Morgunblaðið - 17.12.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.12.1995, Blaðsíða 20
20 B SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN ÞJÓÐIR Á TÍMAMÓTUM JÓÐIR heims standa á tíma- mótum nú þegar fímmtíu ár eru liðin frá stofnun Sameinuðu þjóðanna. Þær standa frammi fyrir spumingunni um það hvemig samstarfí þeirra skuli háttað í framtíðinni og hvemig leysa skuli þau miklu vandamál sem við blasa. Þjóðarleiðtogamir funduðu um þetta mál í New York í sl. mán- uði. Framtíðarsýn þeirra var mjög mis- munandi er áberandi var hve sam- mála þeir vora um mikilvægi sam- starfs og samstöðu og hve miklar væntingar þeir bám til framtíð- arinnar. Mary Robinson, forseti írlands, orðaði þetta mjög vel þeg- ar hún lýsti djúpstæðri getu mannsins til að sýna samúð og samstöðu, fyrst gagnvart fjöl- skyldu og sínum nánustu og síðar stærri hópum og þjóðinni allri. Hún spurði síðan: „Getum við nú lært að sýna allri hinni mannlegu fjölskyldu samstöðu og umhyggju í allri sinni miklu Qölbreytni?" Margir viku að þörfínni fyrir umbætur í starfsemi SÞ og mikil- vægi þess að allar þjóðir stæðu við fjárhagsskuldbindingar sínar. Þar var margt talið til sem allt miðaði að því að efla SÞ og dýpka samstarf þjóðanna. Alþjóðleg stjórnun Nýlega kom út skýrsla nefndar um alþjóðlega stjórnun og framtíð SÞ („Commission on Global Go- vemanee"). Skýrslan ber yfír- skriftina: „Hnattræna hverfíð okk- ar“ („Our Global Neighborhood"). Formenn nefndarinnar voru þeir Ingvar Carlsson, forsætisráðherra Svíþjóðar, og Shridath Ramphal, f.v. aðalritari breska samveldisins. Meðlimirnir voru forystukonur og -karlar frá 26 löndum, þar á með- al Maurice Strong, aðalritari Ríó- ráðstefnunnar, Brian Urquhart fyrrum aðstoðaraðalritari SÞ, Osc- ar Arias handhafí friðarverðlauna Nobels og fyrrverandi forseti Costa Rica og Jacques Delors fyrr- verandi framkvæmdastjóri ESB. í þessari skýrslu er kallað á nýja framtíðarsýn. Bent er á nauð- syn þess að nkis- stjómir og almenn- ingur geri sér grein fyrir því að samstarf er eina færa leiðin til mótunar þeirrar framtíðar sem við viljum búa okkur og afkomendum okkar. Það er ekki á valdi neinnar ríkisstjómar að búa þegnum sín- um heilbrigt um- hverfí og farsæla framtíð án þess að fá aðrar þjóðir í lið með sér. Þjóðimar verði að fínna til sameiginlegrar ábyrgðar gagnvart núlifandi og komandi kynslóðum. í skýrslunni er kallað á nýtt gildismat og virð- ingu fyrir mannslífum, frelsi, rétt- læti og jafnrétti, gagnkvæma virð- ingu, umhyggju og sómakennd. Heimsráðstefna um alþjóðlega stjórnun Nefndin bendir á nauðsyn þess að efla SÞ og leggur fram ná- kvæmar tillögur í því sambandi. Þar er m.a. lagt til að komið verði á stofn „Efnahagsöryggisráði" við hlið Öryggisráðsins sem fjalli um efnahagsmál í víðtækum skilningi, sjálfbæra þróun og nýtingu sam- eiginlegra auðlinda. Lagt er til að haldin verði heimsráðstefna á veg- um SÞ um alþjóðlega stjómun 1998 og að niðurstöður hennar verði staðfestar af Allsheijarþingi SÞ árið 2000. Sænska sendinefnd- in hefur þegar óskað eftir því að niðurstöður nefndarinnar verði teknar til umfjöllunar á Allsheijar- þinginu sem nú stendur og í Ör- yggisráðinu. Forystu vantar Upplýstrar forystu er þörf til að hægt sé að koma hugmyndum nefndarinnar í framkvæmd. Þau kalla á frumkvæði og áræði, inn- blástur og siðferðisþrek. Líta þarf til lengri tíma og taka tillit til hagsmuna komandi kynslóða. Þau kalla á leiðtoga sem náð geta til fólks af mismunandi þjóðemi, kyn- stofni, trú, menningarheimi, tungumálasvæði og lífsstíl. Það vekur vonir um að slíka forystu sé að fínna meðal núverandi þjóð-' arleiðtoga að sextán þjóðarleiðtog- ar komu saman meðan á hátíðar- Lausnir á umhverfís- vandamálum væru viðráðanlegri, að mati Halldórs Þor- geirssonar, ef fleiri öðluðust skilning á einingu mannkynsins og alþjóðlegrar stjómunar. höldunum stóð í New York til að ræða tillögur nefndarinnar. Ingvar Carlsson greindi frá því i sinni ræðu að þeir hefðu samþykkt yfír- lýsingu og að þessi hópur muni fylgja málinu eftir á næstu mánuð- um. Forsætisráðherrar Norður- landa tóku afdráttarlausa afstöðu með öflugri alþjóðlegri stjómun í yfírlýsingu sem birtist í Intemati- onal Herald Tribune 23. október sl. Þar segir m.a.: „Stuðningur okkar við SÞ á sér langa sögu og hann byggist á þeirri sannfæringu að heimurinn þurfí á skilvirku hnattrænu og alþjóðlegu kerfí að halda til pólitískra úrlausna í þeim ijölmörgu tilvikum þar sem ekkert eitt land getur leyst vandamálin upp á eigin spýtur. Hnattræn úr- lausnarefni varða tilveru mannsins .í framtíðinni.“ Forysta á þessu sviði þarf hins vegar að koma frá fleirum en stjómmálamönnum. Hún þarf einnig að koma frá frjálsum fé- lagasamtökum, trúarhreyfíngum, úr viðskiptalífínu og frá fjölmiðl- um. Hagsmunamál smáþjóða Það er ótvírætt hagsmunamál smáþjóða að stuðla að öflugri stjómun á alþjóðavettvangi. Stjóm- leysi á alþjóðavettvangi nýtist eink- um þeim stóru og áhrifamiklu hvort sem um er að ræða þjóðríki eða stórfyritæki. Innan ramma alþjóðasamstarfs geta smáþjóðir haft umtalsverð áhrif. Áhrif góðra hugmynda og framtíðarsýnar á alþjóðavettvangi eru oft mun meiri en stærð þjóð- anna gefur tilefni til. Við íslending- ar getum hugsanlega stuðlað að lausn umhverfisvandamála á borð við mengun hafsins frá landstöðv- um innan vébanda öflugra alþjóða- samtaka en slíkt væri útilokað fyr- ir smáþjóð ef umræðuvettvangur væri ekki til staðar. Möguleikar á lýðræðislegri umræðu á alþjóðavettvangi hafa stóraukist. Aukin útbreiðsla al- þjóðatölvunetsins hefur ráðið þar miklu. Þetta hefur komið glögglega í ljós á heimsráðstefnum SÞ og við undirbúning þeirra. Ráðstefnu- plögg og tillögur eru mun aðgengi- legri almenningi og félagasamtök- um nú en áður var. Þetta hefur auðveldað fijálsum félagasamtök- um að hafa áhrif á afstöðu ríkis- stjóma og á lokaniðurstöðuna sjálfa. Halda má því fram að Inter- netið sé lífæð lýðræðislegrar um- ræðu á alþjóðavettvangi. Að hugsa sem alþjóðaþegn Árangur í alþjóðlegri stjómun kallar á aukinn siðferðisþroska. Við verðum að læra að hugsa sem alþjóðaþegnar, íbúar einnar ætt- jarðar, sem er öll heimsbyggðin, og finna til ábyrgðar og samstöðu með fólki í fjarlægum löndum. Þessi afstaða þarf ekki að draga úr eðlilegri ættjarðarást og hún er ekki brot á skyldu þegns gagn- vart fóstuijörð sinni. Sannur al- þjóðaþegn er engu minni íslend- ingur fyrir vikið. Hann tekur hins vegar tillit til fleiri sjónarmiða og styður heilshugar lausnir, sem gagnast íslenskum hagsmunum án þess að skaða_ hagsmuni ann- arra jarðarbúa. í bókinni „Our Country the Planet", sem rituð var sem hugmyndagrunnur Ríó-ráð- stefnunnar, bendir Shridath Ramphal á þá mikilvægu stað- reynd að: „í stríðinu um framtíð mannsins eru hvorki sigurvegarar né hinir sigruðu . . . allir verða að gefa eftir svo allir geti staðið uppi sem sigurvegarar“. Hnattræn umhverfisvandamál Áhrif mannsins á umhverfið hafa sífellt farið vaxandi og nú er svo komið að samanlögð áhrif hans eru það mikil að lofthjúpur og veðrakerfí jarðarinnar hafa tek- ið breytingum. Afleiðingar þessara breytinga, að svo mikli leyti sem þær eru fyrirsjáanlegar, snerta alla jarðarbúa, óháð því hve mikið þeir hafa stuðlað að vandanum. Allir þekkja vandamál á borð við gróðurhúsaáhrifin og eyðingu ósonlagsins. Nýlega hefur komið í ljós að rokgjörn þrávirk lífræn mengunarefni sem notuð eru t.d. í skordýraeitur í hitabeltinu geta safnast fyrir á köldum svæðum við heimskautin og komist þar inn í lífkeðjuna. Þetta sýnir vel hve nátengd fíarlæg landsvæði geta verið. Þessi vandamál vekja upp spurninguna um hve vel þjóðum jarðarinnar gengur að leysa sam- eiginleg vandamál hvort sem þau tengjast umhverfínu eða öðrum hnattrænum vandamálum svo sem auknum áhrifum fjölþjóðafyrir- tækja, eiturlyfjaviðskiptum og al- þjóðlegri glæpastarfsemi. Alþjóðlegir sáttmálar Alþjóðlegir sáttmálar hafa ver- ið áhrifaríkasta leiðin til að leysa hnattræn umhverfisvandamál. Slíkir sáttmálar eru nú orðnir 170 talsins. Gott dæmi um árangur á þessu sviði er Montreal-bókunin við Vínarsáttmálann um losun ósoneyðandi efna. Þessi bókun og viðbætur við hana hafa leitt til þess að mjög hefur dregið úr losun ósoneyðandi efna. Ef staðið verður við þær skuldbindingar er fyrirsjá- anlegt að álag á ósonlagið verður komið undir hættumörk eftir miðja næstu öld. Þessi leið er hins vegar mjög seinfarin og árangurinn brota- kenndur. Aðeins er tekið á einu vandamáli í einu, oft án tillits til skyldra vandamála. Tilvísun til fullveldis þjóðríkisins er oft notuð sem rökstuðningur gegn skuld- bindandi ákvæðum í slíkum samn- ingum. Oftar en ekki skortir síðan pólitískan vilja til að framfylgja niðurstöðunni og því ekki gripið til nauðsynlegra ráðstafana í tæka tíð. íslensk stjórnvöld eru þar eng- in undantekning. Þróun í átt til virkari alþjóðlegrar stjórnunar krefst þess hins vegar að þjóðríkin standi heilshugar við alþjóðlegar skuldbindingar. LUGAVEGUR GRENNI Hin eina og sanna jólastemmning OP® í DAG TIL iCL, 18.00) OPIÐ MÁN. TIL KL- 22.00 * Mál og menning, Eymundsson og Skffan hafa opiö lengur. Tímamót í Rió Mótun framtíðar SÞ á sér ekki aðeins stað á Allsheijarþinginu. Á heimsráðstefnum SÞ á sér stað mikil skapandi umræða sem leiðir til breytinga á samstarfí þjóðanna. Heimsráðstefna SÞ um umhverfi og þróun í Ríó de Janeiro 1992 markaði tímamót hvað þetta varð- ar. Með ráðstefnunni komust um- hverfísmál varanlega á dagskrá þjóðarleiðtoga og ríkisstjóma. Þar voru lagðar línumar um áherslur í umhverfísmálum á næstu árum með framkvæmdaáætluninni „Dagskrá 21 “. Á ráðstefnunni var einnig sam- þykkt „Ríó-yfírlýsingin“ sem er í 27 greinum og leggur þjóðum jarð- arinnar leikreglumar í samskipt- um við umhverfíð og sín á milli. Hún hvetur mjög til samstarfs þjóða „í alþjóðlegum félagsanda" eins og það er orðað. í fyrstu grein segir: „Viðleitni til sjálfbærrar þróunar snýst um manninn sjálf- an. Sérhver maður á rétt á að lifa heilbrigðu og nytsömu lífi í sátt við náttúruna". Þessi réttur til heilbrigðs lífs er í raun hluti af grandvallarmannréttindum og ætti erindi í mannréttindasáttmál- ann við endurskoðun hans. Nýtingar- og þróunarrétturinn „Samkvæmt stofnskrá SÞ og grandvallarreglum alþjóðalaga hafa ríki fullveldisrétt til að nýta auðlindir sínar í samræmi við eig- in þróunar- og umhverfísstefnu" segir í yfirlýsingunni. Þessum rétti fylgir hins vegar sú skylda „að tryggja að starfsemi innan lög- sögu þeirra eða á vegum þeirra valdi ekki tjóni á umhverfí annarra ríkja eða á svæðum utan lögsögu þeirra." Þetta setur nýtingarrétt- inum mikilvægar skorður. Sem dæmi má taka að notkun iðnríkja á jarðefnaeldsneyti, og gróður- húsaáhrifín sem af henni leiðir, getur valdið tjóni í ijarlægum lönd- um vegna hækkunar sjávarborðs. Þama kemur fram grandvallar- vandinn í samskiptum þjóða, spurningin um réttlæti og um þær skyldur sem óhjákvæmilega fylgja réttindum. Jörðin er eitt land Að fínna til ábyrgðar gagnvart jörðinni allri og ekki bara heima- landi sínu er í fullu samræmi við raunveralegan anda trúarbragð- anna, sem kenna öll í kjarna sínum samhygð og einingu allra manna. Það er því mikilvægt að trúarleið- togar stuðli að því að við hugsum sem alþjóðaþegnar. Við lok Ríó- ráðstefnunnar var afhjúpaður í miðborg Ríó minnisvarði sem ba- há’íar í Brasilíu gáfu borginni. Minnisvarðinn var stórt stunda- glas til að minna á það hve brýnt er að grípa til aðgerða í umhverfis- málum. I því var mold frá aðildar- löndum SÞ, meðal annars frá Þing- völlum. Á minnisvarðann vora letrað orð Bahá’u’lláh, höfundar bahá’i trúarinnar: „Jörðin er eitt land og allt mannkynið íbúar þess“. Warren Lindner, ritari Brundt- land-nefndarinnar, sem stjórnaði ráðstefnu fijálsra félagasamtaka í Ríó, hélt ávarp við þetta tæki- færi. Hann sagði að Ríó-ráðstefn- an hafi ekki fjallað um umhverfi og þróun, hún hafi fjallað um þá staðreynd að jörðin væri eitt land og allt mannkyn íbúar þess. Við myndum vissulega ná skjótari ár- angri í lausn umhverfísvandamála ef fleiri öðluðust skilning á einingu mannkyns og að sá skilningur drægi úr áherslu á ótakmarkað fullveldi þjóðríkisins á kostnað þróunar í átt að virkari stjómun á alþj óðavettvangi. Höfundur er plöntulífeðlisfræð- ingur og deildarsijóri umhverfis- deildar Rannsóknastofnunar land- búnaðarins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.