Morgunblaðið - 09.12.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.12.1995, Blaðsíða 20
rnnn-mrmr? 20 LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Riða í Bretlandi Segja ótta ástæðu- lausan London. Reuter. JOHN Major, forsætisráð- herra Bretlands, reyndi í fyrrakvöld að sannfæra landa sína um, að þeim stafaði eng- in hætta af nautakjöti og ástæðulaust væri að óttast, að riða í nautgripum gæti borist 5 menn. Er þetta ekki í fyrsta sinn, sem ótti við hana kemur upp, en fréttir eru um, að hundruð skóla hafi hætt að bjóða upp á nau- takjöt í mötuneytum. Nautakjötssala hefur minnkað verulega og það kom sér illa fyrir ríkisstjóm- ina þegar fyrrverandi ráðgjafi hennar í hollustumálum, Sir Bernard Tomlinson, sagðist vera hættur að borða nauta- kjöt. Creutzfeldt-Jakob -sjúkdómur Nokkrir kúabændur og tveir unglingar hafa látist á skömmum tíma úr Creutz- feldt-Jakob-sjúkdómnum en hann svarar til riðu í naut- gripum en leggst á menn. Veldur hann því, að heilinn verður eins og svampkenndur og leiðir ávallt til dauða. Major sagði á þingi í fyrra- dag, að engar vísbendingar hefðu fundist um, að riða í nautgripum gæti borist í menn með kjötinu en vísinda- menn vinna að rannsóknum á því. Meðgöngutími Creutz- feldt-Jakob-sjúkdómsins get- ur verið allt að 30 ár og yfir- leitt verður einkennanna ekki vart nema hjá öldruðu fólki. „Er þetta ekki stór- kostlegiir dagiir?“ Pasadena. Reuter. BANDARÍSKA geimfarið Galileo hóf hringferð sína um Júpíter í gær en það mun verða á braut um reiki- stjörnuna næstu tvö árin. Ríkir mikill fögnuður meðal vísinda- manna í stjómstöðinni í Pasadena í Kaliforníu en segja má, að allt hafi gengið að óskum og jafnvel betur en þeir þorðu að vona. Búist er við fyrstu upplýsingunum frá Galileo á tímanum frá því á sunnu- dag og fram á miðvikudag en fyrstu myndirnar koma í vor eða snemma sumars. Könnunarfarið, sem Galileo sleppti í júlí, fór inn í gufuhvölfið um Júpíter á fimmtudagskvöld og hóf strax raniisóknir á því, sem sumir vísindamenn líkja við upphaf tímans. Galileo ræsti og slökkti á stjórnflaugunum á hárréttum tíma og kom sér þannig á braut en þess má geta, að það tekur 52 mínútur að koma boðum til og frá geimfar- inu á ljóshraða. „Við erum ekki aðeins á braut, heldur á mjög góðri braut,“ sagði William O’Neil, stjómandi Galileo- áætlunarinnar. Vísindamenn vonast til, að upp- lýsingamar frá Galileo auki þeim skilning á myndun alheimsins en á Júpíter hafa orðið minni breytingar frá upphafi en á nokkurri annarri reikistjömu í sólkerfinu. Raunar er enn ekki ljóst hvort könnunarfarið sendi upplýsingar til Galileo en vit- að er, að móttökutæki Galileos og senditæki könnunarfarsins voru í sambandi hvort við annað. Aldrei gefist upp „Er þetta ekki stórkostlegur dag- ur?“ sagði Daniel Golden, einn af yfirmönnum NASA, bandarísku geimferðastofnunarinnar. „Eg er svo stoltur af þessu fólki. Það gafst aldrei upp þrátt fyrir alls konar erfiðleika og leysti úr hverjum vanda.“ O’Neil, sem hefur fylgst með Galileo eins og barninu sínu á 3,7 milljarða km ferð þess til Júpít- ers, kvaðst hafa upplifað góðan dag. Reyter ÞESSI teikning sýnir könnunarfarið, sem Galileo sleppti í júlí, á leið inn í gufuhvolfið um Júpíter. Það hefur losað sig við hita- skjöldinn, skotið upp fallhlífinni og svífur síðan niður í skýja- þykknið. Könnunarfarið átti að senda upplýsingar um ferðina í 47 mínútur áður en það brynni upp. Galileo, sem heitir eftir ítalska stjarnfræðingnum, sem uppgötvaði fjögur stærstu tungl Júpíters 1610, verður á braut um Júpíter í tvö ár og mun fara mjög nærri þremur af tunglunum 16, Ganymedes, Kall- istó og Evrópu. Að tveimur áram liðnum mun Galileo falla inn að Júpíter og brenna upp í gufuhvolf- inu. HVERJIR ERU ENGLARNIR? Engla þekktum viö sem börn af bœnaversum og biblíumyndum. En þó fór svo um margan að verða viö- skila viö þennan þótt barnatrúar. Samt lifa englar góöu lífi í myndlistinni og í sólmum og textum trúarinnar. Og þar eru þeir ekki til upþfyllingar og skrauts, heldur hluti af raunveru- leikanum sjólfum. Hverjir eru þeir eiginlega og hvert er hlutverk þeirra og sess í menningu okkar, list og trú? Bókin um englana svarar þeim spurningum. Isk ■ Lauj Skálholtsútgáfan Laugavegi 31 - Sími 552 1090 Galileo lagði upp í langferðina með geimfeijunni Atlantis 18. októ- ber 1989 en eftir að leiðir þeirra skildi stefndi geimfarið til Venusar og síðan aftur átt til jarðar í tví- gang. Var það gert til að unnt væri að nota þyngdaraflið sem eins konar teygjubyssu og gefa Galileo þann kraft, sem dugði til að koma því til Júpíters. Formennska í ÖSE Danir taka við 1997 Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. DANIR munu gegna formennsku í Öryggis- og samvinnustofnun Evr- ópu, OSE, 1997. Þetta var ákveðið á fundi utanríkisráðherra samtak- anna í gær. Við það tækifæri sagði Niels Helveg Petersen utanríkisráð- herra Dana að formennskan fæli í sér mikið starf, þar sem samtökin öðluðust stöðugt mikilvægara hlut- verk. Þar sem Danir taka við for- mennskunni 1997 taka þeir ujn áramótin sæti í því þjóðaþríeyki, sem stýrir samtökunum. í því eiga sæti landið, sem gegndi forystunni síðast, landið sem fer með hana og landið, sem tekur við. Á næsta ári sitja því Danir í þríeykinu, ásamt Ungveijum, sem fara nú með for- mennskuna, og Svisslendingum, sem taka við henni á næsta ári. í viðtali við danska útvarpið í gær sagði Helveg Petersen að OSE gegndi mikilvægu hlutverki við að koma ástandinu í fyrrum Júgóslavíu í betra horf. Þar munu samtökin hafa eftirlit með komandi kosning- um og fylgjast með lýðræðisþróun. Síjói'n Majors styrkist SVO virðist sem breska fjár- lagafrumvarpið og sú skatta- lækkun, sem þar er boðuð, hafi bætt nokkuð stöðu bresku ríkisstjórnarinnar og íhalds- flokksins. Samkvæmt skoð- anakönnun, sem birtist í dag- blaðinu Times í gær, fengju íhaldsmenn 28% atkvæða ef nú væri kosið. Er það tveimur prósentustigum meira en fyrir viku. Verkamannaflokkurinn er þó langt á undan eftir sem áður. Fengi hann 55%, einu prósentustigi minna en fyrir viku en næstum tvöfalt fylgi íhaldsflokksins. Fijálslyndir demókratar fengju 13%. Peres hrósar Arafat SHIMON Peres, forsætisráð- herra ísraels, hrósaði Yasser Arafat, leiðtoga PLO, Frelsis- samtaka Palestínumanna, í gær fyrir að hafa komið að miklu leyti í veg fyrir árásir skæraliða á ísrael. Sagði hann, að í framhaldi af því yrði fleiri Palestínumönnum leyft að sækja vinnu í ísrael. Sagði Peres þetta að loknum fyrsta fundi sínum með Arafat eftir að Yitzhak Rabin var ráðinn af dögum. Leit að þotu haldið áfram LEIT var haldið áfram í gær að rússneskri TU-154 far- þegaþotu sem hvarf sporlaust með 97 manns innanborðs á leið frá Sakhalín-eyju til Kha- barovsk í Kyrrahafshéraðum Rússlands á miðvikudag. Lík- ur eru taldar á að hún hafi steypst í Japanshaf. Hún hafði flogið rúmar 30.000 stundir en var ekki búin ratsjársvöram sem auðveldað hefðu leit að brakinu. Papandreou hressist ANDREAS Papandreou, for- sætisráðherra Grikklands, var sagður á batavegi í gær eftir 19 daga dvöl á sjúkrahúsi vegna lungnabólgu. Gat hann sest upp í gær en er þó enn háður nýrnavél og öndunarvél að hluta. Gerð var skurðaðgerð á barka á fimmtudag til að auðvelda honum öndun og virðist hún hafa gefið góðan árangur. Choi Kyu-hah stefnt í Seoul SAKSÓKNARI stefndi í gær Choi Kyu-hah fyrir rétt sem vitni í máli á hendur Chun Doo Hwan fyrrverandi forseta Suð- ur-Kóreu. Choi tók við forseta- starfi til bráðabirgða eftir morðið á Park Chung-hee í október 1979 en Chun ýtti honum úr embætti { byltingu tveimur mánuðum síðar. Vill saksóknari kanna hvaða upp- lýsingum Choi kann að búa yfir um byltinguna og fjölda- morð á stjómarandstæðingum í Kwangju í maí 1980. íbúar borgarinnar fullyrða, að þús- undir manns hafi týnt lífi, en opinber tala látinna er 192.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.