Morgunblaðið - 16.01.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.01.1996, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1996 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Framkvæmdir í vegagerð í Gilsfirði Þmgmönnum þakk- aður stuðningur ÞINGMENN Sjáifstæðisflokksins á Vesturlandi og Vestfjörðum héldu fund með Halldóri Blöndal sam- gönguráðherra í Króksfjarðamesi 9. janúar sl. Fundurinn var vel sótt- ur og var aðalumræðuefnið um væntanlegan veg yfir Gilsfjörð. Fundarstjóri var Sæmundur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Fóðuriðjunnar í Ólafsdal. Fyrstur tók til máls Halldór Blöndal og ræddi gang málsins. Síðan töluðu þingmennirnir Sturla Böðvarsson, Guðjón Guðmundsson, Einar Guð- fmnsson og einnig þeir Friðjón Þórðarson, fyrrverandi sýslumaður Dalamanna, Jóhann Benediktsson, framkvæmdastjóri í Búðardal, Bergsveinn Reynisson bóndi og Sig- urður Þórólfsson, bóndi og fyrrver- andi þingmaður. Bjami P. Magnússon talaði af hálfu heimamanna og lagði fram eftirfarandi tillögu: „Almennur borgarafundur íbúa í Dölum og Reykhólahreppi, haldinn 9. janúar 1996, þakkar núverandi og fyrrver- andi þingmönnum kjördæma stuðn- ing við framkvæmdir vegna þverun- ar Gilsfjarðar. Sérstaklega ber þó að þakka Halldóri Blöndal sam- gönguráðherra sem og Gilsfjarðar-, nefnd. Fundurinn vekur athygli forystu- manna í atvinnulífi svæðisins, þ.e. Dala og Reykhóla, að gaumgæfa vel þá miklu möguleika sem felast í þeirri samgöngubót sem þverunin er og nýta tækifærið til fram- kvæmda og framfara í byggðinni." Að lokum þakkaði oddviti Reyk- hólahrepps, Stefán Magnússon, fyr- ir góðan fund. Fundurinn var vel sóttur og málefnalegur. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson SUNDLAUGIN við Skjöldólfsstaðaskóla er langt komin í byggingu, aðeins lokafrágangur er eftir. FYRIRTÆKJA5ALA Sklpholti 50b X/ 2.hæð Opið virka daga kl. 9-18 ^ 5519400 BESTI SOLUTIMINN FRAMUNDAN! Á síðasta ári var mikið líf og íjör hjá fyrirtaekjasölu Hóls. Á nýja árinu höfum við sett okkur það markmið að veita þér alltaf bestu fáanlegu þjónustu í fyrirtækjaþjónustu. Við leggjum sérstaklega áherslu á fagleg og vönduð vinnubrögð. Sjáumst hress á nýju ári! • Kaffi- og veitingahús (13015) Á frábærum stað í Reykjavík, þar sem um er að ræða veitingastað með vin- veitingaleyfi og fagmennsku í fyrirrúmi. Möguleiki er á að selja hlut í fýrir- tækinu. • Heildverslun - innflutningur (18005) Heildsölu- og innflutningsfyrirtæki með stóran og góðan lager er til sölu. Mjög góð viðskiptasambönd. Selst með eða án húsnæðis. • Pöbb(13046) Á besta stað i Reykjavík erum við með mjög góðan pöbb til sölu þar sem möguleikarnir eru nánast ótæmandi fyrir fólk með hugmyndaflugið í lagi. • Bónstöð (16024) Bónstöð miðsvæðis í Reykjavík með mikið af föstum kúnnum. Mjög góð að- koma. Þetta fyrirtæki hefur jafna og góða innkomu allt árið. • Saumastofa (16030) Vorum að fá í einkasölu mjög góða saumastofu, miðsvæðis í Rvík, með góða verkefnastöðu. Vel tækjum búið fyrirtæki. • Bakarí „suður með sjó“ (15019) Erum með á skrá gott bakari á Suðurnesjum á mjög góðum stað. Um er að ræða bakarí í 5.000 manna bæjarfélagi. Falleg og góð verslun. • Gjafavöruverslun með meiru (12040) Virkilega sérhæfö og falleg verslun á góðum stað í Reykjavík með eigin inn- flutning er til sölu hjá okkur. Ef þú ert smekk manneskja frá toppi til táar, þá gæti þessi hentað þér. Kíktu inn og kynntu þér málið. • Snyrtivöruverslun (12032) Á góðum stað við Laugaveginn er rekin snyrtivöruverslun í rúmgóðri og björtu húsnæði. Það eru nú ílestir sem kannast við hana þessa, enda er viðskiptahópurinn góður. • Barnafataverslun (12041) Mjög öflug og góð barnafataverslun með eigin innflutning að öllu leyti, til sölu á frábærum stað. Þessa verslun er vert að spá í. Aldursflokkur frá 6 mán. til fermingar. • Veitingastaður útsala” (13026) Vorum að fá í sölu matsölustað með vínveitingaleyfi sem ekki er starfræktur i dag, á aldeilis írábæru verði. Fyrstur kemur - fyrstur fær. • Söluturn — Lottó (10007) Ef þú ert að leita að fyrirtæki, sem er með frábæra afkomu, í meira lagi skemmtilegur vinnustaður, í góðu hverfi, þá er þetta fyrirtækið. Komdu tii okkar og fáðu nánari upplýsingar. Óskum m.a. eftir eftirtöldum fyrirtaekjum á skrá: Vélaverkstæði, íramleiðslufyrtækjum af öllum stærðum og gerðum, heild- sölum og innflutningi, hársnyrtistofú og bifreiðaverkstæði. Ábyrg og traust þjónusta! Framkvæmdum við sundlaug miðar vel Vaðbrekka, Jökuldal. - Fram- kvæmdum við sundlaug við Skjöldólfsstaðaskóla miðaði vel í sumar og haust. Fyrsta skóflu- stungan að lauginni var tekin 12. júní síðastiiðinn. Framkvæmdir hófust í fram- haldi af því og var byggt að- stöðuhús á tveimur hæðum. Neðri hæðin er steypt og þar eiga að vera hitunartæki fyrir laugina ásamt hreinsibúnaði. Á efri hæðinni er baðaðstaða ásamt afgreiðslu og aðstöðu fyr- ir vörð. Klárað var að ganga frá stálþili umhverfis laugina og steyptur var botn undir hana svo nú er aðeins eftir að setja gúmmídúkinn innan í hana því allar lagnir frá laug og inní aðstöðuhús eru frágengnar, ásamt girðingu umhverfis laug- ina. Eftir er að setja upp hitunar- búnað, tengja hann og innrétta baðaðstöðu ásamt því að setja upp heitan nuddpott sem verður við sundlaugina og ganga frá umhverfi hennar. Að sögn oddvita Jökuldals- hrepps, Arnórs Benediktssonar, er nú beðið eftir svari jöfnunar- sjóðs sveitarfélaga varðandi fjárveitingar á þessu ári og verða ákvarðanir um lokafram- kvæmdir teknar þegar svar frá jöfnunarsjóði berst. Arnór sagði að verði svar jöfnunarsjóðs ják- vætt verði stefnt að því að ljúka framkvæmdum í vetur og vor og taka laugina í notkun ekki seinna en 17. júní. Þá verður liðið ár frá að fram- kvæmdir við laugina hófust og Jökuldalshreppurfékk laugina afhenta. Sundlaugin og heiti potturinn voru keypt af Egils- staðabæ er þar var tekin í notk- un ný sundlaug 17. júní síðastlið- inn. Hillingar en ekki eldsvoði Miðhúsum - Á sunnudags- morguninn sáu menn af Barðaströnd og af Reykjanesi í Reykhólasveit eins og íbúðarhúsið í Skáleyjum stæði í björtu báli. Fljótt var brugðist við og var Karlsey, skip Þörungaverksmiðjunnar, að leggja af stað frá Reykhól- um þegar ljóst var að um hillingar var að ræða. Hillingar eru oftast endur- speglun frá fjarlægum stöð- um eða landsvæðum og er stundum erfitt að greina þær frá réttri sýn. Hillingar koma vegna ljósbrots í gufuhvolfinu og eru sjaldséðar hér um slóð- ir. _ í stuttu samtali við Eyjólf Gíslason hefur fólkið í Ská- leyjum það gott og amar þar ekkert að. Frumvarp að fjárhagsáætlun ísafjarðar og stofnanir hans 1996 Framlag til félagsþj ónustu aukið um 10 milljónir ísafjörður - Frumvarp að fjár- hagsáætlun fyrir ísafjarðarkaup- stað og stofnanir hans fyrir árið 1996 var lagt fram til fyrri um- ræðu á fundi bæjarstjórnar, fimmtudaginn 11. janúar sl., en síðari umferð verður á dagskrá fimmtudaginn 8. febrúar. I frumvarpinu eru heildartekjur bæjarsjóðs, hafnarsjóðs, sorp- brennslustöðvarinnar Funa og húsnæðisnefndar áætlaðar tæpar 798 milljónir króna sem eru um 235,611 krónur að meðaltali á hvern íbúa og rekstrargjöld eru áætluð um 604 milljónir króna. Framlag úr rekstri er því 194 milljónir króna. Til framkvæmda verður varið 200 milljónum króna, afborganir langtímalána verða 89 milljónir og tekin verða ný lán að fjárhæð 86 milljónir. Skatttekjur 130 þúsund á íbúa Skatttekjur eru áætlaðar 442,1 milljón eða 130,567 krónur að meðaltali á hvern íbúa og aðrar tekjur eru áætlaðar 355,7 milljón- ir eða 105,044 að meðaltali á hvern íbúa. Laun og launatengd gjöld eru áætluð 262,8 milljónir og önnur gjöld 341 milljón eða að meðaltali 178,328 krónur á hvern íbúa bæjarfélagsins. Ef litið er nánar á skiptingu útgjalda milli máiaflokka kemur í ijós að 49,9 milljónir eru áætlaðar í yfirstjórn kaupstaðarins, sem er um 500 þúsund króna hækkun frá áætlun fyrir árið 1995, í félags- þjónustu eru áætlaðar 115,9 millj- ónir eða 10 milljónum krónum meira en við síðustu fjárhagsáætl- un og til fræðslu- og menningar- mála eru áætlaðar 78,3 miiljónir sem svarar til 6,3 milljóna króna hækkunar. Til æskulýðs- og íþróttamála eru áætlaðar 55,9 milljónir, sem svara til 4 milljóna króna hækkunar frá síðustu áætl- un, til brunamála og almanna- varna eru áætlaðar 14,5 milljónir, sem er lækkun upp á 3,4 milljón- ir, og til hreinlætismála, þ.m.t. rekstur Funa. eru áætlaðar 52,6 milljónir, sem er lækkun upp á 8,7 milljónir frá fjárhagsáætlun fyrir síðasta ár. Til skipulags-, bygging- ar- og umhverfismála eru áætlað- ar 30 milljónir króna, sem er hækkun upp á 600 þúsund krón- ur, til gatna, áhaldahúss og vatns- veitu eru áætiaðar 67,9 milljónir, sem er óbreytt tala frá fyrri fjár- hagsáætlun og í önnur mál eru áætlaðar 48,5 milljónir, sem er um 800 þúsund króna aukning frá fyrra ári. Vaxtagjöld eru áætluð 40,8 milljónir króna og til hafnar- sjóðs og húsnæðisnefndar eru áætl- aðar 49,3 milljónir króna, sem er um 4 milljóna króna hækkun fra íjárhagsáætlun ársins 1995. Helstu framkvæmdir bæjarsjóðs á árinu 1996 verða við vatnsveitu í Hnífs- dal, við nýja leikskóla í stað Hlíðar- skjóls auk þess sem miklar malbik- unarframkvæmdir eru áætlaðar á vegum kaupstaðarins á árinu. Hafnarframkvæmdir verða helstar við gömlu bátahöfnina auk þess sem fyrirhugað er að malbika hafn- arsvæðið. I fjárhasáætluninni er gert ráð fyrir að útsvarsprósentan verði óbreytt frá fyrra ári, 9,1%, en fasteignagjöld á íbúðarhúnsæði munu hækka eitthvað vegna hærra fasteignamats en fasteignagjöld á atvinnuhúsnæði verða nær hin sömu. ) ) i ) ) \ í i I >
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.