Morgunblaðið - 17.12.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.12.1995, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ ER vel við hæfi að María Ellingsen á heima við Hringbraut. Sjálfsagt gæti hún hvergi búið ann- ars staðar. Allt er á ferð og flugi í lífí hennar og varla að fætur hennar snerti jörðina. Það sem ber hæst er hlutverk Agnesar í sam- nefndri kvikmynd, sem áformað er að frumsýna 22. desember. Hún fer einnig með'hlutverk í leikritinu Konur skelfa og hefur staðið í við- ræðum um að leika Katrínu miklu í bandarískri stórmynd. - Gleymdi ég að geta þess að hún gifti sig í sumar? Morguninn sem viðtalið á sér stað liggur María með flensu og við verðum því að mæla okkur mót heima hjá henni. Það er líka engin ástæða til að vera annars staðar. í hlýlegri íbúðinni hangir vísir að gömlum fjölskyldumyndum á vegg, stofan er lífleg og björt og góður tónlistarsmekkur húsráðenda und- irstrikar þá notalegu stemmningu sem María og Þorsteinn J. Vil- hjálmsson, útvarpsmaður, hafa búið sér á sínu heimili. Þegar hún ber fram te og meðlæti og ég legg til rúnstykki og vínarbrauð verður ekki séð að nokkuð sé því til fýrir- stöðu að hefja viðtalið. Hræðsla við afturgöngur? „Það er útbreiddur misskilningur að Agnes hafí verið ástfangin af Friðrik. Ég var ástfangin af Natan og drap hann af því að hann sveik mig,“ segir María blákalt. Hún er greinilega ekki alveg laus úr hlut- verkinu þegar hún ræðir um þann harmleik sem kvikmyndin byggir á og átti sér stað á Illugastöðum í Húnavatnssýslu árið 1828. Friðrik Sigurðsson, ungur piltur frá Katadal, myrti þá Natan Ketils- son, bónda og lækni, á hrottafeng- inn hátt. Hann vann ódæðið með tilstyrk Sigríðar ráðskonu Natans og Agnesar vinnukonu hans. Þegar þau urðu uppvís að verknaðinum var felldur yfír þeim dauðadómur. Friðrik og Agnes voru hálshöggvin og var það síðasta aftaka á ís- landi, en Sigríður var sýknuð af Danakonungi. Það þótti mjög sérstakt, að sögn Maríu, að Guðmundi, bróður Nat- ans, var falið að framfylgja dauða- dómnum: „Fólk deilir enn um það af hveiju hann hafí tekið böðuls- starfíð að sér. Friðrik sjálfur spurði hann við höggstokkinn hvort honum væri hefnd í huga og svaraði Guð- mundur því neitandi. Fjármunina sem hann fékk fyrir aftökuna gaf hann fátækum. Fólk vissi ekki hvort það var vegna ótta við almenningsálitið eða af hræðslu við afturgöngur. Hann eignaðist síðar heymarlausa dóttur sem var skírð Ögn og upp frá því hefur heyrnarleysi verið viðloðandi ætt- ina. Sumir hafa haldið því fram að samband sé þama á milli.“ Dularfullir atburðir Ýmis teikn hafa verið á lofti í þessa veru eftir aftökuna. Til dæm- is vom bein Agnesar og Friðriks grafín upp og færð í vígða mold eftir að Agnes var sögð hafa óskað eftir því við konu, sem gædd var miðilshæfíleikum, 100 árum eftir að þessir atburðir áttu sér stað. En varð María vör við eitthvað undar- legt á meðan á tökum stóð. „Ég vaknaði tvisvar eða þrisvar við það að einhver stóð við hliðina á rúm- inu,“ segir hún. „Það þarf ekki að hafa verið Agnes heldur var eins og ég hefði opnað fyrir vondar til- fínningar." Hún segist þó hafa fundið meira fýrir góðum straumum: „Þeir vom svo sterkir að ég þurfti ekki að kvíða neinu. Venjulega læðist að manni kvíði ef tökur á stóm atriði eiga að fara fram morguninn eftir og maður á jafnvel erfítt með svefn, en ég hef aldrei verið eins afslöppuð og þama. Það gekk allt að óskum." Hún segist lfka hafa undirbúið sig vel fyrir myndina: „Ég lá yfír handritinu og heimildum og spáði í líf samtímakvenna Agnesar. Svo rúminu kemur í ljós að þar liggur sofandi karlmaður. Þá tekur riddar- inn af sér hjálminn og reynist vera kona. Hún kyssir prinsinn og hann spyr hversu lengi hann hafí sofíð. Þegar hún segir tíu ár kippist hann við og segir: „Farðu frá, viskíið er tilbúið!" Hann ryður henni úr vegi og hleypur á inniskónum niður í kjallara til að fá sér viskí. Hann hafði þá ekkert betra við tímann að gera, á meðan viskíið var að þroskast, en að sofa.“ María segir að Roeg hafi skrifað handrit myndarinnar um Katrínu miklu: „Ég frétti síðar að hann hefði hringt í framleiðandann eftir að tökum á auglýsingunni lauk og sagt að hann vildi endilega að ég færi með hlutverk hennar. Hann hafði þá fylgst með mér í hlutverki riddarans og sagt að ég bæri her- klæðin vel. Það var enginn hægðar- leikur. Þau voru svo níðþung að ég hélt að hendurnar myndu brotna af mér þegar ég hélt sverðinu uppi.“ Freistandi tilboð ÞAÐ FER að draga til tíðinda í brúðkaupsveislu á sýslumannssetrinu. UÆR AGNESI AFTUR HJARTSLÁTT GUÐMUNDUR og Agnes bregða á leik nieð exi, en það verður síðar hans hiutskipti að hálshöggva hana. æfði ég í tíu daga með Kevin Ku- hlke, kennara mínum í New York. Við þræddum handritið og fórum yfír allt tilfínningasviðið. Það hafði mikið að segja. Síðan tók við skemmtilegt við samstarf við Egil Eðvarðsson. Það var gott að hafa hann sér við hlið og hann bætti við það sem ég var komin með, saum- aði í leikinn hjá mér. Vinna með öðrum leikurum myndarinnar var líka mjög gefandi og starfsliðið stóð fast við bakið á mér.“ María segir mikinn mun á því að túlka skáldsagnapersónu og per- sónu sem hafí raunverulega verið til. „Þetta var eins og að gefa henni aftur hjartslátt," segir hún. „Mér þykir vænt um allar persónur sem ég leik, líka þær sem eru tilbúning- ur, en þetta er eins og múnurinn á því að skrifa skáldsögu og ævisögu. Það verður að gæta meiri nærgætni ef raunveruleg persóna á í hlut. Ekki síst með tilliti til þess að stutt er síðan hún gerði vart við sig. Mér fannst ég því ekki hafa alveg fijáls- ar hendur, heldur var eins og ein- hver fylgdist með yfír öxlina á mér.“ „Og þá varð ég hissa!“ Nýlega voru fluttar fréttir af því að Maríu hefði verið boðið hlutverk Katrínar miklu í bandarískri stór- mynd. „Ég hefði ekkert viljað tala um þetta, nema af því að það kom á Reuter um daginn,“ segir María. Hún segist helst ekki vilja ræða neitt nema það sé orðið skriflegt eða raunveruleiki. „Ég átti engra kosta völ eftir að fréttastofa Ut- varps, af öllum stöðvum, flýtti sér svo mikið að flytja fréttina að hún fór vitlaust með hana,“ segir hún. „í fréttaskeytinu stendur að Faye Dunaway leiki Katrínu á eldri árum og hafi stað- gengil fyrir sig í nektars- enum. Ég leiki hana unga. Ég er ekki búinn að negla niður mína samninga við þá, enda ekkert komið á hreint í þeim efnum, en ég sagði strax að ef það ættu að vera miklar nektar- senur vildi ég líka staðgengil. Fréttastofa útvarps var svo æst yfir þessari frétt að hún kom þann- ig út að ég væri staðgengill fyrir Faye í hennar nektarsenum. Það er ferill sem er alveg nýr fyrir mér og ég hef reyndar aldrei íhugað. En fréttastofan tók ákvörðun um þetta fyrir mig.“ Stutt þögn. „Og þá varð ég hissa!" Riddari á hvítum hesti Þegar tökum lauk á Agnesi fór María til London til að leika í auglýs- ingu fyrir Nicolas Roeg. Hann er eínn virtasti leikstjóri Breta og næg- ir í því sambandi að nefna myndir eins og „Don’t Look Now“ með Donald Sutherland og Julie Christie og Maðurinn sem féll til jarðar með David Bowie. „Roeg tók þetta að sér fyrir kunn- ingja sinn og ég frétti að hann hefði áhuga á að fá mig til liðs við sig,“ segir María. „Mér fannst upplagt að nota tækifærið og vinna með honum, þótt það væri daginn eftir að tökum lauk á Agnesi og ég hefði helst þurft á svefni að halda." Um var að ræða gerð viskíaug- lýsingar fyrir ítalska sjónvarpið og breskar bíóauglýsingar. í henni er stuðst við ævintýrið um Þyrnirós. „Riddarinn kemur ríðandi á hvítum hesti að kastalanum á meðan allir eru sofandi. Hann stígur af. baki í fullum herklæðum, fer í gegnum kastalann, upp í tuminn og inn í herbergi Þyrnirósar, þar sem hún liggur sofandi. Þegar riddarinn dregur tjaldið frá í sumar fékk María símtal frá framleiðendum myndarinnar og var beðin um að koma til New York. „Þegar þangað kom fór ég í viðtal og var strax boðið hlutverkið, þann- ig að Roeg hefur sennilega haft mikið um þetta segja,“ segir hún. „Þetta var viku fyrir brúðkaupið mitt og það þarf varla taka það fram að engum leist á það að ég væri að „skreppa aðeins“ til New York,“ segir María og hlær. María segist ekki hafa þurft að fara í prufu heldur hafí henni verið boðið hlutverkið: „Þeir voru búnir að sjá atriði úr Agnesi og leist mjög vel á þau. Ég talaði heillengi við þá, því um leið og ég frétti að fram- leiðandi myndarinnar væri Bob Guccione, eigandi tímaritsins Pent- house, vildi ég ekki flana að neinu. Þegar ég sá svo handritið leist mér mjög vel á það. Það er stílhreint og sjónrænt handrit sem bregður upp mynd af Katrínu miklu sem persónu og konu, frá barnæsku til dauðadags. María segist enn ekki vera búin að gera það upp við sig hvort hún taki að sér hlut- verkið, né heldur vera búin að skrifa undir neina pappíra. „Það er þó ljóst að þetta er mjög freist- andi tilboð. Þarna eru toppmenn í öllum stöðum og sem dæmi má nefna að Kirov- ballettinn tekur þátt í myndinni." Guðný, Skáld-Rósa og Agnes Við ljúkum samtalinu á Agnesi. „Það sem er mjög sérstakt fyrir mig er að ég fékk að taka mikinn þátt í mótun verksins með Snorra og Agli. Það er ekki á hveijum degi sem það býðst leikurum," seg- ir María. Hún segist hafa velt fyrir sér þremur samtímakonum í undir- búningi sínum fyrir hlutverkið; Skáld-Rósu, formóður sinni Guðnýju frá Klömbrum og Agnesi. „Skáld-Rósa orti ljóð um sam- bandsslitin við Natan, en hélt svo lífinu áfram. Guðný frá Klömbrum orti líka um sína sorg, en lagðist svo niður og dó, eftir að maður hennar hafði yfírgefið hana. En Agnes brást öðruvísi við, reis upp á afturfæturna og drap Natan þeg- ar hann sveik hana. Þegar ég sökkti mér ofan í persónuna var lítið til af Agnesi og ekkert til af ljóðum hennar, en þetta sagði mér mikið um hana og hennar stóra skap.“ Að síðustu leikur mér forvitni á að vita hvort hlutverkið hafi fylgt Maríu heim á kvöldin: „Þegar ég kom heim á kvöldin, köld og illa farin eftir erfíðar tökur, var Þor- steinn oft búinn að láta renna fyrir mig í bað,“ segir María hlýlega. „Það segir sitt um þetta dramatíska hlutverk og ástandið á heimilinu að oftar en ekki seytlaði gerviblóð úr hárinu á mér og litaði baðvatnið rauðu. Auðvitað fylgdi þessu tíma- bili mikið álag, en Þorsteinn stóð sig eins og hetja í að taka á móti blóðugri leikkonunni á hverju kvöldi." Eins og ein- hver fylgdist með yfir öx- lina á mér

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.