Morgunblaðið - 09.12.1995, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 09.12.1995, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIGFÚS ÞRÁINN BJARNASON + Vigfús Þráinn Bjarnason fæddist í Böðvars- holti í Staðarsveit á Snæfellsnesi 26. febrúar 1921. Hann lést á heimili sínu 4. desember síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Bjarni Nikulásson bóndi í Böðvarsholti og kona hans Bjarn- veig Kristólína Vig- V fúsdóttir. Bjarni og Bjarnveig eignuð- ust sjö börn auk eins fóstursonar. Þau voru auk Þráins: Karl, Böðvar, Solveig, Ólöf, Guðjón, Gunnar og Frið- rik Lindberg Márusson, fóstur- sonur. Hinn 9. júní 1946 kvænt- ist Þráinn eftirlifandi eigin- konu sinni Kristjönu Elísabetu Sigurðardóttur, f. 27. mars 1924, frá Hrísdal í Miklaholts- hreppi. Foreldrar hennar voru Sigurður Kristjánsson bóndi og ÞAÐ HÚMAÐI hægt að kveldi hinsta dags í lífi Þráins Bjamason- ar, bónda í Hlíðarholti. x Langt er um liðið síðan Þráinn mágur minn tengdist fjölskyldunni í Hrísdal sterkum böndum. Reyndar svo langt að mín fyrsta bemsku- minning er einmitt um hann, þar sem hann stóð á bæjarhlaðinu í Hrísdal að kveðja heimilisfólkið. Hann var klæddur í fallega heimapijónaða peysu og man ég vel mynsturbekk- inn og litina í henni. Eitthvað lá í loftinu, eftirvænting og gleði. Ekki vissi ég þá hvert erindið var og veit reyndar ekki enn; hvort hann var . að gömlum sið að biðja foreldra mína um hönd elstu systur minnar eða hvort unga fólkið var að kunn- gera þeim framtíðaráform sín. En upp frá þeim degi vom þau trúlofuð og bníðkaup og búskapur framund- an. í vændum var ævintýria, sem litla systir, þá nokkurra ár, tók þátt í með stóm systur sinni. Hinn 9. júní 1946 gengu þau í hjónaband og hófu búskap í Böðvarsholti, í sambýli með foreldmm Þráins, sæmdarhjónunum Bjarnveigu Vig- fúsdóttur og Bjama Nikulássyni. Þráinn og Kristjana bjuggu sig vel undir lífsstarfið. Þráinn fór í Bændaskólann á Hvanneyri og Kristjana í Húsmæðraskólann á Staðarfelli. Skólabróðir Þráins sagði •* mér að hann hefði verið afbragðs námsmaður og fengið hæstu ein- kunn skólans í námslok. Árið 1952 stofnuðu þau hjónin nýbýlið Hlíðar- holt, úr landi Böðvarsholts. Þau ræktuðu upp og byggðu sitt bú af miklum myndarskap. Með sömu trúmennsku ræktaði hann mannlífið allt, fjölskyldu sína, félagsstarf og kirkju. Hann sinnti öllu því sem honum var trúað fyrir af mikilli alúð. Undanfarin ár hefur leið okkar hjónanna oft legið vestur í Breiðuvík undir Jökli og heimsóknir í Hlíð- arholt því alltíðar. Notalegar sam- verustundir þar á bæ em ómissandi þáttur í vesturferðunum. Samræður við Þráin vom alltaf fróðlegar og gefandi. Er hann kom síðast suður í lækn- isvitjun dvöldust Kristjana og Þráinn á heimili okkar hjóna. Einn morgun- inn héldum við systur að kveðju- stundin væri upp mnninn. En Þráinn jafnaði sig og hafði á orði við okkur síðar þann dag að hann hefði verið reiðubúinn að kveðja þama i höndum okkar systranna en hann hefði bara átt eftir að færa nokkra reikninga fyrir kirkjuna á Búðum. AUar minningar mínar um mág minn, allt frá okkar fyrstu kynnum fyrir tæpum fímmtíu ámm til ævi- loka hans, era á einn veg. Einlægt viðmót og hjartahlýja. Það er með þakklæti í huga sem við kveðjum Þráin hinstu kveðju. Hann var einstakt ljúfmenni og í reynd einlægur fulltrúi friðsældar og góðs mannlífs. Ekki veit ég hvað í huga Þráins Margrét Oddný Hjörleifsdóttir. Þráinn og Kristjana eignuðust fjögur börn. Þau eru Bjarni, f. 1947, kona hans er Sig- rún Hafdís Guð- mundsdóttir, þau eiga fjögur börn, heimili þeirra er að Kálfárvöllum í Staðarsveit; Mar- grét, f. 1949, maður hennar er Jón Egg- ertsson, þau eiga þrjú börn, heimili þeirra er í Ólafsvík; Sigurður, f. 1953, kona hans er Sigríður Gísladóttir, þau eiga þijú börn, heimili þeirra er að Bjarnafossi í Staðarsveit; Vigfús, f. 1959 kona hans er Lovisa Birna Björnsdóttir, þau eiga tvö börn, heimili þeirra er á Sauðárkróki. Útför Vigfúsar Þráins fer fram frá Búðakirkju í dag og hefst athöfnin ldukkan 14. bjó er húma tók og hinsta stund nálgaðist, en trú hans var sönn. Kristjana systir sér nú á bak manni sínum eftir langt og farsælt hjónaband. Ég flyt henni, bömum þeirra og öðrum fjölskyldumeðlimum innilegustu samúðarkveðjur mínar og Qölskyldu minnar. Ásdís Sigurðardóttir. Ég vil í örfáum orðum minnast tengdaföður míns, Vigfúsar Þráins Bjarnasonar. Ég kynntist Þráni fyrir sautján ámm og frá fyrstu tíð hef ég borið mikla virðingu fyrir honum og hans verkum. Þó nokkuð höfum við unnið saman í sambandi við búskapinn og fleira, en aldrei man ég eftir ósam- komulagi eða leiðindum milli okkar. Þráinn var hreinn og beinn og sagði ætíð það sem honum bjó í bijósti og fannst mér það virðingar- verður eiginleiki. Hann hafði mikinn áhuga á endurbyggingu Búðakirkju og margar em stundimar sem hann hefur lagt í kirkjuna og hleðsluna á kirlqugarðinum. Þráinn lagði líka á sig ómælda vinnu í sambandi við byggingu fé- lagsheimilisins á Lýsuhóli og ýmis önnur framfaramál fyrir sveitina sem hann unni. Ótal margt fleira gæti ég talið upp um störf hans og hagi en læt þetta duga að sinni. Þráinn var mér góður tengdafaðir og bamabömunum sínum góður afí og eigum við ljúfar minningar um hann. Elsku Kristjana, þú hefur verið svo sterk og dugleg í veikindum Þráins. Megi góður guð styðja þig og styrkja. Sigrún. Mig langar að minnast með örfá- um orðum tengdaföður míns, Þráins Bjamasonar, sem er látinn eftir ^hetjulega baráttu við veikindi sem knúðu dyra haustið 1992. Við getum þakkað fyrir þessi þijú ár sem liðið hafa síðan því honum var ekki gefín mikil von af læknum. Enginn þorði að vona að við fengjum að njóta samvista hans í þó þetta langan tíma. Þegar ég kynntist Þráni fyrst fann ég að þar fór maður sem naut virð- ingar fólks vegna persónulegs við- móts hans. Hann var prúður en jafn- framt skapfastur maður sem lét skynsemina ráða. Þessir eiginleikar komu glöggt í ljós í baráttunni við veikindin síðustu ár. Ég vil koma á framfæri þakklæti til hans frá afabörnunum Þráni Frey og Margréti Guðnýju. Þær voru ófá- ar dráttarvélaferðirnir sem voru farnar í Hlíðarholti áður en haldið var norður á Krók og alltaf gaf Þrá- inn sér tíma með bamabörnunum frá annríki bústarfanna. Missir þeirra er mikill eða eins og Margrét sagði: „Nú á ég engan afa.“ Einnig vil ég þakka Þráni sam- MINNINGAR fylgdina síðustu 15 árin. Hann, ásamt Kristjönu, reyndist okkur Fúsa ákaflega vel í hvert sinn sem við leituðum til hans. í sámm sökn- uði situr eftir hugljúf minning. Lovísa. Eftir þriggja ára baráttu við illvíg- an sjúkdóm kom andlát Þráins ekki á óvart. Hann fékk að kveðja þenn- an heim á þann hátt sem hann hafði kosið, hægt og bítandi, á myndar- legu heimili sem hann stofnaði að Hlíðarholti í Staðarsveit ásamt eigin- konu sinni Kristjönu, sem nú sér á eftir ástkæmm eiginmanni. Dóttir mín, Lolla, átti því láni að fagna að eiga Þráin fyrir tengdaföð- ur og þannig kynntist ég honum. Fyrstu samverastundir okkar tengdaforeldranna vom síðla sumars 1980. Þá kynntumst við strax traustum og prúðum manni þar sem Þráinn kom ákaflega vel fyrir sjón- ir. Hann var hlýr og ljúfur og haf- sjór af fróðleik. Sérstaklega minnis- stæð er ferð sem við fómm fyrir Snæfellsnesið sumarið 1982 í hans fylgd. Þrátt fyrir slæmt skyggni fyllti Þráinn út í myndina með ótæm- andi fróðleik um staðhætti og sögu heimkynna sinna. Á þessum tíma var Þráinn enn kvikur í hreyfingum og fór jafn greitt yfír hæðir og hóla og unglingspiltur, enda ætíð heilsu- hraustur alveg þar til hann greindist með krabbamein fyrir þremur ámm. í ferðinni fyrir Nesið hét Þráinn annarri útsýnisferð þegar betur viðr- aði og að það sæist að minnsta kosti upp að toppi Snæfellsjökuls. Það tókst ekki fyrr en nú í sumar. Sú ferð var einstaklega ánægjuleg. Þrá- ínn naut hennar þrátt fyrir að sjúk- dómurinn hafí verið farinn að segja til sín. Það var þægilegt að fá Þráin i heimsókn. Hann lýsti upp umhverfíð með hlýju sinni og glaðværð. Kurt- eisi hans var aðdáunarverð og alls staðar þar sem samferðamenn fengu að njóta krafta hans naut hann mik- illar virðingar. Því er ekki að undra að Lolla hafi litið upp til hans, sem og böm þeirra Vigfúsar, Þráinn Freyr og Margrét Guðný. Þráinn og Kristjana hafa reynst okkur fjölskyldunni á Hólaveginum einstaklega vel í gegnum tíðina. Við höfum deilt gleði og sorgum og til allrar hamingju hafa gleðistundirnar verið margfalt fleiri. Það hefur verið barnabömum mínum mikið tilhlökk- unarefni að „fara í sveitina" að Hlíð- arholti hjá Þráni og Kristjönu. Heim- sóknir til ömmu Kristjönu halda áfram og góð minning um afa Þráin mun lifa með þeim um Ökomin ár. Aðdáun vakti hversu samrýnd Þráinn og Kristjana vom. Þau litu ekki af hvort öðra og þannig var í veikindum Þráins. Kristjana var hon- um ómetanleg stoð og stytta, ekki síst eftir að hann ákvað að eyða síð- ustu ævidögum sínum að Hlíðarholti. Elsku Kristjana mín. Guð styrki þig og fjölskyldu þína í sorginni sem ,ég veit að þú hefur búið þig eins vel undir og í mannlegu valdi er. Fyrir hönd fjölskyldu minnar vil ég koma á framfæri innilegri samúðar- kveðju. Við emm öll ríkari eftir að hafa kynnst þeim mannkostamanni sem Þráinn var. Hann skilur eftir sig djúp spor í Staðarsveit og hvar sem hann kom, spor sem fáir munu feta í framtíðinni. Guð blessi minn- ingu hans. Margrét Guðvinsdóttir og fjölskylda. Það er komið miðnætti og í húsi mínu rýfur ekkert þögnina þetta dimma desemberkvöld, nema rign- ingin sem lemur stofugluggann. Þar sem ég sit við kertaljós og reyni að koma hugsunum mínum á blað, dett- ur mér í hug ljóðlínan „úti regnið grætur“ og ég græt með regninu, því ég er að kveðja elskulegan móð- urbróður minn, Þráin Bjarnason, hinstu kveðju. Hann er horfínn úr þessu lífi, bóndinn í Hlíðarholti, eftir langa glímu við þann sem að lokum sigrar okkur öll. Eins og.önnur móðursystkini mín var Þráinn hluti af tilvem minni frá því ég man eftir mér. Mér finnst að hjá honum hafi aldrei annað komið til greina en að verða bóndi og til þess að vera sem best undir það búinn fór hann til náms í bændaskól- ann á Hvanneyri og útskrifaðist þaðan sem búfræðingur. Tryggðin við æskuheimilið gerði það að verk- um að Þráinn kaus sér búsetu þar og í gegnum tíðina sannaðist það að hann var Bóndi með stómm staf. Ungur að árum kynntist hann konuefninu sínu, Kristjönu E. Sig- urðardóttur frá Hrísdal. Hófu þau búskap sinn í tvíbýli við afa minn og ömmu, þau Bjarna og Bjarnveigu í Böðvarsholti. Það var vorið sem ég var sex ára að ógleymanlegur viðburður átti sér stað og geymdist í minningasafni mínu. Þá var haldið tvöfalt brúð- kaup. Það var brúðkaup þeirra Kristjönu og Þráins og einnig systur Kristjönu, Áslaugar Sigurðardóttur og Sveinbjarnar Bjamasonar. í hug- skoti mínu varðveittist myndin af fyrstu brúðkaupsveislu lífs míns, hinum hamingjusömu brúðhjónum og hvað þær systur voru fallegar í brúðarkjólunum sínum. Hamingja þessa dags fullkomn- aðist þeim Kristjönu og Þránni árið eftir, er þeim fæddist fmmburður þeirra, Bjarni, á eins árs brúðkaups- afmæli þeirra. Mikil var mín gleði yfír frænkuhlutverkinu, eftir að vera búin að vera eina barnið í húsinu í sjö ár. Hafi ferðir mínar upp á efri hæðina í Böðvarsholti verið tíðar urðu þær nú að óstöðvandi rennsli upp og niður stigann í heimsóknum mínum til þeirra. Tveim áram síðar fæddist einkadóttirin Margrét. Eftir nokkurn tíma hófu ungu hjónin byggingu nýbýlis í „túninu heima“. Hlaut það nafnið Hlíðarholt og þar fæddust synirnir Sigurður og Vig- fús. í einkalífí sínu var frændi minn lánsamur maður. Hann bjó með sín- um elskaða lífsfömnaut og börnun- um fjórum í hamingjusömu hjóna- bandi og farsælu nábýli í tæp fimm- tíu ár, fyrst við foreldra sína, síðan kæran bróður sinn, Gunnar, og fjöl- skyldu hans og síðast Rúnar son Gunnars og hans fjölskyldu. Bömin þeirra Kristjönu og Þráins eru heilsteypt dugnaðarfólk ásamt mökum sínum og bömum og sjá nú á eftir elskuríkum föður og afa, þar með talinn lítill langafadrengur. Á heimili afa síns og ömmu hefur alist upp ungur sonarsonur þeirra, sem á nú um sárt að binda ásamt hinum barnabörnunum. Fjölskyldan og bústörfín áttu hug og hjarta móðurbróður míns. Þó búið væri blandað held ég að kind- urnar hafí skipað sérstakan sess hjá honum. Ég sé hann fyrir mér um sauðburðinn, gangandi um tún og engi með þessu skemmtilega göngu- lagi sem einkenndi hann og systkini hans og við mamma mín kölluðum í gamni „Böðvarsholtsfasið“. Það var göngulag hins drífandi fólks - eins og dugnaðurinn og ákafí hugans væri töluvert á undan líkamshraðan- um. Um Þráin mátti segja eins og sagði á sínum tíma í minningarljóði um föður hans: Var á stundum þinn vinnudagur langur og strangur og lítið sofið. Islenskir bændur um aldaraðir mátt hafa vinna meira flestum. (B.J.) Frændi minn var kannski ekki maður hinna mörgu orða um hlut- ina, en tilfinningar hans og hjálp- semi voru á sínum stað þegar á þurfti að halda og fór ég ekki var- hluta af þeim eiginleikum. Missir þinn, kæra Kristjana, er sár en minningarnar um langa sam- vem ykkar og allt sem þið áttuð saman verða ekki frá þér teknar. Þegar trúnaðarstörf ýmiss konar hlóðust á ykkur hjónin, voruð þið hvort annars styrku stoðir og heim- ili ykkar það vé og virki sem fjöl- skyldan, gestir og gangandi nutu. Saman störfuðuð þið að hjartans máli ykkar beggja, uppbyggingu Búðakirkju og umhverfí hennar, og þið höfðuð veg og vanda af að sýna kirkjuna þeim fjölmörgu gestum er sóttu staðinn heim, þó sú þjónusta hafí hvílt á þínum herðum í veikind- um Þráins. Það var líka aðdáunar- vert hvað þið vomð dugleg að ferð- ast hin síðari ár, bæði innanlands og utan. Allt eru þetta perlur í minn- inganna sjóði. Ósk Þráins um að fá að kveðja þessa veröld frá eigin heimili gátuð þið börnin og tengda- börnin uppfyllt með ást ykkar og umhyggju. Við Sævar og börnin okkar send- um ykkur ástvinum hans samúðar- kveðjur og biðjum Guð að geyma Vigfús Þráin Bjarnason sem lagður verður til hinstu hvílu í Búðakirkju- garði, þar sem hann fyrrum hlóð kirkjugarðsveggina með eigin hönd- um af sínum þverrandi kröftum. Sá minnisvarði um bóndann í Hlíðar- holti mun standa og tala sínu máli. HALLGRÍMUR HALLGRÍMSSON Hallgrímur Helgi Bering Hallgrímsson sjó- maður fæddist á Hellissandi 3. apríl 1921. Hann lést í Grindavík 26. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar Hall- gríms voru Hall- grímur Sigurjón Jóhannsson frá Flatey og Þórhildur Bering Helgadóttir. Hallgrímur var skírður yfir kistu föður síns sem drukknaði 15. janúar 1923. En móðir hans lést af bamsförum tveim dögum eftir að systír hans fæddist. Hún var skírð yfir kistu móður sinnar og fékk hennar nafn, Þórhildur. Hallgrím- ur átti tvær hálfsyst- ur samfeðra, Hrefnu sem býr í Hafnarfirði og Valgerði sem er látin, en hún bjó á Húsavík. Hallgrímur ólst upp á Saxhól í Breiðuvíkurhreppi. Hann lærði eldsmíði á Flateyri, fluttist síðan til Hafnarfjarð- ar, þar sem hann stundaði sjó. Hallgrímur var á Súðinni þegar átti að selja hana til Hong Kong, hann fór með, en skipið komst aldrei lengra en til Sri Lanka. Þar var áhöfninni gef- inn kostur á fari heim á kostn- að ríkisins, eða að verða sér útí um annað pláss. Hallgrímur réð sig fyrst á grískt skip og síðan á ensk. Þá var heimahöfn í Hull. Þar kynntist Hallgrímur eftírlifandi konu sinni, Teresu, fædd Cogan. Þau fluttust til íslands 1952. Þau bjuggu um tíma i Kópavogi en fluttu til Grindavíkur 1976. Þau eiga tvo fóstursyni, Michael og Stefán Kristjónssyni, en fyrir átti Hall- grímur Bjöm Bering, búsettan í Noregi, og Guðnýju, búsetta í Grindavík. Guðný er gift Birni Haraldssyni. Barnabörn eru sjö og barnabarnaböra eru sex. Útför Hallgríms fer fram frá Grindavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Á FERÐ okkar gegnum völundar- hús lífsins er ekki alltaf heiður him- inn og glampandi sól. Þar gerast oft válynd veður. En oft er það svo að í grámyglu hversdagsleikans opnast augu manns fyrir því hversu samferðamennirnir í margbreytileik sínum ljá lífinu lit. Hallgrímur var einn af þessum óborganlegu einstaklingum. Fáein kveðjuorð duga ekki til þess að gera lífshlaupi hans einhver skil
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.