Morgunblaðið - 31.12.1995, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 31.12.1995, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1995 9 HUGVEKJA Gud blessi nýja árið DROTTINN blessi þigog varðveiti þig! Drottinn láti sína ásjónu lýsa yfir þig og sé þér náðugur! Drottinn upplyfti sínu augliti yfir þig og gefi þér frið!“ Þetta lesum við í Gamla testa- mentinu (1M. 6, 24-26). í upphafi nýs árs óskum við sjálfum okkur og hvert öðru alls þess sem okkur finnst mikilvægt í lífinu: Heilbrigði, ánægjulegs starfs, öruggra tekna, fallegs húss, hamingju og friðar í fjölskyldunni, kyrrðar og skipulags í samfélag- inu, að ekki verði neinar náttúru- hamfarir og að friður ríki í heimin- um. Það er rétt af okkur að óska þess því við þurfum á því öliu að halda til þess að okkur líði vel. En ... er þetta dýpsti grunn- urinn sem við getum byggt líf okkar á með öryggi? Veltur lífstré okkar ef einhverja af þessum burð- arsteinum vantar í grunninn? Oft lítur út.fyrir að svo sé. Og ósjald- an skjálfa þeir eða einhver þessara trygginga fyrir hamingjuríku lífi skreppur úr höndum okkar. Við getum orðið veik, vinnan getur verið ótrygg eða við getum misst hana, tekjurnar geta lirapað niður - ef til vill skyndilega - svo við missum ef til vill fallega húsið okkar, einhver ógæfan kann að steðja að fjölskyldu okkar svo sem dauði eða hjónaskilnaður eða börnin fara aðrar leiðir en foreldr- arnir telja réttar, ókyrrð kann að grípa um sig í samfélaginu, um- hverfið kann að spillast og heims- friðurinn kann að bresta. Hvar finnum við þá stuðning? ' Eftil vill segjumvið: Já, enþað er nú til sitthvað sem grípur dýpra en þetta, til dæmis kærleikurinn. Kærleikur milli karls og konu, kærleikur foreldranna til barn- anna, kærleikurtil sjúklinga, ve- sælla manna og yfirgefinna. Það leikur enginn efi á því að slíkur kærleikur getur gert margt það þolanlegt sem við verðum að vera án og nístir okkur sárt. En þegar ekki er lengur um neinn slíkan kærleika að ræða, því einnig hann er brothættur? Eiginlega er aðeins um eitt að ræða, eða öllu heldur EINN, sem aldrei bregst, og það er Guð. Hann er alltaf reiðubúinn að taka utan um okkur. Hann lætur okkur aldr- ei falla. En hver er þessi Guð og hvern- ig styður hann okkur? Við þekkjum hann úr Heilagri ritning. Þegar í Gamla testament- inu er frá því sagt hvernig hann leiddi þjóð sína ísrael öldum sam- an um ótrygga vegu, verndaði hana fyrir óvinum hennar og auð- sýndi henni aftur og aftur kær- leika sinn. En það var þó ekki annað en „forleikur" því að raun- verulegan stuðning veitti Guð sjálfur. Hann kom sjálfur í heim- inn í syni sínum, Jesú. Hann varð maður eins og við. Og það gerði hann ekki með valdi og höfðings- brag, heldur án þess að draga að sér athygli. Hann fæddist af konu sem hét María. Hann grét eins og öll börn gera þegar þau líta ljós dagsins og finna kuldann. Hann þurfti á næringu og hlýju að halda. Hann fól sig umönnun á hendur. Hann gerið sig öðrum háðan. Alveg eins og við erum öll háð foreldrum okkar og umhverfi okkar. Því veit hann hvernig ástatt er um okkur. Hann þekkir áhyggjuefni okkar og.óskir. Þessi Jesús komst fljótt að því í upp- hafi lífs síns hér á jörðu hversu lítið er um stuðning fyrir margan manninn. Honum var ekki fagnað af mörgum, hann eignaðist ekkert hús, hann varð að láta sér nægja lítið af mat og drykk. Hann var ofsóttur og hrakinn burt, hann átti við skort að búa, langt frá ættingjum sínum. Árum saman vissi umheimurinn stóri ekkert af honum. Og þegar hann kom fram opinberlega, þekktu menn hann ekki af ætterni sínu og ekki held- ur af því góða sem hann vildi gera. Hvað það snerti skipti engu máli þótt hann sýndi mönnum ein- læga vináttu sína, bæði í orðum og gerðum. Hann læknaði marga sem sjúkir voru, gaf stórhópum manna að borða, huggaði vansæla og gaf syrgjendum ástvini sína aftur. Og ... hann hét mönnum hamingju og öryggi sem enginn og ekkert átti að geta svipt þá: Hinu eilífa lífi hjá Guði, föður hans. Þeir voru sárafáir sem sýndu að þeir væru þakklátir fyrir gæsku Guðs sem opinberaðist í Jesú. Það voru þó sérstaklega leiðtogar þjóð- ar hans sem lýstu honum svo að hann spillti friði þeirra og skipu- lagi. Þeir framseldu hann valdhöf- um þeirra tíma. Og þeir létu taka hann af lífi. Á krossi. En ... Jesús vissi betur en þeir. Hann vissi að Guð, faðirinn, léti hann ekki falla að velli. Hann mundi vernda hann. Hann lét hann rísa upp frá dauðum. Þannig sýndi hann að Guð er áreiðanlegur hvernig sem á stendur. Þegar við göngum nú inn í nýtt ár, megum við reiða okkur full- komlega á Guð. Hann blessar okk- ur og verndar, veitir okkur ljós og hjálpræði. Því megum við treysta. Ef okkur er spurn, hvernig við eigum að lifa samkvæmt því, er svarið að Jesús hefur sýnt okkur það. Hann bað á hverjum degi til föður sins. Hann var trúr lögmál- um hans. Hann fól sig honum á hendur, einnig þegar of mikið var lagt á hann, að mati mannanna. Þetta eigum við líka að gera: Fela okkur Guði á hendur á hveijum degi, fara í gerðum okkar eftir áformum hans, leyfa honum að leiða okkur. í þessum skilningi óska ég ykk- ur öllum gleðilegs nýárs. Fögnum þeim stuðningi sem Guð býður okkur. Hann gefur okkur allt það sem við þörfnumst til þess að við getum verið staðföst í hinu góða. Einnig ef við skyldum missa af því sem við hefðum gjarnan viljað. Máttur hans er meiri allri ógæfu sem að okkur kann að steðja. Hann vefur okkur örmum í Jesú. Á það megum við reiða okkur. Jóhannes Gijsen, biskup kaþólskra á Islandi. Blab allra landsmanna! - kjarni málsins! Útsalan hefst miðvikudaginn 3. janúar kl. 9:00 v/Laugalæk, sími 553 3755

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.