Morgunblaðið - 11.02.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.02.1996, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ t- LISTIR „HEITIR“ ÍKONAR íkonostasi (nr. 46) eru meðal þeirra gripa sem vert er að ihuga vel, og ættu að verða hveijum manni til upplyftingar. Sýningunni í Listasafninu er þétt raðað, og hefði að líkindum notið sín betur í meira rými. Hlý- legur veggliturinn hentar þessum verkum vel, sem og lýsingin, en járnfestingar eru óþarflega gróf- gerðar, og skyggja í sumum tilvik- um hreinlega á myndefnin. Slíkt ætti að vera óþarft í uppsetningum af þessu tagi. Þær skrár sem fylgja sýning- unni (önnur á norsku, frá~fyrri uppsetningu hennar í Tromsö, hin á íslensku) hafa að geyma mikinn fróðleik um íkona, eðli þeirra, stíl- þróun þeirra í rússnesku rétttrún- aðarkirkjunni og vel unna verka- skrá; allt er þetta efni til fyrir- myndar, og skrárnar því góðar heimildir. Rússneskir íkonar hafa af ýms- um orsökum verið „heitir“ í nú- tímaskilningi um nokkuð skeið: þar í landi hefur orðið mikil trúar- vakning í kjölfar fall sovétkerfis- ins, og mikið er nú lagt upp úr endurreisn kirkjubygginga og varðveislu helgigripa. Þar sem íkonar eru í raun ekki listaverk, heldur ætlaðir til trúarlegrar til- beiðslu á táknmynd Guðs, er skilj- anlegt að það hljóti að vera synd'- samlegt að versla með þessa gripi. Þrátt fyrir þetta hefur þjófnaður íkona margfaldast, og bylgja stol- inna (og falsaðra) íkona fiætt yfir Vesturlönd, þar sem góður markaður hefur verið fyrir gri- pina, og sú staðreynd að kaupend- ur slíkra gripa eru að líkindum þjófsnautar virðist ekki hafa nein áhrif þar á. Þeir íkonar sem nú getur að líta í Listasafni íslands eru einnig „heitir“. Þetta eru innblásin verk gerð af trúarlegri sannfæringu, vitnisburðir um staðfestu manns- ins í andstreymi aðstæðna á ólík- um tímum. Er vonandi að sem flestir gefi sér tíma til að staldra við og kynnast þeim af eigin raun. Eiríkur Þorláksson Mokka „Galtómur rammi“ BORGHILDUR Anna Jónsdóttir opnar listsýningu á Mokka við Skólavörðustíg mánudaginn 12. febrúar næstkomandi. Sýningin nefnist „Galtómur rammi“ eða The Interactive Frame" og miðar að því að vekja gesti til umhugsunar um stöðu myndlistarinnar í nú- tímasamfélagi. í kynningu segir: „Sýningar- gestum er boðið að taka þátt í að móta listaverkið með því að kosta ýmsa þætti verksins og þá jafn- framt að segja til um hvernig fjár- munum þeirra muni varið - velja liti, viðfangsefni og aðferð. Bijóta þannig niður hefðbundinn múr milli listamannsins og hins al- menna borgara. Verk þetta hefur verið unnið á þremur sýningum í Lundúnum með þátttöku sýningargesta og dregið að sér fólk af ýmsum þjóð- ernum og stéttum - auk þess sem fastagestir hafa jafnvel fylgt sýn- ingunni stað úr stað. Sýningin verður opin á opnunar- tíma Mokka og þar geta gestir skilið eftir kostun og fyrirmæli, en listamaðurinn verður til viðtals á milli kl. þrjú og sex alla daga vikunnar>■ MYNDLIST ÍKON Úr safni ríkislistasafnsins í Arkangelsk. Opið kl. 12-18 alla daga nema mánud. til 17. mars. Aðgangur kr. 300. Sýningarskrár kr. 400/kr. 1.500. Hamraborg 20a, simi 5641000 0. crans montana • crans montana • crans moní^ cu m ** ^ ■ Skíðaferð til Sviss | 10 daga páskaferð til Crans Montana 29. mars til 7. apríl. Flogið verður til Zurich og ekið þaðan á eitt besta skíðasvæði alpanna, Crans Montana. Verö á hótel Intergolf Verö á Grand Hotel de Parc 2ja manna stúdíó í 2ja manna herb. m/morgun- kr. 89.200. og kvöldveröi kr. 108.700. Innifalið í veröi er flug, akstur milli flugvallai og Crans Montana, gisting og íslensk fararstjórn. Flugvallarskattar kr. 2.140 ekki innifaldir. Leitiö nánari upplýsinga Ferðaskrifstofa GUÐMUNDAR JÓNASSONAR HF. Borgartúni 34, simi 511 1515. Gengi miðað við 2. fobrúur 1996. u.uejuoLii subjq : GJ B3 O —< Q) =3 C/3 3 o 3 r+ D) O o T 03 13 W 3 o =3 r-f 03 =i U) o —5 03 3 w 3 o 3 r—4- 03 3 03 O —í 03 3 C/3 3 o 3 r+ 03 3 0) O —4 03 3 (/) 3 o 3 r+ 03 •SÍ GERÐ helgimynda eða íkona hefur haft mikla þýðingu fyrir listasöguna. Margir af sterkustu þráðum sögunnar trosnuðu illilega eða slitnuðu undir lok fornaldar, þegar holskeflur villiþjóða flæddu yfir þau samfélög, sem höfðu mótast í Evrópu, og kirkjan varð eitt af fáu sem stóð eftir. Sköpun myndlistar varð hornreka vegna andstöðu innan frumkirkjunnar, en smám saman jókst notkun mynda af Kristi og ýmsum dýrl- ingum, einkum í austurkirkjunni; þar með hélst heill sá þráður myndlistar, sem við erum enn að vefa. Eftir mikla öldu myndbrota á 8. og 9. öld kom rétttrúnaðarkirkj- an fram með skilgreiningu íkona, sem hefur dugað síðan til að rétt- læta tilbeiðslu þeirra og notkun: þar sem Guð hafði tekið á sig efn- isform í líkama Jesú Krists, var einnig hægt að tákna hann í efnis- formi mynda. Andstaða við notkun íkona hef- ur þó ætíð verið fyrir hendi. Er skemmst að minnast þeirra miklu myndbrotatíma íslandssögunnar sem fylgdu í kjölfar siðaskiptanna á 16. öld þegar eytt var nær öllum helgigripum, sem voru til í kirkj- um og klaustrum landsins. Siða- skiptin urðu því ekki aðeins til að tryggja íslendingum ritmál, heldur einnig til að svipta okkur þeim myndlistararfi, sem hafði orðið til á fimm öldum kristni í landinu. Sýningin í Listasafninu er af helgimyndum frá landsvæði, sem ekki þurfti að ganga í gegnum slíkar hremmingar. Norður-Rúss- land er meiri útnári alheimsins en svo að þangað sé litið til listrænn- ar upplifunar; svæðið hýsti nokkur Morgunblaðið/Þorkell GUÐSMÓÐIR sem vísar veg- inn. Frá 16. öld. af verstu búðum gúlagsins í hinu trúlausa sovétkerfi. Það er undar- leg tilviljun að þar hefur tekist að varðveita í sovésku safni helgi- gripi, sem safnað var af stóru svæði úr föllnum þorpskirkjum og klaustrum - eða stolið þaðan sam- kvæmt opinberri skipun. Uppruni verkanna skiptir nú litlu; sú stað- reynd að þau hafa varðveist er mikilvægust. Þessi sýning kemur hingað frá Tromsö í Noregi, enn norðar, og sýnir að jaðarsvæði hafa sitthvað fram að færa á menningarsviðinu. Þetta úrval íkona er vei heppn- að. Það gefur nokkra mynd af þeirri þróun sem varð á þessu sviði frá 16. til 19. aldar sem og innsýn í þá fjölbreytni, sem þó var mögu- leg innan ramma þeirra ströngu hefða, sem ráða enn í dag sköpun siíkra verka. Það getur enginn staðið um stund fyrir framan hefðbundið íkon með opnum huga án þess að hrífast af þeirri yfirvegun, kyrrð og trúarsannfæringu sem geislar af slíkum verkum. í Listasafninu er að finna nokkur slík verk. „Guðsmóðir Hodegetría" (nr. 2), „Heilagur Nikulás frá Velikor- etsk“ (nr. 8) og einkar failegur styrki ur Auglýst er eftir umsóknum um Rannsóknarsjóði Barnaheilla. Úthlutunarfé órið 1996 nemur 500.000 krónum. Tilgangur Rannsóknarsjóðs Barnaheilla er að eíla rann- sóknir á högum íslenskra barna til að auka þekkingu okkar á aðstæðum barna og unglinga. Veita má einstakl- ingum og félagasamtökum styrki úr sjóðnum. Stjóm sjóðsins, sem sér um úthlutun, er skipuð fulltrúum frá Barnaheillum, Háskóla íslands og Kennaraháskóla íslands. Dmsóknarfrestur 11. mars Uthlutað verður úr sjóðnum 4. maí. Styrkumsóknum skal skila til skrifstofu Barnaheilla á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Umsóknum þarf að skila í þremur eintökum. Á umsókninni þarf m.a. að koma fram I. Heiti verkefnis. II. Lýsing á verkefni, markmiði þess og gildi. III. Lysing á framkvæmd verkefnis, þ.e. verk- og tímaáætlun. IV. Kostnaðaráætlun. Styrkumsóknir berist til Kristínar Jónasdóttur á skrifstofu Barnaheilla, Sóltúni 24 (áður Sigtún 7), 105 Reykjavík. Par eru jafnframt veittar nánari upplysingar í síma 561 0545. I * t i t í l I 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.