Morgunblaðið - 11.02.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.02.1996, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B/C/D ®r0imfiMí!» STOFNAÐ 1913 35. TBL. 84. ARG. SUNNUDAGUR 11. FEBRUAR1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Sprengjutilræðið í London fordæmt og þrýst á Sinn Fein IRA lýsir yfir ábyrgð London. Reuter. ÍRSKI lýðveldisherinn (IRA) lýsti síðdegis í gær formlega yfir ábyrgð á sprengjutilræðinú í London á föstudag og sagði að ákvörðun um tilræðið hefði verið tekin af forystu IRA. Breskir stjórnmálamenn skor- uðu á Sinn Fein, stjórnmálaarm IRA, að fordæma sprengjutilræðið, sem batt enda á 17 mánaða vopna- hlé, eða eiga á hættu að verða haldið fyrir utan friðarviðræður um Norður-írland. Gerry Adams, leið- togi Sinn Fein, kvaðst vilja boða til áríðandi viðræðna milli stjóma Bretlands og írlands. Breskir og írskir stjórnmála- menn hétu því að halda áfram friðarumleitunum, en sögðu að leið- in til friðar yrði ekki auðfundin eftir að IRA batt enda á vopnahléð á þeirri forsendu að bresk stjórn- völd hefðu tafið fyrir viðræðum til að finna pólitíska lausn. Allt að 50 millj. punda (jón Rúmlega hundrað menn særðust þegar sprengja sprakk á Dockland- svæðinu í austurhluta London á föstudagskvöld um 20 mínútum eftir að yfirlýsing barst frá IRA. Talið er að gasleiðsla hafi sprungið rétt á eftir sprengjunni. Ekki hefur verið lagt mat á tjónið, en talið er að það gæti numið allt að 50 millj- ónum punda, samkvæmt sjónvarps- stöðinni Sky. Lögregla, sem reyndi að koma fólki undan eftir að viðvörun barst um sprengjuna, sagði að henni hefði augljóslega verið ætlað að valda manntjóni. Fimmtán byggingar skemmdust mikið óg gluggar Reuter MIKIL eyðilegging varð dag. Hér sést illa farin þegar sprengja sprakk í London á föstu- skrifstofubygging við Canary-bryggju. brotnuðu í tugum skrifstofubygg- inga og heimila. Stendur á sama um mannslíf „Þetta sýnir að þessu fólki stend- ur fullkomlega á sama um manns- líf," sagði Anderson Dunn lögreglu- foringi. Elísabet Bretlandsdrottning gaf út harðorða yfirlýsingu og sagði að framið hefði verið „viðurstyggi- legt ofbeldisverk". Sinn Fein er eini stjórnmála- flokkurinn, sem ekki hefur for- dæmt verknaðinn, sem ber því vitni að innan IRA er farið að gæta óþreyju vegna þess að breska stjórnin lætur ekki af kröfu sinni um að lýðveldisherinn láti af hendi vopn sín áður en allsherjar friðar- viðræður hefjast. Sir Patrick Mayhew írlands- málaráðherra sagði í gær að sprengingin sýndi að krafa Breta væri réttmæt. Hann bætti því við í samtali við breska útvarpið BBC að fordæmdu leiðtogar Sinn Fein ekki verknaðinn myndu margir ef- ast um að þeir væru andvígir hon- um. David Trimble, leiðtogi írskra sambandssinna, sagði að nú þyrfti Sinn Fein að sanna enn á ný að flokknum væri alvara með friðar- viðræðum. John Major, forsætisráðherra Bretlands, ræddi við Bill Clinton Bandaríkjaforseta og John Bruton, forsætisráðherra Irlands, eftir sprenginguna til að átta sig á því hvað hægt væri að gera til að bjarga friðarviðræðunum. Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands ræðast við í Helsinki Umbótum haldið áfram í Rússlandi Helsinki. Reuter. WARREN Christopher, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, og Jevgení Prímakov, sem tók við emb- ætti utanríkisráðherra Rússlands í janúar, lýstu yfir því eftir fyrsta formlega fund sinn í gærmorg- un að enn væri ágreiningur milli þeirra, en sam- skipti þeirra hefðu farið vel af stað. Prímakov var ekki jafn afdráttarlaus í ummæl- um sínum um stækkun Atlantshafsbandalagsins (NATO) og rússneskir ráðamenn hafa verið. „Það er æskilegt að NATO stækki ekki," sagði Prímakov. „Við verðum að finna rétta lausn, sem mun fullnægja kröfum beggja aðilja og einnig Austur- og Mið-Evrópu." Prímakov fullvissaði Christopher um að umbót- um í Rússlandi yrði haldið áfram og ekki yrði stigið til baka. Prímakov bætti yið að gera þyrfti ótilgreindar „leiðréttingar" á stjórnarstefnunni og dró ekki dul á að þær yrðu sniðnar til aðstoða fólk, sem á undir högg að sækja vegna breytinga í átt til markaðsbúskapar. Prímakov tók við embætti 9. janúar af Andrei Kozyrev og á Vesturlöndum hefur borið á ótta um að þessi breyting boðaði fráhvarf frá umbót- um og frjálslyndi. Fundi utanríkisráðherranna í Helsinki er ætlað að treysta samskipti Banda- ríkjamanna og Rússa. Reuter Christopher og Prímakov takast í hendur. Reynt að hemja mótmæli í Tsjetsjníju Grozný. Reuter. RÚSSNESKIR hermenn skutu af byssum upp í loftið til að koma í veg fyrir að nokkur hundruð mahns kæmust á mótmælafund, sem hald- inn var í Grozný, höfuðborg Tsjetsjníju, til að krefjast sjálfstæð- is. Fréttastofan Itar-Tass greindi frá því að hermennirnir hefðu hleypt tvívegis af byssum sínum í gærmorgun þegar fólk reyndi að brjótast í gegnum raðir þeirra til að taka þátt í mótmælunum. Sagði að fólkið hefði verið hrakið brott, en ekki var greint frá því hvort nokkurn hefði sakað. Mannfall í sprengingu Mótmæli hafa nú staðið yfir í viku fyrir utan forsetahöllina í Grozný og hefur fólk láti fyrirber- ast í tjaldborg, sem slegið hefur verið upp þar. Þrír létu lífið og sjö særðust í sprengingu á torginu fyrir utan höllina á föstudag. Talið er að eitt þúsund manns hafi verið á fundinum í gær. Tjaldborgin nefnist Duki Yurt, sem var gælunafn Dzhokhars Dúdajevs, leiðtoga tsjetsjenskra aðskilnaðarsinna, þegaf hann var barn. Yfirvöld hafa sett á útgöngu- bann og átti að flytja þá tjaldborg- arbúa, sem sniðgengu það, með lögregluvaldi. Umhverfis mót- mælendurna eru hermenn og her- bílar. Rússneski herinn sagði að mót- mælendur hefðu átt sök á spreng- ingunni og í henni hefðu tveir borg- arar og einn hermaður látið lífið. Fréttastofan Tass sagði að í rússn- eska innanríkisráðuneytinu væri litið á þetta atvik sem „ögrun, sem ætlað er að kalla fram geðshrær- ingu og andúð á Rússum og stjórn- völdum". Jeltsín varar við blóðbaði Boris Jeltsín, forseti Rússlands, segir að það muni leiða til blóðbaðs að kveðja rússneska herinn brott frá Tsjetsjníju og í stjórnaryfiriýs- ingu sagði að rússneskir hermenn „kæmu í veg fyrir að Dúdajev hæfi ógnarherferð gegn sinni eigin þjóð og öðrum þjóðum Rússlands". Mótmælendurnir kröfðust þess í gær að rússneski herinn hyrfi á braut og stjórn Dokus Zavagjevs, sem er hliðholl Rússum, segði af sér. 10 AÐSTAÐAN AISLANDI ÓMISSANDIFYRIR ÖRYGGIEVRÓPU Líftæknin komin - ^ á strik 1 Q VIDSKtPnAIVINNULÍF A SUNNUDEQI ÞBIGGJA FJÖLSKYLDNA FYRŒTÆKI Einkaframtak íRauðabænum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.