Morgunblaðið - 11.02.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.02.1996, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fjármálaráðuneytið endurskoðar skattheimtu af bifreiðum Rætt um skráningar- gjöld í stað vörugjalda FRIÐRIK Sophusson flármálaráðherra segir að starfshópur sé að störfum við að endurskoða stefn- una í skattheimtu af bílum. Hann segir það ljóst að þegar breytingar verða gerðar muni þær ganga í þá átt að draga úr neyslustýringu á bílum. Inn- flytjendur bíla hafa margoft gagnrýnt það vöru- gjaldskerfí sem nú er við lýði sem þeir segja að beini bílkaupendum inn á minni bíla sem bera lægra vörugjald en stærri bílar. Friðrik segir að ein þeirra aðferða sem komi til greina sé að taka upp skráningargjöld. Gjöld af innfluttum bíl yrðu þá fýrst greidd við skráningu hans hjá Bifreiðaskoðun. Jafnframt er starfshópur- inn að skoða mismunandi útfærslur af gjaldstofnum og samræmingu á gjöldum af atvinnubifreiðum. Meðal þess sem starfshópurinn skoðar er hvort gjaldgrunnar innfluttrar bifreiðar geti verið þyngd hennar, vélarafl og vélarstærð, annaðhvort allir þessir þættir saman eða einhveijir þeirra. Með því að láta gjaldgrunninn ráðast af þessum þáttum en ekki verði bílsins væri m.a. komið í veg fyrir það að öryggisbúnaður væri ákvarðandi í verði bílsins. Eins og nú háttar til er vörugjald ákvarðað af stærð vélarinnar sem hlutfall af verði bílsins. Af bíl með 2,5 lítra vél að slagrými þarf þannig að greiða vörugjald sem er 75% af verði innflutts bíls en 30% af bíl sem er með minni vél en 1,4 lítrar. Ekki góð stefna Friðrik segir að rökstuðningurinn fyrir því að breyta frá núverandi kerfi sé m.a. sá að það eigi ekki að stýra kaupum á bflum inn á vissa stærðar- flokka með gjöldum. „Almennt er líka talið að stærri bflar séu örugg- ari og viðbragðsfljótari. Yfírleitt eru þeir einnig sterkari. Það má því segja að það sé ekki góð örygg- isstefna í bflamálum að stýra neyslunni allri inn á ódýrustu og veigaminnstu bflana," segir Friðrik. Hann benti á að til þess að fara niður um vöru- gjaldsflokk hefðu innflytjendur flutt inn bfla með minni vélum. Með þessu væru teknir inn bflar sem gætu talist vera fremur vélarvana miðað við þyngd og það væri alltaf viss hætta á því að slíkir bflar væru hættulegri í umferðinni. Friðrik sagði að samkvæmt GATT-samkomulag- inu yrði nú að framvísa reikningum fyrir innflutt- um, notuðum bílum til þess að miða gjaldstofninn við. Þetta hefði valdið bflainnflytjendum áhyggjum og heyrst hefði að menn hefðu rangt við í þessum málum með því að framvísa röngum reikningum. „Við erum bundnir af þessu viðskiptasamkomu- lagi og þetta gildir um tolla og vörugjöld. Við erum hins vegar fijálsari ef við höfum skráningargjöld þvf þá fer gjaJdtakan í raun ekki fram fyrr en bfll- inn fer á númer," sagði Friðrik. Stefnt er að því að starfshópurinn sendi frá sér tillögur í þessum mánuði. Olíkar hugrnynd- ir um skipulag á Þingvöllum SAMVINNUNEFND um svæðisskipulag fyrir Þingvalla-, Grafnings- og Grímsnesshreppa fjallar á þriðjudag um hvort auglýsa eigi tillögu formanns nefndarinnar um svæðisskipulag hreppanna. Tillaga formannsins er, sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, frábrugðin þeirri tillögu sem sveitar- stjómir tveggja hreppanna hafa þegar fallist á að auglýst verði. Undirbúning- ur að gerð svæðisskipulags hreppanna hefur staðið í 8 ár. Samvinnunefnd um gerð skipulagsins er skipuð tveimur fulltrúum frá hverri sveitarstjórn- anna, auk Guðrúnar Jónsdóttur arkitekts, sem er formaður. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins samþykktu sveitarstjómir Grímsness- og Grafningshreppa í desember samhljóða greinargerðir um hugmyndir að því hvemig aug- lýsa skyldi skipulagið. Þær hug- Hannes kom til hjálpar HANNES Hafstein, björgunarbátur í Sandgerði, fór til aðstoðar togar- anum Sturlu GK 12 á föstudags- morgun, en togarinn hafði fengið troll í skrúfuna. Hálfan sólarhring tók að draga togarann nær landi og aðrar 12 stundir að ná trolli og vírum úr skrúfunni. Togarinn var um 50 mílur suð- vestur af Sandgerði, þegar óhappið varð. Hannes dró Sturlu nær landi og um kl. 23 á föstudagskvöld hóf- ust kafarar handa við að skera úr skrúfunni. Undir hádegi í gær héldu björgunarmenn aftur til lands, en Sturla til hafnar fyrir eigin vélarafli. -----------♦ myndir eru unnar af Bjarna Helga- syni, formanni Félags landeigenda við Þingvallavatn. í fundarboði fyrir fundinn á þriðju- dag kemur hins vegar fram að sam- vinnunefndin eigi að fjalla um hvort auglýsa eigi svæðisskipulag sam- kvæmt greinargerð Guðrúnar Jóns- dóttur, sem er, samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins, frábrugðin þeim tillögum, sem sveitarstjómimar tvær hafa samþykkt að fulltrúar þeirra greiði atkvæði með í sam- vinnunefndinni. Við undirbúning svæðisskipulags- ins hafa áður komið upp deilur, m.a. varðandi skipulag vatnasviðs Þing- vallavatns. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er ekki lengur deilt um það. Enn er þó m.a. ágreiningur um hve langt eigi að ganga við að tak- marka möguleika til landnýtingar, einkum á ýmsum votlendissvæðum. Sigurður Thoroddsen, starfandi skipulagsstjóri ríkisins, vildi ekki tjá sig um deilur um skipulagið og vís- aði til þess að málið skýrðist að lokn- um fundi samvinnunefndarinnar. Morgunblaðið/lngólfur Til fjalla SKÍÐIN eru komin á toppinn og Dagur Jónsson stefnir til fjalla eins og svo margir aðrir ferðagarpar þessa dagana. Undanfarið hefur snjóað víðast hvar á landinu og líf og fjör er komið í skiðabrekkurnar. Yfirmenn neita að gefa skýrslu við sjópróf Eldur slökkt- ur með kók- flösku SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík fór í gærmorgun að sumarbústað í Mið- dal, rétt fyrir ofan Geitháls, en þar fundu hjón mikla reykjarlykt og ótt- uðust að eldur væri kominn í milli- vegg á bak við kamínu. Slökkviliðið rauf vegginn á bak við kamínuna og þar reyndist glóð krauma í bitum. Eldurinn var lítill og „var hægt að slökkva hann með kókflösku" eins og varðstjóri slökkviliðsins orðaði það. Hann sagði hins vegar ljóst að mikill eldur hefði fljótlega blossað upp hefði fólkið ekki kallað á slökkvilið. SJÓPRÓF vegna flutningaskips, sem hafði næstum strandað á Eskifirði aðfaranótt inánudags, en Albert GK dró frá landi, hófust hjá héraðsdóm- ara á Eskifírði í gær. Þá lá skipið úti á firðinum, en skipstjóri skipsins hafði neitað að leggjast að bryggju og mæta í sjópróf. Dómarinn bað Landhelgisgæsluna að hafa varðskip til reiðu, ef færa þyrfti skipið að bryggju. Auk skipstjórans neituðu 1. vélstjóri og 1. stýrimaður að mæta til skýrslutöku. Skipið er 7.000 tonna flutningaskip og í fyrstu var það talið japanskt, þar sem það kom til Eskifjarðar til að taka loðnu til Japans. Skipið er hins vegar grískt, skráð í Pireus, og kom útgerðarmaður þess til landsins í gær, til að vera viðstaddur sjóprófín. Hætta á ferðum Tryggvi Þórhallsson, dómarafull- trúi, sagði að sjópróf ættu að hefjast kl. 13.30 í gær. Hann sagði að skip- stjórinn hefði tilkynnt að hann gæti ekki mætt, þar sem hætta væri á ferð- um ef svo stórt skip legðist að bryggju á Eskifírði og ekki gæti hann komið í land á léttabát, þar sem skipsijóri yfirgæfi ekki skip nema það lægi við íandfestar. Vélstjóri og stýrimaður hefðu einnig neitað skýrslugjöf. Tryggvi sagði að þrautalendingin yrði sú, að leita atbeina Landhelgis- gæslunnar við að færa skipið til hafn- ar og væri varðskip á leiðinni. Sjópróf- in ættu að standa til kl. 17.30 og þegar færi að líða að lokum þeirra myndi hann kanna hvort ástæða væri að grípa til slíkra ráða hefðu yfirmenn skipsins ekki skilað sér í dómsal. ómissandi ►Javier Solana, hinn nýi aðal- framkvæmdastjóri Atlantshafs- bandalagsins, kemur í opinbera heimsókn til Islands um miðja vik- una. Morgunblaðið hitti hann að máli í Brussel fyrir helgina. /10 Buchanan kominn í baráttuna ►Repúblikanar halda kjörfund í Iowa á mánudag. /12 Líftæknin komin á skrið ►Fyrir áratug varð líftækni töfra- orð og nú er hún að byija að skila sér. /18 Þriggja fjöiskyldna fyrirtæki ►í Viðskiptum og atvinnulífí á sunnudegi er rætt við Kristján G. Jóhannsson, framkvæmdastjóra Gunnvarar hf. á ísafirði og öflug- asta fyrirtækis Vestfjarða. /22 B ► l-28 Einkaf ramtak í Rauða bænum ►Einkaframtakið er farið að blómstra í Neskaupstað því upp úr rústum gjaldþrots Kaupfélags- ins Fram hafa sprottið kaupmenn sem hafa tekið yfir verslunina í bænum. /1 Ævintýri líkast ► Magnús Ólafsson er náttúru- barn í leiklistinni. Hann hefur far- ið mikinn á leiksviði og í kvikmynd- um undanfarið. /4 Franski spítalinn við Fáskrúðsfjörð ►Fátt er eftir í Hafnarnesi við Fáskrúðsfjörð sem minnir á fjöl- skrúðugt mannlíf í liðlega 100 manna byggðahverfi. /14 c FERÐALOG ► 1-4 Athvarf bísa og betlara ►Á útimarkaðinum Brick Lane í Lundúnum má finna allt á milli himins ogjarðar, þar á meðal staka skó og notaða tannbursta. /2 Umhverfis heiminn með tölvu ►Um Hótel hvar sem er, alnets- setrið þar sem fínna má aragrúa upplýsinga um allt sem viðkemur ferðalögum. /3 D BÍLAR ► 1-4 Menn borgi tryggingar í samræmi við áhættu ►FÍB hefur verið mikið í fréttum að undanförnu vegna barátta fé- lagsins, fyrir lægri iðgjöldum af ökutækjatiyggingum. /2 Reynsluakstur ►Ánægja fyrir ökuglaða á Opel Tigra sportbílnum. /4 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/8/bak ídag 40 Leiðari 26 Fólk í fréttum 42 Helgispjall 26 Bíó/dans 44 Reykjavíkurbréf 26 íþróttir 48 Minningar 28 Ötvarp/sjónvarp 49 Myndasögur 38 Dagbók/veður 51 Bréf til blaðsins 38 Gámr 6b Brids 40 Mannlífsstr. 6b Stjömuspá 40 Kvikmyndir lOb Skák 40 Dægurtónlist 12b INNLENDAR FRÉTTIR: 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉT'riR: 1&6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.