Morgunblaðið - 11.02.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.02.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ r Dagbók frá Kaíró * ALEIÐINNI úr skólanum áleiðis að sporvagnastöðinni fer ég um og meðfram Tahrir- torgi. Klukkan er þá um fimm og augljóst að mikið stendur til á öllum veitingastöðunum við torgið. Borð hafa verið sett upp og það er verið að byrja að bera á borð. Diskar og glös, vatns- flöskur og stundum er saltið kom- ið í skálar. Og það mun ekki verða hörgull á gestum á þessum stöðum, sums staðar eru karlar sestir og mæna á vatnsflöskuna og hlakka til að klukkan verði hálfsex, fleiri réttir verði bornir á borð og þeir geti loks fengið sér bita eftir föstu dagsins. Ef ég slóra á leiðinni og hróp úr moskunum gefa til kynna að nú sé formlega komið sólsetur verð ég oft að bíða góða stund eftir að sporvagninn minn leggi af stað; allir starfsmennimir liggja á bæn inni í litlu herbergi rétt við stöðina og síðan setjast þeir 'á gólfið og saman í hring og gæða sér á nestinu sínu. Það eru stund- um baunir, kartöflur eða hrísgijón og kjöt í tómatsósu. Þegar þeir hafa snætt nægju sína, þá fýrst leggur sporvagninn af stað. Þetta er almennt dæmigert hér í Kairó nú á ramadan, í öllum litlu búðunum hvarvetna um borgina eru ljósin slökkt og af- greiðslufólkið, sem er víðast hvar karlar, situr á gólfinu og borðar. Það þykir óviðurkvæmilegt að trufla menn á þessari stundu, til dæmis með að biðja um jógúrt eða kaffipakka. Á hinn bóginn er manni gjarnan boðið að tylla sér hjá þeim og fá sér af matnum. Það er enn rúm vika eftir af ramadan, en þegar honum lýkur hefjast enn ein hátíðahöldin, þá er algengt að bakaðar séu sér- stakar kökur, börnum eru gefnar smágjafír og fjölskyldur halda miklar matarveislur. Spor- vagnar bíða með- an menn biðja og borða í arabísku er ekki bara eintala og fleirtala, heldur líka tvítala. J6- hönnu Kristjónsdótt- ur þykir tvítalan bara viðkunnanleg og regluleg. Skólinn hjá mér á ramadan hefst klukkutíma fyrr en. það breytist svo aftur þegar hann endar. Eftir áramótin ákvað ég að taka eitt námskeið í arabískri egypsku; mér hefur ekki fundist einleikið hvað ég hef átt í miklum brösum með að skilja mállýskuna og ekki verið dús við hvað ég er feimin að tala. Það er töluverður munur á framburði ýmissa orða sem og framandi hljóða sem ég hafði vandað mig sérlega að ná svo sem eins og kokhljóðinu kof- og ýmis orð eru önnur. Það hefur sína kosti þó að arabíska egypskan virðist ekki nærri eins flókin málfræðilega séð. Aftur á móti er ritmálið hið sama, svo til að geta til dæmis lesið blöð og bækur verður maður að kunna skil á klassísku arabísk- unni. Þegar ég hef því æft mig baki brotnu í arabískri egypsku í tvo klukkutíma taka svo við tveir klukkutímar í klassískri eins og á fyrri önn. Þar er ég nú að glíma við fleirtölu nafnorða. Það er þó réttara sagt ekki bara eintala og fleirtala, heldur líka tvítala. Tvít- alan er viðkunnanleg og regluleg og tekur bara en í karlkyni og ten í kvenkyni. En þegar að því kemur að fleiri en tveir eiga í hlut þá breytast orðin undantekn- ingarlítið svo að þau verða óþekkjanleg. Enn hef ég ekki áttað mig á hvort einhver regla sé í allri þessari óreglu. Og í of- análag rugla ég stundum öllu saman og allt fer í flækju. En það kemur- sjaldnar fyrir núna en fyrstu vikurnar. En ég er ekki ein um þetta; þeir nemendanna í egypskunni sem hafa hnusað af klassískri arabísku líka lenda í því að þetta vefst fyrir þeim. Og talæfingarnar, maður lif- andi! Þar er nú engin miskunn hjá henni Monu kennara. Svo sjálfstraustið hefur hresst; það örlar á því að ég þori að tala. Það er ekki svo lítill árangur þegar allt kemur til alls. EINKAUMBOÐ A ISLANDI MACROTEL Símakerfi Þar sem góðir kostir sameinast er öflugt símakerfi fyrir lítil og meðalstórfyrirtæki. Möguleikar á stækkun eru fyrir hendi og kerfið getur stærst orðið fyrir 8 bæjarlinur og 16 símtæki, þar sem blanda má saman venjulegum og sérbyggðum símtækjum. Auðvelt er að tengja þráðlausa síma, höfuðheyrnartól, módem, o.fl. við símakerfið. Sísíel MAmmWL HT°J98.PIUS eru símtæki fyrir 1 til 3 bæjariínur. Hentug fyrir heimili og lítil fyrirtæki. Raða má símtækjum saman og fá þannig marga eiginleika sem finna má í símkerfum. Hámarks fjöldi simtækja er 8. Uppsetning er einföld og þarfnast ekki sérstakra símalagna. Bandarískt hugvit og hönnun sem sameinar hagstætt verð, stækkunar- möguleika, aðlögunarhæfni og auðvelda notkun. Yfir 600 notendur á íslandi. ... oéýweðtKfM í aótMmáfami' SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1996 17 nýja vinnufataverslun aö Grensásvegi 16. Erum meö mikiö úrval af vinnufatnaöi frá danska fyrirtækinu Egro og einnig allar geröir af hnífum frá Vangedal. VIIMWUFATAVERSLUIM Grensásvegi 16 • Reykjavik • Sími 568 5577 „ERGO- GRIFF" Nýtt handfang fer betur í hendi. VERÐ STGR Vampyr 6100 • Fjórföld ryksíun • Stillanlegur sogkraftur • Fylgihlutageymsla • Tveir auka sogstútar • Inndraganleg snúra • Rykpoki 4 lítrar • 1300 vött • Þyngd 7 kg Vampyr 5010 Fjórföld ryksíun • Stillanlegur sogkraftur • Tveir auka sogstútar • Inndraganleg snúra • Rykpoki 4 lítrar 1300 vött • Þyngd 6 kg • ' AEQ x VAMPYR Lausn á geymslu- vanda. sogrörinu er fest við botn v ryksugunnar. VERÐ STGR 2.99 VERÐ STGR.: Öko Vampyr 8251 • Sexföld ryksíun* Stillanlegur sogkraftur • Stillanlegt Sogrör • Fylgihlutageymsla • þrír ouka sogstútar • Inndraganleg snúra • Rykpoki 5,5 litrar • 900vött ( Nýr Oko-mótór skilar sama sogkrafti og 1500 vatta mótor) Vampyr 6400 Sexföld ryksíun* Ultra- filter (Skilar útblósturs- • lofti 99,97% hreinu) Stillanlegur sogkraftur • Stillanlegt Sogrör • Fylgihlutageymsla • Tveir auka sogstútar • Inndraganleg snúra • Rykpoki 4 lítrar • 1400 vött • Þyngd 7 kg • VERÐ STGR Reykjavík: Byggt og Búið Kringlunni. Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi, Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi.Guöni E.Hallgrímsson, Grundarfirði. Vestflrðlr:.Rafverk, Bolungarvík.Straumur.lsafirðl. Norðurland: Kf. Steingrímsfjarðar, Hólmavlk. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagfirðingabúö.Sauðárkróki. KEA, byggingavörur, Lónsbakka, Akureyri. KEA,Dalv(k. Kf. Þingeylnga, Húsavík. Urð, Raufarhöfn. Austurland: Sveinn Guömundsson, Egilsstöðum. Stál, Seyðisfirði. Verslunin Vík, Neskaupsstað. Kf. Fáskrúösfirðinga, Fáskrúðsfiröi.KASK, Höfn Suðurland: Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Jón Þorbergsson, Kirkjubæjarklaustri. Brimnes.Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell, Keflavík. Rafborg, Grindavík. Hönnun Qunn#r Steinþórsson / FlT / BO-02 96-018

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.