Morgunblaðið - 16.01.1996, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.01.1996, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1996 29 útgjöld ríkissjóðs til að byrja með en hvaða afleiðingar hefði það fyrir íslenskt hugvit og atvinnulíf? Þróun háskólamenntunar hérlendis Til allrar hamingju stefnir almenn þróun í háskólamenntun hérlendis sem erlendis í átt til meiri fjöl- breytni, aukinnar samkeppni og aukinna tengsla við atvinnulífið. Háskólinn á Akureyri er eitt dæmi um þessa þróun. Jónas notar hins vegar blekkingar sínar til að taka Háskólann á Akureyri sem „dæmi um fjárfestingu sem óvart reyndist röng“. Eins og sýnt hefur verið fram á hér að framan hefur Jónas engar forsendur til að setja fram slíka fullyrðingu. Ef meta á tilvistarrétt Háskólans á Akureyri er miklu marktækara að leita til rannsókna- stofnana atvinnuveganna sem eru forystuafl hagnýtra rannsókna í landinu og hafa náð miklum ár- angri í að miðla þeirri rannsókna- þekkingu í réttu umhverfi. Fjórar af þessum rannsóknastofnunum hafa gert samninga við Háskólann á Akureyri um rannsóknasamstarf og kennslu. Eðlilegt væri einnig að leita til þeirra fjölmörgu fyrirtækja sem hafa margs konar samstarf við háskólann. T.d. Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna sem var svo framsýn að kosta fyrstu prófessorstöðu í sjávarútvegsfræði hér á landi en hún er við Háskólann á Akureyri. Að sönnu á Háskólinn á Akureyri mikið undir samstarfi við rannsóknastofn- anir atvinnuveganna og fyrirtæki í landinu en hins vegar skipta mark- laus skrif eins prófessors háskólann litlu máli. í grein Jónasar virðist ekki örla á skilningi á að skólar þjóni mikilvægum hlutverkum í samspili við umhverfi sitt. Grein Jónasar er því skólabókardæmi um frumstætt bókhald þar sem allir nemendur í framhaldsskólum og háskólum eru kostnaðarreiknaðir inn í gömlu latínuskólana og Há- skóla Islands. Ef Jónas heldur að þess konar dólganytjastefna skapi betri tíð fyrir hann þá er það mikill misskilningur. Væri slíkri stefnu fylgt eftir yrði afleiðingin sú að ís- lenskt samfélag dagaði upp sem náttröll í samfélagi nútíma þjóða. í fullri vinsemd er Jónasi bent á að árið 1996 er runnið í garð í háskóla- menntun á íslandi og að reiknimeist- arar fastir i fortíðinni leysa ekki vanda hennar. Höfundur er rektor Háskólans á Akureyri áttu við valdhafa er stöðugt streymi upplýsinga og opinberar rökræður gagnlegri en stjórnmálaflokkur sem fáir styðja, - og ekki að vita hveijir myndu stjórna þegar til kastanna kæmi. Stofnun stjórnmálaflokks er því hæpin til framdráttar málefnum aldraðra, aðrar félagslegar aðgerð- ir innan samtakanna gætu gagnast fyrr. Árásir á kjörin Aldrei áður hafa stjórnvöld lagt eins purkunarlaust til atlögu við afkomu aldraðra og nú síðustu vik- ur og mánuði. Þau hafa áður beitt lúmskum skerðingarsósíalisma, t.d. með því að skipta grunnéftirlaunun- um og kalla stærri hlutann „tekju- tryggingu“ (gr.laun 11.629 - t.t. 26.554), sem rýrnar ef um aðrar tekjur er að ræða og i sumum tilfell- um ná hækkanir aðeins til tekju- tryggingarhlutans. - Við þetta hafa aldraðir lengi búið og eiga á hættu að lækka í tekjum meira en sem nemur viðbótartekjum. Engu að síður er þetta tvennt aðeins ein lág eftirlaun og ekkert annað, sem greiða ber óskert, enda skattlögð eins og önnur laun. - Skerðingin dregur úr sjálfsbjargar- viðleitninni og eykur skriffinnsk- una, sem er þó ærin fyrir. \ Fyrirhuguð skerðing vegna vaxtatekna af sparifé keyrir þó um þverbak, enda engum öðrum enn boðið upp á það sama. - Þetta kann að vera vísbending til fólks um að reyna að ávaxta fé sitt á annan Aðskilnaður ríkis og kirkju ALLTAF annað slagið gýs upp umræða í þjóðfélaginu um tengsl ríkis og kirkju. Nú um stundir virðist hún enn á ný hafa feng- ið byr í seglin og sumir samkvæmt venju tala hátt um nauðsyn á að- skilnaði ríkis og kirkju eins og það er gjarnan kallað. Því miður er það þó svo, að þessi um- ræða er í stórum drátt- um á villigötum og í engu samhengi við veruleikann. Það er algengt að fólk gangi út frá því að íslenska þjóðkirkjan sé ríkiskirkja og sé að öllu leyti rekin fýrir fjár- muni úr ríkissjóði. Það er ekki rétt. Kirkjan, söfnuðir landsins, eru undir stjóm sóknamefnda sem em mjög sjálfstæðar og lúta i engu stjórn rík- isins né heldur fá þær framlög úr ríkissjóði. Söfnuðir þjóðkirkjunnar eins og raunar önnur trúfélög í land- inu, njóta sóknargjalda í samræmi við §ölda sóknarbama. Hins vegar sér ríkisvaldið um innheimtu þessara gjalda og skilar síðan til rétthafa eins og lög kveða á um. Þetta er ekki ósvipað því, þegar vinnuveit- endur, þ.á m. ríkið innheimtir félags- gjöld fyrir verkalýðsfélögin og skilar þeim síðan rétta leið í hendur verka- lýðshreyfingarinnar. Er í því sam- bandi raunhæft að tala um mikil- vægi aðskilnaðar verkalýðshreyfing- ar og ríkis af þessum sökum? Nei, varla myndi nokkur halda slíku fram. í raun eru því söfnuðir þjóðkirkj- unnar, eins og söfnuðir annarra trúfélaga, mjög sjálfstæðir og engin þörf að skilja þá að frá ríkinu. Þar er aðskilnaður. Og mjög stór hluti af starfsemi kirkjunnar í landinu fer fram á vegum safnaðanna und- ir stjórn sóknamefnda. Skyldur ríkisvaldsins Hitt er svo það, að íslenskir prest- ar taka laun frá ríkinu. Þar eru bein tengsl. Þeir eru skipaðir af ráðherra, og þiggja laun úr ríkis- sjóði og nemur upphæfð þeirra launagreiðslna um 430 milljónum króna. Þama er sann- anlega um bein tengsl þjóðkirkju og ríkis að ræða. Myndi margt vinnast við að ijúfa þau tengsl? Hægt væri að halda því fram að ríkis- sjóður myndi spara umræddar milljónir. En er það svo? Hvaða hlutverki gegna prest- ar þessa lands umfram þá venjubundnu og mikilvægu þjónustu sem innt er af hendi í kirkjum landsins? Hvað myndi það kosta ríkis- valdið þegar upp er staðið, þegar það þarf að uppfylla þá þjónustu með öðrum hætti? Það er alkunna að prestar landsins, ekki síst í dreifðari byggð- um, era eins konar félagsmálastofn- anir. Sinna sálgæslu og alls kyns félags- og menningarstarfsemi, störfum sem innt era af hendi utan hinnar almennu guðsþjónustu. Hvað þyrfti marga félagsráðgjafa, sálfræðinga, félagsmálafulltrúa, starfsmenn á vettvangi öldrunar- og æskulýðsmála og ýmiss konar þjónustufulltrúa af ýmsum toga til að vinna þau störf sem prestar hafa nú með höndum? Hver yrði sparnaðurinn fyrir ríkið, fyrir skatt- greiðendur, þegar upp er staðið. Enginn deilir um nauðsyn þess að reka þjóðleikhús eða sinfóníu- hljómsveit á vegum ríkisins og greiða leikurum og leikhúsfólki ann- ars vegar og hljómlistarmönnum hins vear beint úr ríkissjóði. Ég er raunar þeirrar skoðunar að þar þurfí betur að gera og menningunni sé síst gert nægilega hátt undir höfði. En á sama hátt hefur kirkjan og starfsmenn hennar, ekki síst prest- amir, haft mikilvægu hlutverki að gegna einmitt í menningarstarfsemi víða um land. Kóra- og tónlistar- starfíð kemur þar upp í hugann. Og hvað með það víðtæka fræðslu- og uppeldisstarf sem kirkjan hefur með höndum gagnvart börnum og ungl- ingum? Og hvað með hið öfluga starf með öldruðum? Á ríkið að vera stikkfrí þegar kemur að menningar- starfí og félagsstarfí af þeim toga, eða er ekki líklegra að eðlilegar kröf- Umræða á misskilningi byggð? __ Guðmundur Árni Stefánsson hátt, - jafnvel í erlendum bönkum. Að taka verðbótaviðmiðun úr sambandi við almenna verðlagsþró- un í landinu og tengja hana duttl- ungum þingmanna, lýsir betur en flest annað varnarleysi eldri borg- ara. - Tenging við lægstu kaup- taxta verkafólks var nógu slæm þótt ekki væri þetta tekið alveg úr sambandi, - þetta er eins konar lífakkeri varnarlausra. Margt bendir til að tímabært sé að koma upp öflugri sérsveit innan Félags aldraðra, - eins konar kjaradeild, þar sem bein efnahags- leg mál væru höfð í fyrirrúmi, að- skilin frá öðrum málum. Sveitin þarf ekki að vera fjölmenn, - en sérhæfð og snörp. Nóg er af fólki innan félagsins sem fagna myndi verðugum verkefnum. Verkefni efnahagslegrar sérsveitar - Fá viðurkenndan samningsrétt um eigin hagsmunamál svo Félag eldri borgara fái sterkari grundvöll til að vetja rétt skjólstæðinga sinna með áreiðanlegum upplýsingum og gögnum. - Að útrýma misvísandi úreltum hugtökum og fyrirkomulagi, sem leiðir af sér fordóma og misskiln- ing. - Forskeytinu „elli-“ þar á meðal. - Auka innra upplýsingaflæði og aðgang að upplýsingum, laga- ákvæðum og reglugerðum er snerta hagsmuni aldraðra verði safnað saman og áhrif þeirra skýrð á einfaldan og auðskilinn hátt, í rituðu máli og myndum. Safna öll- um skrifum varðandi efnalega hagsmuni aldraðra og kanna verð- lagningu húsnæðis, sem beinlínis er ætlað öldruðum á vegum sam- taka eða fyrirtækja. - Málefni séu skýrð, varin og sótt þar sem við verður komið, í fjölmiðlum og í við- ræðum á áhrifastöðum. - Vinna gegn skerðingu eftir- launa (,,ellilífeyris“) og tryggja tengingu þeirra við verðlagsþróun í landinu. - Vera stöðugt á verði, ekki aðeins í tilefni árása. Árásir geta sameinað í sambandi við samþykkt síðustu fjárlaga rifjast upp viðtal við ísra- elsmann, sem sagði þegar hann var spurður hvort ekki væri erfitt að búa við stöðugar árasir óvina: Hann sagði að ísraelsmenn væru svo ólík- ir að uppruna og menntun, að bú- ast mætti við innbyrðis átökum ef ekki væri þessi utanaðkomandi ógn. Hún skyggði á innbyrðis deilu- mál og sameinaði þjóðina. - Svarið kom á óvart, en þetta getur einnig átt við eldri borgara, þótt samlík- ingin sé langsótt, bakgrunnur þeirra er ólíkur, sem og menntun, fjárhagur og heilsa. Fari svo sem horfir, að stjórn- völd haldi uppi stöðugum árásum á kjörin, má búast við að eldri borg- arar þjappi sér betur saman í bar- áttu fyrir þjóðfélagi, sem ber meiri virðingu fyrir þeim sem eldri eru. - Að því þarf markvisst að vinna. Höfundur er framkvæmdastjóri. Þjóðkirkjan á að vera eðlilegur þáttur í samfé- lagi okkar. Guðmund- ur Arni Stefánsson segir umræðu um að- skilnað ríkis og kirkju á villigötum. þó ævinlega betur gera. Öll upp- bygging og skynsamleg umræða um trúmál og kirkjulegt starf er af hinu góða. Mikilvægt er hins vegar að umræðan verði ekki til lykta leidd í innihaldslausum fyrir- sögnum og skeytastíl. Sú umræða þarf í næstu og lengri framtíð að byggja á málefnalegum grunni og einnig þurfa skynsemi, víðsýni og umburðarlyndi að vera með í för. Höfundur er alþingismaður. ur verði gerðar um það, að það styrki það og styðji áfram með einum eða öðrum hætti. Réttur stórs meirihluta Sannleikurinn er sá, að íslenska þjóðkirkjan gegnir ekki einvörðungu trúarlegu hlutverki í þjóðlífínu, held- ur ekki síður á vettvangi félags- og menningarmála. Og svo er það hitt, að 90% íbúa þessa lands era innan íslensku þjóðkirkjunnar og enda þótt mikilvægt sé i lýðræðisþjóðfélagi að gæta að rétti minnihlutahópa, má það ekki gerast á kostnað hins stóra meirihluta. Það væri heldur ekkert lýðræði þegar ríkisvaldið, sem í raun er samnefnari fólksins í landinu, sinnti ekki eðlilegum skyldum sín- um, að halda úti grundvallarþjónT ustu fyrir allan þorra fólks. Ég tel að í seinni tíð hafí íslenska þjóðkirkjan verið að breytast úr prestakirkju i safnaðakirkju, sam- spil leikmanna og presta í hinu kirkjulega starfi hefur orðið æ meira. Þessi þróun hefur orðið til innan safnaðanna sjálfra, án vald- boðs að ofan, hvorki frá ríkisvaldi sem getur í raun engu um það ráð- ið, né heldur fá yfírstjórn kirkjunn- ar, sem þó hefur stutt þessa þróun kröftuglega. Prestar munu þó eðlilega hafa miklu hlutverki að gegna. Ég er þeirrar skoðunar að þeir verði að njóta sjálfstæðis í störfum sínum. Söfnuðir landsins eru af eðlilegum ástæðum misjafnlega vel í sveit settir fjárhagslega, sumir eru fjöl- mennir, aðrir fámennir. Érestar verða að vera hafnir yfir „popular- isma“, vinsældahyggju, hags- munaárekstra og flokkadrætti. Þeir verða að njóta trausts og fjárhags- legs sjálfstæðis gagnvart söfnuðum sínum. Prestar mega aldrei og geta aldrei lotið almennum lögmálum markaðarins um vinsældir og met- orðakapphlaup. Það er enn ein ástæðan fyrir þvi, að ég tel mikil- vægt að skattgreiðendur, ríkisvald- ið, tryggi kjör þeirra og starfsum- hverfí. Skynsemi að leiðarljósi íslensk kirkja á að vera eðlilegur þáttur í samfélagi okkar. Það er hún líka að verulegu leyti. Þar má +*%}*'* FLÍSAR jjj . — % HRl pcnnswi MM U.UU muuut rm ZLD j Stórhöfða 17, við Guilinbrú, sími 567 4844 Söngsmiðjan Nú geta allir lært að syngja, lagvísir sem laglausir Byrjendahópar, framhaldshópar, söngleikjahópar, barna- og unglingahópar, karokee hópar”, einsöngur. Nokkur sæti laus í hóp 7-9 óra barna (unnið meðal annars með tónlist úr Konungi Ijónanna). • Kennsla er að hefjast. Söngsmiðjan ehf., Hverfísgötu 76,. 561 2455. Bílamarkaöurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut. Kopavogi, simi 567-1800 ^ Löggild bílasala Nýr bfll. Hyundaí Pony GSI '94, sjálfsk., ek. 1. þ. km. 2 dekkjagangar. V. 890 þús. Cherokee Laredo 4.0L '91, vínrauður, sjálfsk., ek. 77 þ. km., rafm. í rúðum, cru- iscontrol, álfelgur o.fl. Gott ástand. V. 1.980 þús. Nissan Sunny SKX 4x4 '91, rauður, 5 g., ek. aðeins 35 þ. km., rafm. í rúðum, spoil- er o.fl. V. 1.030 þús. Plymouth Grand Voyager LE 3.3L 4x4 '92, sjálfsk., ek. 57 þ. km., 7 manna, ABS og rafm. í öllu. Einn m/öllu. V. 2,4 millj. MMC L-300 Minibus 4x4 '88, grásans., 5 g., ek. 120 þ. km., vól yfirfarin (tímareim o.fl. Nótur fylgja). V. 1.050 þús. Mjög góð lánakjör. Honda Clvic DXi Sedan '94, vínrauður, 5 g., ek. 32 þ. km. V. 1.190 þús. Nissan Terrano SE V-6 '90, 5 dyra, sjálfsk., ek. 85 þ. km., sóllúga, rafm. í rúðum, hiti í sætum, álfelgur o.fl. Fallegur jeppi. V. 1.950 þús. MMC Lancer EXE '91, 5 dyra, blár, sjálfsk., ek. aðeins 11 þ. km., rafm. í rúð- um, samlitir stuðarar o.fl. V. 980 þús. Peugout 106 XN '92, 3ja dyra, rauður, 4 g., ek. 66 þ. km. V. 580 þús. VW Golf CL station '95, 5 dyra, 5 g., ek. 8 þ. km. V. 1.290 þús. Willys Koranda 2.3 diesil (langur) '88. 5 g., ek. aðeins 30 þ. km. V. 980 þús. Nissan Primera SLX 2000 '92, 5 dyra, 5 g., ek 61 þ.km., rafm. í rúðum o.fl. Gott eintak. V. 1.160 þús. stgr. Sk. ód. Ford Explorer XLT '91, rauður, sjálsk., ek. 98 þ. km., óvenju gott eintak. V. 2.350 þús. Plymouth Voyager V-6 SE '90, blásans., 7 manna, sjálfsk., ek. 80 þ.km. Toppein- tak. V. 1.450 þús. Mazda 626 2.0 GLX '91, steingrár, 5 g., ek. 68 þ. km., toppeintak. V. 1.120 þús. Suzuki Sidekick JCX Sport '96, sjálfsk., 5 dyra, ek. 2. þ. km., sem nýr. V. 2.650 þús. Nissan Sunny SLX 1.6 Hatsback '93, 5 g., ek. 50 þ. km. V. 920 þús. MMC Lancer GLXi 1.8 4x4 station '93, hvítur, 5 g., ek. 35 þ. km. V. 1.400 þús. Toyota Carina E 2.0L '93, sjálfsk., ek. 50 þ. km. V. 1.490 þús. Toyota Corolla GL Hatsback '90, 5 dyra, 5 g., ek. 132 þ. km. (langkeyrsla). Mikið endurnýjaður (tímareim o.fl.). Fallegur bfll. V. 590 þús. Hyundai Pony LS '94, rauður, 5 g., ek. 30 þ. km. Tilboðsv. 690 þús.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.