Morgunblaðið - 16.01.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 16.01.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUD AGUR 16. JANÚAR 1996 35 GREIIMARGERÐ Athugasemd við grein- argerð lögmanns SÍÐASTLIÐINN laugardag fékk Jón Steinar Gunnlaugsson hæsta- réttarlögmaður birt það sem hann vill telja svar við grein minni frá 28. desember á liðnu ári um greiðslu skaðabóta fyrir líkamstjón. Ekkert sýnist mér í grein lögmannsins efn- islega umfram fyrri grein hans frá liðnu ári um svipað efni, en rök- leiðslu og efnistök tel ég rétt að gera athugasemdir við. Reynt að gera niðurstöðu athugunar tortryggilega með fullyrðingu um oftöku iðgjalda í athugun minni fyrir Samband íslenskra tryggingafélaga (SÍT) um áhrif tillagna Gests Jónssonar og Gunnlaugs Claessen til breytinga á skaðabótalögum á bótafjárhæðir fyrir líkamstjón sem lögmaðurinn vitnar til reiknaði ég m.a. væntan- lega hækkun bótagreiðslna lögboð- inna bifreiðatrygginga vegna slysa- tjóna metið út frá tjónum síðara árshelmings 1993, og sú hækkun var svo metin sem hlutfall af ið- gjöldum ársins 1993. Megininntak blaðaskrifa lög- mannsins hefur verið að ekki fáist með þessu raunhæf mynd af þörf á hækkun iðgjalda þar sem núver- andi iðgjöld séu of há, og það svo nemi nálega einum og hálfum millj- arði króna á ári! En lítum nú nokkru nánar á röksemdir lögmannsins fyr- ir fullyrðingu um oftöku iðgjalda. Eru tjón minnsta tryggingafélagsins meiri að vöxtum en hins stærsta? Fullyrðingu sína vill lögmaðurinn rökstyðja með vísan í tölur sem birtar eru í athugun minni og notar þær til að halda fram helmingi lægri fjárhæð fyrir slysatjón ársins en ég reikna. Tjón þau sem athugun mín náði til voru við úrvinnslu greind í þijá flokka, 1) tjón þar sem öllum greiðslum vegna tjónanna var lokið, 2) tjón þar sem áætlaðar eru frek- ari greiðslur og starfsmenn tjóna- deilda. töldu sér fært að skipta áætlun niður á einstaka bótaþætti skaðabótalaga og 3) tjón sem ekki var unnt að skipta með þessum hætti en fyrir lá fjárhæð áætlunar og greiðslna. Nefnir lögmaðurinn einnig til sögu þrjá flokka tjóna, a) tjón með varanlegri örorku og/eða miska, b) önnur tjón, og síðan c) skráð tjón sem aldrei munu leiða til neinna bótagreiðslna. Með því nú að tilvilj- un hefur hagað því svo að í flokki 1 og 2, sem áður voru nefndir, er nokkurn veginn sá fjöldi tjóna sem lögmaðurinn getur hugsað sér að leiða muni til varanlegrar örorku eða miska ályktar hann að í hinum þriðja flokknum séu nær eingöngu tjón úr flokkum hans b og c, og ennfremur að tjón í fiokki b) séu svo lítil að engn máli muni skiþta fyrir tjónakostnað sem heild. Tjón- kostnaður sé því sem næst að fullu talinn með tjónum flokks 1 og 2. I fyrri grein rakti ég ýmis atriði sem gera þessa staðhæfingu ótrúverð- uga og verða þau ekki endurtekin hér. Hér vil ég hins vegar nefna til viðbótar atriði sem ég vona að geti skekið lögmanninn af því villuspori sem hann hér fylgir. Eins og lýst var í grein minn frá 28. des. var það ákvörðun starfsmanna tjóna- deilda þeirra félaga sem gögn léðu til athugunarinnar sem réði hvort tjón þar sem uppgjöri var ekki að fullu lokið lentu í áðurnefndum 2. eða 3. flokki. Þar hefur ráðið hvern- ig áætlanir eru unnar og einnig hvaða upplýsingar hafa verið skráð- ar í tölvukerfi félaganna og verið þannig auðveldlega tiltækar. Hversu stóran hluta ófullgerðra tjóna sinna félögin greindu niður á einstaka bótaliði er mjög mismun- andi. Þannig eru t.d. öll tjón minnsta félagsins sem þátt tók í könnuninni í flokki 1 eða 2, og eru þau fleiri en tjón stærsta félags- ins í þessum flokkum. Væru nú hugleiðingar lögmannsins á rökum reistar ættu því heild- artjón minnsta félags- ins að verða hærri en heildartjón þess stærsta, en á trygg- ingastofni félaganna er um fimmfaldur stærðarmunur! Rökleiðsla lög- mannsins leiðir til nið- urstöðu sem ekki fær staðist, og þegar svo er háttað hlýtur að vera gengið út frá röngum forsend- um eða að villur leynist í rökleiðsl- unni, nema hvort tveggja sé. Full- yrðingar lögmannsins um að lesa megi úr hinum ívitnuðu tölum að slysatjón séu stórlega ofmetin af tryggingafélögum falla því um sjálfar sig, og þar með rökfærsla hans fyrir fullyrðingu um oftöku iðgjalda. Spurningar lögmannsins Lögmaðurinn varpar fram í máli sínu nokkrum spumingum sem ber- sýnilega er ætlað að styðja frekar við þá rökleiðslu sem rakin er að framan. Sýnt hefur verið fram á að sú röksemdafærsla er á misskiln- ingi byggð, og er honum eða öðrum því varla mjög brýnt að fá svör við þeim spurningalista. Auk þess er lögmanninum kunnugt að um er að ræða trúnaðargögn sem mér er að sjálfsögðu ekki heimilt að nýta til annarrar úrvinnslu en þeirrar sem mér vom falin þau í hendur til. Um nefnara og teljara í skrifi sínu birtir lögmaðurinn eftirfarandi tilvitnun i grein mína en þar sagði m.a. um athugun SÍT: „Ekki var ætlunin að leggja mat á hvort iðgjöld bifreiðatrygginga væm nægjanleg til að standa undir tjónum greinarinnar og kostnaði eða hvort eitthvað væri þar um- fram, enda gáfu gögn sem aflað var ekki for- sendur til þess.“ Auk tjónagreiðslna þarf af iðgjaldatekjum að greiða rekstrarkostnað, auk þess hagnaðar sem búist er við af heilbrigð- um rekstri. Atriði sem ræður miklu um hve há iðgjöld þurfa að vera er hversu miklum vaxta- tekjum er unnt að gera ráð fyrir, sem ræðst af greiðsluhraða tjóna auk vaxtastigs. Um engin þessi atriði var aflað upplýsinga. Af þeim sökum gáfu gögnin ekki forsendur til mats á iðgjöldum, enda ekki að því stefnt, heldur talið nægilegt og eðlilegt í þessu sam- hengi að miða við krafin iðgjöld. í grein lögmannsins segir svo: „I útreikningum Bjarna var gert ráð fyrir að tjónakostnaður á ári vegna líkamstjóna næmi 2.600 milljónum og hækkunarþörfin á iðgjöldunum (30%) var miðuð við þá fjárhæð. Hér er Bjarni að segja að hann viti ekki um réttmæti grunntölunnar 2.600 milljóna. Þar með er ljóst að „mat“ hans á þörfinni fyrir hækkun iðgjalda er einskis virði.“ Okunnar eru mér þær reikni- eða rökfræðireglur sem lögmaðurinn beitir hér. Til að finna hækkun tjónakostnaðar sem hlutfall iðgjalds þarf fyrst að reikna íjárhæð vænt- anlegrar hækkunar. Það var gert út frá grunntölunni sem lögmaður nefnir svo, 2.600 milljónir, og niður- staða var 1.200 milljónir. Þegar hækkunin er metin sem prósenta iðgjalda ársins er reiknað hlutfall hækkunar og iðgjalda ársins 1993, sem voru 3.950 milljónir (hlutf. 1200/3950). Sá fyrirvari sem settur er fram um að ekki sé lagt sjálf- stætt mat á nefnara.færist að sjálf- sögðu ekki yfir á teljara, eða þá tölu sem hann er reiknaður frá. Geta því hin tilvitnuðu ummæli ekki orðið grunnur að ályktun lög- manns. Bjarni Guðmundsson í Háskólabíói fimmtudaginn 18. janúar kl. 20.00 Melvyn Tan, Greta Guðnadóttir og píanóleikari Hildigunnur Halldórsdóttir fiðluleikarar ásamt Sinfóníuhljómsveit Islands Hljómsveitarstjóri: Osmo Vánská Arvo Párt: Robert Schumann: Ludwig v. Beethoven: Tabula Rasa Píanókonsert op. 54 Sinfónía nr. 5 1 I •o V) =J o SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS Háskólabíói vib Hagatorg, sími 562 2255 MIÐASALA Á SKRIFSTOFU HIJÓMSVEITARINNAR OG VIÐ INNGANGINN Æskilegast er, segir Biarni Guðmundsson, að sátt ríki um löggjöf um skaðabætur. Önnur atriði Lögmaðurinn leitast eins og áður sagði við að gera sem minnst úr vægi þeirra tjóna sem hann kallar önnur tjón, þ.e. tjón sem leiða til greiðslu bóta en þó ekki vegna var- anlegrar örorku eða miska. Þó fellst hann í síðari grein sinni á að rétt sé að bótagreiðslur vegna missis framfæranda geti verið verulegar. Ekki vill hann enn trúa að um geti orðið að ræða verulegar bætur vegna tímabundins atvinnutjóns án þess að örorka fylgi á eftir og seg- ir að engan veginn fái staðist að slíkar greiðslur geti numið hundruð- um þúsunda eða jafnvel milljónum eins og ég nefni. Færir hann þar sem rök að standi vinnutekjutap um skamman tíma haldi launþegar fullum launum skv. kjarasamning- um sinum. En það hendir ekki síður að sjálfstæðir atvinnurekendur og einyrkjar slasist en launþegar, og sumir hafa háar tekjur, ekki síður en launþegar. Þótt slík mál hafi e.t.v. ekki borist á borð tiltekinnar lögmannsstofu, þá er þau því miður mörg að fínna í bókum trygginga- félaga. Fleiri athugasemdir má gera við grein lögmannsins en rými leyf- ir ekki. Greinar Gests Jónssonar og Atla Gíslasonar Grein mín varð einnig hæstarétt- arlögmönnunum Gesti Jónssyni og Atla Gíslasyni tilefni til að stinga niður penna. Framsetning þeirra er með þeirri hófstillingu sem sæmir í opinberum umræðum og vil ég að því leyti fagna framlagi þeirra, þó ekki geti ég verið þeim sammála um alla efnisþætti. Sömu rökfærslu er þar að finna fyrir meintri oftöku iðgjalda og.hjá Jóni Steinari Gunn- laugssyni, og vísa ég til umfjöllunar minnar þar um. Gestur Jónsson varpar fram spurningum um verk- lag við margnefnda athugun sem sjálfsagt er að svara. Fyrst er að nefna forsendu um 20% hærri tjón á fyrri hluta árs! Þar er byggt á ' daglegri tjónaskráningu SIT árið 1994, með nokkurri lækkun. Fyllri upplýsingar hefðu verið æskilegar, en þeirra varð ekki aflað á hinum skamma tíma sem til stefnu var. Varðandi fjárhæð meðaltjóns í flokki 3, sbr. hér að framan, var einfaldlega miðað við þær áætlanir sem fyrir liggja í bókum félaganna. Undrun mína vakti ályktun Gests frá þeim orðum mínum sem tilfærð eru hér að ofan um að ekki hafi verið lagt sjálfstætt mat á hvort iðgjöld væru hæfileg. Ályktun hans er á þann veg að vegna þessa atrið- is hljóti SÍT að draga umsögn sína um tillögur þeirra Gests og Gunn- laugs Claessen til allsheijarnefndar til baka. Engin rök eru fram komin sem styðja hinar nýstárlegu kenn- ingar um stórfellda oftöku iðgjalda, og ekkert sem bendir til að van- treysta beri iðgjaldstöxtum, eða að draga beri umsögn SÍT til baka. Er mér algerlega hulið með hvaða rökum þessi ályktun á að vera feng- in. Fæ ég enn ekki séð að önnur viðmiðun liggi beinna við en þau iðgjöld sem krafin hafa verið er gefa skal hugmynd um þörf á breyt- ingu iðgjalda. Lokaorð Að endingu vil ég ítreka von um að framhald muni verða á vinnu við gerð skaðabótalaga, og verði núverandi skaðabótalög, tillögur þeirra Gests Jónssonar og Gunn- laugs Claessen ásamt framkomnum ábendingum annarra grunnur að því starfi jafnframt því sem hugað verði nánar að athugun á hverju fjártjóni örorka veldur í íslensku samfélagi. Æskilegast er að sátt ríki um löggjöf um skaðabætur. Þykir mér ótrúlegt annað en það geti náðst fram ef tími gefst til umfjöllunar og skoðunar þeirra álitaefna sem uppi eru. Þannig verði jafnframt best tryggt að löggjöfin verði hin besta sem völ er á og geti lengi staðið. Höfundur er tryggingastærðfræð- ingur. MEGRUNARPLÁSTURINN ELUPATCH Nú með E vítamínifyrir húðina Fœst í apótekum ELUPATCH megrar ogfegrar 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.