Morgunblaðið - 31.12.1995, Side 8

Morgunblaðið - 31.12.1995, Side 8
8 SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Gleðilegt nýtt góðæri Morgunblaðið/Árni Sæberg FRÁ vinstri: Magnús Skúlason aðstoðarforstjóri Landakotsspítala, Logi Guðbrandsson forstjóri Landa- kotsspítala, Kristín Á. Ólafsdóttir formaður stjórnar Borgarspítalans og stjómarmaður í nýrri stjórn Sjúkrahúss Reykjavíkur, Jóhannes Pálmason forstjóri Sjúkrahúss Reykjavíkur, Sigfús Jónsson formað- ur bráðabirgðastjórnar sjúkrahússins, Sigríður Snæbjömsdóttir hjúkmnarforstjóri, Ólafur Ö. Arnarson og Jóhannes M. Gunnarsson lækningaforstjórar. Merki Sjúkrahúss Reykjavíkur sést í bakgmnni. Borgar- og Landakotsspít- ali sameinast um áramótin BORGARSPÍTALI og Landakotssp- ítali sameinast um áramótin í Sjúkra- hús Reykjavíkur. Framkvæmdastjóri þess verður Jóhannes Pálmason, framkvæmdastjóri Borgarspítalans. Breytingin n ’.na um áramótin er að- eins formleg og mun ekki hafa nein áhrif á sjúklinga eða starfsfólk að sögn Sigríðar Snæbjömsdóttur hjúkr- unarforstjóra Borgarspítalans. Jóhannes Pálmason sagði á blaða- mannafundi, þar sem sameiningin var kynnt, að með henni væri fyrst og fremst verið að leitast við að nýta betur það fjármagn, sem úthlutað væri til heilbrigðismáia og jafnhliða því auka gæði þjónustunnar. Sagði hann að góð reynsla hgfði verið af þeim þáttum í rekstri spítalanna, sem hefði verið stjómað sameiginlega á þessu ári. Fullyrti hann að mikilli hagræðingu hefði verið náð og á verð- lagi ársins í ár væri samanlagður rekstrarkostnaður Borgarspítala og Landakotsspítala 381 milljón króna lægri en árið 1991. Á sama tíma hefðu afköst síst minnkað, frekar aukist. Sagði hann ennfremur að búið væri að leysa öll réttindamál starfsmanna og á Landakoti hefði fólk rétt á að vera í lífeyrissjóði ríkis- starfsmanna áfram. Bráðaþjónusta mun öll verða áfram í húsnæði Borgarspítalans en augn- lækningadeild og innkallaðar aðgerðir í húsnæði Landakots. Ennfremur mun stærstur hluti öldrunarþjónustu verða á Landakoti. Eftir sem áður mun Sjúkrahús Reykjavíkur sinna siysa- og bráðaþjónustu fyrir allt landið. Sigfús Jónsson formaður bráða- birgðastjómar Sjúkrahúss Reykjavík- ur, sem unnið hefur að sameining- unni, sagði að líklega væri hér um að ræða stærstu sameininguna í op- inberum rekstri á íslandi. Hann sagði að aðdragandi hennar hefði verið iangur og' væri henni enn ekki að fullu lokið. Hann taldi að Sjúkrahús Reykjavíkur yrði farið að virka mjög vel sem stofnun eftir fímm til tíu ár. NUDDNÁM Kvöld- og helgarnám hefst þann 8. janúar næstkomandi. Námið tekur I 1/2 ár og skiptist í tvo þætti: a. Nuddkennsluþátt. b. Starfsþjálfunarþátt. Inntökuskiiyrði: Um 2 ára nám í bóklegum greinum á framhaldsskólastigi sem taka má meðfram á eða eftir nuddnámi ef þeim er ekki lokið áður en það hefst). Útskriftarheiti: Nuddfræðingur. Námið er viðurkennt af Félagi fslenskra nuddfræðinga. Upplýsingar f síma 567-6612 alla virka daga frá kl. 13-17. Hægt er að fá senda námslýsingu eða koma í heimsókn. Kynningarkvöld næstkomandi fimmtudag kl. 20 í aðstöðu nuddskólans að Smiðshöfða 10, 112 Reykjavík, 3. hæð. Muddskóli RArns Qeirdals Augnslys um áramót Flugeldar eru hættuleg verkfæri Haraldur Sigurðsson REYNSLAN hefur sýnt að um hver áramót verður alltaf einhver fyrir því óláni að slasast á auga vegna flugelda eða blysa. Rannsóknir sem gerðar hafa verið hér á landi af augnlæknum á augndeild Landakotsspítala benda til að þessum slysum hafi heldur fækkað á und- anfömum árum en þau eru hins vegar alvarlegri en áður var og valda þeim sem fyrir þeim verða var- anlegu heilsutjóni og stundum örorku. Haraldur Sigurðsson augnlæknir segir að þeir sem koma nálægt flugeldum ættu alltaf að hafa það hugfast að þetta eru hættuleg verkfæri sem þurfi að umgangast af mikilli varúð. Þá sé mjög áríðandi að barna sé vel gætt þegar flugeldum er skotið á loft. - Hveijir eru það sem helst slasast vegna flugelda og hvenær eru þessi slys tíðust? „Slys vegna flugelda verða fyrst og fremst á tímabilinu frá því strax eftir jól og fram yfír þrettándann. Það má eiginlega skipta þessum slysum í tvennt. Annars vegar eru það börnin þar sem bæði óvitaskapur og fikt með flugelda valda slysi. Þau eru til dæmis að opna flugeldana og bera að þeim eld. Einnig verða slysin vegna þess að þau eru að kveikja á flugeldunum ,en kunna ekki að meðhöndla þá rétt. Þessi slys er hægt koma í veg fyrir með auknu eftirliti og þá fyrst og fremst for- ráðamanna barnanna. Hins vegar eru það þeir sem eldri eru en þá er orsökin oft óljós. Það skal álltaf hafa hugfast að þetta eru hættuleg verkfæri. Krafturinn er geysilegur og ef flugeldurinn hittir beint í augað eru alvarlegar augnskemmdir lík- legar. Almennt má segja að því fleiri sem eru þar sem verið er að skjóta upp flugeldum því erfiðara er að hafa stjórn á aðstæðum. Erlendis þar sem almenn notkun flugelda er bönnuð eru það eingöngu fag- menn sem skjóta flugeldunum, líkt og hér er til dæmis þegar hjálpar- sveitir skáta standa fyrir flugelda- sýningum. Það verður auðvitað aidrei eins skemmtilegt en augn- slys af vöidum flugelda verða mun sjaldnar en hér.“ - Hvernig áverkar eru aigeng- astir? „Áverkarnir eru aðallega afleið- ingar höggsins sem verður þegar flugeldur hittir augað auk bruna vegna blysa. Þvermái flugelda er lítið þannig að augnumgjörðin ver ekki augað heldur tekur það sjálft allt höggið. Þetta er iíkt og þegar skvassbolti hittir augað. Aftur á móti er tennis- bolti stærri þannig að augnumgjörðin nær að verja augað gegn högginu, að hluta til að minnsta kosti. Eftir því sem höggið af flugeld- inum er meira því alvarlegri verð- ur skaðinn. Áverkinn getur verið allt frá vægum sárum á yfirborði augans, sem grær á nokkrum dögum, til þess að fólk missir augað. Afleiðingar augnslysa geta verið lengi að koma í ljós og það þarf að fylgjast vel með þeim sem fyrir þeim verða. Dæmi um síð- komnar afleiðingar eru til dæmis ský á auga og gláka. Varanleg sjónskerðing vegna þessara slysa er því miður algeng. ►Haraldur Sigurðssson er fæddur 4. ágúst 1954 í Reykja- vík. Hann lauk prófi frá lækna- deild Háskóla íslands árið 1980. Hann stundaði framhaldsnám í augnlækningum í Bretlandi á árunum 1984 til 1989, fyrst við Dundee University í Skotlandi og síðan við Moorfields Eye Hospital í London. Frá 1989 hefur Haraldur unnið sem sér- fræðingur á augndeild Landa- kotsspítala. Hann er kvæntur Guðleifu Helgadóttur og eiga þau þrjú börn. Fólk sem hefur slæma sjón á öðru auga ætti alls ekki að koma nálægt flugeldum þar sem slys á góða auganu getur leitt til varan- legrar örorku vegna lélegar sjón- ar.“ - Hvað á fólk að gera til að koma í veg fyrir slysin? „Það verður að líta vel eftir börnum og unglingum því það er aðallega fólk undir tvítugu sem verður fyrir þessum slysum. Það má alls ekki bogra yfir flugelda þegar þeim er skotið upp og það á að láta flugelda sem ekki hafa farið í loftið í friði. Slys verða oft með þeim hætti að farið er að bogra yfir flugeld sem hefur ekki skotist upp. Mikilvægast er að sýna almenna aðgát og lesa og fylgja leiðbeiningum." - Hvað á fóik tii bragðs að taka ef siys verður? „Fólk verður að leita til læknis svo fljótt sem auðið er. Yfirleitt þurfa augnlæknar einnig að koma að þessum vandamálum fljótt þar sem ýmsir áverkar á auganu sjást ekki nema með tækjum augn- lækna. Nokkrar blóðfrumur á sundi í auganu breyta meðferðinni töluvert en þær gefa vísbendingu um að vefir í auganu skemmst við Það þýðir einnig að frekari blæð- ing inn á augað getur átt sér stað. Núna um áramótin verða breytingar á bráðaþjónustu vegna augnsiysa á höfuðborgar- svæðinu. Fram að þessu hafa augnlæknar í Augnlæknafélagi íslands sinnt vaktþjónustu fyrir slysadeild Borgarspítalans. Eftir samruna Borgarspítalans og Landakotsspítalans 1. janúar verður þjónusta fyrir bráð augn- slys á virkum dögum að Öldugötu 17. Á kvöldin og um helgar verð- ur hún á slysadeild Borgarspítal- ans í umsjá augndeildarinnar. Þá munu augnlæknar sinna fólki á stofum sínum áfram sem hingað til.“ Fólk undirtví- hafl tugu að hö^ð- stærstum hluta

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.