Morgunblaðið - 09.12.1995, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 09.12.1995, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ í LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1995 51 I I j I I I FRÉTTIR -----1----------------- Jólapósturinn 1995 UPPLÝSINGARITI um jólapóst- inn hefur verið dreift til heimila og fyrirtækja í landinu. Er í því m.a. greint frá staðsetningu og afgreiðslutíma póst- og sím- stöðva, sölustaðir frímerkja á höf- uðborgarsvæðinu tíundaðir og listi er yfir póstburðargjöld og skilafrest á jólapóstinum, segir í frétt frá Pósti og síma. Á höfuðborgarsvæðinu verða póst- og símstöðvar opnar á virk- um dögum frá kl. 8.30 til kl. 18.00 frá 4. desember til jóla. Laugar- dagana 9. og 16. desember verður opið frá kl. 10.00-16.00 og á Þorláksmessu frá kl. 9.00-16.00. Póstafgreiðslan og söludeildin í Kringlunni verður opin lengur. Þar verður opið til kl. 18.00 laug- ardaginn 9. desember, 16. desem- ber til kl. 22.00, frá 18. til 22. desember verður opið frá kl. 8.30 til 22.00 og á Þorláksmessu frá kl. 10.00 til kl. 23.00. Utan höfuðborgarsvæðisins verður afgreiðslutími í desember auglýstur sérstaklega á hveijum stað fyrir sig. Rétt er að minna á að frímerki fást ekki aðeins í pósthúsum held- ur einnig í mörgum söluturnum, bókaverslunum og bensínstöðv- um. Póstburðargjald fyrir jóla- kortin (bréf undir 20 g) hefur verið óbreytt síðan 1. október 1991. Enginn formlegur frestur er á skilum á jólapósti innanlands. Bréfapósti til Norðurlanda þarf að skila fyrir mánudaginn 18. desember og til annarra landa í Evrópu fyrir föstudaginn 15. des- ember. Síðasti skiladagur á bréf- um til landa utan Evrópu er þriðjudagurinn 12. desember. Þessar dagsetningar eiga við um A-póst. Bréfum sem eiga að fara í B-póst þarf að skila fyrstu dag- ana í desember og það sama gild- ir um bögglapóst. Frá 1.-23. desember er í gildi sérstakt tilboð fyrir jólapakka innanlands. Viðskiptavinum býðst að greiða 310 kr. fyrir sendingu á pakka innanlands og skiptir þyngd hans ekki máli. Eina skil- yrðið er að notaðar séu sérstakar umbúðir, sem innifaldar eru í verðinu, og fást á póst- og sím- stöðvum. EMS býður einnig sérstök kjör á pakkasendingum til útlanda. Mega pakkarnir vera allt að 5 kg að þyngd og skilyrði að umbúðir EMS séu notaðar. Tilboðið gildir til 16. desember og kostar t.d. 3.900 kr. að senda böggulinn til Evrópu. Póstur og sími vill minna fólk á að póstleggja jólagjafirnar og kortin tímanlega því mikið annríki er jafnan hjá póstþjónustunni í desember. Borðstoftihúsgögn frá M.S. Borð og sex stólar, verð kr. 198.000 stgr. Borðstofuborð 180 cm x 90 cm, steekkanlegt í 300 cm. Borðstofuskenkur, stærð 230 cm x 50 cm x 80 cm. Verð kr. 91.800 stgr. Borðstofuskópur, stærð 202 cm x 50 cm x 216 cm. Verð kr. 188.400 stgr. Opið I dag, laugardag, kl. 10-18 og á morgun, sunnudag, kl. 14-16. HUSGAGNAVERSLUN Síðumúla 20, sími 568 8799. Chateau d'Ax, teg. 404,3ja sæta sófi og tveir stólar með Dinamica áklæði, kr. 259.500 stgr. Opið í dag, laugardag, kl. 10-18 HÚSGAGNAVERSLUN og á morgun, sunnudag, kl. 14-16. Síðumúia 20, sími 568 8799. Odýrar hraösendingar SKIFA-N Drelfing: Skffan h.f. HÆRRA TIL ÞIN ER KOMIN ÚT! Björgvin Halldórsson liefur framleitt nýja geislaplötu fyrir Krossgötur sem kemur í kjölfar metsöluplötunnar „Kom heim“ sem kom út árið 1993. „Hærra til þín“ inniheldur gullfallega tónlist flutta af hinum frábæru listamönnum Björgvini Halldórssyni, * Sigrúnu Hjálmtýsdóttur, Guðrúnu Gunnarsdóttur og Bjarna Arasyni. Þetta er plata sem lætur engan ósnortinn. KROSS GÖTUR l om gcgn imnu Úgáfa: Krossgötur til styrktar byggingu áfangaheimilis fyrir stúlkur. til útlanda fyrir jólin Fommmm >sr. Vinir og ættingjar erlendis þurfa ekki að fara í jólaköttinn, þó jólagjöfin til þeirra sé sein fyrir. EMS Forgangspóstur er á hraðferð um allan heim, nætur og daga, fyrir jólin. Póstur og sími býður sérstakt EMS jólatilboð á pakkasendingum, allt að 5 kg, til útlanda. Skilyrði er að pakkinn sé sendur í EMS umbúðum. Tilboðið gildir frá 1.-16. desember, á öllum póst- og símstöðvum og í Hraðflutningsdeildinni, Suðurlandsbraut 26, 108 Reykjavík. Allar sendingar komast hratt og öruggiega á áfangastað sem EMS Forgangspóstur. Alþjóðlegt dreifikerfi TNT í yfir 200 löndum eykur enn á öryggi og hraða EMS Forgangspósts. Sendingar eru bornartil viðtakanda í ákvörðunarlandi. Viðtökustaðir EMS hraðsendinga eru á póst- og símstöðvum um land allt og í Hraðflutningsdeildinni, Suðurlandsbraut 26,108 Reykjavík. Þar eru veittar allar nánari upplýsingar í síma 550 7300. T N T Express Gjatdskrá Evrópa: N-Ameríka og Asía: Önnur lönd: WBKBki ■ kr. 3.900,- kr. 4.900,- kr. 5.900,- Opið daglega kl. 8:30-18:00, laugardaginn 9/12, kl. 9:00-16:00, Iaugardaginn16/12, kl. 9:00-16:00. Umbúðir eru innifaldar í verði sendingar. PÓSTUR OG SÍMI HRAOFLUTNINGSDEILD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.