Morgunblaðið - 09.12.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.12.1995, Blaðsíða 16
Morgunblaðið/Sverrir Guðjón Már Guðjónsson 16 LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Góður árangur OZ-manna í Japan og Bandaríkjunum | i I l I ! I I I » I B » Aukning í Evrópuflutningum Samskipa Festa kaup á nýju skipi Hull. Morgunblaðið. SAMSKIP hf. hafa fest kaup á nýju skipi frá Þýskalandi til Evr- ópuflutninga félagsins. Skipið verður afhent í byrjun janúar og leysir af hólmi Helgafell, sem hef- ur verið selt til Singapore. Það getur borið 584 gámaeiningar en burðargeta Helgafellsins_ er 426 gámaeiningar. Að sögn Ólafs Ól- afssonar, forstjóra Samskipa, hafa flutningar til Evrópu farið vaxandi að undanförnu vegna aukins út- flutnings, bæði frá íslandi og Færeyjum. Hefur Helgafellið því verið fullnýtt og fyrirsjáanlegt að þörf væri á aukinni flutningsgetu. Nýja skipið var smíðað í Þýska- landi árið 1982 og er 127 metra langt og 20 metra breitt. Um borð eru kranar þannig að það getur afgreitt sig sjálft. Þetta kemur sérstaklega að góðu gagni í Vest- mannaeyjum og Færeyjum, þar sem ekki eru til staðar öflugir hafnarkranar. Kaupverð skipsins er 650 milljónir króna. Helgafellið hefur verið í eigu Samskipa frá árinu 1987 og hefur siglt milli íslands, Færeyja, Hol- lands, Danmerkur, Englands, Sví- þjóðar, Noregs og Þýskalands. Umsvif Samskipa í Evrópu hafa aukist verulega á þessu ári. Þann- ig hefur félagið stofnað sérstök dótturfélög í Rotterdam og Hull ^ og aflað töluverðra erlendra verk- efna. Skrifstofan í Rotterdam flutti í nýtt og rúmgott húsnæði Q í síðasta mánuði og starfa þar nú um 10 manns. í byijun næsta árs fær félagið aðgang að nýrri hafn- araðstöðu þar, sem mun bæta enn skilyrði til frekari umsvifa. ---- ♦ » ♦ Námskeið J í Visual • AgeC++ DAGANA 11.-13. desember mun Nýheiji halda námskeið í Visual Age Ch—K Leiðbeinandi á námskeið- inu verður N. Malte Christensen frá g: Client/Server Nordic deildinni hjá IBM í Danmörku. _ Christensen mun flytja mál sitt M á ensku. Þátttökugjald er 68.700 krónur en þáttakendur umfram einn frá sama fyrirtæki fá 10% afslátt. Veitingar og námsgögn eru innifal- in í verði. Þátttaka tilkynnist í síma 560-7640. okkar við Holtagarða Siðfræði Níkomakkosar eftir Aristóteles íslensk þýðing eftir Svavar Hrafn Svavarsson sem einnig ritar inngang og skýringar. Ritstjóri: Þorsteinn Hilmarsson. Siðfrœði Níkomakkosar er eitt merkasta rit Aristótelesar. í ritinu spyr hann þriggja meginspuminga um mannlega breytni. Þeirra hefur sjaldan verið spurt af meiri ákafa en um þessar mundir. Spurt er hvað sé hamingja og hvemig manneskjan verði hamingjusöm. Það leiðir til spumingarum mannlega breytni: Hvers vegna er góð breytni einhvers virði og hvers virði er hún? Loks er spurt hvers konar siðgerð búi að baki góðri breytni. Þannig er dyggðin kynnt til sögunnar og útskýrt hvemig dyggðug siðgerð mótar athafnir okkar og hamingjuna sjálfa; því er spurt hvað aðskilji vitrænar dyggðir og siðrænar, hverjar séu siðrænar dyggðir og hvemig megi lýsa hófsemi og hugrekki, veglyndi og réttlæti. Fyrir ritinu er ítarlegur inngangur um ævi, ritverk og kenningar Aristótelesar, skýringarkaflar era við hvem hluta verksins, neðanmálsgreinar og atriðisorðaskrá. * Siðfrœði Níkomakkosar er alls 666 síður í tveimur bindum í fallegri öskju. Ritið er 32. ritið í flokki « Lærdómsrita Bókmenntafélagsins. ] Vakin er sérstök athygli á eftirtöldum Lærdómsritum: \ Saga tímans, Um vináttuna, Manngerðir og Handan góðs og ills. * é StsJ HIÐ ÍSLENSKA BÓKMENNTAFÉLAG SÍÐUMÚLA 21 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 588 9060 • FAX 588 9095 Opna útibú í Tókýó HUGBÚNAÐARFYRIRTÆKIÐ OZ hefur gengið frá samningum við japanskt fyrirtæki um opnun á útibúi í Japan og verður það opnað formlega í febrúar. Að sögn Guð- jóns Más Guðjónssonar, eins eig- anda OZ, er fyrirtækinu mikill akk- ur í þessu samstarfi, enda er mjög erfitt að uppfylla þau skilyrði sem japönsk stjórnvöld setja fyrir opnun slíkrar skrifstofu, auk þess sem jap- anska fyrirtækið muni sjá um rekstrarkostnað hennar. Auk úti- búsins í Tókýó hefur OZ þegar opn- að útibú í Los Angeles. Forsvarsmenn OZ eru nýkomnir heim úr ferð til Japans og Banda- ríkjanna, þar sem m.a. var gengið frá þessum samningi auk samnings við tævanska fyrirtækið Dynalab um kaup á 5% hlut í fyrirtækinu. Eins og fram hefur komið í fréttum jafngildir kaupverð þess hluts því að markaðsvirði fyrirtækisins sé rúmar 600 milljónir króna. Þá mun einnig hafa verið gengið frá einum kaupsamningi til viðbótar, en Guð- jón segir þó enn ekki tímabært að greina frá efnisatriðum hans. Þrívíddarrápforrit á markað á næsta ári Hjá OZ er nú unnið að hönnun á þrívíddarrápforriti (browser), sem fyrirtækið ætlar að hafa tilbúið til markaðssetningar fyrir lok næsta árs. Tilraunaútgáfa verður hins vegar tilbúin á öðrum ársfjórðungi næsta árs. Guðjón segir að nú þeg- ar sé lokið hönnun á þrívíddarráp- ar tengibúnaður við Netscape-ráp- arann, en síðan verður hægt að kaupa uppfærslu til þess að fá full- komnari útgáfu af okkar rápara." Guðjón bendir á góða reynslu Netscape af þessari Ieið við mark- aðssetningu, en hinn fyrirtækið hefði nú náð um 70% markaðshlut- deild með þessum hætti. Netscape hafi ekki gert ráð fyrir neinum hagnaði fyrstu tvö árin vegna þessa, en raunin hafi hins vegar orðið sú að fyrirtækið hafi skilað hagnaði strax á fyrsta ársfjórð- ungi. „Þetta sýnir bara hvað netið er að springa út. Við erum hins vegar alls ekki á leið út í neina samkeppni við Netscape, enda treystum við okkur ekki alveg í það,“ segir Guðjón. Horfur á verulegri fjölgun starfsfólks Guðjón segir að mjög mikið sé framundan hjá fyrirtækinu. Ferðin nú hafi verið mjög árangursrík og samningar hafi tekist við nokkur mjög góð fyrirtæki, bæði í Banda- ríkjunum og Japan, en ekki sé tíma- bært að greina nánar frá efni þeirra að svo stöddu. „Núna erum við að leita að meiri mannskap, forriturum með mikla reynslu í forritun og mönnum á öðrum sviðum. Við sjáum fram á að þurfa að tvöfalda ef ekki þrefalda starfsfólk hjá okk- ur á næstu sex mánuðum. Við höf- um því möguleika á því að byggja upp mjög skemmtilegt hátæknifyr- irtæki hér á landi.“ forriti fyrir Unix-vélar og nú sé unnið að hönnun á slíku forriti fyr- ir Windows-umhverfi. Hann segir að ætlunin sé að dreifa grunnútgáfu af forritinu ókeypis á netinu og í framhaldinu verði fullkomnari útgáfa boðin til sölu. „Við erum að vinna að tilboð- um um að þróa svokallaða þrívídd- arheima fyrir nokkur stórfyrirtæki í Japan. Innifalið í þeim tilboðum er að hægt verður að nálgast ókeyp- is útgáfu af okkar forriti þaðan. Fyrsta útgáfan verður nokkurs kon- SÆNGURGJAFIR í úrvali, ódýrt og gott. PUMALÍNA Pósthússtræti 13,— S. 551 2136
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.