Morgunblaðið - 09.12.1995, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 09.12.1995, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ —> -I- Kristín Guðjóns- } dóttir fæddist í Asgarði í Grímsnesi 23. september 1910. Hún lést á hjúkrun- arheimilinu Ljós- heimum á Selfossi 2. desember síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðrún Grímsdóttir og Guðjón Gíslason bændur í Ásgarði. Hún var yngst fjög- _j, urra barna þeirra, eldrí voru Guðberg- ur Sigurður, Eirík- ur og Grímur Krístinn, sem lést barn að aldri. Auk þeirra átti Kristín tvær hálfsystur frá fyrra hjónabandi föður síns, Ágnesi, sem fluttist ung til Dan- merkur og lést þar fullorðin og stúlkubarn, sem lést í frum- bemsku. Hinn 12. desember 1936 gift- ist Kristín Halldóri Diðrikssyni frá Vatnsholti í Grímsnesi, þá bónda á Búrfelli. Halldór lést KÆR MÓÐIR er kvödd. Ég er þakklát fyrir líf hennar en ég er einnig þakklát fyrir að erfiðri sjúk- dómsbaráttu er lokið. Hún var yngsta barn foreldra sinna og leit dagsins ljós fyrir 85 árum. Hún varð strax sólargeisli allrar fjöl- skyldunnar sem í þá daga saman- stóð af mörgum ættliðum eins og tíðkaðist á heimilum til sveita, en þetta sagði mér Guðrún amma mín sem ásamt Guðjóni afa fluttist síð- ar til okkar að Búrfelli. Mamma ólst upp við öll venjuleg og hefð- bundin sveitastörf innandyra sem utan eins og þau gerðust á hennar uppvaxtarárum. Þótt ekki hafi ver- ið auður í ranni á hennar bemsku- 20.6. 1972. Kristín og Halldór eignuð- ust tvær dætur: 1) Guðrún Ásgerður, sem gift er Birni Jensen, rennismið. Þeirra synir eru Halldór, leiðsögu- maður, í sambúð með Hjördísi Dav- íðsdóttur, þeirra barn er Gauti Gunn- ar; Róbert, nemi í Fjölbrautaskóla _ Suðurlands. 2) Ólöf Erla, starfsmaður Landsbanka Islands á Selfossi. Einnig ólst upp frá þriggja ára aldri hjá Kristínu nafna hennar Kristín Sólveig Krowl, gift Skúla Þór Smára- syni, flugmanni og eiga þau synina Benedikt Smára og Róbert Sindra. Útför Kristínar fer fram frá Selfosskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jarð- sett verður í Búrfellskirkju- garði. heimili frekar en hjá svo mörgum öðrum þeirra tíma, þá held ég að hún hafi verið hamingjusamt bam og ung stúlka. Víst mun hún hafa þráð eins og svo margir aðrir að mennta sig eins og það var kallað og vissulega hefði hún haft hæfi- leika á mörgum sviðum, en lífsins skóli varð ofan á eins og hjá mörgu ungmenninu á fyrri hluta aldarinn- ar. Snemma kom í ljós að mamma var mikið náttúrubarn sem unni umhverfi sínu, fagurri náttúru og sveitalífinu. Dýravinur var hún með afbrigð- um mikill og fljótlega mun hún til dæmis hafa verið lagin við að hjálpa skepnunum við burð. Mamma átti MINNINGAR mörg sporin á eftir ánum þar sem nú hafa risið ótal sumarhús í landi Ásgarðs og margir eiga nú sína heilsárs paradís í fögru umhverfi við Sogið og Álftavatn. En einmitt þama hljóp móðir mín léttfætt og glöð um hagana á eftir búsmalan- um og einnig reri hún oftsinnis út á Sog á litlum báti og þá var nú gaman að lifa. Það var gæfuspor beggja, móður minnar og föður, Halldórs Diðrikssonar frá Vatns- holti í Grimsnesi, er þau hófu bú- skap. Hafði hann þá búið félagsbúi á móti bróður sínum, Páli, og konu hans, Laufeyju Böðvarsdóttur frá Laugarvatni, á Búrfelli um níu ára skeið. Stuttu seinnagerðu þaujörð- ina að tvíbýli og heppnaðist sá ráðahagur vel og nú þegar þau hjónin á báðum bæjum á Búrfelli eru öll farin úr þessum heimi þá veit ég að eftir standa ljúfar bernsku- og æskuminningar okkar frændsystkina allra úr báðum bæj- um. Slíkar minningar frá uppeldi góðra foreldra eru ómetanlegar. Eftir að pabbi lést vorið 1972 var móðir mín áfram með kindur sér til ánægju og sem hún hugsaði um af einstakri natni. Mamma hafði mikið yndi af tón- list og hafði hún góða söngrödd allt fram á efri ár. Man ég hve oft hún söng við vinnu sína hvort sem var inni við eða úti en þetta var nokkuð einkennandi fyrir hana og er ljúft að muna. Mamma hafði alveg sérstaka ánægju af að ferð- ast um landið sitt og naut hún þess ríkulega fram undir áttrætt, er heilsan leyfði það ekki lengur. Hún var mjög sterkur persónuleiki með mjög ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum. Hún var fróð og vel lesin og fylgdist vel með fréttum, bæði innlendum og erlendum. Hún var hógvær og hlé- dræg en hafði yndi af gestakomum og að taka vel á móti fólki, enda var oft gestkvæmt á Búrfelli í henn- ar búskapartíð. Eins og ég hef áður minnst á ríkti gott samkomu- lag á milli bræðranna á Búrfelli KRISTIN G UÐJÓNSDÓTTIR HULDA PÉTURSDÓTTIR + Hulda Pétursdóttir fæddist 24. apríl 1921 að Ytri-Tröð, Eyrarsveit í Snæfellsnessýslu. Hún lést í Landspítalanum 14. nóvember síðastliðinn og fór útförin fram 22. nóvember. "*22. NÓVEMBER sl. var til moldar borin Hulda Pétursdóttir frá Útkoti á Kjalamesi. Eftirlifandi systkini Huldu eru fjögur að tölu og hafa þau margs að minnast frá bernsku- og ungl- jngsárunum. Það fólk sem var uppi á þessum árum á margar ótrúlegar minningar um hersetuna og allt sem því fylgdi. Auk þess var al- menn fátækt en mikill stéttamunur. Hulda kunni frá mörgu að segja. Lífsbaráttan hjá alþýðufólki var oft hörð, þá tóku konur til dæmis að sér að þvo þvotta fyrir hermennina. Þessu lífi kynntist Hulda vel eins og aðrar samtíma alþýðukonur. ~ Ung kynntist Hulda eftirlifandi eiginmanni sínum, Alfreð Björns- syni. Þau festu fljótlega kaup á litlu húsi í Kópavogi. Nokkrum árum seinna eignuðust þau jörðina Útkot á Kjalarnesi. Þar hafa þau búið alla tíð síðan, um það bil 45 ár. Það var ekki mikið um þægindi í sveitinni, frekar en annars staðar á þessum fyrstu búskaparárum þeirra hjónanna, allur þvottur þveginn í höndum og skolaði í bæjarlæknum. Þvottavél kom ekki fyrr en síðar. Fyrst þegar ég kom í Útkot var þar afar gróðursnautt og vindasamt en af mikilli elju og geysilegri vinnu tókst þeim hjónum að koma sér upp gróðursælum trjá- garði þar sem skjól er fyrir veðri og vindum. Þannig breyttist einnig húsið í þeirra höndum úr gömlu sviplausu húsi í fallegt og umfram allt vina- legt athyglisvert hús. Huldu var margt til lista lagt. Saumaskapur var henni hugleikinn. Vandfundin er sú saumakona sem tæki henni fram. Gilti einu hvað hún saumaði, ekkert fékk stöðvað hana. Hún saumaði upp úr gömlu allt sem henni datt í hug og sneið allt sem hugurinn girntist. Um nokkurra ára skeið lagði hún fyrir sig þjóð- búningasaum. Þá datt henni í hug að takast á við ritstörf og tókst það með miklum ágætum; vann til verðlauna í smásagnasamkeppni. Þetta var einkar ánægjulegt fyrir manneskju sem var ekki þekkt fyr- ir ritstörf. Hún lét ekki staðar numið. I fyllingu tímans sendi hún frá sér ritverk sem íjallar um gömlu þvottalaugarnar í Reykjavík. Þar er að fínna margar fróðlegar heim- ildir. Henni var það mikið áhuga- mál að fá það gefið út, en entist ekki aldur til að upplifa það sjálf. Þegar árin færðust yfir þau hjón- in lögðu þau stund á frístundamál- un og eftir Huldu liggja allnokkur málverk sem gleðja augu okkar sem eftir lifum. Af þessu sést að þessi kona var um margt merkileg manneskja þrátt fyrir veikindi sem alla tíð hrjáðu hana. Hún var fædd með alvarlegan hjartagalla og þurfti að gangast undir nokkrar hjartaað- gerðir hérlendis, og erlendis einnig. Veikindi voru ekki til umræðu. Samræðum var snarlega vikið að öðrum og áhugaverðari málefnum. Um nokkurra ára skeið starfaði hún fyrir sína kirkjusókn. Ásamt öllum sínum áhugamálum annaðist Hulda heimili og börn og tók virkan þátt í bústörfum. Á sumrin var Alfreð stundum fjarverandi vegna vinnu sinnar sem vörubílstjóri, en þá vinnu stundaði hann að hluta til með búskapnum. Mér er efst í huga virðing og væntumþykja gagnvart minningu góðrar tengdmóður og ömmu barn- anna minna. Hún hafði sterkan persónuleika, ákveðnar skoðanir, setti sér markmið og stóð við þau. Dagbjört Flórentsdóttir. + Ástkær móðir okkar, systir og mág- kona, HRAFHILDUR KRISTÍIM KRISTJÁNSDÓTTIR, Arnarsmára 12, Kópavogi, lést í Borgarspítalanum 7. desember. Útförin fer fram frá Landakirkju í Vest- mannaeyjum laugardaginn 16. desem- ber kl. 14.00. Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélagið. Hrefna Sigurlaug Sigurðardóttir, Rakel Dögg Sigurðardóttir, Kristján Þór Einarsson, systkini og makar. og þeirra ijölskyldna og vil ég per- sónulega þakka allar þær góðu stundir. Ég veit að mamma var þakklát lífinu, hún eignaðist góðan mann sem hún mat mikils og okk- ur systurnar sem henni þótti svo vænt um og Kristínu Sólveigu sem hún ól upp og sem veitti henni lífs- fyllingu eftir að pabbi dó. Já, henni þótt svo vænt um alla fjölskylduna síns eins og hún sagði svo oft. Hún hafði stórt og viðkvæmt hjarta og tók ætíð málstað lítilmagnans og gilti það bæði um menn og málleys- ingja. Móðir mín dvaldi síðustu ár ævi sinnar hjá Ólöfu Erlu dóttur sinni á Selfossi, uns hún fór á Sjúkrahús Suðurlands seinnipart júlímánaðar sl. Síðustu tvo mánuði ævi sinnar dvaldi hún á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum, Selfossi, þar sem hún naut frábærrar umönnunar þar til hún lést, 2. desember. Ég vil að lokum fyrir mína hönd og annarra í fjölskyldunni þakka systur minni, Ólöfu Erlu, allt sem hún hefur verið móður okkar fyrr og síðar. Elskulegri móður, fósturmóður, tengdamóður, ömmu og langömmu eru færðar þakkir fyrir alla hennar ást og kærleika. Guðrún Ásgerður Halldórsdóttir. Mín kæra fósturmóðir, Kristín Guðjónsdóttir, er dáin. Það er svo erfitt að þurfa að sætta sig við að hún sé farin frá mér og ijölskyldu minni. En góður Guð tók hana í faðm sér til þess að hún þyrfti ekki lengur að þjást í þessum erf- iðu veikindum, sem hún átti við að stríða. Hún skilur eftir sig stórt skarð. Ég hef misst bestu móður sem til var í þessum heimi. Hún var líka svo góður vinur minn. Kristín Guðjónsdóttir var gift Halldóri Diðrikssyni frá Vatnsholti og áttu þau tvær dætur, Guðrúnu Ásgerði og Ólöfu Erlu, sem eru báðar yndislegar persónur og eru mér mjög kærar. Kristín var orðin 56 ára og Halldór 67 ára þegar ég kom þriggja ára til þeirra. Ég kallaði þau alltaf ömmu og afa að þeirra ósk. Ég varð fyrir þeirri erfiðu reynslu að geta ekki verið hjá móð- ur minni vegna veikinda og erfið- leika hennar. Amma og afi komu þá til hjálpar. Ég er þess fullviss að móðir mín er þeim afar þakk- lát. Hún hafði verið í sveit hjá þeim á hverju sumri frá þriggja til fjórt- án ára aldurs og þekkti þau bæði vel. Hún vissi nákvæmlega hvað þau voru gædd miklum mannkost- um. Amma Kristín var stórbrotin persóna. Minningarnar um þessa góðu konu streyma um hugann. Ég mun aldrei, elsku amma, gleyma öllum okkar gleði- og sorg- arstundum, sem við áttum saman. Við misstum.afa alltof fljótt, ég var átta ára þegar hann dó. Það var mikil sorg að fá ekki að njóta hans lengur. Við amma bjuggum áfram á Búrfelli. Hún var myndar- leg húsmóðir. Ég man hvað ég hlakkaði til að fara heim úr skólan- um til hennar, þar sem hún beið eftir mér með opinn faðminn í litla notalega húsinu sínu á Búrfelli, þar sem ilmurinn var alltaf svo sérstak- lega góður. Hún hafði yndi af því að stússast í eldhúsinu. Hún var alltaf að baka. Kökurnar hennar voru heimsins besta sælgæti. Amma var mjög söngelsk. Hún söng oft hástöfum við verk sín hvort heldur sem hún var við störf inni eða úti hjá dýrunum sínum. Hún var geysilega fróð og vel les- in. Það var alltaf svo gaman að tala við hana. Ég sat oft heilluð og hlustaði á ljóðin og sögurnar, sem runnu upp úr henni. Ég skildi aldrei hvernig það var hægt að muna öll þessi ljóð, lög og sögur. Hún var ótrúlega minnug og það missti hún aldrei fram til dauða- dags. Ómmu var landið okkar, ísland, mjög kært. Hún hafði unun af að ferðast um landið og þau eru ógleymanleg öll þau skemmtilegu ferðalög, sem ég fór með henni og Ólöfu, dóttur hennar, þegar ég var barn. Ég kynntist ung manni mínum, Skúla Smárasyni, og ég gleymi því ekki meðan ég lifi hvað amma varð hrifin og stolt af Skúla sínum. Þau urðu mjög góðir vinir. Ég er svo glöð í hjarta mínu yfir að drengirn- ir mínir, Benedikt Smári og Róbert Sindri, sem eru átta og sex ára, fengu að kynnast og njóta ömmu Kristínar. Þeim fannst alltaf svo gaman og spennandi að fara austur til hennar. Þeir vissu líka að þeirra beið góðgæti á borðum í munnhol- una þeirra, sem hún bauð þeim upp á. Það fór aldrei neinn svangur af hennar bæ. Elsku amma mín, mig langar til að þakka þér fyrir allt það sem þú hefur gert fyrir mig í gegnum árin. Takk fyrir alla þá umhyggju, ást og hlýju, sem þú gafst mér og fjöl- skyldu minni. Minningin um þig verður alltaf efst í huga mínum. Því máttu trúa. Guð geymi þig, elskan mín. Þín fósturdóttir og nafna Kristín Krowl. Andlátsfrétt ömmu minnar Kristínar kom hvorki mér né öðrum á óvart, undanfarna mánuði átti hún við mikið heilsuleysi að stríða svo varla gat farið nema á einn veg. En fram á síðustu stundu sýndi hún einstakt æðruleysi. Amma mín var ekki mikið fyrir að láta á sér bera,' og sýndi alltaf mikla hógværð í sínu lífi, en undir niðri var mikill persónuleiki og styrkur. Ævi ömmu á Búrfelli, en svo nefndi ég hana oftast, var ekki alltaf auðveld, allt frá því er hún var ung kona átti hún við heilsu- leysi að etja, og rúmlega sextug varð hún ekkja. Eftir að afi minn Halldór féll frá bjó hún áfram á Búrfelli með fjárbúskap í smáum stíl, og naut við það dyggrar að- stoðar Ólafar móðursystur minnar, og kindur átti hún meðan heilsan leyfði. Amma var dýravinur mikill og hver ær hafði sérstakt nafn. Það féll henni því þungt að láta frá sér ærnar þegar að því kom. Ekki bjó amma alltaf ein á Búrfelli, því fósturdóttur átti hún, Kristínu Sól- veigu, sem alltaf var henni mikill gleðigjafi og mjög kær. Á Búrfelli bjó amma eins lengi og heilsan leyfði, en þeim stað var hún alltaf bundin tryggðarböndum. Síðustu árin bjó hún hjá Ólöfu móðursystur minni sem alltaf reyndist henni stoð og stytta. Ekki naut amma mín langrar skólagöngu frekar en margir af hennar kynslóð. Ekki kom maður samt að tómum kofunum hjá henni, hún var það sem maður segir víð- lesin. Ymsar þulur hafði hún á reið- um höndum og gat þulið ef svo bar undir, og um Islendingasögurnar var hún einnig fróð. Ekki má samt skilja orð mín svo að hún hafi ver- ið öll í fortíðinni. Málefni sam- tímans voru henni mikið áhuga- mál. Fylgdist hún með fréttum bæði innlendum og erlendum svo lengi sem heilsan leyfði. Hún var til umræðu um stjórnmál hvort sem það var nú í Ghana eða Grímsnes- inu og ákveðnar skoðanir hafði hún alltaf á mönnum og málefnum. Amma mín bar mikinn kærleik til okkar allra í fjölskyldunni, og bar hag okkar alltaf fyrir btjósti, og víst er um það að mikið tóma- rúm hefur skapast í okkar litlu fjöl- skyldu sem aldrei verður fyllt. í valinn er fallinn enn einn fulltrúi aldamótakynslóðarinnar, kynslóðar sem átti von um betra Island, og vann hörðum höndum fyrir þeim lífsgæðum sem við njótum í dag. Hvíl þú í friði, amma mín. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Halldór Björnsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.