Morgunblaðið - 16.01.1996, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 16.01.1996, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ingveldur Gisladóttir, rithöfundur og myndlistarmaður, fæddist á Þor- móðsdal í Mos- fellssveit 28. sept- ember 1913. Hún lést á Elli- og hj úkr unar heimil- inu Grund, Reykjavík, að- faranótt laugar- “ dagsins 6. janúar síðastliðins. For- eldar hennar voru Guðrún Þorleifs- dóttir, saumakona, f. 10.10. 1873, d. 26.1. 1961, og Gísli Jónsson, listmálari, f. 4.9.1874, d. 9.11. 1944. Albræður Ing- veldar: 1) Jón Bergmann, f. 1906, látinn, maki Karen Irene Jörgensen, norskrar ættar, f. 1909, látin. Þau eignuðust fimm börn. Jón átti auk þess dóttur og son fyrir hjónaband. 2) Magnús Ingberg, f. 1909, látinn, bóndi, Akbraut. Maki Katrin Sigríður Jónsdótir, f. 1913. Þau eignuðust átta börn. 3) Ófeigur Huggeir, f. 1911, d. 1913. Hálf- systkini Ingveldar samfeðra: 1) Gísli, f. 1924, d. 1927. 2) Rík- harður Freysteinn, f. 1925. 3) Rúnar Óskar, f. 1927, d. 1927. 4) Aðalsteinn, f. 1930, d. 1989. 5) Haraldur, f. 1932. 6) Auður Ingrún, f. 1934. 7) Skúli, f. 1940. 8) Hrafnhildur, f. 1943. Ingveldur giftist 16.12. 1933 Guðmundi Gissurarsyni, f. 12.5. 1902, d. 6.6.1958, bæjarfulltrúa og síðast forsljóra Sólvangs, Hafnarfirði. Bjuggu þau lengst af á Ijarnarbraut 15, Hafnar- firði. Dætur þeirra: 1) Guðrún Ágústa, kennari. f. 10.10. 1934, maki 28.9.1957, Örn Fornberg, kennari, f. 15.10. 1933. Dætur þeirra: 1) Guðmunda Inga, fóstra, f. 1958, maki Sveinn Vilhjálmsson, framkvæmda- stjóri, f. 1958, og eiga þau eina dóttur. 2) Erna Birna, f. 1960, skrúðgarðatæknir, og á hún tvo ÉG KVEÐ hér með örfáum orðum ástkæra tengdamóður mína, Ing- veldi Gísladóttur, er tók mér strax svo vel. Hún var forstjórafrú, rithöf- undur og listamaður og skipaði sér í raðir þeirra manna er börðust fyr- syni og eina dóttur. 3) Ágústa Hrefna, f. 1974, stúdent, maki Brian J. O’Loughlin, f. 1971, og eru þau bú- sett í Flórida. Guðrún og Örn, ásamt tveim eldri dætrum sínum og fjölskyldum þeirra eru öll búsett í Svíþjóð. 2) Margrét Jónína, f. 2.9. 1936, innanhúss- arkitekt og myndlist- armaður. Maki 12.5. 1983 Gísli Engilberts- son, f. 24.8. 1940, járn- smíðameistari, með- hjálpari í Hafnarfjarðarkirkju. Börn Margrétar af fyrra hjóna- bandi: 1) Ingveldur Þorkelsdótt- ir, f. 1953, skrifstofumaður Reykjavík, maki Gunnar Þor- steinsson, f. 1950, framkvæmda- stjóri. Ingveldur á eina dóttur og dótturson af fyrra hjóna- bandi. 2) Guðrún Ágústa (Rúna) Þórkelsdóttir, f. 1954, myndlist- armaður, búsett í Hollandi og á hún einn son. 3) Guðmundur Þorkelsson, f. 1961, kennari á Isafirði, maki Guðrún Sigurðar- dóttir, fréttaritari úvarpsins á ísafirði og eiga þau 2 dætur. Guðmundur átti son fyrir hjóna- band. 4) Sigurður Hrafn Þorkels- son, f. 1967, nemandi í Mynd- lista- og handíðaskóla Islands, og á hann tvo syni og eina dótt- ur. Börn Gísla Engilbertssonar af fyrra hjónabandi: 1) Eyjólfur, f. 1963, rafmagnsverkfræðingur starfar í Færeyjum, kvæntur og á tvö börn. 2) Hannes, f. 1965, eðlisfræðingur, prófessor við Verkfræðiháskólann í Lyngby, Danmörku, kvæntur og á einn son. 3) Áslaug, f. 1974, stúdent, býr í Færeyjum. Eftir lát Guðmundar fluttist Ingveldur árið 1960, að Holts- götu 13 í Reykjavík og hélt þar heimili með frænda sínum, Sig- urði Bjarnasyni, bifreiðastjóra, f. 1905, d. 1971 en þau voru bræðrabörn. Ingveldur starfaði mikið að félagsstörfum og var ir bættum hag alþýðunnar og þjóð- arinnar í heild. Hún fylltist eldmóði er hún sagði frá baráttunni fyrir almannatryggingum og fleiri slík- um málum. Ingveldur ólst upp hjá einstæðri m.a. lengi í stjórn Kvenfélags Alþýðuflokks í Hafnarfirði. Eftir að Ingveldur fluttist til Reykjavíkur, settist hún á skólabekk. Tvo vetur var hún í Myndlista- og handíðaskóla Islands í bókbandi hjá Helga Tryggvasyni, einnig var hún þar í textíl um tima. I Mynd- listaskóla Reykjavíkur var hún í nokkur ár, hjá Sigríði Björns- dóttur. Myndir Ingveldar hafa víða farið og hún tekið þátt i samsýningum m.a. á Kjarvals- stöðum. Einkasýning 1988 í Amsterdam og 1995 er sýningin 5 ættliðir var sett upp þar. Þessir 5 ættliðir voru Ingveldur (vatnslitir), Gísli faðir hennar (olíumálun og litskyggnur af verkum hans, er Listasafn Al- þýðu gaf út er það opnaði 1980 með sýningu á verkum Gísla), dóttir hennar Margrét (grafík), dótturdóttir Rúna (bókverk og akrílverk) og langömmubarnið Reynir, sonur Rúnu, (tölvugraf- ik) en hann starfar í OZ. Ingveldur var mikil hagleiks- kona og allt lék í höndum henn- ar, áamt myndlistinni, bókband, handavinna hverskonar, kunst- broderí, flos og krosssaumur. Garðurinn á Tjarnarbraut 15 bar henni fagurt vitni, þar sem hún lét hraunklettana í lóðinni njóta sín og lagaði gróðurinn að landslaginu. Þá hafa komið út eftir hana þrjár bækur; Lækningin útgefin 1951, Mynd- ir og minningabrot, útgefin 1973, endurútgefin 1985 og Refskákir og réttvísi útgefin 1976, auk þess sem hún var að leggja síðustu hönd á handrit fjórðu bókar sinnar í fjötrum fátæktar. Er hún hóf ritstörfin lét hún sig ekki muna um að taka tæknina í sína þágu. Keypti sér ritvél og Iærði fin- grasetningu sjálf eftir kennslu- bókinni og litlu munaði að hún fengi sér tölvu við vinnslu síð- asta handritsins. Ingveldur flutti aftur að Tjarnarbrautina árið 1992, en nú á nr. 29 við hlið Margrétar dóttur sinnar. Þar bjó hún með- an heilsan leyfði. Utför Ingveldar verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. móður, oft við kröpp kjör, og hún gleymdi aldrei uppruna sínum. Hún barðist ætíð fyrir bættum hag þeirra er minna máttu sín. Það var engu líkar en dýrin fyndu að þar sem Ingveldur fór, þar fór vinur þeirra. Svo hændust dýr að henni að eftir var tekið. Ingveldur var hörkudugleg, víðlesin, kjarmikil og rökföst kona. Ingveldur var trúuð kona og bar öll framkoma hennar þess vitni. Ég bið algóðan Guð að blessa minningu Ingveldar Gísla- dóttur. Ég þakka Guði fyrir að hafa gefið mér tækifæri á því að kynn- ast þessari stórbrotnu konu. Guð blessi þig, Ingveldur mín. Gísli Engilbertsson. Elskulega tengdamamma, Ing- veldur Gísladóttir. Þetta verða mín hinztu kveðjuorð til þín. Nú ertu horfin mér á jarðneska sviðinu, en ekki á því andlega. Á svona stund- um sem nú hrannast upp endur- minningarnar. Það er svo einkenni- legt, en þó, að á svona stundum minnist maður mest. Að minnast alls þess góða sem þú gafst mér og mínum gegnum öll árin, er ekki unnt að rekja í stuttri kveðju, það myndi fylla margar bækur. Já, þú varst mikil bókakona, áttir mikið bókasafn og margar bækur listilega innbundnar af þér. Ekki má gleyma bókunum sem þú skrifaðir af ein- stakri nákvæmni og gafst sjálf út. Myndirnar þínar, fallegu blóma- myndirnar sem prýða mörg heimili. Allt þetta ber vott um fjölhæfni þína, atorku og listræna hæfíleika. Af öllum minningum ber þó hæst, þegar Guðrún dóttir þín og ég vor- um að draga okkur saman. Lengi vel þorði ég ekki að koma heim til ykkar Guðmundar heitins Gissurar- sonar. Ég var nýorðinn 18 ára og Rúna mín 17. Að lokum lét ég þó undan og fór með Rúnu minni heim til þín og Guðmundar. Þar opnaðist mér nýr heimur. Þvílíkri ást og umhyggju heimilis hafði ég aldrei kynnst. Allur kvíði og hræðsla hurfu eins og dögg fyrir sólu. Þann- ig voruð þið Guðmundur, alltaf boð- in og búin að styðja aðra og gefa ást og umhyggju. Undir ykkar vemdarvæng stofnuðum við Rúna mín svo okkar heimili á loftinu á Ijarnarbraut 15 og eignuðumst elstu dóttur okkar. Afmælisdagur þinn var valinn sem brúðkaupsdag- ur okkar. Þú þráðir hvíldina, elsku tengda- mamma mín, eftir margra ára þrautir. Ég samgleðst þér í anda, að vera komin í aðra heima. Vertu sæl, elsku tengdamamma, og hafðu þökk fyrir allt. Örn. Elsku amma. Það er með sorg og söknuði sem við setjumst niður til þess að skrifa þetta bréf til þín. Tilkynningin um andlát þitt rifjaði upp margar góðar minningar um okkar glöðu og góðu stundir sem við áttum með þér. Það er ekki unnt að koma þeim öllum á blað, en þær lifa í hugum okkar. Þú varst alltaf boðin og þúin að hjálpa og styðja okkur þegar eitthvað bjátaði á. Fyrsta reynslan af því var þegar ég, Inga, þá tveggja ára, tók á það ráð þegar amma var of upptekin að hringja í þig og segja: „Ámma Inga mín, komdu stax.“ Það liðu ekki margar mínútur þar til þú og frændi, sem ætíð var boðinn og búinn að keyra, og var mér og syst- ur minni eins og afi, stóðuð í dyrun- um komin alla leið úr vesturbænum í Reykjavík til Hafnarfjarðar. Og þá varð ég glöð og voru lesnar margar sögur. Við fluttum út á land og hittumst ekki svo oft þá. Árin liðu og ég flutti úr föðurhúsum til Reykjavíkur í skóla, aðeins 16 ára. Á þeim árum átti ég oft erfítt og það var langt til foreldra minna, en ég gat ætíð leitað til þín, elsku amma, og þú tókst mér alltaf opn- um örmum með hlýju og skilningi. Sömu sögu hef ég, Birna, að segja. Það voru ófá skiptin sem ég fékk að vera hjá ykkur frænda yfir nótt. Þá sast þú alltaf lengi á rúmstokkn- um hjá mér og kenndir mér allar bænirnar sem ég nú kenni mínum eigin börnum. Eg hreifst alltaf af hvað allt var í röð og reglu hjá þér og hafði gaman af að dunda mér við að skoða í allar skúffurnar og allar tölurnar sem voru í röð og reglu. Þegar ég varð eldri og hafði eignast mitt fyrsta barn hafði ég mikinn stuðning af þér. Eiginmaður minn var þá alltaf á sjó og ég mik- ið ein, en alltaf varst þú til staðar til þess að hjálpa og styðja þó lasin væri. Við áttum margar góðar stundir saman á þeim árum. Við systurnar viljum þakka þér, elsku amma, fyrir alla þá hlýju og umönn- un sem þú sýndir okkur og okkar fíölskyldum í gegnum árin. Ástarkveðjur, Inga og Birna. Láttu nú ljósið þitt loga við rúraið mitt. Hafðu þar sess og sæti signaður Jesú mæti. Elsku amma Inga mín, þetta er fyrsta bænin sem mamma kenndi mér og þú kenndir henni ásamt öllum hinum bænunum. Mér kom fyrst í huga þessi bæn er ég frétti látið þitt. Það er svo margs að minnast á kveðjustund. Þegar við Brian kvöddum þig á Grund sumarið 1994 sastu úti í júlísólinni og það lýsti af fallega hárinu þfnu og þú baðst okkur blessunar. Þó að ég hafí alltaf búið langt frá þér, fyrst í Grundarfirði og síð- ar í Svíþjóð, og ekki getað hlaupið heim til ömmu eða hitt hana oft eins og alla krakka dreymir um, hefur samband okkar verið náið. Það var alltaf tilhlökkun að heim- sækja þig á Holtsgötuna, fá góðu t Faðir minn, afi okkar og langafi, JÓHANIMES JÓNSSON, dvalarheimilinu Hlif, (safirði, lést á Grensásdeild Borgarspíalans mánudaginn 15. janúar. Agnes Jóhannesdóttir, Svava Hrafnkelsdóttir, Jóhanna Hrafnkelsdóttir, Guðbjartur Þórarinsson, J Helena Kristbjörg Hrafnkelsdóttir, Valtýr Helgi Diego og barnabarnabörn. t Ástkær eiginkona, móðir okkar, tengda- móðir og amma, ÞURÍÐUR SVAVA ÁSBJÖRNSDÓTTIR, Mávabraut 8d, Keflavík, sem lést 13. janúar, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 19. janú- ar kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakk- aðir, en þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á líknarfélög. Gústav A. Bergmann, Gunnar Gústavsson, Sigurbjörn S. Gústavsson, Laufey Auður Kristjánsdóttir, Hjalti Gústavsson, Margrét Þóra Einarsdóttir, Ásdís Gústavsdóttir, Helgi Bragason og barnabörn. INGVELDUR GÍSLADÓTTIR kjötsúpuna, gista í nokkrar og stundum margar nætur. Ég fékk þá að sofa í fína rauða sófanum í stofunni og gat skoðað öll fallegu málverkin og myndirnar er þöktu alla veggi. Listaverkin voru flest eftir Gísla föður þinn og þig sjálfa. Já, þú málaðir margr fallegar myndir, mest af blómum, þó nokkr- ar af fuglum, lóum, krummum og svönum, einnig húsum, þar á meðal af Litlu-Brekku, seinasta torfbæ í Reykjavík sem búið var í. Þú brást þér meira að segja út í afstrakt, skemmtilegu kúlumyndirnar þínar. Þér þótti vænt um baldursbrána, enda málaðir þú hana mikið. Ég tíndi oft baldursbrá handa þér og þú gafst mér mynd, einnig svana- mynd. Þegar ég var lítil bað ég þig um að kenna mér að mála svona fallegar myndir. Ég vildi líka verða rithöfundur eins og þú og sendi þér fyrstu ljóðin mín. Já, elsku amma, þú varst okkur afkomendum þínum góð fyrirmynd. Ég man svo vel eftir dúkkunni sem sat á toilettkommóðunni í svefnherberginu. Hún var með sítt ljóst hár og rauðar slaufur. Þó að þú héldir mikið upp á hana, leyfðir þú mér að leika mér að henni. Ég skrifaði þér oft bréf og skreytti þau og umslögin. Öllu þessu ásamt mörgu öðru, hélstu til haga og í kommóðunni þinni á hver sendandi stórt umslag eða kassa. Allt í röð og reglu. Þú varst mikill unnandi íslenskr- ar tungu, talaðir fallegt og skýrt mál og vildir að við unga fólkið vönduðum málfar okkar. Vonandi getum við hlúð að tungu okkar og borið áfram íslenskan menningar- arf, líka við sem búum fjarri ætt- jörðinni. Vertu ætíð kært kvödd, elsku amma Inga mín og megi ljósið loga við hinstu hvílu þína. Ágústa Hrefna. Ég fell að fótum þínum og faðma lífsins tré. Með innri augum mínum ég undur mikil sé. Þú stýrir vorsins veldi og verndar hvetja rós. Frá þínum ástareldi fá allir heimar ljós. (D. Stefánsson frá Fagraskógi) í dag kveðjum við kvenfélags- konur Alþýðuflokksins í Hafnarfirði hinstu kveðju einn af stofnfélögum kvenfélagsins, Ingveldi Gísladóttur, er lést 6. janúar sl. 83 ára að aldri. Ingveldur bjó í Hafnarfirði er kvenfélagið var stofnað 1937 og gekk þá í það. Hún var meðstjórn- andi og ritari frá 1947 til 1960. Ingveldur var virk í starfi félags- ins. Hún talaði fyrir réttindamálum kvenna á félagsfundum og vildi veg kvenna meiri en þá var og hvatti flokkssystur sínar í þeim málum. Ingveldur tók á öllum málum er hún tók að sér fyrir félagið af skörungs- skap sem einkenndi hana í öllu. Ingveldur var gáfuð, falleg og tíguleg kona sem eftir var tekið. Hæfileikar hennar nutu sín víða því hún fékkst bæði við ritstörf og myndlist. Manni sínum, Guðmundi Gissur- arsyni bæjarfulltrúa í Hafnarfirði og forstjóra Sólvangs, bjó hún fal- legt heimili á Tjarnarbraut 15 í Hafnarfirði. Guðmundur lést 1958, langt um aldur fram. Ingveldur og Guðmundur áttu tvær dætur, Margréti Jónínu og Guðrúnu Ágústu, sem báðar hafa fengið ríkulega af listrænum hæfí- leikum Ingveldar og dugnaði. Upp úr 1960 flutti Ingveldur til Reykjavíkur og bjó þar lengst af. Ingveldur tilheyrði þeirri kynslóð í Alþýðuflokknum sem barðist fyrir mörgum réttlætismálum í samfé- laginu. Þessi kynslóð átti sér hug- sjón um betri kjör fyrir komandi kynslóðir og eldmóð til að beijast fyrir þeim. Það er með virðingu og þökk sem við kveðjum Ingveldi. Blessuð sé minning hennar. Við sendum dætrum hennar og fjölskyldum þeirra okkar innileg- ustu samúðarkveðjur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.