Morgunblaðið - 17.12.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.12.1995, Blaðsíða 28
E S S E M M 28 B SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1995 MORGUN BLAÐIÐ ATVIMMU.A'JGiýg/^/GAlP IÐNSKÓLINN (REYKJAVÍK Símavörður Opinber stofnun óskar að ráða símavörð frá 1. janúar næstkomandi. Umsóknir er tilgreini fyrri störf ásamt per- sónuupplýsingum sendist afgreiðslu Mbl. fyrir 20. des. merktar: „6879“. Frá Fræðsluskrifstofu Reykjavíkurumdæmis Vegna forfalla er laus til umsóknar staða sálfræðings frá og með 1. janúar nk. Umsóknarfrestur er til 29. desember nk. Nánari upplýsingar veittar á Fræðsluskrif- stofu Reykjavíkurumdæmis, sími: 562 1550. Skrifstof ustjóri Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið auglýsir laust til umsóknar starf skrifstofu- stjóra við lyfjanefnd ríkisins. Umsækjendur skulu hafa lokið prófi í lyfja- fræði eða læknisfræði. Æskilegt er að þeir geti hafið störf sem fyrst. Umsóknir skulu berast heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu, Laugavegi 116, 150 Reykjavík, fyrir 19. janúar 1996. Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigurður B. Þorsteinsson, formaður lyfjanefndar ríkis- ins, Eiðistorgi 13-15, 170 Seltjarnarnesi, sími 561 2111. Innkaupafulltrúi Stórt matvörufyrirtæki óskar að ráða inn- kaupafulltrúa sem fyrst. Starfið felst í innkaupum og samningagerð. Reynsla af samningagerð á matvörumark- aðnum skilyrði. Með umsóknir og fyrirspurnir verður farið með sem trúnaðarmál. Nánari upplýsingar veita Auður Bjarnadóttir eða Torfi Magnússon frá kl. 9-12. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðgarðs merktar: „innkaupafulitrúi" fyrir 23. desember nk. RÁÐGARÐURhf STTJÓRNUNAR OG REKSTRARRÁÐGJÖF FURUGERÐI5 108 REYKJAVÍK TR 533 I800 BESSASTAÐAHREPPUR Bessastaðahreppur - skrifstofustarf Skrifstofa Bessastaðahrepps óskar eftir að ráða starfsmann til skrifstofustarfa. Um er að ræða 50% starf. Seinna á árinu gæti starfið aukist í allt að 100% starf. Ráðið verður í starfið frá og með 1. febrúar 1996. Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi kunn- áttu og reynslu af tölvuvinnslu, bókhaldi, vinnslu launa og almennum skrifstofustörfum. Nánari upplýsingar veitir skrifstofustjóri. Skriflegar umsóknir berist skrifstofustjóra eigi síðar en föstudaginn 5. janúar 1996. Skrifstofa Bessastaðahrepps. Sjúkraliðar Óskum að ráða sjúkraliða nú þegar eða eftir nánara samkomulagi. Um er að ræða dag- og kvöldvaktir. Nánari upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 552 6222. Elli- og hjúkrunarheimilið Grund. Vistforeldrar Félagsmálastofnun Hafnarfjarðar óskar eftir að komast í samband við fjölskyldur sem vilja taka að sér börn og unglinga í skamm- tíma vistun. Skilyrði er að viðkomandi vistforeldrar hafi reynslu, áhuga og skilning á þörfum barna og unglinga. Æskilegt er að vistforeldrar séu ekki yngri en 25 ára og nauðsynlegt er að þeir búi við tryggar aðstæður. Þeir, sem hafa áhuga, hafi samband við Ólínu Birgisdóttur, yfirfélagsráðgjafa, frá kl. 10 til 12 alla virka morgna í síma 565 5710. Félagsmálastjórinn í Hafnarfirði. rnmmr Kerfisfræ&ingur Marel hf. er ört vaxandi fyrirtæki sem leggur mikla áherslu á aS nýta upplýsingatækni til aö ná árangri í reksfri. Nú leitum viS aS hæfum kerfis- eöa tölvunarffæÖingi til aö vinna viS rekstur og uppbyggingu tölvukerfis fyrirtækisins. MeÖal verkefna er þjónusta viS tölvunotendurog þjálfun þeirra, reksturtölvunetsog forritun í Lotus Notesog Fjölni. Um er aS ræöa fjölbreytt og krefjandi starf. Umsóknir skulu stílaSar á fjármálastjóra og skilaS til Marel hf. Umsóknarfresturertil 28. desembern.k.Öllum umsóknum verSur svaraS og meö þær fariS sem trúnaSarmál. Marel hf. HöfSabakki 9*112 Reykjavík Sími: 563 8000 • Fax: 563 8001 60% skrifstofustarf Frá og með 1. janúar er laust 60% skrifstofu- starf í útflutningsfyrirtæki í Rvk. Vinnutími frá kl. 9-14 virka dag. Um er að ræða almenn skrifstofustörf, símavörslu og bókhald. Góð kunnátta í tölvubókahaldi skilyrði. Umsækjendur, skilið umsóknum til afgreiðslu Mbl. sem fyrst merktar: „FS - 10196“. REYKiALUNDUR Reykjaiundur - iðjuþjálfun Óskum eftir að ráða iðjuþjálfa til afleysinga- starfa frá 1. febrúar nk. Nánari upplýsingar veitir Ingibjörg Péturs- dóttir yfiriðjuþjálfi í síma 5666200. Sölumaður Þekkt fyrirtæki í upplýsingamiðlun óskar eft- ir ungum og öflugum sölumanni strax. Farið er fram á reynslu af sölumennsku og hæfni til að starfa sjálfstætt. Starfið krefst ferðalaga innanlands og mikilla persónulegra samskipta við alla anga atvinnulífsins. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi bíl til umráða. Boðið er upp á krefjandi og skemmtilegt starf í öflugum keppnishóp þar sem ríkir góður andi. Umsóknir, sem innihalda ítarlegar upplýsingar um umsækjanda, s.s. menntun, starfsferil, meðmæli o.s.frv., skal skila á afgreiðslu Mbl. fyrir 22. des. nk., merktar: „Sala - 15923“. Tölvudeild Stórt verslunar- og þjónustufyrirtæki óskar eftir að ráða starfsmann í tölvudeild. Starfið felst í því að þróa tölvumál fyrirtækis- ins. Sérstaklega að skrifa einföld forrit í RPG/Cobol á AS/400 og taka þátt í starfi við endurskoðun vinnuferla. Viðkomandi þarf einnig að þekkja PC um- hverfi og geta þróað uppsetningar í Excel, Access og Word, sem nota gögn sem yfir- færð eru frá AS/400. Menntun: Æskilegt er að viðkomandi hafi háskólamenntun í tölvunarfræðum. Þekking á bókhaldi, innkaupum og fjármálum er einn- ig til bóta. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar „Tölvudeild 529" fyrir 23. desember nk. Hagvangurhf Skeifunni 19 Reykjavík Sími 581 3666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf . Skoðanakannanir Ef þú vilt reyna eitthvað nýtt og spennandi í Bandaríkjunum og Evrópu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.