Morgunblaðið - 09.12.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.12.1995, Blaðsíða 31
MORGUN BLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1995 31 AÐSENDAR GREINAR Innan við 20% er innanlandsflug ÞAÐ ER reynt að gera okkur sem leyfum okkur að ræða um Reykja- víkurflugvöll tortryggileg. Það er ómerkileg iðja því vandinn sem fylgir flugvellinum er alvarlegur og hér ætla ég að skýra mín sjónar- mið á málinu. Bretar komu hér í stríðinu, og völdu sér Vatnsmýrina til að gera herflugvöll. Síðan hefur hann verið hér og þjónað landsmönnum vel og lengi. Millilandaflugið fór lengi vel einnig um þennan flugvöll jafnvel eftir að Flugfélags íslands eignaðist sínar fyrstu þotur seint á 7. ára- tugnum. Allt millilandaflug var svo flutt til Keflavíkur af ýmsum ástæð- um, m.a. vegna slysahættu og háv- aða- og loftmengunar. Jafnstór og Fella- og Hólahverfi Reykjavíkurflugvöllur er í miðbæ Reykjavíkur. Stærð hans er 142 hektarar, Fella- og Hólahverfi í Breiðholti er 135 ha. Þar búa 10.000 íbúar í 3.600 íbúðum. Laug- ardalurinn allur er 75 ha. Það er augljóst að miðbær höfuðborgar- innar myndi gjörbreyttast, eflast og styrkjast ef hægt væri að nýta þótt ekki væri nema hluta þessa svæðis undir íbúðar-, útivistar- og þjónustubyggð. Þetta er dýrmæt- asta byggingarland borgarinnar. Endurskoðun aðalskipulags 1994-2014 Skipulagsyfirvöld borgarinnar hljóta að skoða það alvarlega hvort stefna beri að flytja flugvöllinn eft- ir 2014 eða jafnvel fyrr eða festa hann í sessi. Annað væri beinlínis óábyrgt. Slíka ákvörðun tökum við ekki ein og sér, án viðræðna og ýmiss konar kannana. Slysahætta Frá 1972 til 1991 urðu alls 9 slys á eða við Reykjavíkurflugvöll. Síðan þá hefur a.m.k. eitt slys bæst við. 2. ágúst 1988 brotlenti tveggja hreyfla flugvél milli Hring- brautar og norður-suður flugbraut- ar rúmum 50 metrum sunnan Hringbrautar. Þar fórust þrír menn. í kjölfar þess slyss varð töluverð umræða um staðsetningu Reykja- víkurflugvallar. í apríl á sama ári hafði önnur feijuflugvél farist í aðflugi og lenti hún í sjónum á milli radóvitans á Suðurnesi og enda brautar 14. Tveimur árum áður hafði F-27 flugvél Flugleiða hf. runnið út af enda brautar 14 og út á Suðurgötu eftir að flugstjór- inn hætti við flugtak. 45 manns voru um borð. _ Skipan nefndar í kjölfar slyssins í ágúst 1988 skipaði samgönguráðherra nefnd til að vinna áhættumat vegna flugvall- arins. Nefndin skilaði skýrslu árið 1991; Reykjavíkurflugvöllur, sam- býli flugs og byggðar. í skýrslunni eru tillögur til að auka öryggi og minnka slysahættu, ónæði og mengunarhættu frá Reykjavíkur- flugvelli. Þær eru m.a. þessar: Finnst ráðherra ekki eðlilegra að tala við við- komandi sveitarstióra, spyr Guðrún Agústs- dóttir, sem hér skrifar um Reykjavíkurflugvöll. Æfinga-, kennslu- og einkaflug fái aðstöðu á nýjum flugvelli í ná- grenni höfuðborgarinnar. Ferjuflugi og millilandaflugi einkaflugvéla, öðru en sérstöku gestaflugi, verði beint til Keflavík- ur. Hætt verði notkun á NA/SV- braut og henni lokað, en sú braut er stutt, óupplýst og án allra flug- leiðsögutækja, aðflug er yfir þétt- býlt svæði og Landspítalinn rétt við aðflugsferilinn. Þessar tillögur eru skynsamlegar og skýrslan faglega unnin. Hún hefur þó aldrei hlotið neina form- lega afgreiðslu hjá Flugráði eða í ráðuneyti samgöngumála. Innlandsflug innan við 20% af umferð Umferð um Reykjavíkurflugvöll skv. þessari sömu skýrslu er um 60% af þeirri umferð sem fer um Schiphol-flugvöll í Amsterdam á ári hverju. 1989 voru lendingar og flugtök tæplega 1.110 þúsund. Áætlunarflug innan- lands er þó aðeins inn- an við 20% af heilda- rumferð um flugvöll- inn, gagnstætt því sem flestir halda. Ástand flugvallarins Ljóst er að flugvöll- urinn þarfnast viðgerð- ar ef hann á að þjóna okkur áfram. Þær við- gerðir eru taldar kosta um 1 milljarð króna. í DV 5. desember er haft eftir Páli Halldórssyni, forstöðumanni innan- landsflugs Flugleiða, að nauðsynlegt sé að endurbæta Reykjavíkurflugvöll „vegna þess að yflrborð brautanna er orðið hættu- legt. Steypan er farin að losan upp og það er hætta á að hún lendi í hreyflum flugvéla." Ummæli ráðherra Samgönguráðherra sagði í þing- ræðu 4. desember sl. að enginn háski væri á ferðum og vel mætti una við það ef hægt yrði að hefja endurbætur á flugvellinum eftir tvö ár. Hann sagði í sömu ræðu að borgarfulltrúar núverandi meiri- hluta hafl haft uppi óljósar ræður um að leggja flugvöllin niður. Lík- lega á hann þar við undirritaða sem hefur margsinnis lýst því yfír árum saman að það þurfí að endurskoða ■veru flugvallarins í miðbænum. Mætti ekki teljast eðlilegt að ráð- herra samgöngumála ræddi við okkur sem erum í verkunum í höf- uðborginni okkar, sem raunar er fæðingarborg ráðherrans, um önn- ur eins stórmál? í slíku samtali mætti einnig ræða ýmislegt annað, m.a. tengingu Umferðarmiðstöðv- arinnar í Vatnsmýrinni við bæði innanlandsflugið og rúturnar með millilandafarþegana sem nú er á Loftleiðum. Það væru mikil þægindi fyrir marga, ekki síst þá sem búa utan Reykja- víkur að geta hoppað beint upp í rútu eða flugvél án þess að þurfa að ferðast inn- anbæjar með farang- urinn sinn. Þar til og ef flugvöllurinn fer. Ný tækni á nýrri öld í samgöngum á jörðu. Er ekki líklegt að hægt vérði að flytja fólk hratt og örugglega langar vegalengdar á mun einfaldari og ódýrai hátt en nú tíðk- ast? T.d. frá Keflavíkurflugvelli til Reyjavíkur. Ráðherra samgöngumála á ís- landi er .líka ráðherra samgöngu- mála í Reykjavík. Á hans vegum er verið að taka ákvarðanir um uppbyggingu Reykjavíkurflugvallar á næstu árum fyrir 900 til 1.400 milljónir kr. og jafnvel aukna notk- un á áðurnefndri NA/SV-braut. Finnst honum ekki eðlilegra, að hafa samráð við viðkomandi sveit- arstjóm um jafn mikilvægt og jafn mikið hagsmunamál en að senda þeim tóninn í fjölmiðlum? Jafnvel þótt þar sé nú annar meirihluti en hann hefði helst kosið? Síminn í ráðhúsinu er 563 2000. Höfundur er formaður Skipulags■ nefndar Reykjavíkur. - kjarni málsins! Guðrún Ágústsdóttir » MIÐFJARÐARA er litauöug og glœsileg bok! MIÐFJARÐARÁ er óskabók allra stangaveiöimanna! LITRIKSAGA NÁ TTÚR UPERLU Miöfjaröaró er ein af perlum íslenskra laxveiöióa og oftast í flokki þeirra sem gefa mesta veiöi. Miöfjaröaró er fjölbreytt og býöur upp ó flest þaö sem stangaveiöimenn sœkjast eftir. Bókin er leiösögn til veiöimanna. Hún kynnir þeim sögu héraösins, segir fró jöröum sem eiga land aö ónni og óbúendum þeirra, rekur sögu veiöa fyrir daga stangaveiöinnar og sögu Veiöifélags Miöfiröinga. Veigamesti þáttur bókarinnar er nákvœm lýsing á öllum veiðistöðum í ánni. Þá eru viötöl viö veiöi- menn og veiöisögur frá ánni. Fjölmargar Ijósmyndir eru í bókinni, flestar teknar af Rafni Hafnfjörö sem kunnur er fyrir veiöimyndir sínar sem þykja einstakar. FRÓDI BÓKA & BLAÐAÚTGÁFA HÉÐINSHÚSIÐ SÍMI: 515 5500 SELJAVEGUR 2 FAX: 515 5599
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.