Morgunblaðið - 16.01.1996, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 16.01.1996, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ t Ástkær eiginkona, móðir okkar, tengda- móðir og amma, VILBORG SÓLRÚN JÓHANNSDÓTTIR, Hnitbjörgum, Hólmavíkurhreppi, lést í Borgarspítalanum 6. janúar. Útförin hefur farið fram f kyrrþey að ósk hinnar lántu. Guðfinnur Áskell Benediktsson, Hreiðar Áskelsson, Jóhann Áskelsson, Lísbet Guðmundsdóttir, Guðrfður Áskelsdóttir, Einar Valur Guðmundsson, Páll Áskelsson, Benedikt Áskelsson, Guðmunda Áskelsdóttir, Kristján Þór Jónsson, Þröstur Áskelsson, Júlíana Áskelsdóttir og barnabörn. t Við þökkum innilega öllum þeim, sem auðsýndu okkur vináttu og samúð við fráfall og útför ÞORSTEINS GUÐMUNDSSONAR frá Skálpastöðum. Þórunn Vigfúsdóttir, Guðbjörg Þ. Johansson, Nils Johansson, Þorsteinn Þorsteinsson, Guðrún Þorsteínsdóttir, Valgeir Jónsson, Guðmundur Þorsteinsson, Helga Bjarnadóttir, Vigfús Þorsteinsson, Auður Sigurðardóttir og fjölskyldur. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur hlýhug og vináttu við and- lát og útför ÁRNA ÁRNASONAR, Hraunbæ 103, Reykjavík. Hulda Guðmundsdóttir, Gfgja Árnadóttir, Rúnar Sveinsson, Þórunn Árnadóttir, Þórir Lárusson, Árni Þór Árnason, Lísbet Sveinsdóttir, Guðmundur Árnason, Margrét Jónsdóttir, barnabörn og barnbarnabörn. t Innilegustu þakkir flytjum við öllum þeim, er auðsýndu okkur samúð og hlý- hug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SIGURÐAR M. ÞORSTEINSSONAR, Aflagranda 40, Reykjavik. Ásta Jónsdóttir, Óskar Sigurðsson, Brynja Kristjánsson, Hörður Sigurðsson, Sif Ingóifsdóttir, Gunnar Sigurðsson, Anne-Marie Frederiksen, Marta Sigurðardóttir, Magnús Sigsteinsson, Jón Sigurðsson, Margrét Einarsdóttir, Sigurður R. Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÁRNA BÖÐVARSSONAR, Skarðshlíð 29D, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks lyfja- deildar F.S.A., Kristnesspítala og heimahjúkrunar. Hólmfríður Stefánsdóttir, Kristján Árnason, Anna Lillý Danfelsdóttir, Böðvar Árnason, Stefán Árnason, Hólmfrfður Davfðsdóttir, Eifnborg Árnadóttir, Þormóður J. Einarsson, Bjarki Arnason, Bergljót Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. MIIVIMINGAR INGVELDUR GÍSLADÓTTIR skeið í myndlistaskólum, auk þess sem hún lærði bókband hjá Helga Tryggvasyni bókbindara. Hún tók þátt í samsýningum bæði heima og erlendis, meðal annars í sýningunni 5 ættliðir sem var sett upp í Amster- dam í Hollandi síðastliðið sumnar, en þar voru sýndar myndir eftir Gísla Jónsson föður hennar, Ing- veldi sjálfa, Margréti dóttur henn- ar, Rúnu dóttur Margrétar og Reyni son Rúnu. Hún fór einnig að fást meira við ritstörf. Eins og fyrr segir gaf hún fyrst út bók 1951, en 1973 kom frá henni ritið Myndir og minningar- brot. Að formi til er bókin sendi- bréf til Guðrúnar Þorleifsdóttur, rit- að á þorra 1971, að því er segir á titilbjaði, en gefið út í tilefni 100 ára afmælis hennar, 10. október 1973. Fyrir utan einstaklega sterka mynd af Guðrúnu sem er fremst í bókinni er þar að fínna margar svipmyndir úr lífi þeirra mæðgna og almennar aldarfarslýsingar. Þessi bók var endurprentuð 1985. Árið 1976 kom út eftir Ingveldi bók sem nefndist Refskákir og rétt- vísi. Þar segir hún frá viðskiptum sínum við dóms- og stjórnsýslukerfí landsins vegna kærumála sem hún hóf árið 1964 og stóðu yfír í heilan áratug. Tildrög voru þau að hún hafði erft eftir eiginmann sinn hlutabréf í tveimur útgerðarfélög- um í Hafnarfírði og taldi að stjóm- endur þessara fyrirtækja hefðu ekki staðið rétt að öllum málum og „kerfíð" í framhaldi af því þvælt málunum til að hindra að það rétta í málunum fengi að koma í ljós. í sambandi við þennan málarekstur og samningu bókarinnar á eftir lagði hún á sig ómælda vinnu, enda- lausar ferðir til embættismanna til að afla gagna og vottorða, auk margvíslegs annars erfíðis. Hér var þó í rauninni ekki um neina umtals- verða fjármuni að tefla, heldur var það móðurarfurinn, þ.e. rík réttlæt- iskennd, sem knúði hana áfram. Hún var sannfærð um að réttur hefði verið brotinn bæði á sér og öðrum og ailt slíkt taldi hún vera skylt að upplýsa. Síðsta ritverkið sem Ingveldur fékkst við hefur enn ekki verið birt. Það eru þættir úr lífi foreldra henn- ar, Guðrúnar og Gísla. Þar segir frá uppruna þeirra beggja, sambúðar- árum þeirra og ævi þeirra beggja eftir aðskilnaðinn. Meðal annars er þar sagt mjög ítarlega frá „hjúa- málinu" og í bókarlok er dreginn saman mikill fróðleikur um sýning- ar á verkum Gísla Jónssonar fyrr og síðar og skrifaðar upp allar umsagnir um verk hans sem hún komst yfír. Allra síðustu árin var Ingveldur farin heilsu. Við andlát hennar hverfur kona sem gaman og lær- dómsríkt er að hafa kynnst, sterk persóna sem hélt í heiðri ýmsum gömlum dyggðum, ekki hvað síst heiðarleika og réttlætiskennd og tryggð við rætur sínar og uppruna. Kristján Bersi Ólafsson. VILBORG JÓHANNSDÓTTIR + Vilborg Sólrún Jóhanns- dóttir fæddist á Gíslabala i Ámeshreppi í Strandasýslu 18. nóvember 1936. Hún lést á Borgarspítalanum í Reykjavík 6. janúar síðastliðinn og fór útförin fram í kyrrþey. SÍMINN hjá mér hringir á laugar- degi, ég þýt í símann af gömlum vana. Þetta er örugglega einhver að spyija um nýfæddu sonardóttur mína, en það var nú ekki. Það dreg- ur skyndilega dökkt ský fyrir sólu. Jenna mín, hún Villa frænka lést í morgun. Þetta var mamma, mig setti hljóða skamma stund, en sagði svo „nú líður þessari elsku vel“. Margar ferðir var ég buin að laum- ast úr vinnuni til að heimsækja þig upp á spítala og alltaf varstu kát og fannst okkur margt ansi spaugi- legt. Síðasta ferðin okkar saman upp á Skaga var í október og ekki var mikið að sjá á þér er þangað kom hvað þér leið illa. Þú hafðir ekki snert húsverk í nokkum tíma og vildir því fara að hjálpa mömmu að fægja silfurbakka og annað dót er þú fannst hjá þeirri gömlu. Ekki má heldur gieyma er þú varst 59 ára og mamma áttræð og þið slóguð saman og hélduð rokna fína fjölskylduveislu. Já, þú varst svo sannarlega blómadrottn- ing þá. Villa mín, manstu fyrir 3 árum er við vorum báðar á spítala, þú á Borgarspítala en ég á Akra- nesi, að okkur vantaði frfhelgi til að skella okkur á árshátíð Ámes- hreppsbúa og þangað fómm við og vomm alsælar. Síðan átti að skera okkur á mánudag, þú fórst í stóran uppskurð en ég í lítinn. Nú blasti gæfan við, það var búið að reka vágestinn út, að sagt var. Svo leið ár og oft töluðum við sam- an í síma, þú bóndakona á Strönd- um, en ég upp undir jöklum í Borg- arfirði þannig að umræðuefni voru nóg, þó aðallega væri talað um hænur, sauðburð og handavinnu, aldrei komst ég með tærnar þar sem þú hafðir hælana. Já, Villa mín, mikið varstu búin að þjást en reyndir að fela það, þú barst þig eins og sannri hetju sæmir. Þú settist við gluggann og beiðst, því í þijú ár blundaði þessi vágestur í þér en gaus svo upp margfaldur í haust. Þannig að ekki varð við neitt ráðið, ofbauð mér sú sálarró og kjarkur er þú hafðir. En nú ertu laus við allar þjáningar og komin til áður farinna foreldra þinna og systkina. Kæri Asi og böm, guð gefí ykkur styrk til að takast á við þessa miklu sorg, guð fylgi ykkur. Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er jðrðin. Einir fara og aðrir koma í dag, þvi alltaf bætast nýir hópar í skörðin. Og til eru ýmsir, sem ferðalag þetta þrá, en þó eru margir, sem ferðalaginu kvíða. Og sumum liggur reiðinnar ósköp á, en aðrir setjast við hótelgluggann og bíða. Að vísu eru flestir velkomnir þangað inn, og viðbúnaður, er gestir koma í bæinn, og margir í allsnægtum una þar fyrst um sinn. En áhyggjan vex, er menn nálgast burtferð- ardaginn. (Tómas Guðmundsson) Þín frænka og gamla pennavin- kona, Jenný. auglýsingar □ HLlN 5996011619 IVW □ EDDA 5996011619 I I.O.O.F. Rb. 4= 1451168- I.O.O.F. Ob. 1 = 17701168:30 = IE 569169 feRÐAF Mlðvikud. 17. janúar kl. 20.30: Myndakvöld Fyrsta myndakvöld ársins í Mörkinni 6 (stóra sal). Fjölbreytt og skemmtileg myndasýning úr Ferðafélagsferðum siðastliðið sumar o.fl. Fyrir hló sýnir og segir Valgarður Egilsson frá ferð um Látra- strönd, Fjörður og Flateyjardal. Eftir hlé sýnir Kristján M. Bald- ursson frá Austfjarðaferð (Borg- arfirði eystra, Húsavík og Loð- mundarfiröi) og einnig eru mynd- ir frá Hveravöllum og nágr. Allir eru velkomnir, félagar sem aðrir. Verð 500 kr. (kaffi og með- læti innifalið). Laugard. 20. janúar kl. 20.00: Rímspillt þorraganga og þorrablót: Gengið frá Mörkinni um Fossvogsdalinn og endað ó þorrablóti f Perlunni. Mæting við Mörkina 6 og gengið um Fossvogsdal upp í Oskuhlíð (yfir nýju göngubrúna). Áning í Skógræktinni. I Perlunni fræðir Árni Björnsson um þorrann og slðan verður boðið upp á þorra- mat á 4. hæð Perlunnar. Góð skemmtun: Útivera - fræðsla - þorramat- ur. Verð aðeins 1.800 kr. Þorri hefst á þessu ári viku seinna en eðlilegt er því um er að ræða svokallað rímspillt ár. Pantanir á skrifstofu Ferðafé- iagsins í Mörklnni 6, Perlunni og á myndakvöldinu. Veitingastaðurinn Perlan, Ferðafélagið og fleiri aðilar sam- einast um þennan einstaka við- burð. Allir velkomnir. Feröafélag Islands. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Bænastund ( kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. ADKFUK, Holtavegi Fundur í kvöld kl. 20.30. Máttur orðsins í fjölmiðlum. Ásdís Emilsdóttir Pedersen sér um efnið. Hugleiðing: Laufey Geir- laugsdóttir. Allar konur velkomnar. Kvöldganga laugard. 20. jan. Kl. 20.00 Kvöldganga á fullu tungi. Dagsferð sunnud. 21. jan. Kl. 10.20 Landsnámsleiðin Bæjarsker - Keflavík. Útivist. - kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.