Morgunblaðið - 11.02.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.02.1996, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1996 MINIMINGAR MORGUNBLAÐIÐ GÍSLIÁGÚST GUNNLA UGSSON + Gísli Ágúst Gunnlaugsson fæddist í Reykjavík 6. júní 1953. Hann lést á heimili sínu, Ölduslóð 43 í Hafn- arfirði, hinn 3. febr- úar síðastliðinn. Foreldrar hans eru Gunnlaugur Rafn Þorfinnsson og Sig- rún Ingibjörg Gísla- 'v dóttir — búsett í Hafnarfirði. Gísli Ágúst var elstur 3ja systkina, en systk- ini hans eru: Sigríð- ur Ólöf, búsett í Hafnarfirði, maki Magnús Þorkelsson, börn þeirra eru: Gunnlaugur, Ásta Sigrún og Þorkell; og Þorfinn- ur, sem dvelur við doktorsnám á Norður-írlandi. Gísli Ágúst kvæntist hinn 10. júlí 1976 Sig- ríði Berglind Ásgeirsdóttur, f. 15. jan. 1955, og eignuðust þau þrjú börn: Ásgeir, f. 6. júlí 1981, Sigrúnu Ingibjörgu, f. 13. júní 1988, og Sæunni, f. 4. júní 1993. Gísli ólst upp í Hafnarfirði, lauk stúdentsprófi frá MT 1973 og lauk BA prófi í sagnfr. og bók- menntum frá East Anglia, Norwich, Engl. og cand. mag. prófi frá Háskóla Islands 1979. Árið 1988 varð hann doktor í sagnfræði frá Uppsalaháskóla. Hann kenndi um tíma við MS, Flensborgarskóla og Réttarholtsskól- ann en síðustu árin við heimspekideild Háskóla Islands og var þar í dósents- stöðu er hann lést. Hann dvaidi í Bonn í Þýskalandi 1981- 1984 og Stokkhólmi 1984-1988, en á báðum þessum stöð- um vann hann að ritstörfum og rann- sóknum. Gísli Ágúst var afkastamikill við ritstörf, gaf út eina ljóðabók, Gerðir, og skrif- aði bæði bækur og fjölda greina um sagnfræðileg efni, auk þess sem hann flutti fjölda fyrir- lestra erlendis og skrifaði í er- lend sagnfræðitímarit. Hann sinnti félagsstörfum _ fyrir sagnfræðingafélag Islands, var m.a. formaður þess um skeið, — einnig var hann mik- ill FH-ingur og starfaði fyrir það félag á margan hátt, bæði sem leikmaður og í félags- starfi. Á árunum 1990-1994 var hann svo formaður skóla- nefndar i heimabæ sínum, Hafnarfirði. Útför Gísla fer fram frá Víði- staðakirkju í Hafnarfirði mánu- daginn 12. febrúar, og hefst athöfnin kl. 13.30. varpar hann ljósi á margt sem lítt hafði verið kannað. Leitin að nýjum hugmyndum og ritefni hefir e.t.v. verið Gísla nauð- syn á síðustu árum til að bæja frá áleitnum hugsunum um eigin lík- amlegan vanmátt og það sem óum- flýjanlegt var. Bjartsýni Gísla og vinnugleði hélst til loka. 15. jan. sl. sótti hann um styrk úr Vísindasjóði til að vinna ásamt félaga sínum að samnorrænu verkefni sem ætlað var að lyki á 3 árum. Undirbúningur að því verki var hafinn þegar kallið kom. Það gefur auga leið að verk Gísla væru önnur og minni hefði hann ekki átt góða að. í hans huga var dvöl á sjúkrahúsi honum sama og lífslok. Því dvaldi hann heima, þar naut hann að konu sinnar og barna og nánasta skyldfólks sem hjálpað- ist að af frábærri umhyggju við að gera honum kleift að sinna sínum hugðarefnum og þar lögðu fleiri lið. Sú saga verður ekki tíunduð hér. Þegar skoðað er hvað Gísli afrek- aði þrátt fyrir mikla fötlun gerist áleitin spurning sem oft vaknar um anda og efni. Aldrei minntist Gísli á sjúkdóm sinn við sína nánustu. Sá grunur vaknar þó að hann hafi getað tekið undir orð frænda konu sinnar sem kvað: ... en dýpstu sárin sem ég ber sýni ég aldrei neinum. Góður drengur og vinur er kvadd- ur. Innilega samúð vottum við systkinin Berglind, börnum hennar og nánustu ættingjum Gísla. Sjöfn, Gunnar Páll og Sigurjón, Húsavík. HEILS hugar fögnuðum við systk- inin nýjum tengdum þegar Gísli Ágúst Gunnlaugsson gekk að eiga bróðurdóttur okkar, Berglindi, árið 1976. Hinn ungi maður virtist geð- þekkur, glaðlyndur, hjálpsamur, hógvær, nærgætinn og Ijúfmenni, allt sem prýða mátti góðan heimilis- föður og mann. Við nánari kynni síðar var þetta álit óbreytt. Gísli var ávallt aufúsugestur er hann kom norður til Húsavíkur ásamt fjölskyldu sinni. Og vinum var að mæta í ranni þeirra hjóna við Öldu- slóð í Hafnarfirði. Að loknu stúdentsprófi lagði Gísli stund á sagnfræði í Englandi og síðar við Háskóla íslands en við þá stofnun gegndi hann prófessors- embætti síðustu misseri. Fékkst við kennslu lengst af. Um þann feril má lesa í uppflettiritum. Gísli var afkastamikill fræðimaður og skrif- aði fjölda ritgerða' varðandi sögu íslands, sumt sem lítt hafði verið ritað um áður. Hann var vandvirkur við fræðistörf, skrifaði ljósan stíl og læsilegan án þess að slaka á kröfum fræðimannsins. Doktors- prófi lauk hann árið 1988 með viða- mesta verki sínu sem hann ritaði á ensku og nefndi Family and house- hold in Iceland 1801-1930, útg. í Uppsala 1988. En fjölskyldan og heimilislíf var honum jafnan hug- leikið efni og gætir víða í ritgerðum hans. Gísli var einn af virtustu sagnfræðingum íslenskum á síðari árum. Var mjög til hans leitað að flytja erindi á ráðstefnum sagn- fræðinga erlendis. Þar létti honum flutning og þátttöku að hann hafði á valdi sínu ensku, sænsku og þýsku eftir allnokkra dvöl í þjóðlöndum þeim þar sem þessar. tungur eru talaðar. Það var því að vonum þegar Gísli og Berglind sneru heim til Islands ásamt bömum sínum tveim árið 1988 eftir nokkurra ára dvöl erlend- is þar sem Berglind hafði gegnt störfum í utanríkisþjónustuimi í tveim löndum og Gísli stundað fræðistörf og orðinn kunnur af að þau hjón hlökkuðu til að takast á við verkefni á heimaslóðum. Undir það höfðu þau búið sig með því að reisa fallegt hús í hinum hýra Hafn- arfirði þar sem Gísli hafði alist upp og tekið virkan þátt í félagsstörfum m.a. í FH þar sem hann var leik- maður um skeið og vel hlutgengur. -En eins og stundum þegar hamingj- an blasir við björt og fögur dregur stundum ský fyrir sólu. Gísli tók að kenna sjúkdóms sem leiddi í ljós að frestur til starfa gafst honum aðeins til fárra ára. Má öllum ljóst vera hvílíkt áfall þessi niðurstaða hefir orðið manni á besta aldri, ólg- andi af lífsþrótti til að takast á við margháttuð verkefni sem hvarvetna blöstu við. Gísli kynnti sér það sem um sjúkdóm hans var vitað, las m.a. bók eftir þekktan enskan vís- indamann sem haldinn var sams- konar sjúkdómi og Gísli. Lagði höf- undur áherslu á að þrátt fyrir var- anlega líkamlega lömun sem af sjúkdómnum leiddi væri hugurinn fijáls og óhnepptur í viðjum hrörp- andi líkama. Hreifst Gísli svo af því hvað þessi fræðimaður hafði afrek- að þrátt fyrir lamandi sjúkdóm að það mun hafa eflt Gísla og aukið honum þrek til að ganga á hólm við það sem framundan var, hvatn- ing til að standa meðan stætt væri og beijast uns yfir lyki. Og það gerði hann svo sannarlega. Tíminn skyldi notaður til hins itrasta. Vinn- an varð honum líf. Smám saman urðu hendur og handleggir mátt- vana, fætur gáfu sig og hjólastóll tók við, höfuð varð valt og hneig að bringu. Málið þvarr og varð lítt skiljanlegt og þá var reynt að styðj- ast við hljóðgervil. En sjón, heyrn og hugsun var skýr til hinstu stund- ar. Tíminn var naumur og margt ógert,- Með því að beita nútíma- tækni var tölvan óspart notuð, stig- ið á „mús“ af veikum mætti, erindi samin og ritgerðir. Síðasta ferð á ráðstefnu erlendis farin í ágúst 1995 vestur um haf á alheimsþing sagnfræðinga. Þar voru tvö erindi flutt er Gísli hafði samið ásamt fé- lögum sínum tveim sem þarna voru og mættir. E.t.v. var þetta stærsti viðburður á sagnfræðiferli Gísla og mikil viðurkenning. Síðasta erindi sem hann flutti sjálfur á ráðstefnu var um áramót 1992-1993. Rödd hans leyfði slíkt ekki lengur. Skrá urn ritverk sín færði Gísli inn á heimasíðu á „Internet" í vik- unni er hann lést. Sú skrá er ótrú- leg að vöxtum, ekki síst hin síðustu ár þegar óvæginn sjúkdómurinn herti sín tök. Athygli vekur fjöl- breytt efnisval Gísla og hugmynda- ríkt. Hann skrifar ekki persónusögu eða um einstaka kunna menn held- ur um hinn nafnlausa skara, gjarn- an hina lægst settu, sem oft er að litlu getið. I þeim skrifum sínum Dreyrir dögg daglok lúta lífgrös lágnætti að mold fyrst er sízt skyldu. (Gísli Ág. Gunnlaugss. 1973.) Á laugardagsmorgun barst mér sú frétt að vinur minn Gísli Ágúst Gunnlaugsson hefði dáið fyrr um morguninn. Gísli var haldinn alvar- legum sjúkdómi, en engu að síður var andlátsfregnin reiðarslag fyrir mig og aðra sem tengdust honum. Því þrátt fyrir sjúkdóminn, sem hafði leitt til nær algerrar lömunar, lifði Gísli lífinu meira lifandi en nokkur annar sem ég hef kynnst. Hann leit aldrei á sig sem sjúkling og kunni alltaf að gleðjast, jafnt yfir smáu sem stóru. Gísli vann fulla vinnu við kennslu og rann- sóknir fram á síðasta dag. Hann var mjög virkur í alþjóðlegu sam- starfí sagnfræðinga, fylgdist með öllu því nýjasta sem var að gerast á fræðasviðinu, og greinar eftir hann hafa birst í virtustu félags- sögutímaritum vestan hafs og aust- an. Hann starfaði jafnan að mörg- um verkefnum í einu og afköst hans á fræðasviðinu voru með ólík- indum. Ég kynntist Gísla í janúar 1990, fljótlega eftir að ég hóf nám í sagn- fræði við Háskóla íslands, en þá kenndi hann mér í tveimur félags- sögunámskeiðum. Nokkrum mán- uðum seinna bað Gísli mig að vinna fyrir sig að gagnasöfnun fyrir nor- rænt verkefni um fjölskyldu- og heimilisgerðir í sjávarbyggðum á Norðurlöndum. Ári seinna gerðist ég aðili að verkefninu og síðan jókst samvinna okkar Gísla jafnt og þétt. Eftir að samstarf okkar hófst ræddi hann við mig um sjúkdóminn, og þegar fötlunin ágerðist varð ég þeirrar ánægju aðnjótandi að fá að vinna með honum við rannsóknir og aðstoða hann við kennslu. Síð- ustu þrjú árin unnum við Gísli nán- ast daglega hlið við hlið, fyrst á skrifstofunni á Neshaga og svo í Ámagarði. Við fórum saman á nokkrar alþjóðlegar ráðstefnur og þar gafst mér tækifæri að kynnast honum í hópi erlendra fræðimanna og vina, en Gísli naut alls staðar vinsælda og virðingar. Gísli var gæddur einstökum mannkostum. Hann var léttur í lund og alltaf var stutt í gamansemina. Hann átti auðvelt með að samgleðj- ast öðmm, hlusta og gefa góð ráð. Samvistirnar við Gísla vöktu mig oft til umhugsunar um lífið og til- veruna. Hvernig skilgreinum við fyrirbærin heilbrigði og heilsa? Því þrátt fyrir fötlunina var Gísli heil- brigðasti maður sem ég hef þekkt. Hann var einstaklega gefandi og það var alltaf gott að koma í vinn- una þegar hann var þar. Ef eitt- hvað bjátaði á, var nóg að sjá glettnisglampann og hlýjuna í aug- urn Gísla, til þess að komast í betra skap. Þótt vinnan og öll þau ótelj- andi verkefni sem biðu okkar á hveijum degi væru Gísla mikilvæg- ustu áhugaefni lífsins, hafði hann alltaf tíma til að staldra við og ræða við mig um áhyggjur og vandamál daglega lífsins. Hann gerði það á sinn einstæða hlýja hátt, benti mér á allar jákvæðu hlið- arnar og gerði góðlátlegt grín að tilhneigingu minni til að mikla vandamálin. Lífið varð allt bjartara og skemmtilegra og vandamálin smá þegar við snérum okkur aftur að vinnunni. Það er mér ómetanleg huggun að Gísli lauk síðustu vinnuvikunni sinni hress og kátur. Föstudagurinn er einkar ánægjulegur í minning- unni og dæmigerður fyrir starfsævi hans. Hann vann að verkefnum sín- um af einbeitni og áhuga, og seinni hluta dags heimsótti okkur hópur félaga á skrifstofuna. Þar var sleg- ið á létta strengi og Gísli sýndi okkur heimasíðuna sína á Alnetinu, en hana hugðist hann nota við kennslu á næsta háskólaári. Með söknuði kveð ég yndislegan vin og félaga. Fráfall Gísla skilur eftir tómarúm í lífi margra. Fjöl- skyldan hefur misst mikið og marg- ir sakna góðs vinar. Sagnfræðin hefur líka misst frábæran fræði- mann. Við sem þekktum Gísla þökkum hins vegar öll fyrir þá blessun að hann gat sótt vinnu og sinnt áhugamálum sínum fram á síðasta dag. Eitt af því haldbesta sem Gísli kenndi mér var að njóta augnabliksins. ... þegar ný sól ris með morgni og hver stund dýrmæt. Ég held að þessar ljóðlínur í bók- inni sem Gísli sendi frá sér aðeins tvítugur að aldri lýsi einstaklega vel lífsspeki og viðhorfum hans. Elsku Berglind, Ásgeir, Sigrún Ingibjörg, Sæunn, Gunnlaugur, Sigrún, aðrir ættingjar og vinir. Ég vona að góðar minningar um Gísla hjálpi okkur öllum að komast yfir þennan mikla missi. Ólöf. „Listin að lifa, hin erfiðasta, nauðsynlegasta og æðsta list allra lista, er framar öllu listin að hugsa, að hugsa fijálslega, af einlægni, djörfung og alvöru.“ Svo mælti Sigurður Nordal í Lífi og dauða. Og listina að lifa og hugsa, hana kunni Gísli Ágúst vin- ur minn, svo afdráttar- og feillaust að ekki verður frekar að gert. Mætti ég aðeins bæta við að galdur hans fólst ekki einungis í skynsam- legri og fagurri hugsun heldur líka í kímni og geðprýði sem seint verð- ur til jafnað. Með Gísla er genginn kær vinur, bróðir í starfi og sá þrekmaður til sálar að annar eins mun vandfund- inn. Það var í Stokkhólmi árið 1984 sem leiðir okkar lágu fyrst saman, borg vatna og skóga, sólbjartra sumardaga. Og í lífi mínu, og okk- ar beggja að ég hygg, borg drauma sem rættust, vináttu og gleði. Báð- ir lögðum við stund á framhalds- nám, hann í sagnfræði. og ég í málfræði. Og svo vildi til að við höfðum sérstakan hug hvor á ann- ars viðfangsefnum, ég á sagnfræði og Gísli á íslenskri tungu, mál- snjall og skáldmæltur sem hann var. Báðir gerðumst við auk þess félagar í merkilegum selskap sem enn stendur, Den islándska tipsför- eningen í Stockholm. Eg held það sé rétt munað hjá mér að Ársæll vinur okkar, hann Sæli, hafi borið okkur báða upp í „Tipsföreningen“, við hæfilega hátíðlega athöfn. Stundum var ég líka svo stálhepp- inn að komast í að spila brids við Gísla og Berglindi konu hans og einhvern fjórða mann. Þarna bund- ust þau bönd sem síðan hafa haldið. Meistari Þórbergur segir ein- hvers staðar að sá sem veiti mann- kyninu hlátur sé mestur velgjörðar- maður þess. Gamansemin og gleðin var jafnan í för með Gísla. Sól skín í heiði og við sitjum úti á svölum á fimmtu hæðinni á Professorssling- an 45, hjá Sæla og Birnu. „Jæja, nú tökum við eina skák,“ segir Gísli og setur klukkuna í gang. „Meðal annarra orða, hvað heldur þú um þá hugmynd að orðaröð í íslensku hafi breyst frá fornu fari til nú- tíma?“ Spurningin er afbragð og málfræðingurinn svarar sem óðast við örvandi undirtektir. „Heyrðu," segir Gísli að lokinni fimm mínútna ræðu, „þetta var nú bara nokkuð fróðlegt en þú ert fallinn á tíma og ég búinn að vinna skákina!" Og hló síðan dátt og lengi ásamt Sæla. Margt er íslendingum misvel gefið en stundum hvarflar þó að manni að þeir séu guðs útvalda málrófskyn og tunga þeirra sérlega ætluð skáldum. Á þessari guðdóm- legu tungu þúsund ára málsnilli eru orðin geðprýði og hugprýði hvort sinnar merkingar með óvæntum og undarlega hárnákvæmum hætti. Hvor tveggja prýðin var Gísla gefin í ríkum mæli. Og mörg önnur. Gísli Ágúst var einhver jafnbest gerði meður sem ég hef kynnst, ríflega meðalmaður á hæð og svar- aði sér vel, fríður sýnum, bjartur og kíminn í augum, orðheppinn og orðhagur, afburðasnjall ræðumað- ur, söngvinn og skemmtinn, dreng- lundaður og góðgjarn. Nú kann að þykja nóg mælt en það er mála sannast að svo er ekki. Gísli var auk annars frábærlega snjall og dugandi vísindamaður, í fremstu veraldarröð og glæsilegur fulltrúi Háskóla íslands og þjóðar sinnar á íjölmörgum fundum og þingum sagnfræðinga víða um heim. Það var mér því sannarlega bæði heiður og gleði að vera starfsbróðir hans og vinur. „Gleðin tefur tæpa stund en treg- inn lengi“. Það má nú nærri geta hvílíkt áfall það var vinum Gísla öllum og vandamönnum að komast að því fyrir nokkrum árum að þess- um afburðamanni var búið grand hörmulegra en orð fá lýst, örsjald- gæfur sjúkdómur sem smám saman lamaði allt líkamsafl. Almættinu sé þó lof fyrir að þessi skelfilega vá lét huga hans ósnortinn, huga sem var sístarfandi og sískapandi til hinsta dags. „Það vinnur aldrei neinn sitt dauðastríð" og þó fannst manni að Gísli væri sífellt að vinna ótrúlegar orrustur í þessu ójafná og grimmúð- lega stríði, sem sleit og tætti hveija sin og taug. En vissulega stóð hann ekki einn. Berglind, Olöf, Gunn- laugur og Sigrún og aðrir vanda- menn, Sæli og meira að segja börn- in, Ásgeir, Sigrún yngri og jafnvel Sæunn litla, öll voru þau hugum- stórir riddarar undir merkjum lífs- ins og kærleikans. Ég sá Gísla síðast aðeins tveim dögum áður en hann dó, í skrifstof- unni hans á fjórðu hæð í Áma- garði. Hann sat við tölvuna og vann af veikum en staðföstum mætti, var enn að vinna öðrum af ástríðufullri sköpunarþrá sinni. Það var nokkuð um liðið síðan hann hætti að reyna að gera sig skiljanlegan við mig í orðum að nokkru ráði en hann var enn bjartur í augum og sál hans óbuguð. Geðprýðin og hugprýðin óbilandi og raunar óskiljanleg venjulegum manni. Enn eitt bros, gefið af furðulegri gæsku. Gagnstætt öllum lögmálum tap- aðist þessi óvinnandi styijöld ekki nema að hálfu leyti. Allt til síðasta andartaks barðist Gísli af óviðjafn- anlegu þreki og hugrekki fyrir and- legu lífi sínu og þeirri baráttu lauk í rauninni með frækilegum og fögr- um sigri sem lengi verður í minnum hafður. Fágætt happ var það að kynnast þessum miída manni og ástvinum hans. Forsjóninni sé lof og þökk fyrir það lífslán. Halldór Ármann Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.