Morgunblaðið - 17.12.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.12.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1995 B 23 ÞEGAR bandaríski metsölu- höfundurinn Michael Crichton skrifaði Júra- garðinn árið 1990 gat hann ekki gert sér í hugarlund þá tæknibyltingu í tölvuteikningum sem átti eftir að gera bókina að einni mest sóttu bíómynd sögunnar. Hann skrifaði spennusögu um ein- ræktaðar risaeðlur á eyju við Kosta Ríka byggðar á kjarnasýrum úr moskítóflugum sem sogið höfðu blóðið úr eðlunum fyrir tugum millj- óna ára en varðveist síðan í rafi. Crichton samdi spennandi frásögn um leiðangur til eyjarinnar sem komst í návígi við grameðlur, nas- hyrningseðlur og þórseðlur svo að- eins fáeinar séu nefndar og lenti í miklum og hættulegum ævintýrum. í leiðinni varaði höfundurinn við stjórnlausu vísindakapphlaupi; ein- rækt er ekkert til að hafa í flimting- um. Samnefnd bíómynd Steven Spielbergs vakti risaeðlurnar til lífs- ins á einstakan hátt með nýrri tölvutækni og fór sigurför um heim- inn. Meira en 80.000 manns sáu hana hér á landi. Eitt er að lýsa Júragarðinum í bók og annað að sjá hann á filmu og það er nokkuð sem Crichton verður að sætta sig við. Myndin var miklu betri en bókin af því Spiel- berg gat sýnt okkur risaeðlurnar í öllu sínu veldi. Þær voru eins raun- verulegar á hvíta tjaldinu og þær hefðu aldrei dáið út. Í bókarformi voru þær aðeins Q'arlægur veru- leiki. Það sama gildir um nýjustu Crichtonsöguna, „The Lost World“ eða Týndur heimur. Hún er beint framhald Júragarðsins og á eftir að líta mun betur út á hvíta tjaldinu en í bókarformi. Bókin kom út í haust í Bandaríkjunum og er komin í búðir á íslandi. Crichton virðist ekki leggja sig neitt sérstaklega fram við fram- haldssöguna. Hún er aðeins endur- tekið efni; hann er fyrst og fremst að uppfýlla kröfuna um framhald vinsællar myndar. Hann skrifar eins og hann sé að búa til kvikmynda- handrit. í þetta sinn virðist hann gera ráð fyrir möguleikum tölvu- teikninganna í bíómyndum og eykur fjölbreytileikann; tvö kameljón úr ÞÆR eru komnar aftur; úr Júragarðinum. Framhald Júragarðsins efbir Michael Crichton, „The Lost World“, er komin í bókaversl- anir. Arnaldur Indriðason kannar hvernig Crichton held- ur áfram sögunni um einrækt- uðu risaeðlurnar sem varð að vinsælustu bíómynd síðustu áratuga og liðlega 80.000 manns sáu hér á landi Endurtekið efni; Michael Crichton. risaeðluríkinu eru skýrt dæmi þess í nýju sögunni. „The Lost World“ er byggð upp á ákaflega einfaldan og nauðalíkan hátt og Júragarður- inn. Nema það er ekki lengur nauð- synlegt að útskýra einræktun. Kenningar Darwins um náttúruval fá hinsvegar mikið pláss, tilgátur um þá þætti sem ráða útrýmingu dýrategunda, atferliskenningar, kenningar um hlutleysi vísindanna og margt fleira. Höfundurinn er þekktur fyrir að kynna sér til hlitar þau vísindalegu efni sem sögur hans ljalla um og krydda þær með vísindalegum texta. Hann setur umræðuna fram á áhugaverðan hátt en stundum virkar það svolítið eins og hann hafi flýtt sér að klára heimalærdóminn. Nú er hann ekki að vara við vísindahyggju á villigöt- um heldur er boðskapurinn um- hverfisvænn og á þann veg að maðurinn megi ekki við því lengur að vera helsti tortímandi lífs á jörð- inni. Sagan gerist sex árum eftir at- burði Júragarðsins og segir frá hópi vísindamanna og tveimur krökkum sem komast að því að handan Júragarðsins er annar risa- eðlugarður þar sem einræktuðu eðlurnar eiga upptök sín. Það er engin ein aðalpersóna í sögunni frekar en í Júragarðinum en sam- setningin í hópnum er nákvæmlega hin sama. Gamall kunningi úr fyrri bókinni, stærðfræðingurinn Ian Malcolm (sem Jeff Goldblum lék í myndinni), snýr aftur með sínar óreiðukenningar, milljarðamæring- urinn Richard Levine hefur ódrep- andi áhuga á risaeðlukenningum, þveröfuga átt við hina fyrri. Crichton skrifar ævintýrasögur út frá möguleikum nýjustu tækni og vísinda líkt og H.G. Wells og Mary Shelley gerðu um síðustu alda- mót. í stað tímaferðalaga og upp- vakninga eru komnar einræktaðar risaeðlur undir lok þessarar aldar. Hann vinnur skemmtilega úr mögu- leikunum sem vísindaævintýrið býð- ur upp á í nýju bókinni með fram- haldsmyndina í huga en bætir í raun engu við Júragarðinn. Þessi bók hefði aldrei verið skrifuð nema vegna vinsælda bíómyndarinnar. Sara Harding* er einstaklega úr- ræðagóður dýrafræðingur, Thorne er þúsundþjalasmiður ferðarinnar og tveir krakkar fylla að endingu upp í fjölskyldupakkann, strákur og stelpa sem eru Iagin við tölvur. Þetta er nákvæmlega samsetningin sem gerir fjölskyldumyndir vinsæl- ar samkvæmt Júragarðskenning- unni og maður getur séð Crichton fyrir sér ráða leikara í hlutverkin um leið og hann skrifaði söguna. Vondu kallamir eru sem fyrr að reyna að komast yfír risaeðluegg til að framleiða í eigin þágu og fer þar fremstur í flokki hinn óskemmtilegi Dodgson. Allt eru þetta klisjukenndar spennusöguper- sónur fengnar úr margnotuðum formúlubókmenntum. Einhver leið- inlegustu einkenni þeirra eru fram- úrskarandi gáfur og vísindahæfi- leikar; þau eru hvert um sig fremst og frægust í heiminum fyrir störf sín. Jafnvel börnin eru snillingar á sviði tölvutækni - þó ekki heims- fræg. Staðlaðar persónurnar. eru einhliða og óspennandi pappafígúr- ur enda hefur persónusköpun ekki verið sterkasta hlið Crichtons. Per- sónumar eiga vel heima í slakri Alistair MacLean sögu. Crichton gengur ágætlega að drífa frásögnina áfram með stuttum köflum, sem minna á hraðar klipp- ingar bíómynda, og læsilegum texta og einfaldri, ef ekki einfeldnings- legri, uppbyggingu. Hann leitar mjög í smiðju fyrri bókarinnar eða myndarinnar öllu heldur eftir spennuatriðum þar sem grameðlan (tyrannosaurus rex) og hinar árás- argjörnu klóeðlur (velociraptor) gegna veigamestu hlutverkunum. Nú kafar Crichton dýpra í kenning- ar um atferli risaeðlanna studdur af nýjustu tískukenningum um hegðun þeirra. Hugmyndir eru fljót- ar að úreldast í þessum fræðum og höfundurinn setur það fram á kald- hæðnislega hátt. í Júragarðinum var kenningin sú að ef þú stóðst frammi fyrir grameðlu ættirðu ekki að hreyfa þig því hún ræðst aðeins á fómarlamb sem hreyfist. Ein sögupersónan í Týndum heimi hefði betur lesið nýjustu kenninguna í grameðlufræðum sem gengur í Styðjum íslenska skógrækt kaupum ísiensk jólatré SKOGRÆKT RÍKISINS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.