Morgunblaðið - 11.02.1996, Blaðsíða 52
<B>
AS/400 er...
...med PowerPC
64 bita örgjörva
og stýrikerfi
CQ> NÝHERJI
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SlMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.IS / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85
SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1996
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Javier Solana, framkvæmdastjóri NATO, í viðtali við Morgunblaðið
StefnubreytingF rakka
jákvæð fyrir Island
JAVIER Solana, framkvæmda-
stjóri Atlantshafsbandalagsins
(NATO), segir í viðtali við Morg-
unblaðið að breytt afstaða Frakk-
lands til Atlantshafsbandalagsins
sé jákvæð fyrir ísland. Solana
kemur í opinbera heimsókn til
íslands síðar í vikunni.
Sjálfstæði Evrópu í varnar-
málum þróist innan NATO
Frakkar, sem ekki hafa tekið
þátt í hernaðarsamstarfi NATO
frá árinu 1966, ákváðu nýlega
að gerast þátttakendur í því að
nýju vegna friðargæzlu banda-
lagsins í Bosníu. Jafnframt hefur
Jacques Chirac, forseti Frakk-
lands, lýst því yfir að aukið sjálf-
stæði Evrópu í varnarmálum eigi
að þróast innan Atlantshafs-
bandalagsins, í samstarfi við
Bandaríkin,
„Að mínu áliti hefur sú mikil-
væga breyting átt sér stað á
undanfömum mánuðum að með
breyttri afstöðu Frakklands hefur
skapazt samkomulag um að þessi
þróun eigi sér ekki stað utan
NATO, heldur eigi hún heima inn-
an NATO,“ segir Solana í viðtal-
inu. „Þetta er mikilvæg afleiðing
af afstöðu Frakka.“
Framkvæmdastjórinn segir að
þessi hugmynd sé sú mikilvæg-
asta, sem fram hafi komið í um-
ræðum um aukið öryggissamstarf
Evrópuríkja á seinustu mánuðum.
Aðspurður hvort Island geti orðið
fullgildur félagi í Evrópustoð
NATO segir Solana: „Það er skilj-
anlegt að íslendingar hafi velt
þessum hlutum fyrir sér. Sem
fullgilt aðildarríki NATO hefur
ísland hins vegar enn ríkari
ástæðu en áður til að hafa ekki
áhyggjur af þróun tengsla og sam-
skipta Evrópusambandsins og
NATO. Eins og ég sagði áður,
hefur orðið breyting, að mínu
mati í mjög jákvæða átt. Ég tel
að íslenzka þjóðin ætti að líta þá
breytingu jákvæðum augum.“
Aðstaðan á íslandi
ómissandi
Solana telur að Vestur-Evrópu-
sambandið, þar sem ísland á auka-
aðild, muni á næstu árum tengjast
Evrópusambandinu æ nánar.
Hann segir að jafnframt þurfi að
samræma starf ESB og Atlants-
hafsbandalagsins.
Framkvæmdastjóri NATO segir
að ísland haldi áfram að gegna
mjög mikilvægu hlutverki innan
bandalagsins. „Það er ekki hægt
að ímynda sér að NATO gæti virk-
að sem skyldi, án þeirra möguleika
sem staða íslands býður upp á
hvað varðar uppbyggingu innra
varnarskipulags þess. Ég tel því
að mikilvægi Islands hafi langt frá
því minnkað, heldur hefur það
aukizt ef eitthvað er,“ segir Sol-
ana. „Sú aðstaða, sem ísland get-
ur boðið upp á, er ómissandi fyrir
öryggi Evrópu.“
■ Aðstaðan á íslandi/10
*
IS kaupa
hlut Lands-
bankans
í Borgey
ÍSLENSKAR sjávarafurðir hf.
hafa keypt eignarhlut Landsbank-
ans í Borgey hf. á Höfn i Horna-
firði. Nafnverð hlutabréfa bankans
var 78 milljónir kr. og er það 21%
af heildarhlutafé fyrirtækisins.
Söluverð fæst ekki uppgefið.
Borgey átti í alvarlegum fjár-
hagserfiðleikum fyrir fáeinum
árum og breytti Landsbankinn þá
hluta af kröfum sínum í hlutafé
og hefur það verið í eigu eignar-
haldsfélags bankans. Jakob
Bjarnason, framkvæmdastjóri
Hamla hf., dótturfyrirtækis
Landsbankans, staðfestir að bank-
inn hafi selt Útvegsfélagi sam-
vinnumanna, dótturfyrirtæki ís-
lenskra sjávarafurða hf., hlut sinn.
Vill hann ekki gefa upp söluverðið
en segir að það hafi verið gott.
Smáhlutir í
fleiri félögum
„Við erum að kaupa hlut í einum
af okkar öflugustu framleiðendum
og viljum taka þátt í að byggja
upp fyrirtækið. Við teljum að þetta
sé góð fjárfesting," segir Benedikt
Sveinsson, framkvæmdastjóri Is-
lenskra sjávarafurða hf. Bendir
hann á að félagið eigi í nokkrum
sjávarútvegsfyrirtækjum víða um
landið. Benedikt segir að jafn-
framt kaupi félagið smærri hluti
sem Landsbankinn hafi eignast
með ýmsu móti í nokkrum fyrir-
tækjum tengdum ÍS, meðal annars
sölufyrirtækjum þess í Bandaríkj-
unum og Bretlandi.
Benedikt segir samið um það
við bankann hvernig kaupverðið
greiðist og vill ekki fara nánar út
í það.
Kaupfélag Austur-Skaftfellinga
er stærsti hluthafinn í Borgey,
með 37-38% eignarhlut. Homa-
fjarðarbær er einnig stór hluthafi.
Fuglafjöld
við tjömina
GÆSIRNAR, sem halda til á
Reykjavíkurtjörn, hafa und-
anfarna daga flykkzt upp á
tjarnarbakkann við Fríkirkju-
veg. Líf og fjör hefur verið í
vökinni við Iðnó og vængjaslátt-
urinn svo mikill að ýmsum hefur
þótt nóg um atganginn. Ungi
maðurinn veit ekki alveg hvort
hann á að kætast eða skelfast,
en í öruggum höndum er öllu
óhætt og hægt að bera sig karl-
mannlega.
Morgunblaðið/Sverrir
Líffæraþegar fá
ráðgerða þjónustu
TRYGGINGASTOFNUN ríkisins
barst á föstudag nokkur fjöldi sím-
hringinga og fyrirspuma frá fólki sem
bíður líffæraflutninga í framhaldi af
fréttum um að heilbrigðisráðherra og
Tryggingastofnun hafi óskað eftir
endurskoðun á samningi við Sahl-
grenska sjúkrahúsið í Gautaborg.
Karl Steinar Guðnason, forstjóri
Tryggingastofnunar, sagði að fólk
hefði hringt, sem ýmist biði hérlend-
is eða í Svíþjóð eftir líffæraflutningi.
Hjá þessu fólki hefði gætt ótta og
kvíða um hvort endurskoðun samn-
ingsins gæti orðið til þess að tefla
væntanlegri meðferð þess í tvísýnu.
Þann ótta sagði Karl Steinar ástæðu-
lausan.
„Það verður séð til þess að sjúkl-
ingar fái þá þjónustu sem er ráðgerð
og nauðsynleg," sagði Karl Steinar
og sagði að þetta mál sneri að við-
skiptalegum en ekki læknisfræðileg-
um þáttum samstarfsins við Svía.
Tugir.
Japana
fylla hótel
eystra
TUGIR Japana eru í verstöðv-
unum á austan- og sunnan-
verðu landinu til að fylgjast
með frystingu loðnu fyrir Jap-
ansmarkað. Á Austurlandi eru
mörg hótel fullbókuð, meðal
annars í Neskaupstað og á
Eskifirði og á Seyðisfirði hefur
þurft að koma fulltrúum jap-
önsku kaupendanna fyrir í
heimahúsum vegna þess að
hótelið er lokað. „Hér er nýtt
ferðamannatímabil,“ sagði
einn viðmælandi Morgun-
blaðsins fyrir austan.
Mikill spenningur er í fólki
í sjávarplássunum eystra.
Einn frystihússtjórinn sagði í
samtali við blaðið að margir
fylgdust með stöðu mála,
spáðu og spekúleruðu um
veiði, hrognafyllingu og stærð
Ioðnunnar. Mikið er undir á
þessum stöðum því frysting
loðnunnar hefur verið góð
búbót fyrir fólk og fyrirtæki
undanfarin tvö ár og menn
eru vongóðir um góða vertíð
nú. Hins vegar gera menn sér
grein fyrir því að markaður
fyrir frosna loðnu getur breyst
fljótt og að erfítt er að reikna
fiskinn út.
Unnið er við loðnufrysting-
una á vöktum allan sólar-
hringinn. Starfsfólkið hefur
fengið góð laun eftir þessa
törn með mikilli vinnu. Ekki
er vandamál að manna
vinnsluna á þeim stöðum sem
haft var samband við.
■ Menn hugsa ekki/8