Morgunblaðið - 31.12.1995, Side 1

Morgunblaðið - 31.12.1995, Side 1
\ I 96 SÍÐUR B/C ox^uMXiIníiiíi STOFNAÐ 1913 299. TBL. 83. ARG. SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS . _... , , ,,, , , . '■': 'i* ' jf|.^'*>'pi- ■ r '’A.-JX'úV.' “ _ ....... *tðmtís£»* I .8 ■■ ■■ .vf'•••.-." . . . l*-' .• 4,... ^T, ......... ... ■ ■■-'■■‘*'-<%f''‘'‘-';i"^' ':'vrí- !i.* rn - '■■- i T Morgunblaðið/RAX Afsögn breska þingmannsins Emmu Nicholson Upplausn blasir við íhaldsmönnum Lojulon. Reuter. RIKISSTJORN íhaldsmanna á Bretlandi lýsti því í gær yfir að afsögn þingmannsins Emmu Nicholson úr flokknum myndi ekki hafa nein áhrif á stefnu hans. Nicholson tilkynnti á föstudagskvöld að hún hygðist ganga til liðs við ftjálslynda demókrata. Ákvörðun hennar er mikið áfall fyrir stjórn Johns Majors for- sætisráðherra en þingmeirihluti stjórnarinnar er afar naumur og hefur ýtt enn undir vanga- veltur í fjölmiðlum um að Major kunni að neyðast til að boða til kosninga á næsta ári. Nicholson var um tíma varaformaður íhaldsflokksins og hefur setið á þingi frá árinu 1987. Hún lýsti því yfir í sjónvarpsvið- tali á föstudagskvöld að stjórn Majors hefði færst til hægri og að hún gæti ekki lengur stutt hana. Kvaðst hún afar ósátt við óljósa stefnu flokksins í Evrópumálum en í samtali við Sky-fréttastofuna sagði hún að kornið sem fyllti mælinn hefði verið neitun ríkis- stjórnarinnar á því að bæta aðbúnað fanga í einu bresku kvennafangelsanna. Nicholson sagði að þó nokkrir þingmanna íhaldsflokksins væru afar óánægðir með þá stefnu sem ríkisstjórnin væri að taka og gaf til kynna að fleiri kynnu að fylgja í kjölfarið. „Ég veit ekki hvort þeir gera það eða ekki. Ég vona þó að einn eða tveir muni fylgja mér.“ Flokkurinn stjórnlaus Talsmenn stjórnarandstöðuflokkanna kváðust í gær reiðubúnir að ganga til kosn- inga löngu áður en kjörtímabil stjórnarinnar rennur út, í maí 1997. Verkamannaflokkurinn hefur um 30% forskot á íhaldsflokkinn og sagði John Prescott, varaformaður Verka- mannaflokksins, að Major hefði misst stjórn á flokki sínum og að Ihaldsflokkurinn væri að leysast upp. Þingmeirihluti íhaldsmanna er nú aðeins fimm sæti og kann að minnka enn, tapi flokk- urinn aukakosningum sem halda verður vegna andláts tveggja þingmanna flokksins. Minntu íhaldsmenn á að enn væri meirihluti íhalds- manna meiri en þriggja sæta meirihluti stjórn- ar Verkamannaflokksins árið 1974. , Reuter EMMA Nicholson, þingmaður lhalds- flokksins, ræðir við Paddy Ashdown, leiðtoga Frjálslyndra demókrata, en hún tilkynnti á föstudagskvöld að hún hygðist segja sig úr Ihaldsflokknum og ganga til liðs við Ashdown. Dini biðst lausnar Róm. Reuter. LAMBERTO Dini, forsætisráðherra Ítalíu, gekk í gærmorgun á fund Oscars Luigis Scalfaros, forseta landsins, og baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Scalfaro frestaði fram í janúar að ákveða hvort hann verði við beiðni Dinis og vill að þingið ákvarði hvort boða eigi til kosninga eða reyna til þrautar að mynda nýja ríkisstjórn. Hétu Silvio Ber- lusconi, sem fer fyrir Frelsisbandalagi mið- og hægriflokka, og Massimo D’Alema, l^ið- togi, vinstrimanna, því í gær að reyna til þrautar að ná samkomulagi um stjórnar- myndun. Ákvörðun Dinis hefur legið fyrir frá því að hann tók við embætti en þá lýsti hann þvf yfir að hann myndi segja af sér um leið og fjárlagafrumvarp hans hefði verið sam- þykkt. Stjórn hans er utanflokka, skipuð sér- fræðingum, og tók við í janúar er stjórn Silvi- os Berlusconis missti meirihluta sinn eftir að hafa verið sjö mánuði við völd. Líklegast er talið að Dini muni fara fyrir næstu stjórn, en hann hefur lýst áhuga á að gegna embættinu á meðan Italir fara með forystu í Evrópusambandinu, en þeir taka við því hlutverki af Spánveijum nú um ára- mótin og gegna því í hálft ár. FOLKIÐ BAKVIÐ FRÉTTIRNAR KVIKMYNDIR Kallinu svarað 26 viÐSKipnAivDmuiíF 22 Á SUNNUDEGI t.'I ÁRSVERKIÐ BRENNUR Á 20 MÍNÚTUM Niutiu ár * á Oðinsgötunni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.