Morgunblaðið - 09.12.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.12.1995, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR ÍSLENSKT MÁL ÉG HEF þennan þátt á að svara góðu bréfí sem Valgeir Sigurðs- son skjalavörður sendi mér, og hafi hann þökk fyrir. Fyrsta efnisatriði bréfs hans er svohljóðandi: „Einhvern tíma í haust var ég einu sinni sem oftar að hlusta á útvarp snemma morguns. Þá sagði einn af föstum pistlahöf- undum Rásar eitt, að það væru „ekki nema um það bil tveir ára- tugir síðan þessi skilningur rak upp á fjörur okkar Islendinga“. (Hvaða sjókindur skyldi „þessi skilningur“ hafa rekið á undan sér upp í §örurnar? Gaman hefði verið, ef pistlahöfundur hefði frætt okkur um það!) Mér sýnist þessi ranga málnotkun vera held- ur í sókn, bæði í ræðu og riti.“ Nú set ég mig í kennarastell- ingar og færi á blað: ísinn rak vestur með landinu. Hvað merkir þetta? Jú, það merk- ir að ísinn færðist vestur með landinu. Isinn gerði hvorki eitt né annað. Hann var ekki gerandi þess verknaðar sem sögnin að reka felur í sér. Hann var þo- landi verknaðarins, enda kemur í ljós, ef að er gáð, að ísinn var þama í þolfalli. Það lítur reyndar út alveg eins og nefnifallið, svo að sumum kann að sjást yfír þetta að lítt athuguðu máli. Hver rak ísinn vestur með land- inu? Þess var ekki getið og stóð ekki til. Það stafar af því, að þama var að verki einhver óper- sónulegur kraftur sem rak ísinn. Að minnsta kosti kraftur sem menn eru ekki reiðubúnir að nafn- greina. í þessu dæmi er því sögn- in að reka ópersónuleg, öðm nafni einpersónuleg, vegna þess að slíkar sagnir breyta ekki um mynd, þótt skipt sé um persónu- fomafn (eða nafnorð) með þeim. Mig rak, þig rak, bátinn rak, okkur rak, ísinn rak o.s.frv. Sögnin alitaf eins, einpersónu- Ieg, og alltaf með henni þolfall. Auðvitað getum við sagt: ísinn Umsjónarraaður Gísli Jónsson 826. þáttur rakst vestur með landinu, eða: ísinn var rekinn, en heldur þykir mér það kollótt tal miðað við hið sígilda orðalag: ísinn rak. Ef mönnum þykir óljóst hvort ísinn var nefnifall eða þolfall, þá skulum við bara skipta um orð. I staðinn fyrir safnheitið ís skul- um við prófa einheitið ísjaki. Ekki er það eins í nefnifalli og þolfalli. Þá eigum við að segja: ísjakann rak vestur með landinu, ekki *ísjakinn rak o.s.frv. Af þeirri einföldu ástæðu, að ísjakinn rak ekki nokkum skapaðan hlut, en einhver ópersónulegur kraft- ur rak ísjakann. Því segjum við: bátinn rak (ekki báturinn) að landi, skýin bar (ekki bám) yfir bæinn, mig (ekki ég) bar af réttri leið. Ópersónulegar sagnir eru skemmtilegar, og rökhugsun býr á bak við þær. Mikill skaði væri máli okkar, ef við týndum þeim í fljótræði og heimsku. Ég býst við að ópersónulegar sagnir eigi nokkuð svo í vök að veijast. Eg efast hins vegar um að það „styrkti stöðu“ þeirra, þótt við bættum einni við hópinn og tækjum að segja almennt *mig hlakkar í staðinn fyrir ég hlakka, svona til þess að líkja eftir mig langar, enda er sú til- laga ekki frá V.S. Ég hef af ásettu ráði sleppt hér ópersónulegum sögnum með þágufalli, því að það er flókið og myndi kosta mikið mál, og væri þó margur vandi óleystur. En svo vikið sé beint að efni bréfs V.S., þá er ekki aðeins rangt fall: „skilningur" (nf.) fyrir skiln- ing (þf.), heldur er myndmálið gallað, nykrað. Skilning rekur ekki á §ömr. Önnur atriði í bréfi Valgeirs bíða í bili. ★ Hiymrekur handan kvað: Dóttirin datt oní pott, að detta fannst Mettu ekki gott, þvættið var heitt, og hún háttaði breytt, alveg hætt við að fá kattarþvott. ★ Enn eru menn á áberandi stöð- um að rugla saman orðunum eftirmáli og eftirmál, hið síðara jafnan haft í fleirtölu. Um þetta hef ég íjallað áður og tekið upp úr Tungutaki skýr orð, þar sem leitast var við að leiðrétta vitleys- una. Nú læt ég nægja, til þess að forðast endurtekningar, að taka upp úr Orðastað Jóns Hilm- ars: „eftirmál no hvk flt það má búast við miklum eftirmáium vegna slyssins, það mátti alveg búast við kærum og lögsókn en sem betur er urðu engin eftir- mál“ Eftirmáli er hins vegar „texti aftan við meginmál“. Þá spyr ég: Er hægt að taka „taugar úr fótlegg“? Eru þær ekki fremur teknar úr fæti? Ég minnist þess, að betra er að gæta sín á enska orðinu leg. Einu sinni kom í fréttum: „Fót- leggurinn var tekinn af Tító.“ Reynið að sjá fyrir ykkur hvað eftir var. A ensku mun þetta hafa verið: „Tito had his leg amputated.“ Þá þótti mér heldur hjákátleg frétt í sjónvarpinu um nýdauð laxaseiði sem þá væri búið að „ferma“. ★ . Brosir aldrei flagð, nema bölvan vinni, sofnar aldrei flagð, nema svik um dreymi, hlær aldrei flagð, nema Helju fagni. (Publius Ovidius Naso; þýð. Matthías Jochumss.) ★ Eftir á að hyggja: Gott orð götuvirði sem Éggert Skúlason notaði í fíkniefnafrétt á Stöð 2 sl. laugardag. Frumkvæði til árangurs! ER JUNIOR Cham- ber-hreyrfingin á íslandi ennþá til, er spuming sem ég heyri stundum. Jú, hún er svo sannar- lega ennþá til, þó svo að ekki fari eins mikið fyrir henni og fyrir rúm- um áratug þegar félagar voru _vel á annað þús- und. í þá daga voru líka dðstæður allt aðrar, að- eins ein útvarpsrás og ein sjónvarpsrás sem var í fríi á fimmtudög- um, engar tölvur eða intemet. Þrátt fyrir gíf- urlega breytta tíma þá dafna félagsskapur eins og Junior Chamber og önnur félagasamtök samt sem áður. vel því félagslegar þarfir okkar í mannlegum samskiptum em þar best uppfylltar. Þrátt fyrir að JC-hreyfing- in á íslandi sé ekki fjölmenn þá er hún enn ein af íjölmennustu lands- hreyfingunum í heimi miðað við íbúa- fjölda og emm við mjög ánægð með það. En hvað er Junior Chamber eða JC eins og margir kalla það? Svarið er ekki einfalt þar sem starfíð tekur á svo ótal mörgum þáttum í dag- legu lífi og mannlegum samskiptum, en í stuttu máli þá er það félags- skapur ungs fólks (18-40 ára) sem vill ná meiri og betri árangri í lífinu. IJC er markmiðið að bæta mannleg sam- skipti og auka stjóm- unar- og leiðtogahæfí- leika einstaklingsins til að geta tekist á við ný verkefni. Það næst m.a. með þátttöku í nám- skeiðum, stjómarstörf- um, skemmtunum og verkefnum þar sem stefnt er að ákveðnum markmiðum. Á þessu ári hefur Junior Charpber ísland náð mörgum af þeim markmið- um sem það setti sér. Þar ber fyrst að nefna sigur okkar á Evrópuþingi í Strasbourg nú í sumar en þar var ísland valið þingstaður fyrir Evrópu- þing 1997. Það mun því verða haldið í júnímánuði hér í Reykjavík og er gert ráð fyrir þátttöku um 1000 fé- laga úr Evrópu og víðar. Þetta er Bjarni Ingibergsson Formaður HIK leiðréttur GERA verður þá kröfu til þeirra sem hafa ummæli eftir öðrum úr fjölmiðlum að þeir hafi þau rétt eftir. Það gerir Már Vilhjálmsson, formað- ur hagsmunanefndar HÍK, ekki í grein í Morgunblaðinu 7. desember sl. um flutn- ing alls reksturs grunnskólans til sveit- arfélaganna, þar sem hann vísar til viðtals við undirritaðan í sjónvarpinu 12. nóv- ember sl. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. í greininni segir Már Vilhjálmsson: „Formaðurinn (þ.e. formaður Sambands íslenskra sveitarfé- laga) nefndi einnig í umræddu viðtali að ekki væri nein sérstök ástæða að bæta kjör kennara." Þetta er rangt eftir haft. Það sem undirritað- ur sagði í sjónvarpsvið- talinu varðandi spurn- ingu um hvort sveitar- félögin væru tilbúin til að hækka grunnlaun kennara þegar þau • Heimsóknir vina og ættingja eru Alzheimer-sjúklingum og fjöl- skyldum þeirra afar mikilvægar, segja Margrét Garðarsdóttir, Sigrún Jóhannsdóttir og Ylfa Þorsteinsdóttir úr faghópi um sjúkraþjálfun aldraðra sem fjalla hér um samskipti við fólk sem þjáist af þessum hrömunarsjúkdómi í heila. EGAR afi fékk þann úr- skurð að hann væri með Alzheimer-sjúkdóm kom það fjölskyldunni í raun ekki á óvart. Hann hafði verið utan við sig og gleyminn, vildi ekki gera neitt nýtt og týndi þræð- inum í samræðum. Læknirinn út- skýrði fyrir okkur, eftir að búið var að gera ýmsar rannsóknir til að útiloka aðra sjúkdóma, að Alz- heimer væri ólæknandi hrörnun- arsjúkdómur í heila og orsakir hans væru óþekktar. Nú er það amma sem hellir upp á kaffi, nokkuð sem afi gerði manna best en kann ekki lengur. Afi var vanur að ganga mikið, nú er hann ófær um að rata og villist í nýju umhverfi. Hann þarfnast orðið hjálpar við alla þætti daglegs lífs. Samskipti Þó afí geti ekki tjáð sig eins vel og áður skilur hann mikið af því sem sagt er við hann og því höfum við vanið okkur á að tala skýrt og í einföldum setningum Sjúkra- þjálfarinn segir... Afi er orðinn gleyminn án þess þó að tala barnalega. Áreiti eins og útvarp og sjónvarp samtímis er truflandi. Tilfinningar Veikindi afa hafa snert okkur öll, þó mest mæði á ömmu. Við aðstandendurnir þurfum að takast á við sorgina sem fylgir því að missa félaga og vin án þess að um dauðsfall sé að ræða. Álagið á ömmu er oft gífurlegt. Hún þarf að hafa andvara á sér á nóttunni ef afa skyldi detta í hug að fara á fætur, hjálpa honum að klæða sig á morgnana, minna hann á og hjálpa honum með alla hluti á daginn, svara sömu spurn- ingunum aftur og aftur og þola allar hans skapsveiflur. Oft er sagt að í sólarhringnum hjá að- standanda Alzheimer-sjúklings séu 36 klukkustundir og það á svo sannarlega við hér. Ekki má gleyma líðan afa. ímyndum okkur dag sem er fullur af mistökum og vonbrigðum frá morgni til kvölds. Við þekkjum ekki umhverfi okkar né þá sem í kringum okkur eru og ekkert tekst af því sem við ætlum okkur að gera. Hvernig ætli okkur liði eftir slíkan dag? Þannig eru allir dagar Alzheimer-sjúklings. Líkamsrækt Afi hefur alltaf verið mikið fyr- ir gönguferðir og útivist. Við ætt- ingjarnir höfum skipt með okkur dögunum og förum á hveijum degi með hann í langa göngu. Til að gera þetta að föstum punkti í tilverunni förum við alltaf á sama tíma, göngum alltaf sömu leiðina og reynum að vekja áhuga og athygli afa á umhverfinu. Kostirn- ir við þetta eru að afí styrkist og úthaldið eykst, hann fær betri til- finningu fyrir líkama sínum, fær útrás fyrir streitu og kvíða og sefur betur á nóttunni. Síðast en ekki síst fær amma kærkomna hvíld á meðan og tíma fyrir sjálfa sig. Vinir og vandamenn Eftir að afi veiktist hefur heimsóknum til hans og ömmu fækkað mikið. Fólk þekkir ekki sjúkdóminn, verður óöruggt í framkomu og heldur sig því fjarri, í stað þess að hafa samband við okkur og spyija hreinskilnislega um ástand afa og hvernig best sé að bregðast við. Þó eru nokkrir sem enn hafa sam- band og eru heimsóknir þeirra ömmu og afa mjög dýr- mætar. Það gefst oft vel að fólk hafí með sér ljósmyndir eða hluti sem tengjast göml- um minningum til að hjálpa afa að rifja upp liðnar stundir. Gleymum ekki afa þó afí sé orðinn gleyminn! Höfundar eru sjúkraþjálfarar við öldrunarlækningadeild Landspítalans. AFI þarfnast nú hjálpar við alla þætti dag- legs lífs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.