Morgunblaðið - 16.01.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 16.01.1996, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐID HILMAR ÞOR REYNISSON + Hilmar Þór Reynisson fædd- ist í Reykjavík 13. maí 1978. Hann lést af slysförum 7. jan- úar sl. Foreldrar hans eru Reynir Bárðarson og Guð- björg Halla Björns- dóttir. Sljúpfaðir er Marteinn Jónsson. Bróðir hans er Jón Björn Marteinsson. Útför Hilmars Þórs fer fram frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfn- in kl. 15.00. Það var eitt kvöld að mér heyrðist hálfvegis barið, ég hlustaði um stund og tók af kertinu skarið, ég kallaði fram, og kvöldgolan veitti mér svarið: Hér kvaddi Láfið sér dyra, og nú er það farið. (Jón Helgason.) Jólin voru liðin. Kvöldið 6. janúar hafði ríkt gleði hjá föðurfjölskyldu Hilmars Þórs. Það var jólaboð og fjölskyldur hittust og glöddust sam- an. Hilmar Þór var vanur að mæta í árlegt jólaboð með föður sínum en þetta kvöld var hann upptekinn með góðum vinum. En skjótt skip- ast veður í lofti og árla morguns 7. janúar hittast fjölskyldur aftur en nú er enga gleði að fínna, aðeins djúpa, ómælda sprg sem enginn óskar sér að uppiifa. Umferðarslys hafði orðið um nóttina. Hilmar Þór, einn af ungu piltunum í stórri samheldinni fjöl- skyldu er dáinn, horfínn eins og blessuð jólin. Lífsganga Hilmars Þórs á þess- ari jörð varð ekki löng, aðeins 17 ár. Hann var góður drengur, góður sonur og góður stóri bróðir. Þrátt fyrir ungan aldur hafði hann þegar myndað sér sjálfstæðar skoðanir á ýmsum málum og lét umhverfíð ekki svo auðveldlega stjórna sér, var t.d. ákveðinn á ERFIDRYKKJUR ^íT P E R L A N sími 562 0200 Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborö, fallegir salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar ísíma 5050925 og 562 7575 FLUGLEIÐIR IIÍTEL LOFTLEIDIH móti neyslu áfengis og annarra vímuefna. Hilmar Þór hóf nám í Iðnskólanum sl. haust og stefndi að frekara námi í tré- smíði. Einnig heillaðist hann af fluginu og hugðist læra það er tímar liðu. En draumar Hilm- ars Þórs munu ekki verða að veruleika. Það er þyngra en tár- um taki að sjá á eftir efnilegum unglingi, sem átti sér framtíð en á nú aðeins fortíð. Fortíðin er full af minningum um hann og þær lifa áfram með ástvinum hans. Við biðjum engla himinsins að leiða Hilmar Þór á Guðs vegum, og biðjum Hann að líkna öllum þeim sem nú eiga um sárt að binda. Hvíl í friði, elsku drengurinn okkar. Amma, föðursystkini og fjölskyldur þeirra. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert ilit, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. (Davíðssálmar 23:1-4.) Systursonur minn, Hilmar Þór, lést í hörmulegu bílslysi 7. janúar sl. Hann fæddist 13. maí 1977, fallegur og vel skapaður af mikið fatlaðri systur minni sem þráði að eignast barn. Hún var einstæð móðir sem þrátt fyrir marga erfið- leika fyrstu árin þeirra saman gat verið stolt af uppeldi drengsins síns. Það er ekki mikið hægt að segja um 17 ára ungling, framtíðin enn óráðin og langanjr margar. Hilmar Þór var glaðvær og skapmikill krakki, hann var mjög dulur og bar ekki tilfinningar sínar á torg. Hann hafði ríka réttlætiskennd og mátti ekki sjá vegið að þeim sem minna máttu sín. Hann var hár og grann- ur, kátur í vinahópi og alltaf við- ræðugóður þegar við hittumst. Hann var alltaf afskaplega góður og umhyggjusamur við móður sína og minningin um litlar hendur sem réttu fatlaðri móður stafína hennar verma núna. Þau voru miklir vinir og Hilmar Þór átti afskaplega gott með að koma henni til.að hlæja. Hilmar Þór eignaðist fósturföður sem alla tíð bar hag þeirra mæðgin- anna fyrir brjósti. Svo eignaðist hann langþráðan bróður, Jón Björn, sem hann elskaði og virti. Miklir kærleikar voru undanfarin ár með Reyni föður hans og honum, og átti Hilmar Þór sitt annað heim- ili hjá honum, sem nú missir einka- barn sitt. Þegar skóla lauk sl. vor kom Hilmar Þór vestur til Ólafsvíkur að starfa í fiskvinnu. Þar fór stoltur strákur sem ætlaði að sjá fyrir sér sjálfur. Elsku Gugga mín, Matti, Jón Björn, Reynir og aðrir aðstandend- - kjarni málsins! Safnaðnrheimíli Háteígskírkju Sími: 551 1399 ur. Megi algóður guð styrkja ykkur á sorgarstund og minningin um góðan dreng lifa í hjörtum okkar. Eg veit að í himnaríki taka amma Gunnvör og afí Björn vel á móti barnabarninu sínu og umvefja hann ástúð og hlýju. Vertu nú yfír og allt um kring, með eilífri blessun þinni, sitji guðs englar saman í hring sænginni yfír minni. Kolbrún Þóra Björnsdóttir, Ólafsvík. Börnin okkar systkinanna á Mel- tröðinni eru orðin 31 og þó að segja megi um þau öll að þau hafi komið í heiminn færandi foreldrum sínum gleði og lífsfyllingu gaf þó ekkert þeirra móður sinni jafn mikla ham- ingju og Hilmar Þór. Ástæðan var einfaldlega sú að hún Gugga systir mín hefur alltaf átt á brattann að sækja með flesta hluti vegna fötlun- ar sinnar og hún hefur einnig þurft að hlúa betur að sínum draumum en við hin. Stóri draumurinn hennar var að yfírstíga sína erfiðleika og fá að eignast barn. Það fékk hún þegar henni fæddist sonurinn Hilm- ar Þór í maí 1978. Mér er þetta svo minnisstætt því að á þessum tíma bjuggum við hjón- in á Hvammstanga og höfðum tæki- færi til að hlaupa undir bagga með Guggu. Hún kom því til okkar með Hilmar mánaðargamlan og bjó hjá okkur sumarlangt. Það sást þá strax að Hilmar uppfyllti alla drauma móður sinnar: Hann var faliegur og heilbrigður, einstaklega skapgóður og hændur að móður sinni. Hann var henni góður og hýr. Síðan gekk allt eftir eins og upphafið var, þar til að hörmulegt slys hreif hann burt að næturlagi okkur öllum að óvörum. Hann er fyrstur systkinabarnanna til að deyja og erfitt að sætta sig við að þessi geðþekki og góði frændi minn sé farinn. Sjálf óska ég þess bara að hún Gugga mín fái að yfirstíga sorg sína og geti einhvertímann glaðst aftur vegna minninganna fögru um þennan einstaka dreng. Ég sendi líka öllum hinum sem nú syrgja Hilmar, en þó einkum unn- ustu hans, Elínuj yngri bróður, Jóni Birni, föður og stjúpa samúðar- kveðjur og bið Guð að gæta ykkar allra og gefa ykkur styrk. Hildur Björnsdóttir. í lundum og súlnagöngum er grátið hljótt. Við glampandi hafsbrún ber fley út í uggvæna nótt. , Hver eykt flytur börn þín áfanga nær þeim dauða, sem ógn hans er slík, að blóð þitt frýs. Hvert ár máttu senda sjö þinna fegurstu meyja og sona til þess að deyja. Svo skelfileg eru þau skattgjöld, sem ófreskjan kýs. (Sig. Ein.) í dag er jarðsunginn systursonur minn Hilmar Þór, sem lést í bílslysi 7. janúar síðastliðinn. Ungur drengur að stíga sín fyrstu spor í veröld fullorðins manns. Á einu andartaki verða sporin ekki fleiri, frelsi orðið fjötr- ar, allt búið. Hilmar Þór kom með sólina inn í tilveru móður sinnar þegar hann fæddist. Hún búin að vera lömuð frá fæðingu, fæðir stálsleginn gló- koll, sem hrífur hjörtu ættingja sinna. í fyrstu með bjarta brosinu sínu, seinna af stolti, með því að sýna okkur sem vorum hálf smeyk um hvernig allt mundi ganga, hver hugsaði um hvern. Smá gutti rétt farinn að ganga, færandi mömmu sinni þá hluti sem hana vanhagaði um, svo hún þyrfti ekki að hafa fyrir því sjálf. Oft fannst mér hann vera eldri og sterk- ari en hún, svo umhyggjusamur var hann svona ungur. Milli þeirra var samband svo sér- stakt og sterkt, þessvegna skilur maður ekki af hveiju svona fór, nema himnafaðirinn hafi ætlað þessum bjarta, fallega dreng stærra hlutverk á öðru tilverustigi. Ég, að minnsta kost, hugga mig við þá skýringu. Elsku Guðbjörg, Marteinn, Jón Björn, Reynir og aðrir ástvinir Hilmars Þórs, ég bið góðan guð að þerra tárin og mýkja sorgina og hjálpa okkur að horfa fram á við og minnast glókollsins með bjarta fallega brosið sitt. Ég veit að amma Gunnvör og afi Björn hafa nú tekið á móti hon- um og umvefja hann ástúð sinni. Guð blessi minningu Hilmars Þórs. Leiddu mína litlu hendi ljúfi Jesú þér ég sendi bæn frá mínu bijósti sjáðu blíði Jesú að mér gáðu. Gunnvör Braga. Það húmar, nóttin hljóð og köld í hjarta þínu tekur völd, þar fólnar allt við frostið kalt, - en mest er miskunn Guðs. Er frostið býður faðminn sinn, þér fínnst þú stundum, vinur minn, sem veikur reyr, er megni ei meir, - en mest er miskunn Guðs. En vit þú það, sem þreyttur er, og þú, sem djúpur harmur sker, . þótt hrynji tár og svíði sár, að mest er miskunn Guðs. Og syng þú hveija sorgarstund þann söng um ást, þótt blæði und, og allt sé misst, þá áttu Krist. Því mest er miskunn Guðs. (Sig. Einarsson.) Elsku Gugga, Matti, Jón Björn og allir þeir sem eiga um sárt að binda, Guð gefi ykkur styrk í þess- ari miklu sorg. Inga Sjöfn, Óskar Steinn og Guðný Svava. Nú legg ég augun aftur ó Guð þinn náðar kraftur mín veri vörn í nótt. Æ virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil svo ég sofí rótt. Hann Hilmar Þór er dáinn. Það er erfítt að sætta sig við að 17 ára drengur skuli vera hrifsaður burt á svo óvæginn hátt. Minningarnar hrannast upp í huga okkar. Ferða- lög, sumarbústaðurinn, gönguferðir og svo ótal margt. Hilmar var hluti af daglegu lífi okkar mæðgna. Hilmar Þór var glaðvær, reglu- samur og góður drengur og naut litla Guðrún Kristjana góðs af að þekkja hann, en henni sinnti hann eins og „stóri bróðir“: Gætti hennar þegar á þurfti að halda, kenndi henni á skauta, fór með henni í bíó og alltaf gat hún leitað til hans. Nú verður tómlegt að koma í Rauðagerðið, en þar bjó Hilmar Þór hjá föður sínum. Samrýndari feðgar og betri vinir eru vandfundnir. Reynir lagði sig allan fram við að vera góður faðir og Hilmar var honum góður sonur. Missir Reynis er mikill, en Hilmar Þór var eina barnið hans. Ég veit að minningarn- ar ylja Reyni, en sársaukinn er mikill. Guðrún Kristjana og ég syrgjum þennan glaða og góða dreng, sem vildi fá flugmannsréttindi á undan bílprófi, því hann vildi verða flug- maður eins og faðir hans. Hann átti svo miklu ólokið af því sem hugur hans stefndi til. Við erum að reyna að skilja að „þeir sem guðirnir elska deyja ungir“. Ég er viss um að Guð ætlar Hilmari Þór verðugra hlutverk hjá sér en hann hefði haft hjá okkur. Missir Guðrúnar Kristjönu er mikill eins og okkar hinna sem þekktum Hilmar Þór, en allar góðu minningamar um þennan heilbrigða og blíða dreng ylja okkur. En sárt er fyrir föður að sjá á bak einka- syni sínum, vini og félaga og ég veit að fjölskylda Reynis styður við bakið á honum. Ég og Guðrún Kristjana þökkum Hilmari Þór fyrir allt sem hann gerði fyrir okkur mæðgurnar og biðjum Guð að taka vel á móti hon- um. Við vottum Reyni, föður Hilmars Þórs, Guðbjörgu móður hans, Jóni Birni bróður hans, Vigdísi ömmu hans og öðrum nákomnum samúð okkar. María. Mikið brá mér um morguninn 7. janúar þegar síminn hringdi hjá okkur Ingu. Það var móðir Hilmars sem hringdi til að láta mig vita að sonur hennar hefði dáið í slysi þá um nóttina. Það var okkur harma- fregn því að hann var svo góður drengur, alltaf kátur og hress þegar maður var að tala við hann. Hann kom fyrst í líf mitt sem lítill dreng- ur og ég passaði hann. Mér er minn- isstætt þegar að hann var hjá mér í eitt skiptið, þá var hann með barnaasma og hélt ég á honum til að hann hefði það betra en svo þurfti ég að hringja í mömmu hans og láta vita. Ég veit að hún Gugga vinkona mín og Ingu á um sárt að binda því fyrstu árin var hann ein- birni, síðan kynntist hún manni sín- um Marteini Jónssyni og á með honum einn son sem heitir Jón Björn og veit ég að hann saknar bróður síns mikið eins og við öll sem þekktum hann. Ég veit að faðir hans, Reynir Bárðarson, saknar hans líka, og viljum við senda þeim okkar innilegustu samúðarkveðjur. Ingveldur Einarsdóttir, Kristinn G. Guðmundsson. í dag kveðjum við vin okkar, Hilmar Þór Reynisson. „Því hvað er það að deyja annað en standa nakinn í blænum og hverfa inn í sólskinið? Og hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins, svo hann geti risið upp í mætti sínum og óíjötraður leitað á fund guðs síns? Aðeins sá sem drekkur af vatni þagnarinnar, mun þekkja hinn vold- uga söng. Og þegar þú hefur náð ævitindin- um, þá fyrst munt þú hefja fjall- gönguna. Og þegar jörðin krefst líkama þíns, muntu dansa í fyrsta sinn.“ (Úr spámanninum, Kahlil Gi- bran) Um Hilmar eru margar minning- ar sem munu lifa í hjarta okkar og huga, því hann er farinn til æðri tilvistar. Hilmar átti ríka samúðarkennd og mátti ekkert aumt sjá. Hann var drengur góður, oftast kátur, glað- lyndur og fjörmikill. Ákveðinn í skoðunum og stefndi markvisst að námi sínu við Iðnskólann í Reykja- vík. Guð gefí foreldrum, litla bróður, unnustu, öðrum ættingjum og öllum er um sárt eiga að binda, styrk og blessun í þessari miklu raun. Við viljum þakka honum allar stundimar sem við áttum saman. Vinátta er mikils virði. Er hans sárt saknað á okkar heimili. Með virðingu veri hann kært kvaddur. Björn Axel, Brynja, Garðar og Daníel. Með Hilmari Þór hvarf ekki að- eins frændi, heldur einnig góður vinur og félagi. Mér finnst núna að samverustundir okkar hafí ekki verið nógu margar, en þær skilja eftir sig margar minningar um góð- an dreng. Eg hef ávallt litið upp til þessa eldri frænda míns.og fund- ist mikið til hans koma. í löngum og skemmtilegum samræðum okkar komu fram ákveðnar skoðanir hans á lífinu og tilverunni, sem lýstu oft samúð hans með þeim sem minna mega sín. En það var stutt í húmor- inn og hann gat alltaf komið manni til að hlæja. Hvernig sem á mér lá, sagði hann alltaf eitthvað sem vel átti við. Far þú í friði, frændi, og takka fyrir allt saman. Hallur Þór.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.