Morgunblaðið - 11.02.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.02.1996, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Jónas Ingimundarson o g Gunnar Kvaran í Listasafni Kópavogs Spil og spjall við slaghörpuna Morgunblaðið/Kristinn JÓNAS Ingimundarson og Gunnar Kvaran hyggjast spjalla við áheyrendur á milli verka í Listasafni Kópavogs. JÓNAS Ingimundarson píanóleikari og Gunnar Kvaran sellóleikari koma fram á tónleikum í Listasafni Kópavogs annað kvöld, mánudags- kvöld, klukkan 20:30. Tónleikamir em liður í tónleikaröðinni Við slag- hörpuna sem Jónas hefur staðið fyrir í samvinnu við listasafnið ann- að veifið í hálfan annan vetur. Tónleikar þessir verða ekki með hefðbundnu sniði að því leyti að efnisskráin verður ekki kynnt fyrirfram. „Fólk fær ekki afhenta efnisskrá við innganginn. Heldur verður hún kynnt jafnóðum. Við ætlum með öðrum orðum að spjalla um verkin sem við flytjum og það sem okkur þykir þá og þegar vert að gefa gaum,“ segir Jónas en hnýtir því við að áheyrendur þurfi ekki að hverfa tómhentir á braut — prentaðar upplýsingar um efnis- skrána verði vitaskuld á boðstólum við útganginn til minningar um tónleikana. Jónas og Gunnar efndu til tón- leika á sama stað 5. desember síðastliðinn. Þá geysaði fárvirðri, eins og Jónas orðar það, og sakir þess komust færri en vildu á vett- vang. „í það minnsta settu marg- ir sig í samband við okkur eftir tónleikana og spurðu hvort þeir yrðu ekki endurteknir,“ segir hann og bætir við: „Maður þarf að sæta lagi til að skjóta svona tónleikum að enda höfum við báð- ir í mörg horn að líta. Þetta var eiginlega eini tíminn sem kom til greina." Mikill heiður Píanóleikarinn segir að þeim félögum sé ljúft og skylt að endur- taka tónleikana. Hann tekur þó skýrt fram að efnisskráin hafi tek- ið allnokkrum breytingum. Eðli málsins samkvæmt vill hann hins vegar ekki tjá sig frekar um hana en lofar að þar kenni margra grasa. „Þetta eru verk frá ýmsum tímum fyrir selló og píanó — allt verk sem eru vel þess virði að flytja á tónleikum." Jónas segir það mikinn heiður að fá að starfa með Gunnari Kvar- an. Þeir hafi alltof sjaldan samein- að krafta sína á tónleikum. „Þau skipti sem við höfum leikið saman hafa á hinn bóginn fært okkur gleði.“ Gunnar kveðst taka heilshugar undir þessi ummæli. „Mér þótti vænt um að Jónas skyldi leita til mín, því þótt tónlistarfólk sé búið að vera lengi í eldlínunni hér á landi er því sjaldan boðið að halda tónleika. Það hefur verið skemmti- legt að starfa með Jónasi og von- andi eigum við meira samstarf í vændum." Jónas segir að Kópavogur hafi verið einskonar þurrkasvæði hvað tónleikahald snertir þar til lista- safnið kom til sögunnar. „Bæjarfé- lagið hefur af miklum menningar- legum metnaði staðið að reglu- bundnu tónleikahaldi og skiptir ekki minnstu máli í því samhengi sá dæmalaust góði flygill sem þar er. Hann er sannarlega í sérflokki." Gunnar er á sama máli. „Stærsti kosturinn við Listasafn Kópavogs sem tónleikastað er vissulega þetta frábæra hljóðfæri. Hljómburðurinn er einnig þokkalegur, þótt yfirleitt sé allsstaðar gaman að spila ef vel er sótt og maður er vel undirbú- inn.“ í þessu samhengi vill Jónas nefna að hugsanlegt sé að á þessu svæði muni í framtíðinni rísa sér- stakur tónleikasalur, þar sem hljómburður sitji í fyrirrúmi. Hug- myndir þar að lútandi séu hins vegar enn sem komið er á umræðu- stigi. sunnudasa spennandi tilboð HAGKAUP m a t v a r a BYGGT BUIÐ DÝRÐLING Ti-rSft^A, HAGKAUP L ikf nga údí * JQAfLám JgJmWBm i«S í S-K-l-F-A-N THE BODY SHOP Skiu Cf Hair Care Products rmru íMó •íSeÍkL A Kringlunni Eymundsson S T O F N S I’ T T 1 H 7 2 '££££- Þessar verslanir í iiTSA*-1L NNI TítS av-A veröa opnar sunnudaga eftir hádegi Richard Wagner félagið á íslandi Ferð til Bayreuth VETRARSTARF hins nýstofnaða Richard Wagner félags á íslandi hefst með fundi, sem haldinn verður þriðjudaginn 13. febrúar nk., á 113. ártíð tónskáldsins. Fundurinn verður í Þingholti á Hótel Holti og hefst kl. 20. Þar verð- ur sérstaklega fjallað um Richard Wagner hátíðina, sem árlega er hald- in í Bayreuth í Þýskalandi. „Síðastlið- ið sumar gafst rúmlega þrjátíu ís- lendingum kostur á að sækja hátíðina og sjá þar sýningar á Niflungahring Wagners. Það þótti einstakt tæki- færi því að öllu jöfnu þarf að bíða í sjö ár eftir að fá miða í Bayréuth ef farið er eftir hefðbundnum leiðum. Það má því segja að Islendingar hafi aftur dottið í lukkupottinn með því að þeim bjóðast nú aftur tuttugu miðar á hátíðina í sumar; tíu miðar á sýningar á Parsifal og aðrir tíu á Tristan og Isolde. Þau Siegfried Jeru- salem og Waltraut Meier fara með hlutverk Tristans og Isolde, en enn er óvíst hvort Placidö Domingo mun syngja titilhlutverkið í Parsifal, eins og hann hefur gert á undanförnum árum,“ segir í kynningu félagsins. Á fundi Richard Wagner félagsins verður greint frá hinni fyrirhuguðu ferð í sumar og sagt frá ferð íslend- inga á hátíðina í fyrra. Óperurnar Parsifal og Tristan og Isolde verða kynntar, m.a. með því að sýna kafla úr þeim af myndböndum, en einnig verða sýnd kynningarmyndbönd frá Festspielhaus og Willa Wahnfried í Bayreuth. Loks verður sýndur fyrsti þáttur Valkyijunnar eftir Richard Wagner í uppsetningu Harrys Kup- fer, sem sýnd var í Bayreuth fyrir nokkrum árum. Richard Wagner félagið á íslandi var stofnað 12. desember sl. og eru stofnfélagar þegar hátt á annað hundrað talsins. Fundur Wagnerfélagsins á Hótel Holti 13. febrúar er opinn öllu áhugafólki um tónlist Richards Wagner og er aðgangur ókeypis, en veitingar verða seldar. ------»■■-» ♦--- ■ Söngsveitin Drangey heldur sitt árlega þorrakaffi í Drangey, Stakkahlíð 17, í dag, sunnudaginn 11. febrúar. Húsið opnað kl. 14.30. Söngsveitin mun taka lagið fyrir gesti undir stjóm Snæbjargar Snæ- bjamardóttur og einnig koma fram nokkir nemendur Snæbjargar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.