Morgunblaðið - 16.01.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.01.1996, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1996 27 Færri dag- ar en fleiri stundir VARMALANDSSKOLI í Borgar- firði sker sig úr flestum öðrum sveitaskólum á grunnskólastigi að því leyti að þar búa nemendur ein- ungis við fjögurra daga skóla. Ekki bitnar það þó á fjölda kennslustunda, því þær verða yfir- leitt fleiri en tíðkast annars stað- ar. Til dæmis fá yngstu nemend- urnir 30 kennslustundir á viku í stað 26 eins og menntamálaráðu- neytið gerir ráð fyrir. Skólinn er einnig frábrugðinn öðrum að því leyti að skólaárinu er skipt í þrjár annir í stað tveggja. Lýkur þeirri fyrstu um 20. nóvem- ber, annarri í byijun mars og þeirri þriðju með skólaslitum að vori. „Við höfum tekið upp símat og erum ekki með eiginleg próf. I lok fyrstu annar mæta nemendur með foreldrum og þá er skilað vitnis- burði. Það sama á við um lok hverr- ar annar og erum við mjög ánægð með þetta fyrirkomulag,“ segir Flemming Jessen skólastjóri. Hann tekur fram að með því komi for- eldrar oftar inn í skólann og fylg- ist betur með. Lært eftir getu í einum öðrum skóla, Örlygshöfn í Vesturbyggð sem er mjög fá- mennur, hafi fjögurra daga fyrir- komulagið verið tekið upp. Núver- andi skólastjóri hafi kynnst því í Varmalandsskóla. Annan skóla nefnir hann, Laugagerðisskóla, þar sem kennt sé tvo föstudaga af fjór- um í mánuði. Þegar hann er spurður hvers vegna þetta fyrirkomulag hafi orð- ið fyrir valinu segist hann hafa staðið frammi fyrir því ásamt sam- starfsmönnum sínum að beijast fyrir því að halda heimavist í stað þess að taka upp daglegan akstur. Hann bendir á að heimavist ýti undir félagslegan þátt barna sem búi í dreifbýli. „Ég lagðist undir feld til að finna út hvort ekki væri möguleiki á að reka skólann þann- ig að ekki væri dýrara að vera með heimavist. Þá datt ég niður á fjögurra daga kerfið sem við höfum búið við í fjóra vetur og líkar bara vel.“ Hann segir jafnframt að tekjumöguleikar kennara við heimavistarskóla séu heldur meiri en annars, því kennarar fái greitt fyrir lestíma og félagsstörf. Nemendur eru um 115 og þar af eru 7 ára börnin flest í árgangi eða átjáh. „Argangastærðir eru mjög misjafnar og þess __________ vegna erum við alvar- lega að velta fyrir okkur að leggja niður bekkjar- kerfið nema fyrstu þijá til fjóra veturna. Síðan myndu nemendur vinna við það sem þeir ráða við á hveijum tíma. Þannig getur nemandi verið að vinna í íslenskuhorninu eftir eigin áhuga en að sjálfsögðu þarf hann engu að síður að skila öllu sínu.“ Flemming segist vita til þess að Nemendur fá aðstoð við heimanám Sveigjanlegt kerfi Flemming segir að kostur fjög- urra daga skóla sé til dæmis hversu sveigjanlegur hann er og auðvelt sé að aðlaga sig að þörfum nemenda og foreldra. Þannig fá yngri nemendur að gista viku og viku í senn, ef foreldr- arnir þurfa að skreppa í burtu eða eru í próflestri t.d. í Samvinnuhá- skólanum að Bifröst, sem er nokk- uð um. „Einnig getum við boðið upp á heimanámstíma eða það sem við köllum lestíma. Þar höfum við get- Morgunblaðið/Kristinn VALDIMAR Tr. Hafstein (t.v.) tekur við styrknum úr hendi Guðjóns Ólafs Jónssonar stjórnarformanns Félagsstofnunar. Hlaut verkefnastyrk Félagsstofnunar stúdenta VALDIMAR Tr. Hafstein hefur hlotið verkefnastyrk Félagsstofn- unar stúdenta fyrir BA-ritgerð sína „Hjólaskóflur og huldufólk. Rann- sókn á vegagerð við álagabletti á síðari hluta 20. aldar“. Valdimar lauk BA-prófi í þjóðfræði frá Há- skóla íslands í október sl. með ágætiseinkunn. Markmið með styrknum er að styðja fjárhagslega lokaverkefni stúdenta við HÍ og er styrkurinn að þessu sinni 150 þúsund krónur. Verkefnastyrkur Félagsstofnun- ar stúdenta er veittur tvisvar á ári. Annars vegar við útskrift að vori, og geta þá allir nemendur sem skráðir eru til útskriftar sótt um, en hins vegar í janúar/febrúar og geta þá sótt um þeir sem útskrifuð- ust í október og þeir sem skráðir eru til útskriftar í febrúar. MENNTUN Morgunblaðið/Theódór NEMENDUR 5. bekkjar Varmalandsskóla ásamt kennara sínum Gróu Erlu Rögnvaldsdóttur og skólastjóranum, Flemming Jessen. að hjálpað þeim sem þurfa á að- stoð að halda. Eins og alkunna er eru stuðningstímar eða sér- kennslutímar afar fáir og hafa frekar fallið í skaut yngri barna. í lestímum getum við hins vegar komið frekar til móts við þau eldri.“ Nemendur eru skyldaðir til að mæta í lestíma sem standa daglega yfir í 1V2—2 klst. Tíundi bekkur hefur fengið að vinna út af fyrir sig svo fremi sem nemendur ráða við það. „Með því erum við einnig að undirbúa nemendur undir lífið því þeir standa frammi fyrir því að þurfa að bera aukna ábyrgð á sjálfum sér þegar skólavist þeirra lýkur hér.“ Ekkert aukalegt frí Einnig bendir Flemming á að rekstur skólans sé ekki dýrari en fimm daga skóli með daglegum akstri. Það sem þeim sem að skólanum standa finnst þó mest um vert er að alltaf er kennt ijóra daga. Börnin missa ekki ________ úr heildarstundafjölda ársins, því fundadagar eru alltaf á föstudögum. Með þessu móti leggst að vísu meiri vinna á kennarana. „Mér finnst sjálfum í lagi að samtök kennara komi til móts við sveitarfélögin á þennan hátt. Ég tel mig ekki vera að ganga á hönd sveitarstjórnarmanna eins og sum- ir hafa nefnt, nema síður sé. Þetta Fjögurra daga skóli er mjög sveigjanlegur er spurning um samstarf og sam- vinnu. Líki fólki það sem boðið er upp á er það hið besta mál.“ Þegar Flemming er beðinn að lýsa'göllum á fjögurra daga kerf- inu segir hann að skólastjóra og kennurum sé legið á hálsi af kol- legum sínum að of mikið sé lagt á nemendur með svo löngum skóladegi. Hins vegar segir hann lítið um kvartanir frá foreldrum og nemendum. „Nemendur fá í staðinn þriggja daga frí. Ég hef einnig bent kollegum mínum á að í mörgum skólum sé einungis kennt í örfáa tíma á föstudögum. Væri þá ekki nær að bæta þeim tímum við hina fjóra dagana og gefa nemendum frí á föstudegi?“ spyr hann. Nemendur í 6.-10. bekk búa á heimavist en yngri nemendur eru keyrðir daglega milli heimils og skóla. „Meirihluti nemenda og for- eldra eru sáttir við þetta form en auðvitað er alltaf einn og einn sem vill leggja niður heimavistina. Til ________ að mynda fara örfáir unglingar heim dag- lega.“ Flemming segir að á hveiju vori leggi hann ' fyrirkomulagið á rekstri skólans fyrir kennara. Um leið og í ljós komi að þeir séu ekki sam- stíga um að reka skólann á þennan hátt verði því breytt. „Þá förum við út í fimm daga kerfi en verðum að leggja heimavistina niður,' sagði hann. Aðstoðar- mannakerfi rætt innan Háskólans MIKILL vilji er bæði hjá stúdentum og kennurum innan Háskóla íslands (HÍ) að koma á aðstoðarmanna- kerfi. Segir Sveinbjörn Björnsson háskólarektor að stoðkerfi við kenn- ara sé minna hér á landi en virðist vera erlendis. Er þess að vænta að ákvörðun verði tekin í febrúarbyij- un hvort úr framkvæmdinni verður, en hér er aðallega um fjárhagslega spumingu að ræða. Helst kjósa menn innan HÍ að fá nýtt fé til þessa, að sögn Svein- björns. Til greina kemur þó að nýta hluta þeirrar 15 m.kr. fjárveitingar. sem skólinn fékk til nýsköpunar og vegna fjölgunar nemenda. „Það þýðir að deildir sem verða fyrir mestri fjölgun stúdenta fá hana þá ekki bætta. Ein hugmyndin er sú að við reynum að gera hvort tveggja, þ.e. að láta féð ganga til þeirra deilda sem verða fyrir mestri fjölgun en í staðinn verði fjármagn- ið notað að hluta til að ráða aðstoð- armenn." Nefnd á vegum háskólans hefur skilað tillögum um hvernig standa megi að slíku kerfi. Leggur nefndin m.a. til að stofnaður verði 30 m.kr. sjóður sem kennarar gætu sent inn umsókn í og gert grein fyrir hvern- ig þeir myndu nýta aðstoðarmenn- ina. Hugmyndin er að aðstoðin fel- ist í undirbúningi við kennslu eða við rannsóknarstörf. Þegar kennari hefur fengið vilyrði fyrir aðstoðar- manni í einhveija mánuði gæti hann kynnt málið fyrir nemendum sínum. Reiknað er með að stúdent veiti um það bil tíu klukkustunda aðstoð á viku. „Við teljum að jákvætt sé fyrir stúdenta að taka þátt í kennslu. Einnig getur verið gott fyrir kenn- ara að fá nemendur til að létta af sér ýmsum störfum. Ekki síður væri um að ræða ódýrara vinnuafl heldur en ef greiða þyrfti kennara yfirvinnu,“ sagði Sveinbjörn og benti á að með þessu móti hefði kennari einnig meira næði til að stunda rannsóknir. ESTEE LAUDER Við lofum, þér mun líka það sem þú sérð Bjartari og heilbrigðari húð. Þetta er hin fullkomna húðmeðferð. Fáanleg nú frá þriðjudeginum 16. janúar aðeins í Estée Lauder verslunum. Nú býður Estée Lauder þér allt sem til þarf, svo húð þín öðlist fallegt og heilbrigt útlit. Hreinsir, andlitsvatn og næringarkrem, sérstaklega fyrir þína húðgerð. Og að auki Fruition, hið óviðjafnanlega ávaxtasýrukrem fyrir allar húðgerðir. Þetta allt í fallegri snyrtitösku. Great Beginnings Skincare Kits fýrir venjulega/blandaða húð eða venjulega/þurra húð. Tilboðsverð 2.280 kr. Hygea, Kringlunni; Sara, Bankastræti; Hygea, Austurstræti; Brá, Laugavegi; Snyrtivöruv. Glæsibæ; snyrtistofan Mæja; Gullbrá, Nóatúni; snyrtistofan Hrund, Kópavogi; Sandra, Hafnarfirði; Ninja, Vestmannaeyjum; Apótek Keflavikur; Apótek Sauðárkróks; Amaró Akureyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.