Morgunblaðið - 16.01.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.01.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1996 31 gert jstað? ■ Vestfjörðun og Austfjörðum vegna ólíks landslags. Magnús Már svaraði að aðalatriðið væri að vita hvað gerð- ist þegar snjóflóð færi af stað og mikilvægt væri að geta metið hvort raunveruleg hætta væri á snjósöfnun. Við könnun hefði komið í ljós að varla væri nokkur munur á snjóflóðum á íslandi og Noregi. Magnús Már svaraði einnig spurn- ingu um varnarvirki og sagði þau tvenns konar, annars vegar væri um að ræða margra metra garða til að stöðva snjóflóð og hins vegar lægri garða til að breyta stefnu flóða. Guð- mundur Bjarnason sagði að varnir fyrir Neskaupstað kostuðu ofboðslega mikla peninga og bara ef sveitarfélag- ið ætti að borga tíunda hluta þess, væri það of mikið fyrir það. Einar Þórarinsson spurði hvort það væri ekki sjálfsögð ráðstöfun að á Norðfirði væri starfandi sérfræðingur. Veðurstofustjóri svaraði því til að sér- fræðingar væru ekki á hverju strái. Auglýst hafi til dæmis verið eftir tveimur snjóflóðasérfræðingum á Veðurstofuna, einn hafi sótt um en dregið svo umsókn sína til baka. Hins- vegar væri Náttúrustofa í Neskaup- stað sem væri gott. En veðurfræðing- ur gæti ekkí verið á hveijum stað sökum skorts á þeim. Hversu alvarlega á að taka hættumatslínurnar? Birgir Siguijónsson spurði hvernig hægt væri að gera rýmingarkort án hættumats. Magnús Már sagði það hægt vegna þess að rýmingarkort feli í sér að snjóflóð falli ákveðnar vegalendir. Þorbjörg Sigurðardóttir spurði um hættumatslínurnar. Magnús Már svaraði að snjóflóð stöðvuðust ekki við ákveðnar línur, þær væru fundnar út með kvörðum. Veðurstofustjóri sagði að útilokað væri að segja um tvö hús sem stæðu hlið við hlið að annað væri á hættusvæði en hitt ekki. Við værum að blekkja okkur ef við héldum því fram. Magnús Jóhannesson, ráðuneytis- stjóri umhverfisráðuneytis, sleit fund- inum með þeim orðum að ekki hefðu fylgt margar aðgerðir í kjölfar snjó- flóðanna í Neskaupstað árið 1974, en nú væri verið að gera virkilegt átak, bæði með auknum rannsóknum og fjármagni. Virkar forvarnir í landinu væri markmið stjórnvalda. það,“ segir hún. „Það eru margir sem búa svona, og ég spyr: Hver er réttur minn? Fólk sem ætlar að kaupa hús velur þau sem eru ekki innan eða í nánd við rauðu línuna." Þórarinn Smári býr á rauðu svæði. Hann segir að 1989 hafi verið lýst hættuástandi á svæðinu innan Urðarteigs (Mána) eins og svo oft áður, og varúðarráðstafirn- AFALLAHJÁLP var óþekkt á þessum tíma og Norð- firðingar sem upplifðu snjóflóðið hafa þurft að vinna úr reynslunni með sjálfum sér. Það er beigur í mörgum um leið og það fer að snjóa. Fólk hefur ekki talað opinskátt um atburðina, þögnin hefur ríkt. Alfreð gerði út vörubíl, en það var mikill snjór í bænum daginn sem snjóflóðið varð. Bíllinn var með drif á öilum og tvær einfaldar keðjur en var hættur að vinna í snjónum. Alfreð fer inn á bifreiðaþjónustuna klukkan 11 fyrir hádegi til að smiða tvær nýjar keðjur. Þar er hann til hádegis og hafði þremur hlekkjum lengra í þeim en hinum gömlu. En þegar hann mátaði þær á hjólin pöss- uðu þær samt ekki, og það var ástæðan fyrir því að hann kom aftur í bifreiðaþjónustuna eftir hádegi klukkan eitt. Framendi bílsins snýr út í bæinn og verkstæðið er beint fyrir ofan bílinn. Þrír til fimm starfsmenn eru inni í húsinu og nokkrir fólksbílar. Alfreð lengir keðjurnar og leggst undir bílinn til að tengja þær saman að innanverðu. Allt í einu hlaupa starfsmennirnir út úr verkstæðinu og Alfreð spyr: Hvað er að gerast? Þeir segja að snjóflóð hafi fallið á bræðsluna og ætli að hjálpa til við leit að fólki. Alfreð svarar: Ég kem á bílnum rétt strax. Seinna skyldi hann ekki hvers vegna hann hafði gefið þetta svar, því bíllinn hefði sennilega ekki komið að miklu gagni. Hrikalegar drunur og æðandi snjóflóðsveggur Alfreð er að bjástra við keðjurnar þegar rúta kemur utan úr bæ og í henni bílstjóri og verkstjóri á leið í fiskvinnsluna. Honum finnst þá að hann þurfi að standa upp og segja þeim að snjófióð hafi fallið á bræðsl- una. Það verður mér til lífs, því ann- ars hefði verkstæðið og steypustöðin fyrir ofan farið yfir mig, segir hann. Þegar hann er staðinn upp heyrir hann hrikalegar drunur sem ættu að geta hrætt líftóruna úr hveijum manni. Hann lítur til fjalls og sér um 20-30 metra háan snjóflóðsbyl koma æðandi niður en loftbylgja kemur á undan sem þyrlar upp snjón- um. Nú gerist margt í sömu andrá. Loftþrýstingurinn kemur á undan snjóflóðinu, en hann er mesti eyði- leggingarmátturinn. Alfreð hleypur af stað út eftir en kemst ekki nema um 4 til 5 metra áður en hann lendir í miðju flóðinu. Hann finnur ótrúlegt afl skella á sér og þrýstingurinn fell- ir hann í götuna. Hann réttir upp hendina, þeim í rútunni til viðvörun- ar. ar falist í því að að loka svæðinu,, en hinsvegar hafi ekki verið talað við fólkið sem bjó í húsunum á hættusvæðinu. Hann hefur búið í húsinu í tutt- ugu og fimm ár og segir eina ráð- ið að læra að búa við svona aðstæð- ur. Hinsvegar hafi bankakerfið ekki gert það. „Ég ætlaði einu sinni að veðsetja húsið vegna Iáns, en Þorbjörg Þórarinn Ingunn Sigurðardóttir Smári Sveinsdóttir Fræðingarnir koma of seint Þögnin rofin eftir 20 ár Morgunblaðið/Ásdís ALFREÐ Már Alfreðsson, flugvallarvörður í Neskaupstað. Barst með snjó- flóðinu niður á hafsbotn Alfreð Már Alfreðsson hefur lent í mörgu um ævina en ekkert hefur haft eins mikil áhrif á hann og snjóflóðið í Neskaupstað árið 1974. Hann segir að það sé mesti hryll- ingur sem hafi hent hann. Alfreð fékkst til að segja söguna eftir að Morgunblaðið gekk eftir því. En Alfreð sá aðra sýn sem hann gleymir ekki. Hann sá loftbylgjuna skella á húsi sem kallað var Mána- húsið en í kjallaranum var maður, á miðhæð tvær konur með 2 börn og í risinu kona með lítið barn. Hann sér og heyrir húsið springa. Gluggarnir koma út og suðurhliðin springur og gaflarnir líka. Risið lyft- fékk neitun vegna þess að það er innan við rauðu línuna. Með öðrum orðum, fasteignin er verðlaus og ævistarf mitt er núll.“ Ingun Sveinsdóttir á líka hús inn- an við rauðu línuna eins og svo margir aðrir í Neskaupstað. Henni fannst lítið til fundarins koma og mörg brýn mál hafi ekki verið rædd. Hún segir lítið gagn að flytja tildæmis í sveitina, það geti alveg eins komið snjóflóð þar. Það er ekki málið, heldur hvað eigi að gera. „Ég vil til dæmis ekki búa undir margra metra steinklumpi í fjallinu sem á að vera varnarvegg- ur.“ Ingunni finnst að Norðfirðingar séu spurðir of seint um álit á snjó- flóðamálum. Ný lög eru sett og síðan farið á stjá til að spyija þá sem hafi reynsluna. I lokin nefnir hún dæmi um fáranleika rauðu lín- unnar: Hús var auglýst til sölu með þeim orðum að það stæði á hættu- lausu svæði. Norðfirðingar liafa djúpa reynslu af mannskæðum snjóflóð- um og sumir sem lentu í sjóflóðun- um 1974 tendruðust upp á fund- inum. Þess vegna er rökrétt að þeir spyrji: Hvers vegna hefur þessi reynsla ekki verið könnuð á kerfisbundinn hátt, nákvæmlega skráð hvað gerðist og hvernig fólk upplifði atburðina, bæði sjón- arvottar og aðrir sem lentu sjálfir í flóðinu? ist upp og dettur svo ofan á snjóflóð- ið. Miðhæðin hvarf. Seinna þegar hann sagði að húsið hefði sprungið áður en sjóflóðið lenti á því, skyldi enginn hvað hann var að tala um. Eins og rúta lægi ofan á honum 'En Alfreð hafði skollið með andlit- ið í götuna og sá rútubílstjórann opna hurðina og farþega halda í- sætið sitjandi hægra megin. Svo kom snjórinn. Alfreð fór af stað með flóð- inu og barst með því 15-20 metra og finnur gríðarlegan þunga ofan á sér og finnst sem að rútan gæti ver- ið í snjólagi ofan á honum. Ég hélt að öll bein myndu brotna í mér, ég reyndi að hreyfa mig, en var alveg fastur, segir Alfreð. Ég var orðinn loftlaus, en svo allt í einu losnaði ég. Flóðið hafði borið mig út í sjó og á botninn. Seinna reiknaðist honum til að hann hefði verið á 10-15 metra dýpi. Á hafsbotni 20-30 metra frá landi Alfreð losnaði, spyrnti í sjávarbotninn og fann þar fyrir bárujárnsplötu. Ég gleypti sjó og þegar mér skaut upp fann ég gríðarlegt rok, byl og ég sá stjörnur fyrir augum mér, einskonar glampa eða blossa. Hann barðist við að ná andanum og fann gríðarlegan sárs- auka í bijóstinu sem leiddi upp í háls. Ég hélt ég hefði rifnað, þetta var eins og logandi hiti í brjóstholinu. Hann var langan tíma að ná and- anum í sjónum sem líktist hafra- graut. Hann var krap og ekki hægt að synda í honum, svo Alfreð skreið bókstaflega í sjónum í stað þess að synda. Snjókófið minnkaði og ég sá til hliðanna og gat snúið mér til lands en ég var í miðju snjóflóðsins, 20-30 metra frá landi. Á leiðinni i land varð fyrir mér einn gaflinn af Mánahúsinu, en ég var orðinn nær þreklaus. Mér fannst hann vera eins og fleki og reyni að komast upp á hann en gat það ekki vegna nagjanna sem stóðu út allan hringinn. Ég krækti framhjá honum og komst upp í fjöru og lagðist á grúfu. Alfreð veit ekki hvað hann lá þarna lengi en þegar hann ætlaði að standa upp fann hann ekkert þrek í fótunum. Hann skreið áfram og þurfti að leggja þrisvar til atlögu við fjörukantinn áður en hann komst upp. Hann hvíldi sig á fjörukantinum og skreið svo áfram en stoppaði reglulega til að hvíla sig. Barnsgrát- ur barst um loftið. Hann lítur í átt- ina að hljóðinu og uppgötvar að grát- urinn kemur úr risinu af Mánahúsinu en það liggur ofan á snjónum. Hann hefur ekki þrek til að leita að því, * en ákveður að skriða áfram til að láta vita af barninu. Sennilega miss- ir hann svo mátt og sofnar. Næst þegar hann veit af sér standa tveir menn yfir honum, Al- freð veltir sér á hliðina og segir: Ekki hafa áhyggjur af mér, það er barn í risinu. Mennirnir sögðu siðar að þeim hafi brugðið þegar Alfreð velti sér á hliðina og talaði, þeir Héldu að þeir stæðu yfir látnum manni og þekktu hann ekki því höfð- uð hans var einn klaki, snjórinn og sjórinn höfðu frosið á honum. Menn- irnir fóru í risið og fundu móður og barn heil á húfi. Fer heim til að koma konu sinni * og börnum í öruggt skjól Alfreð settist upp og fór að hugsa um konu sína og börn. Ég dróst áfram á öðrum fæti heim til mín og opnaði dyrnar: Konan mín sneri baki í mig og var að ryksuga. Ég var búinn að hugsa að bæjarbryggj- an væri öruggasti staðurinn og vissi af Brúarfossi í höfninni. Ég sagði konunni minni hvað hafði gerst og við fórum með börnin okkar í Brúar- foss. Alfreð sagði stýrimanni og skip- stjóranum á Brúarfossi fyrstu fréttir af snjóflóðunum og þeir höfðu sam- band í gegnum Nes-radíó og til- kynntu flóðið. Alfreð var orðið ilit í fætinum og það var eins og hann andaði að sér eldi. Konan hans hafði varla þekkt hann vegna klakans yfir höfðinu þegar hann braust heim og náði í þau. Verst fannst honum þó að geta ekki tekið þátt i leitinni að fólkinu sem var týnt, en sálartetrið var búið og þrekið, sagði hann. Honum leið of illa: Ég skildi kon- una og börnin eftir í skipinu og rölti upp á sjúkrahús. Á sjúkrahúsið var verið að bera inn fyrsta fólkið sem fannst. Ég hitti hjúkrunarkonu sem skoðaði mig og spjallaði við mig á sálfræðilegum nótum. Hún sagði að ég væri sennilega með skaddaðan liðapoka, og sleppti mér út aftur. Ef áfallahjálp hefði verið til í þá daga hefði ég sennilega verið lagður strax inn á sjúkrahús og fengið umönnun. Erfiður tími en líður vel í dag Alfreð fór aftur um borð í Brúar- foss, sótti konu og börn og fór með þau í Egilsbúð en þangað var öllum fyrirskipað að vera meðan hættuástand varði í Nes- kaupstað. Hann segist hafa verið í hálfgerðu móki heima hjá sér í tvo mánuði eftir hamfarirnar, og tvö ár á róandi lyfjum. Martr- aðir um drunurnar, húsið sem hann sá springa og það sem á eftir kom, fær hann enn fram á þennan dag. Hann fékk mjög slæman bronkít- is, skurð á handarbakið og liðpoki rifnaði í fæti. En það er léttvægt í samanburði við hina sálrænu glímu sem þessir válegu atburðir leiddu til hjá honum og öðrum íbúum á Norð- firði. Núna starfar hann sem flugvallar- vörður i Neskaupstað. Hann vonast til að sett verði á laggirnar áfalla- hjálp í bænum og telur brýnt að stór hópur manna verði þjálfaður til henn- ar. Norðfjörður er fallegur bær með sínum fjallahring, segir Alfreð að lokum. Samfélagið er gott og i dag líður mér vel. Sá og heyrði loftbylgju sprengja hús
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.