Morgunblaðið - 16.01.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.01.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1996 23 LISTIR Hlutdeild í eymdinni Morgunblaðið/Þorkell ÖRN Árnason og Tinna Gunnlaugsdóttir í hlutverkum sínum í Leigjandanum TFTKUST Þjóðleikhúsið, smíöavcrkstæðið LEIGJANDINN eftir Simon Burke. íslensk þýðing: Hallgrímur H. Helgason. Leikaran Tinna Gunnlaugsdóttir, Öm Araa- son, Pálmi Gestsson, Randver Þor- láksson, Stefán Jónsson og Anna Kristín Aragrímsdóttir. Leikstjóri: Hallmar Sigurðsson. Sviðsmynd og búningar: Vignir Jóhannsson. Lýs- ing: Jóhann Bjarni Pálmason. Hljóð- mynd: Georg Magnússon. Laugar- dagur 13. janúar. LEIGJANDINN er fyrsta leikrit ungs Breta, Simon Burke, sem áður hefur getið sér gott orð fyrir hand- ritagerð fyrir sjónvarp, og var það frumsýnt 1992. Persónur leikritsins koma úr lægri stéttum samfélagsins og glíma við vandamál fátæktar, vímuefnaneyslu og ofbeldis og að því leyti á þetta verk snertiflöt við verk Jim Cartwrights sem er íslensk- um leikhúsáhorfendum að góðu kunnur. En Leigjandinn ber þess merki að vera skrifaður af manni sem er vanur að vinna fyrir sjón- varp, leikritið gæti sem best verið þriggja þátta breskur sjónvarpsþátt- ur, fléttan er af því taginu: vændis- kona á flótta undan dólg sínum í leit að betra lífi, sest að hjá mið- aldra einhleypum karli, sem virðist meinlaus og hjartahlýr, og áður en yfir lýkur hefur koma hennar snúið lífi hans á hvolf. Inn í málin bland- ast fulltrúar yfirvaldanna í formi spillts lögregluvarðstjóra, og allt er þetta síðan kryddað með vændi, framhjáhaldi og ofbeldi. Hallmar Sigurðsson hefur unnið vel úr'þeim efnivið sem hann hefur í höndum. Verkið er í sjálfu sér ekki margbrotið og textinn nær sjaldan hæðum góðs skáldskapar. Leikritið ijailar um lygina í lífinu, segja að- standendur sýningarinnar í viðtali við Morgunblaðið og á þetta er iögð ofuráhersla í leikskrá. Og vissulega ljúga allar persónurnar bæði að sjálf- um sér og öðrum, og eins og al- gengft er snýst leikurinn um að af- hjúpa lygarnar hverja á fætur ann- arri eftir því sem leiknum vindur fram. En leikritið fjaHar ekki síður um vonina. Vonina um betra líf, ást, hjónaband og börn. Það reynist hins vegar von sem á enga mögu- leika að rætast í því umhverfi sem persónur leikritsins lifa og hrærast í og kannski byggist vonleysi þeirra öðru fremur á tilhneigingu þeirra til að ljúga og blekkja. Uppsetning Hallmars og leikhóps hans er ágætlega heppnuð. Þar kem- ur fyrst og fremst til afbragðsgóður leikur, góð leikstjórn og skemmtileg umgjörð sýningarinnar. Sem sagt fagmennska á þeim sviðum sem mestu máli skipta. Tinna Gunnlaugsdóttir leikur unga konu á villigötum sem kemur til smábæjar einhvers staðar fyrir utan London og tekur sér herbergi á leigu hjá karlmanni (Örn Árnason) sem kominn er af léttasta skeiði (í tvöfaldri merkingu þess orðs) og býr einn. Unga konan er að flýja eymd- arlíf sitt í London, en ekki líður á löngu en eymdin eltir hana uppi í formi eiginmanns hennar og dólgs (Pálmi Gestsson). Samskipti þessara þriggja persóna er sá ás sem at- burðarásin snýst um, en einnig kemur nokkuð við sögu vinnufélagi leigusalans, leikinn af Randver Þor- lákssyni, svo og eru Anna Kristín Arngrímsdóttir og Stefán Jónsson í smáum aukahlutverkum. Örn Árnason á stjörnuleik í hlut- verki leigusalans, hins miðaldra Wise. Túlkun Arnar var mjög trú- verðug, hann skapaði karakter sem var sannfærandi í feimni sinni og vandræðagangi framan af, karakter sem lýgur af list að sjálfum sér (og áhorfendum), og ekki brást Erni heldur bogalistin í lokin þegar aðrar og dekkri hliðar persónunnar eru afhjúpaðar. Tinna Gunnlaugsdóttir leikur leigjandann Lois af kunnáttu- semi. Leikur hennar var blæbrigða- ríkur, hún sýndi okkur persónu sem býr yfir blíðu og viðkvæmni engu síður en hörku og kaldhæðni hinnar sjóuðu utangarðskonu. Pálmi Gests- son er Michael, eiginmaður hennar og dólgur, sem ekki vill sleppa af henni hendinni og eltir hana uppi. Pálmi.gerði margt vel í persónusköp- un sinni, er skemmtilega kaldhæð- inn, en hann mætti skerpa aðeins túlkun sína á grimmd persónunnar; hann var aldrei verulega ógnvekj- andi þrátt fyrir otanir hnífa og morð- hótanir. Randver Þorláksson leikur rannsóknarlögreglumanninn Reed og var leikur Randvers þokkalegur en án mikilla tilþrifa. Anna Kristín Arngrímsdóttir og Stefán Jónsson stóðu sig með prýði. Sviðsmynd Vignis Jóhannssonar er skemmtileg og rýmið nýtt á hug- vitsamlegan máta. Meira að segja banal notkun á táknum í sviðsmynd- inni virkar bara vel þegar til heildar- innar er litið. Sá galli er hins vegar á gjöf Njarðar að aðeins hluti áhorf- enda nýtur sviðsmyndarinnar að fullu, t.a.m. má nefna að hluti sviðs- myndarinnar (ísskápurinn) er hulinn fyrir þeim áhorfendum sem sitja hægra megin í salnum og þeir sem sitja á öftustu bekkjum eiga afar erfitt með að sjá hvað er að gerast í útjaðri sviðsins, til beggja hliða. Ég sá bæði aðalæfingu og frumsýn- ingu á verkinu, sat á fremsta bekk í annað skiptið og aftasta bekk í hitt skiptið og upplifun mín á sýning- unum tveim var gjörólík. Of ólík til að vera réttlætanleg. Sviðshönnun verður að taka áhorfendasvæðið með í dæmið og gæta þess að allir áhorf- endur sjái hvað um er að vera á sviðinu, allan tímann. Hljóðmynd Georgs Magnússonar jók á áhrifa- mátt sýningarinnar og var skemmti- leg viðbót og lýsing Jóhanns Bjarna Pálmasonar var vel unnin, sérstak- lega notaði hann skuggana vel. Þrátt fyrir að þýðing Hallgríms H. Helgasonar rynni ágætlega fram og virkaði í flesta staði ágætlega unnin hljómaði enskan í gegn á nokkrum stöðum á hvimleiðan hátt og þannig að stangaðist á við ís- lenskar málvenjur. Vandaður yfir- lestur íslenskufróðra manna ætti að geta lagað slíkar ambögui*. Góður leikur aðalleikara þessarar sýningar á skilið að fólk mæti á Smíðaverkstæði til að sjá þessa sýn- ingu. En ég skora á áhorfendur að mæta snemma og ná góðum sætum því ella gæti stjörnuleikurinn farið meira og minna fram hjá þeim. Soffía Auður Birgisdóttir Lágmyndir í neðri sölum Nýlistasafnsins Blindaðir ramm- ar og siglingar um suðurhöf GUÐMUNDUR Thoroddsen og Jón Sigurpálsson sýna verk sín í neðri sölum Nýlistasafnsins við Vatnsstíg. Báðir sýna þeir lág- myndir á vegg, Guðmundur í Gryfjunni en Jón í Forsal. Þeir eru búsettir á ísafirði og reka ásamt fleirum sýningarsalinn Slunkaríki sem vakið hefur athygli fyrir fjöl- breyttar sýningar erlendra og ís- lenskra listamanna í gegnum árin. Þeir stunduðu myndlistarnám bæði hér á landi og erlendis og voru saman í ríkislistaskólanum í Amsterdam í Hollandi. Þeir hafa sýnt verk sín víða hérlendis og erlendis. Glerkúlur og fuglaegg Jón notar ramma, af ýmsum gerðum, í verk sín sem hann hefur sagað til og skeytt saman og bætt öðrum efnum við eins og glerkúl- um og fuglaeggjum. Eitt verk sker sig úrlen það er verk unnið úr ryðguðu járni. „Þetta eru hugleiðingar um ramma,“ segir Jón. „Ég hef lítið unnið með þessa ramma áður. Þarna eru rómverskar súlur,“ seg- ir hann og bendir á 15 lítil verk sem raðað er í lárétta röð á vegg- inn. Þau bera titla sem við fyrstu sýn virðast lítið tengjast verkun- um; Blik, Hvelfing, Döggfall, Mold og Höfuðskepnur. „Þetta eru þessi sígildu nöfn á sófasettamálverk- um. Ég fékk góða aðstoð við að velja titlana og þeir tengjast litun- um á trélistanum sem gengur nið- ur frá rammanum." / Einhvers staðar verða vondir að vera er titillinn á umfangs- mesta verkinu sem samanstendur af rammahornum sem falla sam- an, og hálfum svartfuglseggjum sem fyllt eru gifsi. „Þetta eru blindaðir rammar. Eggin eru falleg og eru í rauninni náttúruleg mál- verk og teikningar," sagði Jón Sigurpálsson. Bátsverk Verk Guðmundar í Gryfjunni eru samansett af mismörgum ein- ingum og mismunandi efni. Þar má sjá sjókort og fínleg málverk auk verka sem minna á hljóðfæri. „Þetta eru bátar,“ segir Guð- mundur, „allt líf mitt snýst um báta og drauma um skip og báta. Ég er skútukarl og flakkari. Ég GUÐMUNDUR Thoroddsen átti skútu í 13 ár, ferðaðist mikið og flæktist um heimshöfin og ein- hvernveginn hefur þetta haft áhrif á myndlistarverkin. Þau hafa orðið þessari dellu að bráð. Eins og þú sérð í þessu verki þá er hér sjó- kort frá íslandi og suðurodda Arg- entínu og verkið fjallar um löngun- ina til að fara þar á milli,“ segir hann og bendir á verkið Suður- flauta. Suðurflautan er fyrir neðan kortin, gerð úr eirrörum og timbri. „Þetta er tónlist til að draga mann suður, hvatning. Formin sem ég nota eru bátsform og segl og bát- arnir eru í mismunandi ásigkomu- lagi. Þarna er dagur og nótt og ýmsar stemningar frá sjó. Það er svo margt sem fylgir manni á höfunum. Stjörnubjartur himinn- Morgunblaðið/Sverrir og Jón Sigurpálsson. inn, fuglar og fiskar, þetta er allt svo áhrifaríkt." Staðvindatár er verk sem byggt er á minningum frá Grænhöfða- eyjum. „Þar er gerð einstaklega falleg tónlist. Það var saxófónleik- ari á eyjunum sem gaf út plötu sem heitir Tár og ég varð fyrir svo miklum áhrifum af þeirri tón- list að þessi mynd varð til í kjölfar- ið.“ Guðmundur segir að siglingar í Suðurhöfum séu eins og tónlist- arupplifun. „Öldurnar og himinn- inn skapa þá tónlist og strengirnir í verkunum mínum eru tákn henn- ar,“ sagði Guðmundur Thoroddsen að lokum. Sýningin stendur til 28. janúar og er opin daglega frá kl. 14-18. í öllum bænum! Töluur.prentarar. margmiðlnn,leikir, minni. hljððkort o.ll. á stórlækkuðu verðil Opiö virka daga 12.00-20.00 og á laugardögum 10.00-16.00. Tölvur Staögreiösla er ódýrast fyrir þig. Bjóöum einnig: RAOGREtOSLUR - 24 IVtAfNJAÐA I Grensásvegi 3 • Sími 588-5900 • Fax 588-5905 Verslunin á Internetinu: http://www.mmedia.is/bttolvur LeMééíI TIL ALLT AO 38 MANAÐA NÝTT TÍMABIL17. JAN. Athugið: Nýttkortatímabil hefstámorgun. Allt að 60% alsláttur. BRYNJAR HÖNNUN / RÁÐGJÖF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.