Morgunblaðið - 09.12.1995, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 09.12.1995, Blaðsíða 64
64 LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ IMÝJAR HUÓMPLÖTUR Morgunblaðið/Ásdís TORFI Ólafsson, Jóhann Helgason og Bergþóra Árnadóttir. Aldar- minning Fjöldi laga hefur verið saminn við ljóð Davíðs Stefánssonar enda henta þau vel til söngs að sögn útgefenda nýs disks með lögum við ljóð hans. ÚT ER kominn diskurinn „Aldar- minning". Hann er tileinkaður Dav- íð Stefánssyni frá Fagraskógi en í ár eru hundrað ár liðin frá fæðingu hans. Samin hafa verið lög við fjölda kvæða hans í gegnum árin og á þessum diski eru nokkur þeirra ásamt nokkrum sem eru ný af nál- inni. Morgunblaðið ræddi við þau Torfa Ólafsson, Bergþóru Árna- dóttur og Jóhann Helgason en þau eiga öll lög á disknum og gefa hann út í samvinnu við aðra flytjendur á honum. Fjórtán söngvarar koma fram á disknum og átta lög af þrettán eru nýjar upptökur, hvort sem um nýtt eða eldra lag er að ræða. „Diskurinn var þannig unninn að hver listamað- ur sá um að fullvinna sín lög og skila inn á stafrænni snældu og svo var lögunum raðað inn á diskinn og efnið hljóðblandað," sögðu þau. Breidd í ljóðunum í ár hefur Davíðs verið minnst á margan hátt en einkum í bóka- og greinaformi. „Það hefði verið hneisa ef enginn hefði minnst hans með útgáfu laga við Ijóð hans enda hef- ur þvílíkur fjöldi laga verið saminn við ljóð hans. Þau eru einstaklega vel fallin til söngs,“ sagði Jóhann Helgason. Að sögn Torfa er það sérstakt við diskinn að á honum er blanda af sígildum lögum, vísnalögum og dægurflugum. Með þessu hafí náðst þverskurður af lögum sem samin hafa verið við ljóð hans. „Það sést á fjölbreytni tónlistar- innar hversu mikil breidd er í ljóðun- um hans að þau er hægt að nota í öllum tegundum tónlistar. Sem dæmi þá er Páll ísólfsson einn full- trúi klassíkurinnar á disknum, ég er með vísnalag og Torfí með dæg- urlag,“ sagði Bergþóra, og Torfí bætir við, „það eiga allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfí en aðal- atriðið er að lögin miðast öll við að geta komið ljóðinu vel til skila.“ Hvernig verða Iögin til? Bergþóra segir frá, „Lagið mitt, ,„Barnið í þorpinu", kom út á plötu árið 1982. Eg get ekki útskýrt hvemig ég sem lög. Eg horfi bara á ljóð og les það og svo er bara lagið komið, það kemur út úr ljóð- inu. Ég veit að þetta eru ekki eðli- leg vinnubrögð en lagið kemur full- skapað og útsett inn í höfuðið á mér,“ sagði Bergþóra og bætti við að hún notaði þá mælistiku á gæði laga sinna að ef þau eru í höfðinu á henni næsta dag þá er lagið sæmi- legt, ef hún man það eftir tvo daga er það heldur skárra en ef það er enn hljómandi í höfði hennar eftir viku líftíma þá setur hún það inn á band. „Ég hef nú samið margan aumingjann skal ég segja þér,“ sagði hún. Torfi sagði að öllu venjúlegri vinnubrögð væru við samningu sinna laga. „Mér finnst nú alltaf minnsta atriðið að semja lagið, það er bara smásandkom í öllu ferlinu,“ sagði hann. Kemur það aldrei fyrir að fleiri en eitt lag séu samin við sama kvæðið? „Það er nú svona þegjandi sam- komulag að semja ekki lag við ljóð sem maður veit að hefur verið gef- ið út áður, þó auðvitað geti slys komið fýrir,“ segja þau að lokum. I I WÆ Pétur Pétursson, I I I PT I höfundur bókarinnar. ALÞÝÐUHREYFING HJÁLPRÆÐISHERINN í 100 ÁR Pétur Pétursson 100 ára saga Hjálpra’ðishersins á Íslandi Hjálprœöisherinn er litrík alþýöu- hreyfing - líknarhreyfing sem byggir á því að trúboö og líknarstarf er sam- ofiö lífi og starfi hreyfingarinnar. í bókinni er fjallað um uppruna Hjálprœöishersins og fyrstu leiötoga hans. ítarlega er fjallaö um komu Hersins til íslands og viöbrögö manna við honum og starfsháttum hans. Fjallað er um áhrif Hjálprœöis- hersins á trúar- og menningarlíf íslend- inga, ekki síst hvernig hann hefur birst í ýmsum skáldverkum, á frœöandi og skemmtilegan hátt. Skálholtsútgáfan Laugavegi 31 - Sími 552 1090 Metnaður ræður gerð TONLIST Geisladiskur VERÖLD SMÁ OG STÓR Veröld smá og stór, sólóskifa Ás- geirs Óskarssonar. Lög ölt eftir Ás- geir en textar eftir Ingólf Steinsson. Ásgeiri til aðstoðar eru fjölmargir, þar á meðal söngvaramir Egill Ólafs- son, Bubbi Mort- hens, Andrea Gylfa- dóttir, Kristján KristjáiLsson, Sig- tryggur Baldursson, Berglind Björk Jón- asdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir og Þór Breiðijörð. mjóðfæraleikarar eru og íjölmargir, Ásgeir leikur á trommur, hljóm- borð, bassa, aukin- heldur sem hann syngur, Þorsteinn Magnússon leikur á flesta gítara, Björgvin Gíslason og Tryggvi Hiibner koma einnig þar við sögu, Haraldur Þorsteinsson á bassa, Pétur Hjaltested á hljómborð, Stefán Stef- ánsson á saxófón og Einar Öm Páls- son á trompet. Japís gefur út. 42,50 mín., 1.999 kr. LÍKLEGA hafa flestir vitað að Ásgeir Oskarsson, einn helsti trommuleikari landsins, væri lið- tækur lagasmiður, en færri vita að hann er líka prýðilegur söngvari, ágætis hljómborðs- og bassaleikari. Sönnun þess er að finna á sólóskífu hans, Veröld smá og stór, sem kom út fyrir skemmstu. Vinahópurinn er líka stór, því á plötunni spreytir sig landslið íslenskra poppsöngvara, aukinheldur sem nokkrir helstu hljóðfæraleikarar koma við sögu. Þessi breiðskífa Ásgeirs ber það með sér að metnaður ræður gerð hennar, en ekki sókn eftir vinsæld- um, því tónlistin á henni er á köflum þyngri en svo að falli að smekk al- mennra plötukaupenda, sem vilja fá matreitt og niðursoðið að útlendri fyrirmynd. Ekki má skilja þessi orð svo að um sé að ræða torf eða steypu, því mörg laganna er þægi- lega grípandi og vænleg til vinsælda, til að mynda Lífsins stóra stykki, sem Kristján „KK“ Krist- jánsson syngur, Langt er liðið, sem þeir Ásgeir og Bubbi Morthens syngja saman, og Jafnt nótt sem dag, sem Þór Breiðfjörð syngur. Innan eru svo þyngri lög og veigameiri eins og Frelsun, með innblásnum söng Andreu Gylfadóttur, Alltaf, sem hefði þó eflaust orðið betra með minni tölvutækni, titillag plötunnar sem Guðrún Gunnarsdóttir syngur afbragðsvel, og lokalagið Mynda- saga, sáraeinfalt lag og bráðvel heppnað, líklega besta lag plötunn- ar. Reyndar hefði Ásgeir gjaman mátt syngja meira til að gefa plöt- unni sterkari heildarsvip, þó söngv- aravalið gefi vissulega skemmtilega fjölbreytni í staðinn. Veröld stór og smá er breiðskífa sem gefur meira eftir því sem meira er á hana hlustað og sannar eftir- minnilega að Ásgeir Óskarssyni er fleira lagið en leika listavel á trommur. Ástæða er til að geta um hljóm plötunnar, sem er afskaplega vel heppnaður. Umslagið gengur ekki vel upp, þó hugmyndin sé góð. Árni Matthíasson Ásgeir Óskarsson og Ingólfur Steinsson Gleðigjafinn samur við sig TÓNUST Geisladiskur TIL ÞÍN Geislaplata André Bachmann. André Bachmann söngur. Carl Möller og Þórir Úlfarsson hljómborð, Gunnar Bemburg bassi, Hörður Friðgeirsson gitar, Rúnar Georgsson saxafónn og flauta. Utsetningar: Carl Möller og Þórir Ulfarsson. Upptökumenn: Ás- geir Jónsson og Axel Einarsson. Hljóðblöndun: Tómas Tómasson. Japis gefur út. Verð 1.999 krónur. ANDRÉ Bachmann gaf út plötu fyrir nokkrum árum og var þá á plötuumslagi kallaður „konungur kokteil-tónlistarinnar“, sem er í sjálfu sér ágæt nafngift og átti vel við þá. Hann er nú oftast kenndur við hljómsveit sína Gleðigjafana og gleðigjafinn André á vel við, því hann syngur fyrst og fremst til að skemmta fólki, eins og þeir vita sem hafa brugðið sér á ball með honum. Á nýrri plötu sinni Til þín fer André kunnugleg- ar slóðir og tekur fyrir ýmsa líf- seiga „standarda" svo sem Only You, Sunny Side of the street, Amor, Quando quando, More og fleiri, en alla þó með íslenskum textum, sem eru eftir Þorstein Eggertsson utan tveggja, sem eru annars vegar eftir Sigurð Einars- son og hins vegar eftir André sjálfan. Carl Möller á tvö ágæt lög á plötunni, Bjór á næstu krá og Jörð- in okkar og André semur titillagið Til þín (eiginkona), prýðilegt lag þar sem höfundur syngur greini- lega frá hjartanu. Hin lögin eru erlend og mörg gamalkunn eins og áður segir. André fer yfirleitt vel með þessi lög enda góður söngvari. Rúnar Georgsson blæs ágætt sóló í Bessame Mucho og finnst mér að hans krafta hefði mátt nýta í fleiri lögum því það er alltof sjaldan sem maður heyrir orðið í þessum frábæra saxafón- leikara. Hér erum við ef til vill komin að því sem mér fínnst vera helsti veikleiki plötunnar, það er, að undirleikur er að miklu leyti leik- inn á tölvuvædd hljómborð. Ég hef einhvern veginn aldrei getað vanist því fyrirkomulagi, en eflaust er það smekksatriði hvað mönhum finnst um slíkt. Hér er ekki verið að hnýta í útsetningar þeirra Carls Möller og Þóris Úlf- arssonar, sem eru ágætar sem slíkar. Mér finnst það bara aldrei hljóma nógu sannfærandi þegar saxafónsóló er tekin á hljóm- borð eða þegar lúðra- og strengja- sveitir eru fram- kallaðar með þeim hætti. Raunar hef- ur mér aldrei þótt fiðlur og dægur- tónlist eiga vel saman, en skoðanir á því hljóta líka að vera einstaklingsbundnar. Þetta sjónarmið mitt um tölvu- væddan hljómborðsundirleik þarf þó ekki að rýra skemmtanagildi plötunnar því gleðigjafinn er sam- ur við sig og er hér að syngja fyrir fólkið, sem hann hefur verið að skemmta um árabil. Það fólk verður áreiðanlega ekki fyrir von- brigðum því sjálfsagt er mikið til í því sem segir á plötuumslagi: „Platan er eins og André; ljúf, þægileg og kemur beint frá hjart- anu.“ Sveinn Guðjónsson GLEÐIGJ AFINN André Bachmann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.