Morgunblaðið - 16.01.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.01.1996, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1996 AÐSEIMDAR GREIIMAR MORGUNBLAÐIÐ „Þar sem trygg- ingar snúast um fólku ÞESSI fyrirsögn er auglýsingaslagorð stærsta vátrygginga- félags íslands. Onnur álíka eru til frá hinum félögunum. Yfírlýs- ingar af þessu tagi eru samdar til þess að skapa þá ímynd að við- komandi vátrygginga- félag láti sig velferð hins vátryggða miklu varða og hagsmunum hans sé borgið í hönd- um félagsins, bjáti eitthvað á. Nú síðustu árin hafa vátryggingafé- lögin hins vegar breytt þannig gagnvart fólki sem á rétt til skaðabóta fyrir líkamstjón að fyrmefnd slagorð hljóma sem hrein öfugmæli, svo mikið bil er milli orða og athafna félaganna. Hinn 4. janúar sl. ritaði Atli Gíslason hrl. prýðilega grein í Morgunblaðið. Þar rifjar hann upp á málefnalegan hátt hvernig vá- tryggingafélögin hafa allar götur frá 1988 reynt að skerða bætur fyrir líkamstjón með því að móta sameiginlegar uppgjörsreglur. Hæstiréttur hefur ævinlega hnekkt V átryggingafélögin, segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, beita órökstuddum hræðsluáróðri. þessum reglum nú síðast hinum alræmdu verklagsreglum frá 31.10. 1991. Atli rekur einnig skilmerkilega frumkvæði félaganna að setningu skaðabótalaga, gagnrýni nokkurra lögmanna á frumvarpið, hvernig allsheijamefnd Alþingis hafði þá gagnrýni að engu, e.t.v. vegna rangra upplýsinga frá vátrygg- ingafélögunum er sýndu hærri bætur eftir fmmvarpinu en skv. gildandi rétti. í Morgunblaðinu 10. þ.m. rekur svo Gestur Jónsson hrl. vinnu sína og Gunnlaugs Claessen, nú hæsta- réttardómara. Þeir skiluðu árið 1994 rökstuddu og ítarlegu áliti um að breyta þyrfti margföldun- arstuðli skaðabótalaga til að markmið laganna um fullar bætur fyrir fjárhagslegt tjón næðist. Þrátt fyrir tillögu þessara tveggja hæfu lögfræðinga, var skaðabóta- lögum ekki breytt á Alþingi 1994- 1995. Það eð gagnrýnisraddirnar vildu ekki þagna fól allsheijamefnd Al- þingis fyrmefndum lögfræðingum í júní 1995 að skoða málið á nýjan leik. Það gerðu þeir og skiluðu alls- heijarnefnd mjög vel rökstuddum tillögum til breytinga á skaðabóta- lögunum hinn 10. nóvember. Samband íslenskra tryggingafé- laga gerði óvemlegar efnislegar athugasemdir við tillögu Gests og Gunnlaugs. Helstu andmæli vom þau, að tillögurnar myndu leiða til 30% hækkunar vátryggingarið- gjalda. Þeim röksemdum hefur Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. svarað skilmerkilega og hrakið í Morgun- blaðinu 6. þ.m. Hið sama gerir Gestur Jónsson hrl. á fyrrnefndri grein sinni. Þegar þetta mál er skoðað í heild frá verklagsregl- um til skaðabótalaga er bíræfni íslenskra vátryggingafélaga með ólíkindum: 1. Þau töldu sig hafa ígildi lagasetn- ingarvalds og settu verklagsreglur sem áttu að gilda feyrir alla slasaða með ör- orku undir 15%. 2. Þau höfðu for- göngu um eða „létu búa til skaðabótalög“ eins og einn talsmaður þeirra orðaði það. 3. Villt var um fyrir allsheijamefnd Al- þingis með því að senda henni út- reiknuð dæmi sem sýndu hlut hinna slösuðu betri skv. verðandi skaðabótalögum en skv. þágildandi rétti. 4. Þau beittu áhrifum sínum á Alþingi í fyrra til að koma í veg fyrir réttmætar breytingar á skaðabótalögum. Og enn eru þau að, til þess að koma í veg fyrir að skaðabótalög- in nái því yfirlýsta markmiði sínu að bæta raunverulegt fjártjón þess sem missir aflahæfi vegna slyss. Vátryggingafélögin hafa ekki teflt fram marktækum rökum gegn tillögunum. Þess í stað beita þau órökstuddum hræðsluáróðri. Iðgjöld hækka um 30%, forsendur kjarasamnings bresta, verðbólga fer af stað aftur og kollvarpar efn- hagslífinu o.s.frv. En hver er hin raunverulega ástæða fyrir þessari andstöðu vá- tryggingafélaganna? Því er fljót- svarað. Auður og völd. Svo sem greint hefur verið frá opinberlega hafa vátryggingafé- lögin safnað digrum sjóðum á undanförnum árum. Að sögn fé- laganna eru þessir bótasjóðir eign vátryggingatakanna. Og til hvers eru þessir sjóðir notaðir? Keyptir eru hlutir í útgerðarfé- lögum, fiskvinnslu- og fisksölu- fyrirtækjum, flutningafyrirtækj- um, olíufélögum, jafnvel keppt um bréf í Olíufélaginu hf. Fjármögnuð eru kaup á S.R. Mjöli, afruglurum frá Stöð 2 og fleiri dæmi mætti nefna. Nýjustu hugmyndirnar sem sagt er frá opinberlega eru stofnun svokallaðs „heildsölubanka" og kaup á Búnaðarbanka íslands. Ótaldar eru þá Iánveitingar til alls konar hluta frá bílakaupum til skipakaupa. Geta þessi félög, auk alls þessa eða kannski vegna þess, haft áhrif á það hvemig lög Alþingi setur? Geta þau hindrað, að slasað fólk fái fjártjón sitt bætt hér á landi til að þau geti safnað meira fé og öðlast aukin völd? Frá 1. júlí 1993 til dagsins í dag er málum þannig háttað að fólk fær verulega skertar bætur fyrir varanlegt örorkutjón og þeir sem eru ungir að árum og/eða hafa enga tekjureynslu fá alls engar bætur fyrir varanlega örorku sem er undir 15%, eingöngu óverulegar miskabætur. Við svo búið má ekki standa. Alþingi verður að gera þær breyt- ingar á skaðabótalögum sem lagt er til í tillögu þeirra Gests Jónsson- ar og Gunnlaugs Claessen. Ekkert bendir til að slík breyting þurfi að leiða til hækkunar á vátryggingar- iðgjöldum bifreiða, en fari svo verður við það að una. Höfundur er hæstaréttarlögmað- ur. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Reiknimeistari fortíð- ar á villigötum í óskynsamlegri grein prófessors Jónas- ar Elíassonar „Há- skólastefna á villigöt- um“, Mbl. 9. janúar sl., em viðraðar búsorgir hans vegna naumra fjárveitinga stjómvalda til Háskóla íslands. Til- efni greinarinnar virð- ist vera sú umkvörtun Jónasar að Háskóli ís- lands skuli vera skyld- ugur að innrita alla sem hafa stúdentspróf og æskja þar inngöngu án þess að þessari skyldu eða þessum nemendum fylgi nægjanlegt fjár- magn. í stað þess að varpa ským ljósi á þetta alvarlega vandamál sem Háskóli íslands stendur frammi fyr- ir, og leggja fram vel grundaðar tillögur til úrbóta, hellir verkfræði- prófessorinn fordómum sínum í garð annarra háskóla og framhaldsskóla yfir lesendur Mbl. Fomeskjuleg við- horf og fmmstæð kostnaðargrein- ing Jónasar em í engu samræmi við þau sjónarmið nútímamanna að jafn aðgangur þegnanna að fjöl- breyttri og vel samkeppnishæfri menntun sé þjóðinni allri til hags- bóta. í þessari grein ætla ég ekki að elta ólar við rangfærslur og fá- fræði Jónasar um framhaldsskóla- kerfið en hins vegar verður ekki hjá því komist að leiðrétta blekkingar hans um háskólastigið og sér í lagi um Háskólann á Akureyri. Fjöldi háskóla í grein Jónasar ber mest á bægslagangi og hleypidómum þar sem ýkjur fáránleikans em notaðar t.d.: „A sama tíma og HI er skorinn niður við trog er verið að stofna hina og þessa „háskóla" vítt og breitt um landið.“ Eins og allir vita sem vilja vita starfar aðeins einn deildaskiptur háskóli utan Reykja- víkur, þ.e. Háskólinn á Akureyri. Staðhæfíng Jónasar er því jafn röng og hún er fáránleg. í greininni er haldið áfram þessum orðavaðli: „Hér á landi virðist vera búið að stofna 30-40 (eða guð má vita hvað marga) háskóla.“ Staðreyndin er hins vegar sú að í land- inu em þrír háskólar með skilgreinda rann- sóknaskyldu, þ.e. Há- skóli íslands, Háskól- inn á Akureyri og Kennaraháskóli ís- lands. Aðrir skólar á háskólastigi era tíu talsins og er gert ráð fyrir að sameina þrjá þeirra í einn listahá- skóla og að aðrir þrír sameinist Kennarahá- skólanum í einn upp- eldisháskóla. Eftir þessa fyrirhuguðu sameiningu verða skól- ar á háskólastigi sam- tals átta og nær allir þeirra á suð- vesturhorni landsins þannig að dreifing Jónasar á 30-40 háskólum vítt og breitt um landið eru hans Til allrar hamingju, seg- ir Þorsteinn Gunnars- son, stefnir almenn þró- un í háskólamenntun í átt til meiri ffölbreytni hugarórar. Rétt er að benda á að skólar á háskólastigi verður í raun færri en hinar tíu deildir Háskóla íslands sem Jónas talar um með nokkra jfirlæti að séu sjálfstæðir skólar. I framhaldi af fyrirhugaðri uppstokkun annars staðar á há- skólastiginu mætti því umræðan alveg eins snúast um að koma bönd- um á deildaskiptingu HÍ. Einu fyrir- ætlanir um útþenslu á háskólastig- inu sem vitað er um eru hjá Verzlun- arskóla íslands en sá mæti skóli hefur hingað til ekki sýnt neina til- burði til að dreifa sér vítt og breitt um landið. Kostnaður í grein sinni birtir Jónas línurit sem á að sýna samanburð á kostn- aði á hvem nemanda í Háskóla ís- lands, í Háskólanum á Akureyri, Tækniskóla íslands og Kennarahá- skóla íslands. Samkvæmt hans eigin tölum er kostnaður á hvern nem- anda í HÍ tæpar 300.000 kr. en i HA rúmar 400.000 kr. Þessi saman- burður er hreint ekki svo óhagstæð- ur fyrir hinn unga háskóla á Akur- eyri þar eð Háskóli íslands sem 5.700 manna háskóli er gróin stofn- un og hlýtur auk þess að geta nýtt sér að einhveiju marki hagkvæmni stærðarinnar. Við þetta er svo að bæta að kostnaður á hvem nemanda í Háskóla íslands er vanmetinn hjá Jónasi þar eð framlag ríkissjóðs til ýmissa stofnana Háskóla Islands, t.d. háskólabókasafns, Raunvísinda- stofnunar o.fl. stofnana í tengslum við HÍ, er sleppt. Svo dæmi sé tekið þá er árlegur rekstrarkostnaður hinnar glæsilegu Þjóðarbókhlöðu 249 millj. kr. borið saman við 200 millj. kr. rekstrarkostnað Háskólans á Akureyri. Sé þessi kostnaður vegna ofangreindra stofnana á veg- um Háskóla íslands talinn með verð- ur kostnaður á hvern nemanda í Háskóla íslands litlu lægri en sam- svarandi upphæð er við Háskólann á Akureyri. Kostnaðargreining Jón- asar stenst því ekki auk þess sem hann með vísvitandi rangtúlkunum heldur því fram síðar í greininni að kennslukostnaður við Háskólann á Akureyri _sé helmingi hærri en við Háskóla íslands með því að bera saman kennslukostnað við HÍ við heildarrekstrarkostnað HA. Jónas nefnir ekki heldur allan þann bygg- ingakostnað Háskóla íslands sem Happdrætti háskólans fjármagnar en sem kunnugt er hefur Háskóli íslands einn háskóla hér á landi einkaleyfi á slíkri ijáröflunarleið. Kostnaðargreining Jónasar byggist á þeirri metnaðarlausu forsendu að bjóða aðeins upp á nám þar sem það er ódýrast. En allir vita að nám er misdýrt eftir eðli þess. Þannig er nám í verkfræði og tannlækning- um margfalt dýrara en nám í guð- fræði og viðskiptafræði svo dæmi séu tekin. Ef kostnaðargreiningu Jónasar væri fylgt eftir lægi beinast við að láta ódýra erlenda háskóla sjá um að mennta verkfræðinga landsins. Það gæti sjálfsagt sparað Þorsteinn Gunnarsson Stjórnmálaflokkur eldri borgara? Viðhorf eldri borgara AÐ undanförnu hef- ur æ oftar heyrst sú uppástunga að veijast megi árásum á kjör aldraðra með því að þeir stofni eiginn stjórnmálaflokk eða efni til framboðs, þann- ig verði best varist mis- vitmm embættis- og stjómmálamönnum. - Á þessari hugmynd eru annmarkar, t.d. þeír, að aldraðir hafa mis- munandi hagsmuni, hafa ekki efnaleg hagsmunasamtök og enga skýra hagsmunastefnu. - Lífshlaup þessa aldursskeiðs er ekki mjög langt, sem kann að ráða nokkru um framtíðaráætlanir. Þeir sem fylgjast með fréttum, lesa mál- gögn eldri borgara og sitja félags- fundi verða varir við að þar er lítil umfjöllun um efnaleg hagsmuna- mál, margs konar önnur „öldmnar- mál“ eru þar í fyrirrúmi. Hugsan- lega stafar þetta af því að aldraðir hafa til skamms tíma verið látnir finna að þeir séu eins konar ölmusufólk og em því þakklátir fyrir þá mola sem falla af borðum stjómvalda. - Þeir sem minnst hafa era oftast nægjusamir og of stoltir til að kvarta, leyna fátækt- inni. Nú hefur öldruðum verið ýtt svo rækilega út í horn að valdhöfum þykir áhættulitið að leggja til atlögu, e.t.v. vegna þess að þeir búa ekki yfir því vopni sem yfirvöld óttast og hlusta helst þegar því er beitt. - Illu heilli. Er stjórnmálaflokkur fýsilegur kostur? Hvað myndi vinnast með stofnun stjórnmálaflokks aldraðra, myndu ráðamenn vera viðráðanlegri ef af slíkri stofnun yrði? - Sennilega ekki og því fylgir áhætta. Fyrir allmörgum árum efndu templarar til framboðs, sem féll svo gjörsamlega um sjálft sig að á það Aldrei áður hafa stjóm- völd, segir Árni Brynj- ólfsson, lagt eins purk- unarlanst til atlögu við afkomu aldraðra. er nánast aldrei minnst, - þeir settu ofan við að láta reyna á fylgið á þessum vettvangi. - Eiga samtök aldraðra að taka slíka áhættu? Eldri borgarar em nú um 10% þjóðarinnar óg fer fjölgandi vegna lengri lífdaga. Þetta má þakka m.a. betra atlæti og góðu heilbrigðis- kerfí, sem þeir hafa sjálfir átt þátt í að skapa og fjármagna. Hæpið er að fylgispekt þeirra við gömlu flokk- ana verði aflögð í skyndi, enda hef- ur flokksfylgi fremur verið í anda átrúnaðar en málefna. - Svo lengi má þó brýna að bíti. FÍokkstryggðin á sínar skýringar og þá helsta hve upplýsingastreymi hér hefur til skamms tíma verið lítið, glöggar hlutlausar upplýs- ingar eru enn ekki á lausu og oft matreiddar á torskildu máli. í bar- Árni Brynjólfsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.