Morgunblaðið - 11.02.1996, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 11.02.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1996 43- FÓLK í FRÉTTUN Morgunblaðið/Atli Rúnarsson PÉTUR Pétursson, Björk Jónsdóttir og Jón Bachmann. GAMLIR veiðifélagar í Grímsá hittust á blótinu í Orlando. Það voru þeir Friðrik Eiriksson og Valur Egilsson. SÍÐUSTU DAGAR ÚTSÖLUNNAR STÚRLÆKKAB VERB! Dæmi um verð: Úlpur stærðir 32-52 = 50% afsláttur. Kápur stærðir 34-52 = 30-50% afsláttur. Síðbuxur stærðir 38-40 & 48-50-52 kr. 1.000. Pils Úrval í stærð 38. kr. 1.000-1.900. Kjólar kr. 900-1.900-2.900. Blússur kr. 1.900. Verðlistinn v/Laugalæk,sími 553-3755. Þorri blótaður í Orlando RÚMLEGA 180 íslendingar lögðu leið sína á Þorrablót í Or- lando laugardaginn 3. febrúar í Langford Resort Hótelinu í Wint- er Park. Gestir komu víða að m.a. frá Minneapolis, Norfolk, Sarasota, Port Richey og Clearwater. Anna Bjarnason, formaður íslendinga- félagsins á Orlandosvæðinu, setti hófið með ræðu og sá um veislu- stjórn. Eiríkur Friðriksson, mat- reiðslumaður, reiddi fram þorra- matinn með aðstoð föður síns Friðriks Eiríkssonar, bryta. Þótti þeim takast vel upp, enda voru á borðum allar tegundir þorra- matar. Gylfi Þ. Gíslason stjórnaði fjöldasöng eftir borðhaldið, en síðan lék Bill Freistadt einleik á ELÍSABET Sveinbjörns- dóttir mætti í peysufötum á blótið með manni sínum Þorsteini Steingrímssyni. munnhörpu. Hann er kvæntur Birnu Þórarinsdóttur. Leynigestir voru Sigríður Beinteinsdóttir og Grétar Örvars- son, sem skemmtu gestum og léku fyrir dansi. Morgunblaðið/Atli Steinarsson ÍSLENSKU ræðismannshjónin í Suður-Flórída, Þórir S. Gröndal og Erla Ólafsson, með heiðursgestum kvöldsins, Sue og Charles Cobb, fyrrum sendiherrahjónum á Islandi. Islensk menning og þorramatur í Flórída VEL Á annað hundrað manns mættu á þorrablót í Fort Lauder- dale um mánaðamótin. Birna Smalzer, formaður íslendingafé- lagsins á svæðinu, bauð gesti vel- komna og þakkaði þeim sem lagt höfðu hönd á plóg við undirbúning blótsins. Ekki síst Margréti Karls- dóttur, sem bar hita og þunga af matseldinni. Boðið var upp á full- komið þorraborð og var maturinn fenginn frá íslandi. Þórir S. Gröndal ræðismaður ávarpaði gesti og vitnaði í sígilda visku Hávamála. Hann kynnti síðan heiðursgest kvöldsins, Charles E. Cobb Jr., fyrrum sendiherra Banda- ríkjanna á íslandi. Cobb kvað ís- lenskra menningaráhrifa gæta í Flórída. Málverkasýningu Lovísu Matthíasdóttur væri nýlokið og von væri á SinfóníuhljómSveit íslands. Eftir borðlialdið dunaði söngur og dans. Hljómsveitin Stjórnin, með söngkonuna Sigríði Beinteinsdóttur í fararbroddi, lék fyrir dansi fram á nótt. Veislustjóri var Jón Gerald Sullenberger. * — Valgerður Einarsdóttir: Ég hef stundað æfingabekkina í 2 ár og líkað mjög vel. Ég var slæm af vöðva- bólgum og er nú allt önnur. Ég mæli því eindregið með æfingabekkjunum. Margrét Ámundadóttir: Ég hef stundað æfingabekkina í tvö ár og finn stórkostlegan mun á vextinum. Og ekki hvað síst hafa vöðvabólgur og höfuðverkur algjörlega horfið. Þetta er það besta sem ég hef reynt og vil ekki missa úr einn einasta tíma. Vilhelmína Biering: Ég er eldri borgari og hef verið hjá Sigrúnu í æfingabekkjunum í 5 ár og hlakka til í hvert sinn. Mér finnst þetta ómetanleg hreyfing fyrir alla vöðva og finnst mér ég ekki mega missa úr einn tíma enda finnst mér að eldri borgarar eigi að njóta þess að vera í æfingum til að halda góðri heilsu og um leið hafa eigin tíma. Stefanía Davíðsdóttir: ÆíingabekMr Hreylingar, Áimúia 24, sMi 568 0677 Opið frá kl. 9-12 og 15-20 - Frír kynningartími • Ert þú með lærapoka? • Ert þú búin að reyna allt, án árangurs. • Hjá okkur nærðu árangri. • Prófaðu og þú kemst að því að senti- metrunum fækka ótrúlega fljótt. • Eru vöðvabólgur að hrjá þig í baki, öxlum eða handleggjum? • Stirðleiki í mjöðmum og þreyta í fótum? • Vantar þig aukið blóðstreymi, þol og slökun? • Þá hentar æfingakerfið okkar vel. Undirrituð hefur stundað æfingabekki- na reglulega í 5 ár og líkað mjög vel. Ég þjáðist verulega af liðagikt og vöðvabólgum og þoldi þess vegna ekki venjulega leikfimi. Með hjálp æfingabekkja hefur vöðvabólgan smá saman horfið og líðan í liðamótum allt önnur. Þetta er eitthvað það besta æfingabekkjakerfi fyrir allan líka- mann sem flestir ættu að þola. Reynslan hefur sýnt að þetta æfingakerfi hentar sérlega vel fólki á öllum aldri, sem ekki hefur stundað einhverja líkamsþjálfun í langan tíma. Æfingakerfið er einnig gott fyrir fólk, sem ekki stundar almenna leikfimi vegna stífra vöðva o.fl. 7 bekkja æfingakerfið liðkar, styrkir og eykur blóðstreymi til vöðva þannig að ummál þeirra minnkar. Einnig gefur það gott nudd og slökun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.