Morgunblaðið - 09.12.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.12.1995, Blaðsíða 30
VIKU K MORGUNBLAÐIÐ 80 LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1995 Afhveiju myndast flasa? MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spurning: Hvemig má bregðast við of háu blóðsjkursh- lutfalli eða of lágu hjá fullorðnu fólki? Hver eru einkennin í hvom tilfellinu um sig? Svar: í spumingunni er talað um blóðsykurshlutfall en eflaust er átt við blóðsykur. Blóðsykur er óeðlilega hár í sykursýki, en svokölluð fullorðinssykursýki byrjar oftast eftir 40 ára aldur. Algengustu einkennin em þorsti, aukin þvaglát, þreyta, ógleði, up- pköst, endurteknar sýkingar (t.d. í húð, leggöngum og þvagblöðru) og sjóntruflanir. Mjög mikilvægt er að fara til læknis og fá ömgga sjúkdóms- Hár blóðsykur greiningu og meðferð. Meðferðin er margþætt, þeir sem era of feitir þurfa að grenna sig, fylgja þarf ströngum reglum um mataræði, fylgja þarf reglum um líkamlega áreynslu og í sumum tilvikum þarf lyfjameðferð (oft- ast töflur). Lágur blóðsykur staf- ar oftast af ofskömmtun sykursýkilyfja eða ef sjúklingur sem tekur sykursýkilyf missir úr máltíð. Helstu einkennin era skjálfti, máttleysi, kaldur sviti, hungur, hvítt eða grátt hörand, pirringur í höndum og fótum og sljóleiki en ef ástandið versnar koma hraður hjartsláttur, ragl, svimi, ósamhæfðar hreyfingar en að lokum krampar og meðvitun- darleysi. Á vissu stigi getur þetta líkst áfengisvímu. Þetta er hættulegt ástand sem verður að taka mjög alvarlega. Ef sjúkling- urinn drekkur glas af sætum safa eða borðar 2?3 sykurmola þá lagast ástandið á 10?15 mínút- um. Aldrei má reyna að gefa meðvitundarlausum einstaklingi að drekka en í slíkum tilvikum þarf að gefa lyf í æð eða vööva. Spurning: Áf hverju myndast flasa? Er mögulegt að losna við Húð flagnar af hana án þess að þurfa að nota sérstakt sjampó eða meðal það sem eftir er ævinnar? Svar: Ysta lag húðarinnar er stöðugt að flagna af okkur og er það ofur eðlilegt. Stundum verður þessi flögnun svo mikil úr hársverði (e.t.v. einnig úr and- liti) að hún verður sýnileg á föt- um okkar og er það kallað flasa. Stundum gerist þetta vegna of- starfsemi fitukirtla í hársverði en stúndum getur verið um sveppasýkingu að ræða. Einstaka sinnum dugir að skipta um sjampó eða hætta að nota hámæringu. í öðram tilvikum er ráðlegt að nota flösusjampó í fáein skipti og sjá hvað setur. í mörgum tilvikum dugir að grípa til flösusjampósins einstaka sinnum, kannski bara á nokkurra mánaða eða ára fresti. Ef ekkert af þessu dugir eða ef ástandið er mjög slæmt er sjálfsagt að fara til læknis (heilsugæshilæknis eða sérfræðings í húðsjúkdómum). • Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækninn um það sem þeim liggur á hjarta og er tekið á móti spurningum á virkum dögum milli klukkan 10 og 12 í síma 5691100 Böðvar Kvaran ^Auðlegð Islendinga Í3- Broí úi sögu íslenzkrar bókaútgáfu og prenlunar frá öndvcrðu fram á þessa öld Auðlegð Islendinga eftir Böðvar Kvaran Raktir eru meginþættir úr sögu prentunar og bókaútgáfu á Islandi frá upphafi og fram á þessa öld, getið þeirra er þar komu mest við sögu og hins helsta sem þeir létu frá sér fara. Jafnframt er greint frá íslenskri bókaútgáfu erlendis, fyrst og fremst í Danmörku og í Vesturheimi. Állítarlega er greint frá helstu heimildum er að gagni mega koma við bókfræðistörf og söfnun, enda tilgangur bókarinnar að veita slíka alhliða þekkingu á efninu. Þá eru forvitnilegir þættir um nokkra þekkta bókamenn og stórsafnara. í ritinu sem er 447 bls, eru viðamiklar heimilda- og nafnaskrár, auk fjölda mynda m.a. af bókum og titilblöðum bóka og tímarita, og er mikill fengur aðþeirri yfirsýn. Höfundur er með bókfróðustu mönnum og kunnur bókasafnari og í safni hans mun hafa verið eitt stærsta blaða- og tímaritasafn í einkaeigu hér á landi. Gagnrýnendur hafa sagt þetta um Auðlegð íslendinga: "Þetta œviverk Böðvars Kvarans mun fá virðulegan stað í mínum bókahillum meðal eftirlœtisverka. Og oft mun ég leita til þess umfrœðslu og ánœgju". , - Siguijón Bjömsson, Mbl. 14. okt. 1995. "Rit Böðvars er... ákaflega vandað og mjög skemmtilegt, náma \ upplýsinga um íslenska bókfrœði... það œtti að vera skyldulesning bókasafnsfrœðinga og nemenda í þvífagi og einnig í sagnfrœði sem menningarsaga". - Siglaugur Brynleifsson, Tíminn 6. okt. 1995. -Í3- VÖAf¥ HIÐ ÍSLENSKA BÓKMENNTAFÉIAG SÍÐUMÚLA 21 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 588 9060 • FAX 588 9095 -E3- Morgunblaðið/Ámi Sæberg Húðflút i ýmsum myndum EINBEITING - Jón Páll Halldórsson einbeittur á svip viö vinnu sína. BAKFLÚR - Algengasti staðurinn fyrir húðflúr er vöðvi upphandleggs, en í sumum tilvikum dreifast myndírnar á hina ýmsu líkamsparta. IDREKINN - Kínverski 1 drekinn birtist f ýmsum myndum. QSKJALDARMERKI - “ Algengt er að menn velji skjaldarmerki sem skreytingu. rjUNDIRBÚNINGUR Fjölnir “^Bragason gerir skyssu af húðflúrskreytingu ■ TRÚRÆKNI - Ekki er óal- 'gengt að menn láta flúra mynd Krists á húð sína. lúrað á húðir m YRIR nokkram áram lærði Jón Páll Halldórsson húðflúrslist- ina í Aþenu á Grikklandi, hann var þar á ferð og kynntist húðflúrmeistara þarlendum, sem bauðst til að taka hann í læri. Jón Páll haföi áður verið í Myndlista- og handíðaskólanum enda drátthagur vel, sem er nauðsynlegt til að ná árangri „tattó- veringum“, eins og það heitir á fag- málinu. Þegar Jón kom heim, stofnaði hann stofuna, Tattoo JP. Segir hann að aðsókn fari sífellt vaxandi. Húðflúr var lengi vel einkenni sjómanna, eins konar staðfesting á því að menn hefðu siglt um heim- sins höf og lent í ævintýrum í erlendum hafnarborgum. Þetta er liðin tíð og nú er það einkum ungt fólk sem sækir í að láta mynd- skreyta hörund sitt, ívið fleiri karl- ar en konur, sem þó sækja stööugt í sig veörið. „Helsti munurinn er sá að karlmenn vilja stórar myndir, en konurnar vilja hafa þær minni. Þær eru skynsamari að þessu leyti,“ sagði Jón Páll.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.