Morgunblaðið - 11.02.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.02.1996, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ k FAHGARWR FRÁ 'BLANU Þjóðverjar sem búsettir voru á íslandi við upphaf heimsstyrjaldarinnar síðari voru teknir til fanga og fluttir til Bretlands. Urður Gunnarsdóttir ræddi við Snorra G. Bergsson sagnfræðing sem hefur skrifað um erfíðleika þeirra við að snúa aftur til íslands að stríði loknu og afstöðu íslend- inga til útlendinga á fyrri hluta aldarinnar SAGNFRÆÐILEGAR rann- sóknir benda til þess að ís- lendingar hafi lengst af verið andvígir því að útlendingar flyttust til landsins væru þeir ekki af norræna kynstofninum, þar með taldir Þjóðverjar. Þegar Bretar hernámu ísland í heimsstyrjöldinni síðari var hópur Þjóðverja tekinn höndum og sendur til eyjarinnar Manar, þar sem sumir voru fram til stríðsloka. Þrátt fyrir að íslend- ingar virðist að jafnaði ekki hafa snúist gegn Þjóðverjum eftir stríð gekk mönnunum sem héðan voru fluttir illa að komast heim aftur og þá fyrst og fremst vegna and- stöðu Finns Jónssonar dómsmála- ráðherra sem fylgdi stefnu sem viðtekin var á Norðurlöndum. Þetta hefur komið fram í ritgerð sem ungur sagnfræðingur, Snorri G. Bergsson, hefur skrifað um af- drif Þjóðverjanna sem fluttir voru héðan. í lok apríl 1940 reyndust 119 þýskir þegnar búsettir á íslandi, auk 27 gyðinga sem misst höfðu þýskt ríkisfang. Rétt er að taka fram að þýskar konur sem gifst höfðu íslendingum, og þær voru allmargar, fengu íslenskt' ríkis- fang. Þýskir karlmenn, sem kvæntir voru íslenskum konum, héldu flestir þýsku ríkisfangi sínu og börn þeirra fengu sömuleiðis þýskt ríkisfang. Snorri segir Þjóðveria á íslandi hafa haft skiptar skoðanir á nas- istastjórn Adolfs^ Hitlers. „Þegar Bretar hernámu ísland í maí 1940 voru um fimm- tíu Þjóðverjar skráðir í íslandsdeild nasista- flokksins, fyrst og fremst fyrir tilstilli Werners Gerlachs, ræðismanns Þjóðverja á íslandi. Hann beitti landa sína miklum þrýstingi til að ganga í nasistaflokkinn og tóku fáir Þjóðverjar búsettir hér þá áhættu að hunsa Gerlach." Snorri segir að hér hafí vissulega verið eldheitir nasistar fyrir stríð en að þeir hafi flestir snúið aftur heim fyrir stríð. Án efa hafi þó einhverj- ir sem eftir urðu fylgt nasistum að málum. Þýsku mennirnir voru handtekn- ir án málalenginga og fengu hvorki að kveðja fjölskyldu sína né taka með sér persónulega muni. „Fæst- ir gerðu nokkra tilraun til að leyn- ast, aðeins einn þeirra, August Lehrmann, lét sig hverfa og fór huldu höfði í um eitt ár áður en hann var tekinn höndum. Afleiðing þessa flótta undan Bretum varð hins vegar sú að fjöldi velgjörðarmanna hans var hand- tekinn og fluttur í fangabúðir í Þjóðverjar áttu góöa vist á Mön skotið höfðu yfir hann skjólshúsi teknar til fanga og fluttar til Bret- lands en þær voru jafnframt einu íslensku konurnar sem handteknar voru en alls urðu konurnar sjö sem héðan fóru." „Sæluvist" á Mön Þjóðverjarnir voru fyrst fluttir til Bretlands og þaðan til Manar, þar sem um 20.000 Þjóðverjum var haldið. Að minnsta kosti fímm Þjóðverjanna frá íslandi voru send- ir í fangabúðir til Kanada en Þjóð- verjar sökktu farþegaskipi sem flutti hluta fangana þangað og fórust tveir mannanna. . Þjóðverjarnir áttu góða vist á Mön, sem var einn helsti sumar- leyfisstaður Breta. „Fangabúðirn- ar voru sumarleyfisstaðir og hótel- byggingar sem gaddavír hafði ver- ið reistur í kringum. Fangarnir notuðu kunnáttu sína til að byggja upp félagslíf í búðunum og var þegar í upphafí stofnaður óform- legur .háskóli í einum búðanna. Matur var góður í búðunum, fang- arnir gátu unnið fyrir sér og fengu útgönguleyfi daglega." Snorri segir að árið 1944 hafí flestir fangarnir frá íslandi fengið leyfi til að snúa til Þýskalands, í fangaskiptum. í stríðslok hafi átta Þjóðverjar frá Islandi verið eftir í búðunum og tveir bættust í hópinn frá Kanada. „Fjarvera fanganna frá íslandi olli fjölskyldum þeirra margvísleg- um vanda. Þeir höfðu flestir verið eina fyrirvinnan í fjöl- skyldinni sem nú fram- fleytti sér á takmörkuð- um framlögum sænska sendiráðsins, sem ann- aðist mál Þýskalands á stríðsárunum. Einnig komu upp mörg félagsleg vanda- mál, t.d. voru sum börn og jafnvel eiginkonur lögð í einelti eða áreitt á annan hátt," segir Snorri. Deilt um landvistarleyfi Nýsköpunarstjórnin undir for- sæti Ólafs Thors hafði ekki mótað neina stefnu í málefnum Þjóðverj- anna sem fluttir höfðu verið til Bretlands og óskuðu nú eftir því að komast til fjölskyldu sinnar á Islandi skömmu eftir stríðslok. Að sögn Snorra var Ólafur Thors for- sætisráðherra vinsamlegur í garð Manarfanganna og knúði á um lausn mála þeirra. Hins vegar hafi það stoðað lítt þegar kom að veitingu landvistar- leyfa á íslandi. Þar hafí komið til kasta Finns Jónssonar dómsmála- ráðherra sem fylgdi sömu stefnu og hin Norðurlöndin sem veittu ERNST Hinz, (annar frá hægri í efri röð) einn Þjóðverjanna sem tekinn var tiífanga á íslandi, líkast til í hópi samfanga sinna í Kanada. Flestir landa hans sem bjuggu á Islandi fyrir stríð voru fluttir til Manar. Bretlandi. Þá voru þrjár konur sem engum erlendum ríkisborgurum Morgunblaðið/Einar Falur SNORRI G. Bergsson sagnfræðingur segist hafa haft lesaðstöðu á Grensáskaffi þar sem hann hefur lagt drög að ritgerðum sínum um útlendinga á íslandi. eignir voru á íslandi og fæstir höfðu brotið íslensk lög." Um áramótin 1945-1946 voru allir þýsku fangarnir komnir til Þýskalands. Ljóst var að þeir voru ekki síður fangar í heimalandinu en á Mön, ástandið í Þýskalandi var hörmulegt og hernámsstjórnin í höndum fjögurra ríkja: Bandaríkj- anna, Bretlands, Frakklands og Sovétríkjanna. „Þeir sem lýst höfðu áhuga á því að komast til íslands voru dreifðir um hernámssvæðin fjögur og herstjórnaryfirvöld í Þýskalandi höfðu um margt þarfara að hugsa en persónulegar þarfir nokkurra Þjóðverja frá Islandi enda voru þá um 500.000 þýskir stríðsfangar í fangabúðum." Sumir úr hópnum gáfu því hreinlega upp á bátinn allar tilraunir til að fá leyfí til ís- landsferðar. „Svarta klíkan" Alþingi samþykkti í apríl 1946 tillögu um að veita Þjóðverjum sem búsettir höfðu verið á íslandi og kvæntir íslenskum konum landvist- arleyfí. Dómsmálaráðherra til- kynnti að þessi samþykkt breytti engu, hann myndi ekki veita slík leyfi nema að undangenginni rann- sókn. Undir lok ársins veitti ráðu- neytið nokkrum þessara manna dvalarleyfi með vissum skilyrðum. Á sama tíma og flestum mönnunum var veitt dvalarleyfi á íslandi, enda ný stjórn við völd, neituðu hernámsyfirvöld í Þýska- landi föngunum fyrrverandi um brottfararieyfí. Höfðu þau m.a. áhyggjur af starfsemi Þjóðverja utan Þýskalands. Dróst málið svo mikið að þolinmæði margra mann- anna þraut og struku nokkrir þeirra hingað með fiskiskipum en þeir höfðu myndað með sér ólög- lega „ferðaskrifstofu" sem nefnd hefur verið „svarta klíkan". „í árslok 1947 höfðu nokkrir Þjóðverjanna komist til landsins — flestir ólöglega. Margir höfðu þó verið handteknir um borð og þeir sem náðu heim til íslánds komu hingað slyppir og snauðir. Af þeim Þjóðverjum sem fast sóttu um landvistarleyfi á íslandi var aðeins einum staðfastlega neitað um það og í árslok 1948 höfðu allir Manar- fangarnir sem það vildu komist til landsins, að minnsta kosti ellefu manns. Sumir höfðu gefist upp og skilið við konu sína og fáeinar eiginkonur fóru út og sóttu þá. Þjóðverjar vel liðnir Vegna ritgerðarinnar skoðaði Snorri skjör utanríkis- og dóms- málaráðuneytis og ræddi við um tuttugu manns, eiginkonur, af- komendur og kunningja Þjóðverj- anna sem teknir vorU til fanga. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náði TEIKNING eftir þýskan fanga á Mön. FRÁ samkomu Vetrarhjálparinnar í Reykjavík í desember 1939. Gestirnir á samkomunni voru flestir þýskir menn og íslenskar fjÖlskyldur þeirra. landvistarleyfí nema um flótta- menn væri að ræða. Hins vegar hafi heimsóknir þeirra sem kvænt- ir voru þarlendum ríkisborgurum verið leyfðar. Málið var tekið fyrir á þingi og voru menn hreint ekki á eitt sáttir um hvort hleypa bæri mönnunum til landsins. „Sjálfstæðis- og fram- sóknarmenn voru því fylgjandi, en flestir alþýðuflokksmenn og sósíal- istar andvígir. Samkvæmt ströng- um lagabókstafnum var ákvörðun Finns réttmæt en gegn honum komu mannúðarsjónarmið. Eigin- konur fanganna, börn og helstu I \ \ l

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.