Morgunblaðið - 11.02.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.02.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1996 19 UNNIÐ að líftæknirannsóknum, en stofnanir og fyrirtæki í húsinu samnýta og njóta góðs af tækni- búnaði, þekkingu og reynslu sem búið er að byggja þarna upp og rannsóknaumhverfinu sem þar er. í RANNSÓKNASTOFU Líftæknihússins, þar sem starfa nú fjórir aðilar. Helen P. Brown fram- kvæmdastjóri Islenskra fjallagrasa, Jakob Kristjánsson forstöðumaður líftæknideildar Iðntækni- stofnunar, Jóhannes Gíslason framkvæmdastjóri Genís hf. og Anna Kristin Daníelsdóttir stofnerfða- fræðingur hjá Hafrannsóknastofnun. er ekki bara fagurfræðileg verð- mæti heldur getur hann líka verið hörð peningaleg verðmæti, eins og í þessu tilviki þar sem eru nýtan- legar hveralífverur sem hafa alls kyns eiginleika. Þær eru mjög harðgerðar af því þær þurfa að lifa við þennan háa hita, 70-113 gráður, og þá er í þeim að finna alls kyns nýtanleg efni. Þetta gild- ir auðvitað um allar örverur, en er sérstaklega áberandi um þessar hitaörverur. Til að nýta sér þetta þarf ekki annað en að ná í þessi gen úr lífverunum. Þess vegna er talað um „Genetic Resources.“ í Ríó-samningnum er ákvæði að heimalandið eigi rétt á þessari líf- fræðilegu uppsprettu sinni.“ Bein hagnýting er ekki leyfð nema með leyfi hlutaðeigandi lands og að það fái sanngjaman hluta af gróða þess sem nýtir. Þetta þýðir að ákvæðið í Ríó-samningn- um hefur styrkt þá hér í sölu- mennsku erlendis. Menn geta auð- vitað stolið öllu ef þeir ætla sér það, en flestir virða reglur. „Við höfum t.d. í gegn um Genís gert samning við stórt amerískt fyrir- tæki sem gengur út á það, að við ætlum að finna ákveðnar örverur til notkunar í efnaiðnaði og leigjum þeim síðan afnotarétt af ákveðnum genum úr þeim. Þetta fyrirtæki ætlar að nota ensím í efnaiðnaði á víðum grunni til að framleiða ýmis efni, svo sem plast, lyf og fleira. Við leigjum þeim afnotin til tíu ára til að byija með og síðan auðvitað með hlutdeild í arði ef vel gengur. Þeir borga fyrir þetta verkefni og það fer til rannsókna hér. Þarna er dæmi þar sem við höfum getað selt okkar þekkingu og landsins gæði,“ segir Jakob. Fjölbreytt verkefni Jakob segir að áfram verði hald- ið á sömu braut og kveðst sann- færður um vaxandi framgang. „Við erum auðvitað að ná betri tökum á þessu með framleiðslu í huga, því við ætlum að framleiða sem mest hér heima“, útskýrir hann. „Ég held að með samningun- um sem gerðir hafa verið við þessa erlendu aðila sé Genís búið að tryggja okkur tekjur til nokkurra ára. En svo erum við líka með önnur verkefni á öðrum sviðum." Af verkefnum sem hafa verið þróuð þarna í Líftæknihúsinu má nefna bakteríusmit fyrir lúpínu, sem núna er framleitt hjá Land- græðslunni í Gunnarsholti. Lúp- ínan þarf sérstakar barkteríur sem dreift er með fræjunum og þarna var þróuð aðferð til að rækta þess- ar bakteríur og koma þeim í geymsluhæft form, svo hægt væri að framleiða þær og geyma í pok- um í 9 mánuði án þess að þær tapi virkni sinni. Þetta er lykilatr- iði til að hægt sé að nýta lúpínuna. Einnig hefur verið unnið fyrir Skógræktarfélag Reykjavíkur að því að framleiða betri tijáplöntur með því að hafa þær smitaðar með rótarsveppum. Öllum tijám er eðli- legt að vera í samlífi við sveppi sem hjálpa þeim við upptöku vatns og næringarefna. Þama er stefnt að því hægt verði að framleiða og selja hér slíkar plöntur, fyrirfram búnar að koma sér upp þessu sambýli. Þá hefur verið þarna verkefni fyrir Bláa lónið við að skilgreina lífríkið sem þar er og aðstoða fyrir- tækið við þörungarækt úr Bláa lóninu. Sem dæmi um hve margbreyti- leg og jafnvel skrýtin verkefni hafa komið þarna til úrlausnar, þá hafa þeir verið að að rannsaka örveruvistkerfi í kísilgúr og í stí- fluðum snjóbræðslukerfum, í salt- fiski og í Bláa lóninu. Það sýnir hvað þessar örverur geta komið víða við og að taka þarf tillit til margvíslegs vanda. Við skjótum inn spurningu um hvernig gangi með kuldaörverum- ar. Það er Guðni Alfreðsson pró- fessor á Líffræðistofnun sem hefur unnið við þær. Genís hf. er komið í samstarf yið hann um að nýta þær líka og markaðssetja. Það verkefni er mun skemmra á veg komið en með hitaörverurnar. Enn er engin framleiðsla komin úr því, en verið er að leita þar að nýtanleg- um ensímum með sama hætti eins og með hitaörverurnar til efnaiðn- aðar og rannsókna. Þær eru á hin- um enda hitastigsskalans, geta lif- að við 0 gráður, þar sem hitaveir- urnar lifa við 70-113 stiga hita sem er hæsta hitastig sem þekkt er fyrir nokkrar lífverur. Ekki má gleyma hvílíkt kennslu- efni þarna er saman komið á einum stað. Frá 1990 hafa 13 erlendir stúdentar komið frá Hollandi, Þýskalandi, Frakklandi, Svíþjóð og Danmörku til að vinna að lokaverk- efnum sínum. Flestir dvalið í 4-6 mánuði til að ljúka verkefni í hveraörverum. íslenskir stúdentar hafa líka unnið þar að námsverk- efnum, flestir í líffræði, en einnig í lyfjafræði og matvælafræði. Trú á framtíð líftækniiðnaðar Jakob Kristjánsson kvaðst vera mjög bjartsýnn nú og hafa mikla trú á framtíð líftækninnar á ís- landi. „Við erum búin að ganga í gegn um þessa 10 ára uppbygg- ingu og bæði Genís og Isteka hafa lifað þetta tímabil af. Framundan er miklu bjartara þegar litið er til þess þekkingargrunns sem búið er að byggja upp hér í Líftæknihúsinu og víðar. Hann stendur traustum fótum og ekki ástæða til annars en að honum verði við haldið. Því er fullkomin ástæða til bjartsýni. Við þetta bætist að verið er að vinna að ýmsum öðrum verkefnum sem eru skyld og tengd líftækni, svo sem á sviði lyíja, þar sem ver- ið er að þróa ný lyf og lyfjaform. Við þetta má bæta að mikil gróska hefur verið í hagnýtum læknis- fræðilegum rannsóknum undan- farin ár, þar sem í gangi er leit hér á landi að orsökum alls kyns sjúkdóma, m.a. í krabbameinsgen- um. Ég held að samanlagt muni þetta leggjast á eitt á næstu árum og spretta upp úr þessu töluverður líftækniiðnaður." Hvað á dr. Jakob Kristjánson við með næstu árum? „Ég held að við séum komin með þennan grunn og yrði ekki hissa þótt að eftir 5 ár yrði líftækniiðnaðurinn að minnsta kosti farinn að velta hálf- um milljarði á ári. Ég held að það sé ekki óvarlega spáð miðað við stöðuna eins og hún er í dag.“ Lesið í hvala- og fiskistofna ANNA Kristín Danielsdóttir stofnerfðafræðingur ásamt líffræð- ingunum Pétri Henry Petersen og Kristjáni Kristinssyni. í Efna- og líftæknihúsinu í Keldnaholti eru rannsókna- stofnanir og fyrirtæki. Haf- rannsóknastofnun leigir þar aðstöðu, sem byggist á því að aðstaða, tækjabúnaður og alls kyns þekkingargrunnur er sameiginlegur með öðrum verkefnum á staðnum. Þarna beitir Anna Kristín Daníelsdótt- ir stofnerfðafræðingur, ásamt aðstoðarmönnum, erfðafræði- legum aðferðum við rannsóknir á fiskistofnum. Anna kvaðst hafa verið með athuganir á stofngerð hvaia, langreyða, sandreyða og hrefnu og voru rannsóknirnar hluti af doktorsverkefni hennar í stofn- erfðafræði sem hún lauk í fyrra. Eftir það fór hún að vinna fyrir Norðmenn á norskum rannsókn- aráðsstyrk frá norska rann- sóknaráðinu. Var þá að skoða hrefnuna í NA-Atlantshafi og bera hana saman við fyrri rann- sóknir sínar á hrefnu við Island og Grænland. Þetta reyndust allt vera mismunandi stofnar við Noreg, Grænland og ísland. „Við skoðum erfðasamsetn- ingu stofnanna og skyldleika þeirra út frá því. Við höfum tvo hópa. Skoðum genin í einstakl- ingunum og ákvörðum eftir því hvort við finnum blöndun á erfðaefninu, hvort þar er um einn stofn að ræða eða aðskilda stofna“, útskýrir hún. Hún hef- ur líka skoðað á sama hátt lan- greyðina við Island annars veg- ar og langreyði við Spán liins vegar og eru það aðskildir stofn- ar. Síðan athugaði hún erfða- samsetningu sandreyðar við ís- land. Allt er þetta hluti af því að ákvarða aðgreiningu stofna og hjálpa til við stýra nýtingu stofnanna og friðun. Nú í sumar byrjaði hún svo rannsóknir á karfa í Grænlands- hafi og við ísland í samvinnu við fiskifræðinga. Þar er aðal- spurningin hvernig skyldleikinn er milli úthafskarfa og djúp- karfa. Hvort það er einn stofn í Grænlandshafi eða tveir. Við Island er enginn úthafskarfi heldur djúpkarfi og Anna er að athuga skyldleika hans og djúp- karfans við Grænland, hvort einhver samgangur er þar á milli. Síðan stendur til að athuga djúpkarfann frá fleiri svæðum við Island, eins, og t.d. í Rósa- garðinúm, með tilliti til sam- gangs milli svæða. Hún segir þessar rannsóknir á frumstigi. Byrjað var í sumar að safna sýnum. Þá fór hún í Grænlands- haf með Bjarna Sæmundssyni og fór svo aftur í október með Sigli, því þá er æxlunartími karfans. Hún er að skoða erfða- samsetningu karfans í þessum mismunandi hópum til að vita hvort þetta séu aðskildir stofnar eða allt einn stofn og tilgangur- inn að það geti hjálpað til við veiðisljórnun. Auk Hafrann- sóknarstofnunar styrkja þessar karfarannsóknir Rannsóknaráð og ýmsir útgerðaraðilar. Frá og með 1. apríl verður byrjað á nýju verkefni, sem Evrópusambandið styrkir. Það eru sams konar erfðarannsóknir á þorski, dvergþorski, kol- munna og lýsingi í Norður-Atl- antshafi. Þetta er samstarfs- verkefni með Norðmönnum, írum og Bretum. Fyrir tveimur árum var byrjað að safna sýnum úr þorski og þá í samvinnu við fiskifræðinga sem vinna að rannsóknum á þorski. Þetta er fjögurra ára verkefni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.