Morgunblaðið - 09.12.1995, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 09.12.1995, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1995 43 1 I I i í j i I I . I : « : « « (j « « 1 « « « « « « « MINNINGAR á mig frá afa í gegnum heildsöluna í Reykjavík. I helgarfríinu þá helgina fóru allir á heimavistinni heim með epli í nesti og þá sérstaklega tvær vinkonur mínar sem hafa í seinni tíð minnt mig óspart á eplasöguna. Þær urðu yfir sig hrifnar á Síldarævintýr- inu 1993 þegar þær hittu „Gest afa“ í eigin persónu. „Goðsögn holdi bor- in,“ datt upp úr annarri. Það var í rauninni mikið til í því, því hvern vildi Biggi heitinn Run tala við þegar •hann lagðist niður á miðja Aðalgöt- una á einu stóru síldarsumri stopp- andi alla um'ferð, nema afa? Þvemeit- aði að standa upp nema Gestur Fanndal væri ræstur svo hann gæti reist sig upp. Svona eiga stórkarlar að vera. Eg verð alltaf svo stolt þeg- ar ég hitti fyrir íslendinga um allan heim sem segja: „Já, þú ert sonar- dóttir hans Gests Fanndal.“ Ég veit ekki hvort það er til sá flugmaður af eldri kynslóðinni, sem ekki hefur heyrt Gest afa gefa veður úr gamla Land-Rovernum frammi á gamla flugvelli. Það voru víst ferskar veður- lýsingar sem allir skildu. Jæja afi, flug, það var vel við hæfi að ég endaði skrif mín með því. Ég óska þér góðrar ferðar, þú þarft ekki að hringja þegar þú ert kominn á áfangastað, þó að það hafir verið þú sem komst þeirri reglu á. Ég er ekki með konfektkassa í kveðjuskyni eins og þú varst alltaf með, en í staðinn er bros, gleði og stolt yfir því að hafa átt þig sem afa minn. Ég vildi óska þess að ég gæti ver- ið hjá þér á laugardaginn og bankað tvisvar sinnum á „hurðina" hjá þér eins og þú varst vanur að gera við áætlunarvélarnar. Bless bless afí minn og góða ferð. Þín, Guðný Erla. „Hann Gestur afi er dáinn, Palli minn.“ Þessi orð hljómuðu svo óraunverulega þegar faðir minn hringdi í mig á laugardagsmorgun- inn síðasta. Ég trúði því ekki að afi, þessi hressi og duglegi maður hefði kvatt svo snögglega, en maður huggar sig við að þetta hafi verið alveg eins og hann vildi hafa það, með stæl. 40 mínútum eftir að hann gekk sjálfur óstuddur út um horn- dyrnar á búðinni sinni út í bíl læknis- ins var hann allur. Engin sjúkrahús- lega, ekki byrði á neinum. Ég tel það forréttindi að hafa átt afa eins og Gest Fanndal. Hann hafði alltaf tíma fyrir mann þegar komið var í heimsókn. Þá lagði hann frá sér það sem hann var að gera, fór inn á kontór, hellti kaffi í tvær stórar kapteinskönnur, hallaði sér aftur í stólnum, krosslagði hendurn- ar yfir magann og spurði svo: „Hvað er að frétta, sonur?“ þótt ég væri sonarsonur hans. Margar góðar minningar koma upp í hugann síðan í bemsku. Þegar afi leyfði mér að opna einn búðar- kassann í búðinni sinni í fyrsta skipti þá náði hakan akkúrat upp á borð- brúnina og þegar að peningaskúffan skaust út lenti hún beint í andlitinu á mér með tilheyrandi blóðnösum og gráti. Ótal ferðir fór ég með afa út á flugvöll í gamla Land-Rovernum en flugsamgöngur við Siglufjörð voru hans helgasta áhugamál alla tíð og fékk hann Fálkaorðuna 1993 fyrir að stuðla að bættum samgöng- um við Siglufjörð og var vel að henni kominn. Hann var fyrsti umboðs- maður land-flugfélaganna sem flugu til Siglufjarðar frá 1955 til 1992. Fyrst Flugsýn, síðan Vængir, Arnar- flug og síðast íslandsflug, og þegar þeir sögðu honum upp umboðs- mannsstarfinu 81 ára gömlum, var hann mjög ósáttur við það. Hann gat alveg leikandi gert þetta áfram eins og hann hafði alltaf gert. Áður en farþegaflugskýlið sem hann „lét“ byggja var byggt fór allt fram í Land-Rovernum, farþegarnir settust inn hægra megin, í miðju sætinu var taskan með farseðlunum í og afi skrifaði farseðlana með stýrið fyrir borð, síðan kallaði flugvélin í fjarðar- kjaftinum í gömlu talstöðina í bíln- um, sem aldrei heyrðist í þegar mest lá við og þá var veðrið gefið án allra mæla; vindurinn ekki í hnút- um og gráðum heldur norðan gola, sunnan andvari, o.s.frv., skýjahæð ekki í fetum heldur yfir Hvanneyrar- skálinni, svo þið sjáið ljósið í sjón- varpsendurvarpinu, flennibjartur o.s.frv. Já, margir reyndustu og fræknustu flugmenn landsins fengu sína eldskírn hjá afa þegar hann sagði þeim skilmerkilega og tæpit- ungulaust hvernig ætti að fljúga í Siglufirði. Mislíkaði þessum flughetj- um það oft. Síðar virtu þeir allir afa umfram aðra. Sýndu þeir það með kveðjum, kortum og gjöfum síðar. Um helgar gisti ég oft hjá afa og Guðnýju ömmu, og þar var allt í föst- um skorðum. Fyrir hádegi á laugar- dögum var maður settur i bað, eftir hádegi var leikið sér uppi á lofti í herberginu inni af kontórnum þar sem afi sat og vann í reikningum, og síðan þegar manni leiddist leikur- inn settist maður hjá afa og vildi fá að vinna í reikningum líka og það var aidrei annað en sjálfsagt. Seinni partinn fórum við félagarnir svo nið- ur í búð og völdum okkur í sunnu- dagsmatinn sem amma eldaði svo ógleymanlega. Á sunnudagsmorgun var farið á flugvöllinn að afgreiða flugið, síðan beint heim í steikina hjá ömmu sem var alltaf borðuð inni í borðstofu og þá voru sko hvítar stífstraujaðar léreftsservíettur og silfurhnífapörin notuð. Á eftir var teflt, spilað eða afí fór að segja manni sögur úr mannkynssögunni, af hershöfðingjum eins og Alexander mikla, Napoleon, Hitler og Patton eða fljótunum miklu í Síberíu. Afi sagði svo skemmtilega frá þessu öllu að maður lifði sig inn hveija stóror- ustuna af annarri og reyndi af öllum mætti að ímynda sér hvemig hinir og þessir generálar og hershöfðingjar gátu losnað úr herkvíum og búið til fleyga til að sleppa úr höndum óvin- anna. En allt var þetta í föstum skorðum og aldrei breytt út af van- anum. Afi átti nefnilega eitt uppá- halds orðatiltæki: „Þetta var svona, er svona og verður svona.“ Ekki er hægt að láta hjá líða að minnast á hnittin svör sem hann gat gefíð. Eitt sinn var hringt og spurt um flugið, leiðindaveður var, snjó- koma og hvasst. Hann svaraði: „Ef þú sérð um veðrið skal ég sjá um afganginn." Annað sem skýtur upp í hugann er þegar flugvélin var einu- sinni fullbókuð. Inn í farþega- afgreiðsluna kemur einn af framá- mönnum þjóðarinnar og þarf að kom- ast suður í einum grænum hvelli á fund. Fyrirmennið ber sig stórmann- lega og krefst þess af afa að hann láti einhvern þeirra sem á bókað sæti sitja eftir. Afí svaraði: „Já, vel- komið, ef að þér getið bent á þann sem á að sitja eftir.“ Þá brast stór- mennið kjarkinn og hann fór út hálf- sneypulegur. Sem dæmi um lestraráhuga afa má nefna að ef einhver úr fjölskyld- unni fór til Reykjavíkur var algjört skilyrði að koma með nýjustu dag- blöðin til baka, svo að hann væri búinn að fá þau á undan Matta Jó- hanns vini sínum. Síðan hringdi afi í Matta og sagði honum hvað væri í fréttum. Þá gátu þeir diskúterað fréttirnar fram og til baka og lá hvorugur á skoðunum sínum. I þau sex ár sem ég vann í búð- inni hans kynntist maður afa sem stjórnanda, og jafnframt göfug- mennsku hans. Ég held að flest börn sem alist hafa upp á Siglufirði hafi einhvern tíma fengið súkkulaði eða bolsjer í munninn hjá afa og þar voru synir mínir Andri og Sigurður Ingi engin undantekning. Um leið og þeir komu inn í búðina hlupu þeir í einum grænum í gegnum vöruhús- ið og beint inn á kontór og upp í fangið á langafa sínum. Það mátti vart á milli sjá hver var glaðari að sjá hvern, þeir eða hann. Þar gátu þeir unað eins lengi og þeim hent- aði, því afi hafði nefnilega lag á því að tala við böm eins og fullorðið fólk og byijaði strax að kenna strák- unum bókstafi, tölustafí og reikning. Ég er stoltur af að hafa átt Gest Fanndal sem afa. Hann var einn af • þeim mönnum sem hafa ráð við öll- ^ um vandamálum, og mátti auk þess ekkert aumt sjá. Elsku Gestur afi, nú ert þú lagður upp í þína hinstu ferð og getur ferð- ast til allra landanna sem að þú sagðir manni frá og tekið þátt í öll- um orustunum sem við lásum saman um og þú útlistaðir svo skemmti- lega. Ég veit að vegferð þín verður góð eins og þú sjálfur sáðir til. Páll. Tilvist okkar hér á jörðu er mis- auðveldur skóli, aðalkennarar í i þeim skóla eru samferðamennirnir. Af þeim lærum við. Af þeim mótast breytni okkar til allra verka. Áhrif þeirra á líf okkar eru mismikil, sum skilaboð sem við fáum eru veik, önnur sterk og þannig upplifðum við Gest afa á Sigló. Sterka persónu sem tekið var eftir hvar sem hann fór, en þó svo mildur og hlýr. Hlýju sinni og kærleika miðlaði hann til okkar í ríkum mæli og þegar maður er svo lánsamur að kynnast þessum eiginleikum í einni og sömu persónu öðlast maður gott veganesti. Nú er stund aðskilnaðar komin, ljósið er slokknað, það dofnaði aldr- ei, það bara slokknaði. Þannig var Gestur afi, kraftmikill, atorkusam- ur maður sem kenndi okkur svo margt og gaf ríkulega. Elsku Guðný amma, megi ljósið sem hann skildi eftir í sálum okkar verða þér styrkur. Guðný Rósa, Gestur Már og Þorbjörn. • Fleirí minningargreirmr um GestH. Fanndal bíða biriingar ogmunu birtast í blaðinu næstu daga. Pastoralsinfónían eftir Nóbelsverðlaunaskáldib André Gide er ein fegursta perla nútímabókmennta. Hér kemur hún í þýbingu Sigurlaugar Bjamadóttur. Sveitaprestur tekur upp á sína arma umkomulausa blinda stúlku. Gegn vilja sínum verbur hann ástfanginn af henni. Sagan snýst um sálræn átök, afbrýbi og örvæntingu; fegurðina og ljótleikann í mannssálinni. FJOLVI Kristilegur kærleikur! Freisting - synd. / Atakanleg lýsing á einu mesta vobaverki Mannkynssögunnar. Þab geröist fyrir 50 árum... ...á stórborgina Hírósíma var varpað kjarnorkusprengju. Á einu augnabliki var hún lögð í rúst. Nær hundrað þúsund manns fórust. Önnur hundrað þúsund áttu eftir að líða ólýsanlegar kvalir. Bók Herseys um hlutskipti borgarbúa, dauða og hörmungar er þekkt um allan heim. Hún er byggð upp á samtölum við fórnarlömb sem lýsa blossanum mikla og þeirri martröð sem fýlgdi í kjölfarið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.