlu systur sína, sem er móðir undirritaðrar. Aðal- heiður er falleg ung stúlka með sítt liðað hár, alvörugefin og ábyrgðar- full á svip. Mig langar að rifja upp fyrstu minningar mínar frá Vestmannaeyj- um. Með barnsaugum sé ég húsið hennar ömmu á Kirkjubæ. Þar búa þau amma og afí, móðursystkini mín Siggi og Alla, Gunnar eiginmaður Öllu og börnin þeirra tvö, Marý og Tryggvi. Á sumrin komum við far- fuglarnir úr Reykjavík, foreldrar mínir með okkur systurnar tvær, og svo yngri bróður okkar eftir að hann fæddist. Pabbi stundaði sjóinn, en mamma hjálpaði til við heimilisstörf- in og heyskapinn. Það var oft glatt á hjalla og mikið að gera á stóru heimili. Ég minnist þeirra systra, mömmu og Öllu, hvað þær gátu spjallað saman og hlegið í eldhúsinu hennar ömmu. Þar var gott að vera. „En nótt er ei til enda trygg“ stendur í Passíusálmum Hallgrjms Péturssonar. Þetta heyrði ég stund- um Öllu frænku mína vitna í, og ekki að ástæðulausu. Skörð voru höggvin í hópinn, skyndilega og óvægið. Sumarið 1954 hrapaði Gunnar eiginmaður Öllu við lunda- veiðar í Stórhöfða og lét lífíð aðeins 32 ára. Þetta gerðist daginn fyrir níu ára afmælið hennar Marý og Tryggvi var þá nýlega orðinn þriggja. Ung kona í blóma lífsins orðin ekkja með tvö ung börn. En lífið hélt áfram. Foreldrar og systk- ini studdu við bakið á Öllu. Fjórum árum seinna, eða 1958, dó afi, faðir Öllu. Þær voru nú orðn- ar tvær, ekkjurnar í húsinu hennar ömmu. Þær mjólkuðu kýrnar saman, Alla og amma, en Siggi sá um önn- ur störf og mamma kom áfram á sumrin og rétti hjálparhönd. Árin liðu. Við börnin urðum gjaf- vaxta og áttum okkur framtíð- ardrauma. En þá varð Alla fyrir enn einu áfallinu. Haustið 1968 fórst Tryggvi, sonur hennar, aðeins 19 ára gamall ásamt öllum skipsfélög- um sínum með vélbátnum Þráni frá Vestmannaeyjum. Við vorum öll komin sendin affrönsku lömpunum frá le Dauphin stgr. HUSGAGNAVERSLUN Síðumúla 20, sími 568 8799. Opið í dag. laugardag, kl. 10-18 og á morgun, sunnudag, kl. 14-16. AÐALHEIÐUR JÓNSDÓTTIR harmi slegin, en haldreipi Öllu var trúin. Marý hafði nú stofnað sitt eigið heimili, og í húsinu hennar ömmu voru þau nú þijú eftir, amma, Alla og Siggi. í gosinu 1973 fluttu þau til Reykjavíkur og bjuggu í sama húsi og foreldrar mínir. En svo var haldið til Eyja á ný, og nú í nýtt hús á Strembugötu 15. Þar bjuggu þau þijú saman þangað til Siggi lést árið 1992 og amma tæpu ári seinna. Nú var Alla orðin ein eftir í húsinu, en þær voru hvor annarri stoð og stytta, hún og Marý dóttir hennar. Alla var mikil blómakona. Það var hennar líf og yndi að hugsa um garðinn sinn, sem þau Siggi höfðu mótað saman, og á sínum tíma gert að verðlaunagarði. Þetta áhugamál hefur hún haft frá því ég man fyrst eftir, en hafði í seinni tíð betri og meiri tíma til að sinna því. Hún var virkur meðlimur í félagi eldri borg- ara í Vestmannaeyjum. Hún tók þátt í kórstarfinu þeirra, ferðalögum og ýmsum skemmtunum, og átti þar góða vini, sem ég veit að sakna hennar nú. Hún var hæglynd kona, en naut sín vel í glöðum hópi góðra vina. Síðast þegar ég hitti Öllu heila heilsu, var hún á skemmtikvöldi með öldruðum á Hraunbúðum. Hún var ungleg eftir aldri, vel til höfð í kjól sem fór henni svo vel. Það lá vel á henni og við spjölluðum saman um stund. Tveimur dögum seinna var hún orðin helsjúk, og er nú látin aðeins mánuði seinna. Marý dóttir hennar og Svava móðir mín og syst- ir Öllu, sátu hjá henni löngum stund- um á sjúkrahúsinu í Reykjavík. Þeg- ar Alla kom hingað til Eyja á sjúkra- húsið vöknuðu hjá okkur vonir um að hún gæti kannski náð sér svo vel að hún ætti eftir að komast heim, en svo varð ekki. Hún óttaðist ekki dauðann og hvíldin var henni svo sannarlega kærkomin. En Marý hef- ur misst mikið. Hún hugsaði vel um móður sína. Hún hugsaði um allar hennar þarfir, bæði meðan hún var heil heilsu og eftir að hún veiktist. Móðir mín saknar systur sinnar sárt. Góður Guð styrki aðra ástvini Öllu á sorgarstundu. Blessuð sé minning Öllu frænku minnar. Jóna Andrésdóttir og fjölskylda. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér. Þessar línur úr Davíðssálmum eiga Vel við hana elskulegu Öllu frænku mína, sem lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja, eftir skyndileg og stutt veikindi. Drottinn var hennar hirðir. Það vissu þeir sem þekktu Öllu. Trúræk- in var hún og hafði það fyrir vissu, að þegar hennar hlutverki lyki hér á jörð, biði hennar gott og fallegt líf á himnum. En ekki óraði mann fyr- ir því að hún ætti að fara héðan svona fljótt. Alla frænka var mikil kona og góð, sem gott var að tala við, og gaf hún frá sér mikla ást og hlýju. Lífið var henni oft erfítt, og leitaði hún þá eftir styrk í trúnni. Blómum unni hún, og ber garðurinn hennar því fagurt vitni. Það verður tómlegt næsta vor að sjá hana ekki úti í garði að dytta að blómunum sínum, en hver veit nema hún hafi fallegan garð til þess að sinna þar sem hún er núna. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég þig, elsku Alla, með miklum söknuði og trega, en um leið með hlýju og þakklæti fyrir allt þáð sem þú varst mér og fjölskyldu minni gegnum árin. Guð blessi minningu þína, Andrea Inga Sigurðardóttir og fjölskylda. • Fleiri minningargreinar um Aðalheiði Jónsdóttur bíða birting- ar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.