Morgunblaðið - 09.12.1995, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 09.12.1995, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1995 45 MINNINGAR JÓRUNN * * G UÐJONSDOTTIR + Jórunn Ingunn Guðjónsdóttir fæddist á Kirkjubæ í Vestmannaeyjum 14. febrúar 1910. Hón lést á Sjúkra- húsi Vestmanna- eyja 28. nóvember siðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Guðjón Ey- jólfsson útvegs- bóndi, f. 9.3. 1872, d. 14.7. 1935 og Halla Guðmunds- dóttir húsfreyja, f. 4.9. 1876, d. 7.9. 1939. Jórunn var eitt af 14 systkinum en þar af komust níu til fullorðinsára. 31. október 1936 giftist Jórunn Guðmundi Guðjónssyni verkstjóra frá Oddstöðum Vestmannaeyjum, f. 28.1.1911, d. 18.12.1969. Þau hjón eignuðust fimm börn: Guð- rúnu, f. 11.3. 1937, Höllu, f. 4.12. 1939, sveinbam andvana fætt 23.12. 1945, Bám Jóneyju, f. 6.11. 1946, og Marteu Guð- laugu, f. 3.2. 1949. Utför Jómnnar fer fram frá Landakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. ELSKU mamma. Nú kveðjum við þig í hinsta sinn með söknuð í hjarta. Við viljum þakka þér allt sem þú varst okkur og fjölskyldum okkar. Minning þín er ljós í lífí okkar. Úr hveiju vildir böli bæta brosið var sem skin af sól. Vildir hugga, verma og kæta, veita hijáðum líkn og slqol. Göfugt alit og gott þú kenndir, góða elsku mamma mín. - bætir allt og blíðu sendir. Björtust allra er minning þín. (Þuríður Briem) Guðrún (Dúna), Halla, Bára og Martea (Mattý). mér, hvort hún þyrfti virkilega aldrei að hvíla sig og hvenær hún svæfí. Jórunn hafði einstakt lag á að komast að kjarna málsins og finna einfaldar lausnir á mál- um, sem voru í mínum huga hin flóknustu. Þá hafði hún óvenjulegt jafhaðargeð 'og var í einu orði sagt yndisleg. Mat hennar á lífsins gæðum var annað en ég átti að venjast og gaf hún jafnan lítið fyr- ir punt og pijál. Hún kunni svo sann- arlega að gleðjast yfír litlu. Líklega hefur mat hennar á umhverfí sínu mótast mjög af sorglegum atburðum á uppvaxtarárum. A Kirkjubæ í Vestmannaeyjum, æskuheimili Jórunnar, barði sorgin oft dyra. Jórunn lifði það að sjá níu líkkistur ástvina sinna bomar frá heimilinu, þar af tók sjórinn fjóra af fímm bræðrum hennar, menn í blóma lífsins. Guðmund, eiginmann sinn, missti Jómnn 18. desember 1969, en þá var hann 59 ára gamall. Eftir frá- fall hans flutti hún ásamt Tóta bróð- ur sínum í litla íbúð, og bjuggu þau þar systkinin fram að eldgosi á Heimaey 1973, en íbúðin varð þá hrauninu að bráð. Eftir gos fluttu þau aftur til Eyja og héldu áfram saman heimili, þar til dauðinn skildi þau að, þegar Tóti lést 7. maí 1992. Að leiðarlokum vil ég segja eftirfar- andi: Viðmót Jómnnar til mín var slíkt, að oft leitaði sú spuming á hugann, hvort ég hefði hlotið það rúm í huga hennar, sem syninum látna var ætl- að. Hvort svo var skiptir ekki máli, en meiri hlýju og umhyggjusemi hefði ég ekki getað sýnt mínum eig- in syni. Fyrir það allt vil ég þakka þér, Jómnn Guðjónsdóttir. Drottinn blessi þig. Elías Baldvinsson. Þegar ég kveð í hinsta sinn tengdamóður mína, Jómnni Guð- jónsdóttur, langar mig með örfáum fátæklegum orðum að þakka henni samfylgdina. Okkar kynni hófust þegar ég, ungur maður, flutti inn á heimili hennar að Presthúsum í Vestmanna- eyjum, en þar bjó hún ásamt eigin- manni sínum, Guðmundi Guðjóns- syni og dætmm, þeim Guðrúnu, Höllu, Bám Jóneyju og Marteu Guð- laugu, en dreng höfðu þau misst í frumbemsku. Auk þess vom á heim- ilinu þau Þórarinn Guðjónsson (Tóti á Kirkjubæ), bróðir Jómnnar, og fötluð kona, Sigrún Bergman. Sig- rún átti sitt heimili hjá Jómnni og Guðmundi, þar sem móðir hennar hafði leitað ásjár þeirra hjóna í skamman tíma vegna heilsubrests. Svo fór að móðirin náði ekki heilsu aftur, og því fylgdi Sigrún Prest- húsaheimilinu meðan þrek Jómnnar dugði til þess að sinna henni. Hið sama átti við um Tóta; hann stóð við hlið systur sinnar meðan heilsan leyfði. Presthúsaheimilið var dæmigert Vestmannaeyjaheimili, þar sem mat- urinn á borðum var sóttur í náttúr- una rétt við bæjardymar. Allir kunnu að borða lunda, svartfugl, súlu og fýl, og oftast vom fleiri við matarbonðið en heimilisfólkið. Var þar löngum giatt á hjalla, húsbónd- inn vinsæll með afbrigðum og gesta- gangur mikill. Þá vom þjóðmálin kmfin, tekið í spil og stundum sung- ið. En hvaðan kom kaffíð og allt meðlætið? Hver reytti lundann? Hver sáði rófunum og reytti arfann? Sennilega veltu fáir því fyrir sér, enda tók húsmóðirin fullan þátt í eldhúsumræðunum og hafði svo sannarlega ýmislegt til málanna að leggja. Kom gjaman nokkur þögn eftir athugasemdir hennar en síðan skellihlátur. Oft velti ég því fyrir Elsku amma, okkur systkinin langar að senda þér hinstu kveðju með þakklæti fyrir allt það góða sem þú gafst okkur, kenndir okkur og varst okkur. Við gleymum aldrei umhyggju þinni og kærleika. Við kveðjum þig með þessu versi: Við þökkum fyrir ástúð alla, indæl minning iifír kær. Nú mátt þú, vina, höfði halla við herrans brjóst er hvíldin vær. í sölum himins sólin skín, við sendum kveðju upp til þín. (H.J.) Elsku amma, hvíl í friði. Ástvin- um öllum sendum við innilegar sam- úðarkveðjur. Systkinin frá Teigi. í dag kveðjum við elskulega ömmu okkar sem eftir löng og erf- ið veikindi hefur öðlast hvíld. Minn- ingamar streyma fram og við erum ólýsanlega þakklát fyrir allt sem hún gerði fyrir okkur, sögurnar sem hún sagði, traustið og trúnaðinn sem hún sýndi og ógleymanlegar stundir sem hún eyddi með okkur, bæði sem börnum og síðar sem fullorðnu fólki. Dýrmætar minningar um ein- staka ömmu munu hlýja okkur um hjartarætur alla tíð, saga hennar og líf lifir í okkur. Ó, minning, minning. Líkt og ómur íjarlægra söngva, líkt og ilmur deyjandi blóma berast orð þín að hlustandi eyrum mínum. Eins og lifandi verur • birtast litir og hljómar hinna liðnu daga, sem hurfu sinn dularfuila veg út í dimmbláan fjarskann og komu aldrei aftur. (Steinn Steinarr.) Höllu-börn og fjölskyldur. Skátahúsið, Snorrabraut Sýningarsalur Heklu, Laugávegi Fyrir síðustu jól hefur skátahreyfingin selt sígrœn eðaltré í hœsta gœðaflokki og hafa þau prýtt mörg hundruð heimili. Svo eðlileg eru trén að fuglar gœtu átt það til að gera sér hreiður í greinum þeirra, Sígrœnu jólatrén frá skátunum eru grœn og falleg jól eftir jól. ^ 10 ára ábyrgð ^ 8 stœrðir, 90 - 305 cm Stálfótur fylgir Eldtraust íslenskar leiðbeiningar Jólatré með skrauti - 3 gerðir *___ GERUM GOÐAR BÆKUR BETRI Þingmenn! Ritstörf, bókaútgáfa og prentun skapa vinnu og verðmæti. Mörg hundruð manns vinna við ritstörf hér á landi. Árleg velta í bókaútgáfu er yfir 1.300 milljónir kr. Á Islandi vinna yfir 2.000 manns við bókagerð og prentun. Foreldrar! Lásuð þið fyrir börnin ykkar í gærkvöldi? Mikilvægt er að lesið sé fyrir börn. Það er forsenda þess að þau fai sjálf áhuga á lestri. Fátt er verðmaetara ungu fólki, sem elst upp í kröfuhörðum nútímaheimi, en góð lestrarkunnátta. Bókafólk! Hvar kaupið þið bækur? Bókaverslanir eru kjölfesta hvers menningarsamfélags. Allir sómakaerir bóksalar bjóða upp á þjónustu sem aðrar verslanir gera ekki. Gefið ykkur tíma til að glugga í bækur í góðu umhverfi. Kaupið bækurnar hjá fagfólki. S jó nvarpsst j ó rar! Bókmenntir, bókagerð og sjónvarp eiga samleið. Sjónvarp og bókmenntir eru ekki andstæður. Á tímum margmiðlunar er brýnt að sjónvarpsstöðvarnar nýti þau tækifæri sem bókmenntir og útgáfuiðnaður bjóða upp á. Ritstjórar! Börn eru líka fólk. Núna eru lesendur morgundagsins að læra að lesa. Mikilvægt er að bókum sé haldið að börnum og að þau skilji snemma að bækur eru spennandi afþreying.Tímarit og dagblöð þurfa að höfða til barna. Stjórnendur útvarpsstöðva! Fólk vill heyra fallegan texta og fróðlegt efni. Það er vandasamt að vera útvarpsþulur eða kynnir. Vandaður undirbúningur skilar meiri hlustun. Molar úr góðri bók geta hitt í mark. GÓÐ BÓK BÓKASAMBAND ÍSLANDS SAMTÖK IÐNAÐARINS - FÉLAG BÓKAGERÐARMANNA - BÓKAVARÐAFÉLAG ÍSLANDS - HAGÞENKIR - FÉLAG ÍSLENSKRA BÓKAÚTGEFENDA - FÉLAG ÍSLENSKRA BÓKA- OG RITFANGAVERSLANA - RITHÖFUNDASAMBAND ÍSLANDS - SAMTÖK GAGNRÝNENDA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.