Morgunblaðið - 17.12.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.12.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1995 B 21 KLYFJAR UNGA FÓLKSINS . Greint hefur verið frá því að nefnd sé að störfum við að endurskoða lög um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Jafnframt hefur kom- ið fram að meginmarkmiðið sé að jafna aðstöðu fólks til náms. Pétur Stefánsson segist lengi hafa verið þeirrar skoðunar að breyta eigi hluta námslána í beina styrki, einkanlega fyrir þá sem lengra eru komnir í námi. Hann rökstyður hér þessa skoðun. Velferð afkomendanna Hvar sem litast er um í heimi manna eða dýra má glöggt sjá umhyggju foreldra fyrir afkvæm- um sínum. Öll þekkjum við dæmi um foreldra sem strita myrkranna á milli og leggja jafnvel eigin heilsu undir til að hjálpa bömum sínum til náms eða hjálpa þeim til að eign- ast þak yfir höfuðið og verða sjálf- bjarga einstaklingar og foreldrar. Það virðist því ástæða til að ætla að velferð afkomendanna sé snar og jafnvel ríkjandi þáttur í lífsham- ingju þorra fólks og komi kannski næst á eftir nauðþurftunum og eigin heilsu í gildismati flestra for- eldra og stundum framar. Minnis- stæð eru ummæli ijölmiðlakonu hér í bæ, sem nýlega eignaðist sitt fyrsta barn, en hún sagði í viðtali: „Nú fyrst veit ég um hvað þetta líf snýst.“ Á undanförnum 15 árum hafa orðið mikil umskipti í aðstæðum ungs fólks á íslandi. Upptaka verð- tryggingar í byrjun 9. áratugarins, háir raunvextir og loks minnkandi atvinna hefur mjög kreppt að ungu fólki og barnafjölskyldum miðað við það sem áður var. Við foreldra- kynslóðin, sem var í námi og stóð- um í húsbyggingum á 7. og 8. áratugnum, bjó við allt aðrar að- stæður, oftast rífandi atvinnu, sem ásamt neikvæðum raunvöxtum hjálpaði okkur að bylta af okkur skuldunum, sem síðan gufuðu end- anlega upp í óðaverðbólgu 8. ára- tugarins. I raun nutum við dulbúins stuðn- ings samfélagsins og þá einkum næstu kynslóðar á undan, sem horfði á sparnað sinn renna til unga fólksins og atvinnulífsins í landinu án þess að mögla. Vonandi kemur slíkt skeið þó aldrei aftur. Ég hef tilhneigingu til að líta á óðaverðbólgu 8. áratugarins með þeim stórfelldu eignatilfærslum, sem þá áttu sér stað, sem eitt mesta siðferðilega niðurlægingar- tímabil í sögu þjóðarinnar. Það friðar þó sárustu samviskuna að sjá, hve vel er víða búið að gömlu fólki í dag. Þrátt fyrir allt unir það glatt við sitt og er enn að gefa af sínu litla. Fjármálakennsla í skólum Við sem stunduðum nám erlend- is og urðum vitni að hinni varkáru fjármálapólitík íjölskyldnanna og ítarlegri ráðgjöf banka og spari- sjóða, skynjuðum sjálfsagt flest að spilaborg íslensks fjármálalífs hlaut fyrr en síðar að hrynja. Nú er sá tími kominn og kominn til að vera. Þeir nýju tímar sem við nú lifum, krefjast miklu meiri þekkingar á fjármálum og ná- kvæmari skipulagningar fjármála heimilanna, en næstu áratugir þar á undan. Það nægir líka að lesa Lögbirtingarblaðið eða skilnaðar- tölur prestanna, svo ekki sé minnst á agavandamál í skólum til að skynja að það er eitthvað mikið að varðandi aðstæður ungra barnafjölskyldna í dag. Ástæður eru vafalaust margar. Sjálfsagt vorum við verðbólgu- kynslóðin ekki hollir uppalendur fyrir ungt fólk, sem þarf að bera fulla ábyrgð á eigin fjármálum. Þá hefur skólakerfið einnig gjörsamlega brugðist að kenna upprennandi kynslóðum grundvall- aratriði í fjármálum. Þegar ég ek á eftir ungu fólki, sem er að koma yfir sig hús- næði, á 4 milljón króna jeppum með barnastólinn aftur í, þá finnst mér sem nú hafi okkur mistekist. Hvar læra unglingar um fjármál heimilanna, um skatta og fasteignagjöld, um vexti og afskriftir, um rekstur heimilisbíls- ins, um ljós og hita, um matar- reikning vísitölufjölskyldunnar, um afnotagjöld útvarps og sjónvarps o.s.frv. Hver kennir þeim að stilla upp einfaldasta heimilisbókhaldi og meta umframgetu heimilisins. Hver segir þeim að heimili sem eyðir allri sinni umframgetu í að greiða vexti af lánum, getur ekki safnað neinum höfuðstól og er gengið í fátækragildru. Á sama tíma og við byggjum dýr eldhús fyrir heimilisfræðslu í skólum (sem ekki ber að lasta), látum við undir höfuð leggjast, að undirbúa unglingana undir það að hafa vald á eigin fjármálum og verða ábyrgir heimilisfeður og -mæður. það er engan veginn sjálf- gert að það sé lausnin á fjárhags- vanda nemenda og ungra heimila í landinu, að bjóða þeim lán á lán ofan. Fræðsla í fjármálum, hvatn- ing til ráðdeildar og sparnaðar, ásamt beinni fjárhagsaðstoð gæti reynst áhrifaríkari og farsælli leið til að hjálpa ungu fólki til að kom- ast yfir skuldafenið og verða sem fyrst sjálfstæðir þegnar í þjóðfé- laginu. Lánasjóðurinn Málefni Lánasjóðs námsmanna hafa nokkuð verið til umræðu und- anfarið og sjóðurinn m.a. verið gagnrýndur fyrir þær kröfur, sem hann gerir til árangurs í námi. Draga verður í efa að sú gagnrýni sé réttmæt. Lánasjóðurinn er væntanlega hugsaður sem stuðningur sam- félagsins við þá nem- endur sem hafa raun- verulegan áhuga á námi og eru reiðubún- ir að leggja á sig þá fýrirhöfn sem því fylg- ir. í ljósi mikilvægi menntunarinnar fyrir efnahagslíf og sjálfs- vitund þjóðarinnar má spyija þeirrar spum- ingar hvort lánasjóð- urinn sé nægilega hvetjandi fyrir gott námsfólk. Með hlið- sjón af meintri um- hyggju fólks fyrir velferð afkom- enda sinna má líka spyija hvort viðskilnaður Lánasjóðsins við lang- skólagengið fólk með þungan skuldabagga á bakinu sé í sam- ræmi við ríkjandi gildismat þorra fólks. Gildandi ákvæði um endur- greiðsluhlutfall námslána breyta því ekki að það hlýtur að vera þrúg- andi fyrir ungt fólk að leggja upp með þessar klyfjar út í lífið. Hveijum manni er tamt að vitna til eigin reynslu og er undirritaður þar engin undantekning. Hann kom á sínum tíma nánast skuldlaus frá háskólanámi. Það var á þeim tíma ekki verðbólgunni að þakka heldur góðri vinnu í fríum, aðhaldi í fjármálum og góðum námsstyrk sjðustu 2 árin (að vísu frá þýska ríkinu). Lánasjóðurinn má undir engum kringumstæðum virka letj- andi á tekjuöflun námsmanna, bæði af fjárhagslegum ástæðum og vegna hinnar mikilvægu reynslu sem nemendur gjarnan afla sér með þátttöku í atvinnulífinu. Hitt er reglan að tekjuöflunin verður þeim mun erfiðari sem lengra dreg- ur í námi, uns hún jafnvel hverfur með öllu. Einmitt þá þurfa náms- menn á mestri aðstoð að halda og þá gjarnan með beinum styrkjum til að fleyta þeim yfír dýpsta öldud- alinn. Það er því að mati undirrit- aðs ekki nægilegt markmið sjóðs- ins að jafna aðstöðu til náms held- ur þurfi hann og að virka hvetj- andi fyrir gott námsfólk, og hjálpa því að komast fram úr námi án þess að binda sér ævibagga. Pétur Stefánsson Því fer að sjálfsögðu fjarri að Ijárhagsvanda unga fólksins sé lokið þegar það kemur út úr skóla. Miklu nær væri að segja að hann sé að byija. Þá er eftir þyngsta fjárhagsþraut hverrar venjulegrar fjölskyldu, að koma sér þaki yfír höfuðið, auk alls annars sem búið þarf með. Þrátt fyrir umfangsmik- ið húsnæðislánakerfí og félagsleg- ar íbúðir gengur þetta nærri fjöl- mörgum fjölskyldum og reynist sumum ofviða. Þetta þarf raunar engan að undra. Því eru nokkuð skýr takmörk sett hvað hver fjöl- skylda getur greitt vexti af háum lánum án þess að ganga í fátækra- gildruna sem áður var nefnd. Möguleikamir til að auka tekj- urnar tímabundið með mikilli vinnu eru líka verri en áður, ekki bara vegna lakara atvinnuástands, held- ur líka vegna óhæfilega hárra jaðarskatta, sem taldir eru vera á bilinu 70 til 100% fyrir hjón með böm. Þetta kallar á enn meiri var- fæmi fjölskyldna við lántökur sín- ar. Félagsmálaráðherra lét þess getið í sjónvarpi fyrir ekki löngu að þær fjölskyldur, sem ættu ekk- ert fjármagn sjálfar, þegar kaup á fyrstu íbúð væru gerð, lentu gjam- an í greiðsluerfíðleikum. Hér gildir það sama og um námslánin. Lausn- in er ekki endilega að lána fólki meira fé, né heldur að lengja lánin. Það sem skiptir höfuðmáli er að fjölskyldurnar eignist sem fýrst einhvern höfuðstól og taki ekki á sig meiri fjárskuldbindingar en svo að höfuðstóllinn haldi áfram að vaxa, eða minnsta kosti standi í stað. Víða erlendis tíðkast hús- næðissparnaður sem nýtur sér- staks skattahagræðis. Slíkt fyrir- komulag var tekið upp hér á landi fýrir nokkrum árum með skatt- fijálsum húsnæðissparnarreikn- ingum samkvæmt ákveðnum regl- um. Þetta fyrirkomulag var síðan illu heilli afturkallað. Það var þó raunhæf tilraun samfélagsins til að auðvelda ungu fólki að byggja upp eigin höfuðstól og gera það sem fyrst að fjárhagslega sjálf- stæðum einstaklingum. Sá sem þetta ritar losnar ekki við þá tilfinningu að aðbúnaður ungra barnafjölskyldna á íslandi sé ekki sæmandi svo efnaðri þjóð og ekki í samræmi við vilja þjóðar- sálarinnar, ef grannt er skoðað. Þær hugmyndir sem hér eru settar fram um fjármálakennslu í skólum, námsstyrki til fólks í langskóla- námi og skattfijálsan húsnæðis- sparnað leysa sjálfsagt ekki allan vanda. Þar er þó skoðun hans að það kynni að þerra mörg tár og láta okkur verðbólgukynslóðinni á íslandi líða betur í Karabíska haf- inu. Höfundur er verkfræðingur. Fyrir síðustu jól hefur skótahreyfingin selt sígrœn eðaltré í hœsta gœðaflokki og hafa þau prýtt mörg hundruð heimili. Svo eðlileg eru trén að fuglar gœtu átt það til að gera sér hreiður í greinum þeirra. Sígrœnu jólatrén frá skátunum eru grœn og falieg jól eftir jól. 10 ára ábyrgð 8 stœrðir, 90 - 305 cm Stálfótur fylgir Eldtraust íslenskar leiðbeiningar Jólatré með skrauti - 3 gerðir (SkJtiáfaðór*; r£i\ • Skátahúsið, Snorrabraut 60 • Sýningarsalur Heklu, Laugavegi 174 ijjmin.w hmi i iil.ni húsumim við I nx.ilen, suni GHH S.’50

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.