Morgunblaðið - 17.12.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.12.1995, Blaðsíða 32
32 B SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ RAÐA UGL YSINGAR Tilboð Bifreiðaútboð á tjónabifreiðum er alla mánu- daga frá kl. 9-18. Ljósmyndir af bifreiðunum liggja frammi hjá umboðsmönnum SJÓVÁ- ALMENNRA víða um land. Upplýsingar í símsvara 567-1285. í|óp|slio£lunfslöfl|n * • Draghálsi 14-16 -110 Reykjavík • Sími 5671120 ■ Fax 567 2620 ÚTBOÐ F.h. Húsnæðisnefndar Reykjavíkur er óskað eftirtilboðum í eftirtalda verk- þætti í 86 íbúðir í Borgahverfi. Fataskápa Eldhúsinnréttingar Innihurðir Málun Gólfdúkalögn Gólfefni (linóleum) Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 10.000,- skilatryggingu, fyrir hvern verkþátt. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 10. janúar 1996 kl. 14.00 e.h. hnr. 109/5 F.h. Byggingadeildar borgarverk- fræðings, er óskað eftir tilboðum í jarðvinnu við Engjaskóla í Reykjavík. Helstu magntölur: Uppúrtekt 14.000 m3 Sprengingar/fleygun 1.000 m3 Fyllingar 6.000 m3 Verkinu á að vera lokið 15. mars 1996. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, frá og með þriðjudeginum 19. desember 1995, gegn kr. 15.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 10. janúar 1996 kl. 11.00 f.h. bgd 110/5 INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 552 58 00 - Fax 562 26 16 HÚSNÆÐIÓSKAST Blindrafélagið SAMTÖK BLINDRA OG SJÓNSKERTRA Á ISLANDI Sölubörn óskast Blindrafélagið óskar eftir sölubörnum í jóla- happdrætti félagsins. Við leitum eftir dugleg- um og áreiðanlegum börnum á Stór-Reykja- víkursvæðinu. Skriflegt leyfi frá foreldrum verður að fylgja. Allar nánari upplýsingar og afhending miða er á skrifstofu félagsins, Hamrahlíð 17, milli kl. 9.00 og 16.30 virka daga. Síminn okkar er: 568-7333. Stangaveiðimenn Sala veiðileyfa í Svalbarðsá í Þistilfirði er hafin. Verð á veiðileyfum er frá kr. 9.600 með veiðihúsi. 2 til 3 stangir og eru þær seldar saman. Sendi verðskrá ef óskað er. Upplýsingar gefur Jörundur Markússon, sími 567-4482, fax 567-4480. Tonn á móti tonni Fyrirtæki á Vestfjörðum óskar eftir báti í við- skipti sem fyrst. Tilboð leggist inn á afgreiðslu Mbl., merkt: „Tonn - 1194“, fyrir 20. des. Til sölu b/v Hrímbakur EA-306 Til sölu er b/v Hrímbakur EA-306 sem er 51,8 m skuttogari með 2200 hestafla Sulzer Cegielski aðalvél smíðaður í Póllandi 1977. Skipið selst með veiðileyfi og einnig getur hluti aflahlutdeildar þess fylgt. Rúmtala skipsins er 2167,9 rúmmetrar. LM skipamiðlun, Friðrik J. Arngrímsson hdl., löggiltur skipasali, Skólavörðustíg 12, Reykjavík, sími 562 1018. Frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti Útskrift verður í Fella- og Hólakirkju, Hóla- bergi 88, fimmtudaginn 21. desember 1995 kl. 14.00. Allir nemendur dagskóla og kvöldskóla, er lokið hafa eftirtöldum prófum, eiga að koma þá og taka á móti prófskírteinum. Um er að ræða nemendur, er lokið hafa: Almennu verslunarprófi, burtfararprófi tæknisviðs, matartæknanámi, sjúkraliða- námi, snyrtifræðinganámi, námi af hand- menntabraut, stúdentsprófi. Eldri útskriftarárgangar, foreldrar, aðrir ætt- ingjar svo og velunnarar skólans eru vel- komnir á útskriftina. Skólameistari. TÓNLISMRSKÓU KÓPWOGS heldur jólatónleika í Kópavogskirkju mánu- daginn 18. desember kl. 20.30. Allir velkomnir! Skólastjóri. Auka-aðalfundur L.M.F.Í. Auka-aðalfundur Lögmannafélags íslands verður haldinn þriðjudaginn 19. desember 1995, kl. 17.30, í fundarsal félagsins í Álfta- mýri 9. Á dagskrá fundarins er tillaga stjórnar um breytingu á 1. mgr. 5. gr. reglna um starfs- ábyrgðartryggingarlögmanna, sbr. áðursent fundarboð til félagsmanna. Stjórnin. Ljóðasamkeppni Listahátíðar í Reykjavík 1996 Þátttakendur eru minntir á að skilafrestur Ijóða er til 1. janúar 1996. Hvert skáld má senda eitt, tvö eða þrjú Ijóð undir sama dul- nefni í umslagi merkt „Ljóðasamkeppni". Nafn höfundar fylgi með í lokuðu umslagi. Dómnefnd velur Ijóð til verðlauna og útgáfu, en úrval þeirra Ijóða sem berast í samkeppn- ina verður gefið út á bók fyrir hátíðina. Úr- slit verða kunngjörð við setningu hátíðarinn- ar 31. maí 1996. 1. verðlaun kr. 150.000, 2. verðlaun kr. 100.000, 3. verðlaun kr. 50.000. Listahátíð í Reykjavík, Lækjar- götu 3b, pósthólf 88, 121 Reykjavík. Auglýsing um starfslaun listamanna árið 1996 Starfslaun handa listamönnum Hér með eru auglýst til umsóknar starfslaun til handa listamönnum árið 1996, í samræmi við ákvæði laga nr. 35/1991.- Starfslaunin eru veitt úr fjórum sjóðum, þ.e.: 1. Launasjóði rithöfunda. 2. Launasjóði myndlistarmanna. 3. Tónskáldasjóði. 4. Listasjóði. Umsóknir skulu hafa borist Stjórn lista- mannalauna, menntamálaráðuneytinu, Sölv- hólsgötu 4, 150 Reykjavík, á þar til gerðum eyðublöðum, fyrir kl. 16.00 mánudaginn 15. janúar 1996. Umsóknir skulu auðkenndar „Starfslaun listamanna" og tilgreina þann sjóð, sem sótt er um laun til. Umsóknareyðu- blöð fást hjá menntamálaráðuneytinu. Ath.: Hafi umsækjandi áður hlotið starfslaun, verður umsókn hans því aðeins tekin til umfjöllunar að hann hafi skilað Stjórn lista- mannalauna skýrslu um störf sín í samræmi við 4. gr. laga um listamannalaun nr. 35/1991. Reykjavík, 15. desember 1995. Stjórn listamannalauna. ATVINNUHÚSNÆÐI Fitjabraut 30, Njarðvík 860 fm húsnæði, mikil lofthæð, selst í einu lagi eða smærri einingum. Eign með mikla möguleika. Sérlega góð kjör. Nánari upplýsingar á skrifstofu. Eignamiðlun Suðurnesja, Hafnargötu 17, Keflavík, símar 421 1700 og 421 3868. Uppboð Framhald uppboðs á eftirtöldum eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Gilsbakki 2, 0105, Bíldudal, Vesturbyggð, þingl. eig. Vesturbyggð, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna, 20. desember 1995 kl. 16.30. Sigtún 39, íbúð 0101, Patreksfiröi, þingl. eig. Vesturbyggð, (Pat- rekshr.j, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna, 20. desember 1995 kl. 15.30. Sigtún 61, íbúð 0101, Patreksfirði, Vesturbyggð, þingl. eig. Maria Madalena Carrilha, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna, 20. desember 1995 kl. 16.00. Sýslumaðurinn á Patreksfirði, 15. desember 1995.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.