Morgunblaðið - 11.02.1996, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 11.02.1996, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR KORFUKNATTLEIKUR Stjörnuleikur bandarísku NBA-deildarinnarverður háður í Alamo Dome í San Antonio í kvöld Þriggja daga stanslaus hátíð NBA stjömuleikurinn fer fram í 46. skipti í Alamo Dome höllinni í San Antonio í kvöld. ggmg Reyndar hefur NBA Gunnar deildin sífellt aukið Valgeirsson við atburði tengda skrifarfrá leiknum á síðustu Bandankjunum , . , , árum, og í ar verður full dagskrá í þijá daga. Opnunarhátíðin var á föstudag- inn og munu þá meðal annars Ólympíulið kvenna og úrvalslið nýl- iða taka þátt í æfingum. í gær var síðan æfing hjá stjörnuliðum aust- ur- og vesturdeildar og voru þær opnar öllum sem áhuga höfu á að beija goðin augum. Seinna um dag- inn var stjömuleikur nýliða og dag- skránni lauk síðan með þriggja- stiga skotkeppni og troðslukeppn- inni. Stjörnuleikurinn sjálfur verður síðan í kvöld. Leiknum verður nú sjónvarpað til 170 landa til um 200 milljón heimila. Um 15 til 20 þessara landá senda sérstaka þuli og tæknilið fyr- ir eigin útsendingar frá leiknum. Stjömuleikur nýliða Þessi leikur fór nú fram í þriðja sinn, en hann tók við af stjörnuleik leikmanna sem þegar höfðu lagt skóna á hilluna. I liði austurdeildar ber hæst þeir Jerry Stackhouse hjá Philadelphia 76ers og Damon Sto- udamire hjá Toronto Raptors, en þeir hafa báðir staðið_ upp úr hjá liðum sínum í vetur. I liði vestur- deildar hefur Joe Smith hjá Golden State Warriors sjálfsagt staðið sig best. Einnig verður gaman að fylgj- ast með hinum 19 ára Kevin Garn- ett frá Minnesota Timberwolves, en hann fór í NBA-deildina beint úr gagnfræðaskóla (high school). Elsti nýliðinn í leiknum verður hinsvegar hinn 31 árs gamli Lithái Arvydas Sabonis hjá Portland Trail Blaizers. Portland valdi Sabonis í NMA val- inu 1986, en hann kaus heldur að leika í Evrópu þar til í vetur. Þriggja stiga skotkeppnin Þessi keppni er nú haldin í 11. skipti. Tveir leikmenn hafa unnið þessa keppni þijú ár í röð. Larry Bird hjá Boston vann 1986-1988 og Craig Hodges frá Chicago vann Reuter Tveir góðir ÞESSIR kappar hafa oft eldað grátt silfur saman I stjörnuleikjum, en í kvöld verður það að- eins Michael Jordan í búningi. Earvin „Magic“ Johnson mun hins vegar eflaust vera meðal áhorfenda, enda láta körufknattleiksunnendur sig ekki vanta á leikinn þar sem helstu stjörn- ur NBA-deildarinnar sýna sig. Jordan fékk næst flest stig í valinu á liðunum. 1990-1992. Glen Rice hjá Miami vann í fyrra. Líklegustu sigurvegar- ar í ár eru Steve Kerr hjá Chicago, Dana Barros hjá Boston, Glen Rice, sem nú leikur með Charlotte, og Dennis Scott hjá Orlando. Sigur- launin eru 20.000 dollarar, eða rúmlega 1,3 milljónir króna. Troðslukeppnin Margir af skemmtilegustu leik- mönnum í deildinni taka þátt í þess- ari keppni, sem fer nú fram í 13. skipti. Aðeins Michael Jordan, sem sigraði 1987 og 1988, og Harold Miner hjá Miami (oft kallaður „Litli Jordan"), sem vann 1993 og 1995, hafa unnið þessa keppni oftar en einu sinni. Grant Hill hjá Detroit og Jerry Stackhouse hjá Philadelph- ia eru sigurstranglegir í þessari keppni, en allt getur samt gerst. Stjörnuleikurinn Flestir bestu leikmenn körfu- knattleiks í heiminum verða á park- etgólfinu í San Antonio á sunnu- dag. Helst hefur ákvörðun þjálfara um að velja ekki Dennis Rodman hjá Chicago verið gagnrýnd. Ahorf- endur á leikjum deildarinnar velja þá fimm sem byija inná hjá liðun- um, en þjálfarar liðanna velja síðan hina sjö leikmennina, oft í samvinnu við hæstráðendur á deildarskrifstof- unni í New York. Þjálfarar þeirra liða sem bestan árangur hafa tvær vikur fyrir leikinn í báðum deildum fá þann heiður að þjálfa í stjörnu- leiknum. í ár eru það Phil Jackson hjá Chicago og George Karl hjá Seattle. Báðir eru þeir að þjálfa í annað sinn í stjörnuleik. Liðin sem leika á sunnudag verða skipuð eftirtöldum leikmönnum (fimm fyrstu nöfnin helja leikinn hjá liðunum). Austurdeildin Anfernee Hardaway, Orlando Grant Hill, Detroit Michael Jordan, Chicago Shaquille O’Neal, Orlando Scottie Pippen, Chicago Vin Baker, Milwaukee Terrell Brandon, Cleveland Patrick Ewing, New York Juwan Howard, Washington Reggie Miller, Indiana Alonzo Mourning, Miami Glen Rice, Charlotte Vesturdeild Charles Barkley, Phoenix Clyde Drexler, Houston Shawn Kemp, Seattle Jason Kidd, Dallas Hakeem Olajuwon, Houston Sean Elliott, San Antonio Karl Malone, Utah Dikembe Mutombo, Denver Gary Payton, Seattle Mitch Richmond, Sacramento David Robinson, San Antonio John Stockton, Utah Þetta gæti verið í síðasta skipti sem við sjáum Patrick Ewing og Charles Barkley í stjörnuleik, en endurkoma Michael Jordan í leikinn mun eflaust auka áhuga fólks á leiknum. Jason Kidd leikur sinn fyrsta leik, en hann er mjög skemmtilegur bakvörður. Mitch Richmond var kosinn leikmaður leiksins í fyrra. Karl Malone er einn af þessum leikmönnum sem hefur unnið þann titil tvisvar. Kareem Abdul-Jabbar á flest met í samanlögðum árangri í stjörnu- leikjum. Hann hefur leikið flesta leiki (18, næsti er með 13). Hann hefur leikið lengst allra, eða í 449 mínút- ur, gert flest stig (251), skorað flest- ar körfur (105), varið flest skot (31), og loks hefur hann fengið flestar villur villur (57). Michael Jordan hefur skorað að flest stig að meðal- tali í stjömuleik, en kappinn sá er með 22,1 stig að meðaltali. Þess má að lokum geta að leikur- inn verður sýndur í beinni útsend- ingu á Stöð 2 í kvöld og hefst sýning- in kl. 23.30 og mun Valtýr Björn Valtýsson lýsa leiknum beint frá San Antonio ásamt Einari Bollasyni. FIFAvarar UEFAvið EKKI virðast allir vera sáttir við þá ákvörðun Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA) að koma á fót úrvalsdeild sfaerstu og frægustu liðanna í Evrópu. Joao Havelange, forseti Alþjóðaknatt- spyrnusambandins (FIFA), varaði forráðamenn UEFA við í gær og sagði ekki ráðlegt að hampa þannig fáum auðugum féiögum. „FIFA er tals- maður allra félaga, ekki bara þeirra stóru og ríku og við vi(jum hafa reglur sem höfða jafnt til a!lra,“ sagði Havelange. Sepp Blatter, fram- kvæmdastjóri FIFA, sagði að ef svo héldi fram sem horfði gæti hugsast að á þingi FIFA í júlí yrðu gerðar ráðstafanir þannig að allir ættu sama rétt. „Knattspyrnan er byggð eins og pír- amíti. Grunnurinn er æskan og skólarnir og síð- an er byggt ofan á og á toppnum er FIFA. Ein- stök félög eiga ekki að ráðskast með hluti og slíkt getur haft ófyrirséðar afleiðingar. Það gætu orðið tvennskonar lög, annars vegar fyrir þá ríku og hins vegar fyrir þá fátæku,“ sagði hann og bætti því við að ein af grunnreglum FIFA væri að breiða knattspyrnuna út um allan heim en ekki að hafa eins mikla peninga út úr krafsinu og kostur væri. I fréttaskeytum er lát- ið að því liggja að þetta sé aðeins enn eitt deilu- efnið á milli Havelange og Svíans Lennart Jo- hansson, en mikið hefur verið um slíkt á milli forráðamanna sambandanna eftir að Johansson ákvað að bjóða sig fram sem forseta FIFA, á móti Haveíange. FRJALSIÞROTTIR Spenna er Ottey vann PHvalovu Merlene Ottey frá Jamaiku rétt marði sigur í 60 metra hlaupi er hún mætti rússnesku stúlkunni Irinu Privalovu á innan- hússmóti í Madrid á föstudags- kvöldið. Stúlkurnar fengu báðar tímann 7,10 sekúndur en Ottey var úr- skurður sigurvegari eftir að dóm- arar höfðu grandskoðað myndir af hlaupinu. Þær tvær hafa oft háð harða keppni á hlaupabrautinni í Madrid og þar setti sú rússneska einmitt heimsmetið árið 1993 er hún hljóp á 6,92 sekúndum. í 60 metra hlaupi karla sigraði Terrence Bowen frá Bandaríkjum á 6,60 sekúndum, tveimur hundruð- ustu úr sekúndu á undan Raymond Stewartfrá Jamaiku. Landi Bowens og heimsmethafinn í 60 metra hlaupi innanhúss, Andre Cason, varð þriðji á 6,65 sekúndum sem er talsvert frá hans besta, 6,41. Búist var við mikilli keppni í lang- stökki karla enda voru þrír mjög góðir mættir til leiks, Ivan Pedroso frá Kúbu, James Beckford frá Jamaiku og heimsmethafinn utan- húss, Mike Powell frá Bandaríkjun- um. Heimsmethafinn var ekki í nægilega góðri æfingu og varð að sætta sig við þriðja sætið með því að stökkva 8,13 metra en þeir Ped- roso og Beckford stukku báðir 8,43 metra og var Pedroso fyrri til þess og telst því sigurvegari. Heimsmethafinn í hástökki, Kúbumaðurinn Javier Sotomayor sigraði í hástökkinu í Madrid með því að vippa sér yfir 2,36 metra og er það besti árangur sem náðst hefur í hástökki á árinu. Heims- meistarinn Troy Kemp frá Bahamas og Bandaríkjamaðurinn Charles Austin urðu jafnir í örðu sæti, stukku báðir 2,31. Keppnin í hástökki kvenna var einnig spennandi og þar urðu tvær stúlkur jafnar og efstar, stukku báðar 2,02 metra sem er besti árangur ársins. Þetta voru þær Alina Astafei frá Þýskalandi og Stefka Kostadinova frá Búlgaríu. Vestfjarðariðill í keppni fjórðu deildar SÉRSTAKUR Vestfjarðariðill verður í 4. deildinni í knattspymu í sumar, en þaðan hafa sex lið skráð sigtil keppni. Þau eru: BI, Bolungarvík, Ernir, Geisl- inn, Hörður og Reynir, Hnífsdal. Þessi lið skipa C-riðil, en alls eru riðlarnir í fjórðu deild fimm talsins. í A-riðli leika: Framherjar, GG, Njarðvík, Léttir, Afturelding, ÍH, HB og SKÁÁ. í B-riðli leika: Smástund, Víkingur Ó., Bruni, Ár- mann, TBR, Haukar og Skautafélag Reykjavíkur. í D-riðli leika: Hvöt, Kormákur, Magni, SM, Tinda- stóll, Neisti H og KS. í E-riðli leika: Einheiji, Huginn, Leiknir F., Neisti D., Sindri og KVA. Ferð fýrir háforgjafar- menn til Portúgal NÚ gefst háforgjafárkylfingunum og byijendum í íþróttinni tækifæri til að komast í golf til Portúgals því Úrval-Útsýn hefur skipulagt ferð dagana 17. til 28. apríl. í tilkynningu frá ferðaskrifstofunni segir að vellirnir sem leikið verði á séu sérstaklega þægi- legir yfirferðar og ekki of erfiðir þannig að byijend- ur og háforgjafarfólk eigi að kunna vel við sig. Ennfremur segir í tilkynningunni að ekki verði skráð- ir menn sem hafa undir 30 í forgjöf, en leikið verður á þremur völlum, alls átta hringir. Fararstjóri verð- ur íslandsmeistarinn Björgvin Sigurbergsson og: kostar ferðin 78.100 krónur miðað við að tveir gisti saman í íbúð með einu svefnherbergi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.