Morgunblaðið - 16.01.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.01.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1996 11 ________________________FRÉTTIR________________________ Vinnustaðafundir Dagsbrúnarmanna frá morgni til kvölds A og B bítast um völdin Baráttan um forystu í verkamannafélagínu Dagsbrún er nú að ná hámarki, enda örfáir dagar þar til félagsmenn ganga að kjörborðinu til að skera úr um það hvort A-listi eða B-listi skuli leiða félagið. Karl Blöndal leit inn á kosningaskrifstofur listanna í gær og ræddi við forvígismenn þeirra. KOSNINGAHERBÚÐIR A-listans litu út eins og íbúð, sem hafði verið yfirgefin í skyndingu og gleymst að læsa. A-listinn hefur til leigu heila hæð í húsi neðarlega á Hverfisgötu og utan af götu sást vel inn í uppiýstan, mannauð- an sal. Það var ekki fyrr en komið var inn í bakherbergi að fannst lífsmark. A skrifstofu B-listans, sem er til húsa undir bílaverkstæði við Smiðjuveg í Kópavogi, er ekki sama pláss- inu fyrir að fara og hjá andstæðingunum, en þar var einnig fátt um manninn. Skýringin á þessari manneklu reyndist nær- tæk. Kosningabaráttan fer ekki fram á skrif- stofunni, heldur á vinnustöðum, sem frambjóð- endur listanna hafa þrætt frá morgni til kvölds undanfarið til þess að kynna málstað sinn og munu gera þar til kosningarnar hefjast á föstu- dag. Kosningaskrifstofumar eru miðstöðvar, en ekki samkomustaðir. Þar er starfsemin skipu- lögð og lagt á ráðin. Fjölmiðlar og umræðan Á ýmsu hefur gengið í kosningabaráttunni og þegar kemur í ljós mismunandi afstaða list- anna til fjölmiðla. I herbúðum A-listans eiga menn bágt með að leyna gremju sinni og sagði Sigurður Bessason, sem sækist eftir stöðu rit- ara Dagsbrúnar á A-listanum, að fjölmiðlar hefðu skrumskælt umræðuna. Hjá B-listanum var hins vegar að finna ánægju með fjölmiðla og sagði Sigurður Rúnar Magnússon, sem sækist eftir varaformennsku í Dagsbrún, að án þeirra hefði umræðan aldrei orðið áberandi. Fundir á vinnustöðum er sú leið, sem menn á framboðslista fara til að ná til félaga í Dags- brún og stefnt er að því að koma sem víðast við fyrir föstudag. Þessir vinnustaðafundir eru haldnir í sitt hvoru lagi, en B-listamenn hefðu kosið að hafa annan hátt á. „Við höfum margboðið þeim að koma með,“ sagði Sigurður Rúnar. „En þeir vilja ekki taka því boði.“ Viljum ekki fara í hanaslag „Við viljum ræða málin þannig að félags- menn getið komið sínum skoðunum á fram- færi,“ sagði Sigurður Bessason. „Við viljum fá að tjá okkur, en ekki fara í hanaslag," sagði Halldór Björnsson, efsti mað- ur á A-lista. Það er hins vegar sameiginlegur fundur i vændum. Á fímmtudagskvöld klukkan fimm verður umræðufundur í Bíóborginni og í gær komust kosningastjórar listanna að samkomu- lagi um að þar skyldu fimm af hvorum lista taka til máls. Sigurður Rúnar sagði að fundir af þessu tagi hefðu verið haldnir aliar götur frá árinu 1906 og væri því komin hefð fyrir þeim. Það hefði þó tekið tíma að fá A-listann til að fall- ast á að hann yrði haldinn. „Þessi fundur gæti orðið harðyrtur,“ sagði Sigurður Bessason, A-lista. Halldór Björnsson, efsti maður á A-lista, sagði að fundurinn á fimmtudag yrði „lokahnykkurinn“ á kosninga- baráttunni, því að bannað væri að reka áróður á meðan kosið væri. Listana greinir á um margt, en um eitt eru þeir samhljóða: Viðtökurnar á vinnustöðum. „Kosningamar leggjast vel í okkur og við höfum fengið jákvæð viðbrögð þar sem við höfum komið,“ sagði Halldór. „Sums staðar hefur okkur verið tekið með lófaklappi. Við finnum fyrir meðbyr." „Við höfum fengið mjög góðar viðtökur," sagði Sigurður Rúnar um vinnustaðafundi B- listans. Kaup og kjör efst á baugi Kaup og kjör hafa verið efst á baugi á fund- unum. Kristján Árnason, formannsefni B-listans, sagði að umræður hefðu verið málefnalegar, en félagsmenn vildu greinilega breytingar. „Menn eru þreyttir og leiðir á því hvernig Morgunblaðið/Ásdís Á KOSNINGASKRIFSTOFU B-listans ríkti bjartsýni. Á myndinni eru (f.v.) Friðrik Ragnarsson, kosningastjóri B-listans og frambjóðandi í varastjórn, Kristján Árnason formannsefni og Sigurður Rúnar Magnússon varaformannsefni. Morgunblaðið/Sverrir HUGUR er í frambjóðendum A-listans sem bera saman bækur sínar á myndinni. F.v. eru Halldór Björnsson, formannsefni A-listans, Sigurður Bessason, sem býður sig fram til ritara, Snorri Ársælsson, sem gefur kost á sér í varastjórn, og Sigríður Ólafsdóttir varaformannsefni. hefur gengið að leiðrétta launamismuninn," sagði Kristján. „Ríkjandi hættir hafa leitt til þess að bilið hefur breikkað milli þeirra hæst og lægst launuðu. Sú þjóð, sem verður sund- urþykk sjálfri sér fær ekki staðist." Sigurður Rúnar, B-lista, sagði að hann hefði gert sér almennilega grein fyrir því hvað fólk byggi við „skelfileg kjör“ í kosningabaráttunni og tók dæmi um að vinnueftirlit Dagsbrúnar tryggði ekki eínu sinni að launþegar fengju umsamin laun. Halldór sagði einnig að mikið væri spurt um laun og skatta og „miðað við árásir" B-listans hefði honum komið „á óvart hvað fólk er mál- efnalegt" á fundum. „Laun eru orðin svo lág að menn gera sér grein fyrir því að öll okkar orka þarf að fara í að hífa þau upp,“ sagði Halldór og bætti við að það hefði mælst vel fyrir að einfalda launa- taxta. í kosningaherbúðum listanna var ekki aðeins rætt um málefnin og kosningabaráttuna. Fram- boðslistarnir sjálfir voru gerðir að umræðuefni. „Það ríkir sérstök eining meðal okkar," sagði Kristján. „Við ræðum okkar mál og komumst að niðurstöðu í bróðerni. Þeir, sem sinna verka- lýðsmálum eiga að gera það af heilindum." Það er góður hópur á A-listanum,“ sagði Sigríður Ólafsdóttir, varaformannsefni A-list- ans, og kvaðst fagna þeirri umræðu, sem hefði átt sér stað. Hún kvaðst vona að menn neyttu atkvæða- réttar síns og fleiri greiddu atkvæði en síðast þegar aðeins 610 manns tóku þátt í Dagsbrún- arkosningum. Nú eru tæplega 4.000 manns á kjörskrá Dagsbrúnar, sem verður lokað klukk- an fimm síðdegis á morgun. Kosning hefst klukkan níu að morgni föstu- dags og stendur til klukkan níu um kvöldið og á laugardag verður sami háttur hafður á. Eldri félagar, sem hafa hætt störfum vegna aldurs eða örorku og höfðu full réttindi, eiga einnig kosningarétt. Sá listi, sem hefur betur í kosningunum, tekur ekki við völdum fyrr en að loknum aðal- fundi, sem haldinn verður í apríl. Umboðsmaður Alþingis telur breytingar nauðsynlegar á stöðu tollgæslustjóra gagnvart embætti ríkistollstjóra Núverandi skipan mála stangast á við lög GAUKUR Jörundsson, umboðsmað- ur Alþingis, telur að endurskoða þurfi tolialög nr. 55/1987 þar sem ákvæði laganna hvað varðar stöðu tollgæslustjóra gagnvart embætti ríkistollstjóra séu ekki nægilega skýr. Jafnframt telur umboðsmaður að núverandi skipan þessara mála stangist að nokkru leiti á við núgild- andi lög og beinir hann þeim tilmæl- um til fjármálaráðherra að koma þessum málum í iögmætt horf eða hafa frumkvæði að nauðsynlegum lagabreytingum. Forsaga þessa máls er sú að hinn 10. júní 1994 leitaði tollgæslustjóri til umboðsmanns og kvartaði m.a. yfír því að gerðar hefðu verið grund- vallarbreytingar á stöðu og störfum tollgæslustjóra, sem ekki samrýmd- ust lögum. Taldi hann að ríkistoll- stjóra hefðu verið falin verkefni sem lögum samkvæmt væru í höndum tollgæslustjóra. Taldi hann þetta mál snúast um hvort embætti tollgæslu- stjóra og ríkistollstjóra væru hliðsett stjómvöld, þannig að ríkistollstjóri hefði einungis boðvald gagnvart toll- gæslustjóra um þau efni sem sérstak- lega væri mælt fyrir um í lögum, eða hvort tollgæslustjóri væri í öllum sín- um störfum lægra sett stjórnvald en ríkistollstjóri. Valdaframsal ekki í samræmi við lög Meðal þess sem tollgæslustjóri nefndi máli sínu til stuðnings var að ríkistollstjóri færi með fjárreiður toll- gæslunnar, sem lögum samkvæmt ættu að heyra undir tollgæslustjóra. Þá væri ekki farið eftir þeim ákvæð- um tollalaga að tollgæslumenn skyldu ráðnir til starfa hjá Tollgæslu Islands. Raunin væri sú að tollgæslu- menn væru starfsmenn tollstjóra. Umboðsmaður kemst sem fyrr segir að þeirri niðurstöðu að ákvæði laga séu ekki nægilega skýr um stöðu tollgæslustjóra gagnvart ríkistoll- stjóra og telur hann nauðsynlegt að lögin verði endurskoðuð með hliðsjón af því. Þá telur hann að fjármálaráð- herra geti ekki falið öðrum tollayfir- völdum að annast þau verkefni á fyrsta stjórnsýslustigi, sem Alþingi hafi sérstaklega falið Tollgæslu ís- lands eða tollgæslustjóra að annast með skýrum ákvæðum í lögum. Að sama skapi geti ríkistollstjóri ekki kallað til sín slík verkefni. Jafnframt tekur umboðsmaður undir kvörtun tollgæslustjóra hvað varðar ráðningar starfsmanna við Tollgæslu íslands og beinir þeim til- mælum til fjármálaráðherra að hann hafí forgöngu um að koma skipan á ráðningu tollgæslumanna í lögmætt horf eða hafa frumkvæði að nauðsyn- legum lagabreytingum. UTSALA - UTSALA 10-60% AFSLÁTTUR Ulpur - íþróttaskór - íþróttagallar - skíðasamfestingar o.fl. o.fl. fyrir börn og fullorðna. Mýtt kortatíruabii » hummél t SPORTBÚÐIN IVIÓATÚIMI 17 sími 511 3555
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.