Morgunblaðið - 16.01.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.01.1996, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ T STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. VISINDIOG ÞJÓÐARBÚ ÞAÐ ER engin tilviljun að þær þjóðir, sem verja hvað mestum fjármunum í rannsóknir, menntun og vöru- þróun, búa við meiri hagsæld og traustari velferð en aðrar. Rannsóknir og vísindi vega æ þyngra í þjóðarbú- skap velferðarríkja. Tvær fréttir, sem fjölmiðlar fluttu landsmönnum nú um helgina, leiða hugann að þessum veruleika. Fyrri fréttin greinir frá því að háhitasvæði hafi fund- izt í Brennisteinsfjöllum, fimmtán til tuttugu kílómetra fyrir sunnan Reykjavík, á mörkum Gullbringu- og Ár- nessýslna. Deildarstjóri forðafræðideildar Orkustofnun- ar lætur að því liggja í viðtali við Morgunblaðið að hita- svæðið bjóði upp á möguleika til 100 megawatta raf- orkuvinnslu. Þótt ennþá sé aðeins við frumrannsóknir að styðjast á þessu svæði standa líkur til, að þjóðin eigi þarna álitlega en óvirkjaða auðlind, sem framtíðin hefur upp á að hlaupa. Síðari fréttin spannar upplýsingar um rannsóknir á meðferð afla [fisks], sem Rannsóknarstofnun fiskiðnað- arins hefur unnið að undanfarið. Niðurstaða þeirra er í stuttu máli sú að fiskur geymdur í krapa [það er blöndu af sjó og ís] gefi verulega betri nýtingu, það er meiri afurðir/verðmæti, en fiskur sem geymdur er aðeins í ís. Hver prósenta, jafnvel brot úr prósentu, í meiri afurð- um úr sama magni af afla hefur umtalsverða þýðingu fyrir fiskvinnsluna í landinu. Þessar tvær fréttir úr ólíkum áttum undirstrika, hvor á sinn hátt, hagrænt mikilvægi rannsókna og vísinda fyrir samfélagið. Menntun, þekking, rannsóknir, vöru- þróun og vel grunduð markaðssetning verða beztu vopn þjóðarinnar í lífsbaráttu hennar í fyrirsjáanlegri framtíð. VERNDUN ÞORSK- STOFNSINS ÞORSKGENGDIN á Vestfjarðamiðum og víðar við landið að undanförnu er ánægjulegt merki um að verndun þorskstofnsins á undanförnum árum hafi skilað árangri. Á samtölum við sjómenn í Morgunblaðinu und- anfarna daga má sjá að þeirra á meðal telja margir — og líklega fleiri en áður — að það hafi verið skynsam- legt að fara að tillögum vísindamanna, sem réðu stjórn- völdum að draga mjög úr þorskveiðum til að byggja stofninn upp til lengri tíma, þótt það kynni að verða sársaukafullt fyrir sjávarútveginn til skemmri tíma. Jafnframt er greinilegt að þeim fer nú fjölgandi á meðal sjómanna, sem telja að þrátt fyrir aukna þorsk- gengd að undanförnu eigi ekki að auka þorskkvótann nú strax, heldur bíða og sjá hverju fram vindur. Þetta er skynsamleg afstaða. Sigfús Schopka fiskifræðingur, sem hefur rannsakað þorskgengdina við Vestfirði, segir í Morgunblaðinu í dag: „Aukin þorskgengd við landið er vissulega jákvæð og gefur góðar vísbendingar um að þorskstofninn sé að ná sér á strik á ný. Hún gefur hins vegar ekki tilefni til að auka kvótann. Þó okkur hafi tekizt að mæla um 15.000 tonn af þorski við Halann, er það ekki svo mik- ið að það ráði úrslitum, því veiðistofninn er talinn um 600.000 tonn.“ Þeir eru til, sem ekki vilja hlusta á rök fiskifræðinga nú og hafa.reyndar aldrei viljað taka mark á vísinda- legri ráðgjöf. Háværar raddir eru nú uppi um að auka þorskkvótann fyrirvaralaust, án frekari skoðunar eða rannsókna. Slíkt væri algjört glapræði og gæti gert þann árangur, sem náðst hefur við uppbyggingu þorsk- stofnsins, að engu. Betra er að bíða frekari rannsókna, til dæmis togararallsins í marz, og fara að því loknu áfram að tillögum fiskifræðinga. Ákveðið hefur verið að veiða ekki meira en fjórðung veiðistofnsins ár hvert. Þorskgengdin að undanförnu hefur ekki gefið fiskifræðingum tilefni til að endurmeta stærð hans og því væri ótímabært og óskynsamlegt að hlaupa til og auka þorskkvótann. Hvað hefur verið til varna í Neskauj íbúar á Norðfirði þekkja mannskæð snjóflóð af eigin raun og fínnst að rétt hefði verið að leita til þeirra áður en ný lög sem spanna meðal annars snjóflóðamál voru sett. Gunnar Hersveinn sat fjölmennan fund í Neskaupstað og heyrði íbúana spyrja sérfræðingana margra athyglisverðra spuminga. Morgunblaðið/Ásdís GESTIR á fundinum um snjóflóðamál í Neskaupstað voru tæplega 300. ORGARAFUNDURINN um snjóflóðamál, sem taldi um 300 gesti, hófst með erindi Magnúsar Jóhannessonar, ráðuneytisstjóra umhverfisráðuneyt- is. Hann rakti söguna og hvers vegna snjóflóðamáþ hefðu verið flutt undir Veðurstofu íslands. Ástæðan er að þar er mesta þekkingin, en Veðurstof- an mun starfa í nánu sambandi við almannavarnanefndir í héraði. Tíundi hluti snjóflóðaspáa reynist réttur Magnús Jónsson veðurstofustjóri sagði að saga snjóathugana væri að- eins 15 ára á íslandi en hún felst í því að snjóathugunarmenn kanni hættumörk og geri skýrslur. Snjó- flóðasaga einstakra staða er hins veg- ar 12 (Súðavík) til 110 ára (Seyð- isfjörður). Hann sagði að á Veður- stofu íslands færi meðal annars fram ýtarleg gagnasöfnun, tölfræðileg út- tekt, mat á úrkomu, og hversu mikil aftaka fyrirbæri geti átt sér stað. Hann sagði að rannsóknir sem ættu nú að fara fram tækju nokkur ár og að á meðan yrði að fara varlega með yfirvegaða varúð að leiðarljósí, en það felst í því að hættusvæðið verður gert stærra en nú er. Veðurstofustjóri sagði að núna væru 10% snjóflóðaspár réttar sem hlýst af því að oftar er flóðum spáð en raun verður á. Hins vegar þekkist erlendis dæmi um 70% árangur snjó- flóðaspáa. Hann vill vara nógu oft við snjóflóðum eins og er, en ekki of oft til að fólk hætti ekki að taka mark á þeim. Hann segir að afstaða manna til snjóflóðahættu hafí verið fráhverf til dæmis vegna byggingu húsa, en að hugarfarsbreyting verði að verða til að öryggi íbúanna geti aukist. „Vörn- in er ekki að stinga höfðinu í sandinn." Samkvæmt nýjum lögum sem varða Veðurstofu íslands mun fimm manna hópur taka ákvarðanir um rýmingu svæða og að aflýsa hættu- ástandi. Einnig kom fram á fundinum að svoköiluð rýmingarkort yrðu tilbú- in innan tíðar, hins vegar þyrfti iengri tíma til að gera ný hættumatskort fyrir einstaka staði. Hafsteinn Hafsteinsson, formaður Almannavarnaráðs, lagði áherslu á sterk og góð tengsl við almannavarn- ir í héraði. Hann færði rök fyrir nýju lögunum og benti á ákvæði í þeim um að þau bæri að endurskoða á þessu ári og þeir væru hér komnir til að hlusta á fólkið. Spurt um þyrlu, andavaraleysi, og óvarða vinnustaði. Guðmundur Bjarnason, bæjarstjóri í Neskaupstað, tók til máls og spurði um hvort það væri ekki sanngjörn krafa að þyrlur væru staðsettar í öll- um fjórðúngum landsins og taldi Nes- kaupstað hentugan í því tilfelli. Fleiri fundarmenn spurðu um þyrlu. Hafsteinn Hafsteinsson svaraði því til að það væri ekki einu sinni til nægt rekstrarfé til að reka þyrlur landhelgis- gæslunnar 12 mánuði á ári. Hann sagði dýrt að reka þyrlu og til þyrfti einn- ig sérþjálfaðan lækni og flugvéla- virkja. Hann sagði að bæjarstjórinn á Egilsstöðum hefði tvisvar sent er- indi um þyrlu staðsetta á Egilsstöðum en ekki væru til peningar í til þess. Margir sem tóku til máls á fund- inum sögðu að þenna fund hefði þurft að halda fyrr, en fengu þau svör að lögin yrðu endurskoðuð á þessu ári. Gestur Janus tók til máls og spurði: „Hvað hefur verið gert síðan 1974 til varna hér í Neskaupstað?“ Og sagði að mest bæri á athafnasemi einstaklinga á borð við þá sem þjálfa björgunarhundana. Hann nefndi dæmi um mann sem hafi verið þving- aður til að byggja á svæði sem svo var skilgreint hættusvæði, og að ekk- ert hefði verið gert til að búa stærstu vinnustaðina betur úr garði, eins og saltfiskhús og frystihús. Meira að segja hefði aðalinnkeyrslan í bæinn verið færð nær fjallinu. „En það er engin ástæða til að hræðast," sagði hann „það þarf bara að gera eitthvað til varnar.“ Klakabrynjan í fjöllum hættuleg en ekki snjógerðin Veðurstofustjóri svaraði Gesti og sagði að virkar varnir fælust ekki aðeins í því að bæta hús og gera garða, heldur líka í að efla eftirlit og bæta snjóflóðaspár. Gestur Janus spurði Magnús Má Magnússon, snjó- flóðasérfræðing Veðurstofunnar, hvaða gerð af snjó væri hættulegust, hann svaraði að það væri engin sér- stök, heldur væri það klakabrynjan í fjallinu. Hún gerði bindinguna ekki næga. Magnús Már benti á að það væri svell í fjöllum núna. Minnkar árvekni heimamanna vegna yfirsljórnar Veðurstofu Pétur Óskarsson taldi best að treysta á eigin árvekni íbúanna og spurði hvað ætti að gera ef samband- ið við Reykjavík rofnaði, hver ætti að taka ákvörðun? Pétur kvartaði undan því að ekki hefði verið talað við Norðfirðinga áður en nýju lögin voru samin. Hafsteinn svaraði honum og sagði að þess hefði verið krafíst að eitthvað yrði gert í málunum strax. Hann sagði að ef sambandið við Veðurstofuna slitnaði, ætti almannavarnanefnd, lögreglu- stjóri og snjóeftirlitsmenn að taka við stjórn. Pétur gagnrýndi að ákvörðunar- valdið væri í Reykjavík hjá Veðurstof- unni. Magnús Jónsson sagði að Veður- stofan hefði ekki sóst eftir þessu nýja hlutverki sínu en skorast ekki undan því og að stofnunin setti sig ekki á móti ef almannavarnanefnd í héraði vildi ganga lengra en sérfræðingar hjá Veðurstofunni. Verðgildi íbúða og kostnaður við varnarvirki Gunnar Ólafsson spurði hvort búið væri að meta húsið Egilsbúð, en í hana eiga íbúarnir að safnast þegar veður eru válynd. Svarið var að það hefði verið metið öruggt árið 1992. Hann spurði einnig hvort meiningin væri að gera íbúðarhúsin verðlaus. Magnús ráðuneytisstjóri svaraði að tryggja þyrfti verðgildi íbúða og búa fólki á snjóflóðahættusvæðum sama öryggi og öðrum þegnum landsins. Hann benti á að víða byggi fólk við náttúruvá. Ómar Skarphéðinsson spurði hvort ekki þyrfti aðrar reikniforsendur á NORÐFIRÐINGUM, sem blaða- maður ræddi við, fannst fundurinn misgagnlegur. Þeir vildu til að mynda fá skýrari svör um hættu- matslínuna. Sumir sögðu að fátt hafi verið gert frá því snjóflóðin féllu í Neskaupstað 20. desember 1974 og tóku 12 líf. Þurft hafi tvö mannskæð snjóflóð á síðasta ári til að hreyfa við snjóflóðamálunum í landinu. „Þetta lítur öðruvísi út fyrir fólki sem hefur svona djúpa reynslu af snjóflóðum eins og við,“ sagði einn viðmælandi. „Hér hefur fólk þurft að vinna úr erfiðleikun- um sjálft án andlegrar umönnun- ar.“ Fólk er ósátt að búa við rauð- ar línur hættumats sem gerir fast- eignir þeirra verðlausar, án þess að það sjálft te(ji sig almennt í meiri lífhættu en aðrir landsmenn. íbúarnir eru ekki hræddir í sjálfu sér, heldur vonsviknir yfir aðgerðarleysinu sem ríkt hefur síðustu tuttugu ár. „Fólkið hér sem lenti í snjóflóðinu eða sá það með berum augum, hefur aldrei verið beðið um að lýsa því sem gerðist, hvorki fyrir sérfræðinga né aðra,“ sagði annar viðmælandi. Þorbjörg Sigurðardóttir á hús sem rauða hættulínan smeygir sér framhjá. „En samkvæmt skipulagi ber manni að tilkynna sig eftir snjó- flóð í Egilsbúð, en til þess að hlýða því verð ég að fara yfir rauða línu og inn á hættusvæði til að gera Markmiðið er virkar forvarnir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.