Morgunblaðið - 11.02.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 11.02.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. FEBRUAR 1996 ALDARMINNING S VEINBJORN JÓNSSON + Sveinbjörn Jónsson, sem kenndur var við Ofnasmiðjuna í Reykjavík, fæddist í Syðra-Holti í Svarfaðardal 11. febrúar 1896 og hefði því orðið 100 ára gamall í dag ef hann hefði lifað. Hann lést í Reykja- vík 26. janúar 1982. „TIL EINS fyrsta vinnuveitanda míns og æ síðan kæra vinar, Sveinbjarnar Jónssonar, hugvits- i manns og hugsjónamanns, sem ' alltaf er ungur þótt ég verði gam- all.“' Þannig áritaði Hannibal Valdi- marsson eitt sinn mynd er hann sendi Sveinbirni Jónssyni sem jafn- an var kenndur við Ofnasmiðjuna í Reykjavík. í dag, 11. febrúar, er einmitt aldarafmæli þessa merka hugvits- og hugsjónamanns sem víða kom við á langri ævi. Sveinbjörn Jónsson fæddist á | þessum degi árið 1896 í Syðra- Holti í Svarfaðardal en lést 26. jan- úar 1982 tæplega 86 ára gamall. Foreldrar hans voru hjónin Jón Þórðarson, bóndi og smiður, og Sig- ríður María Jónsdóttir, bæði Svarf- dælingar að ætt. Þegar Sveinbjörn var á barnsaldri fluttist fjölskyldan til Þóroddsstaða í Ólafsfirði og þar ólst hann upp. Snemma hneigðist hugur hans til smíða og verklegra ' framkvæmda. Hann átti reyndar ekki langt að sækja það því í ætt hans voru og hafa verið margir kunnir hagleiks- og hugvitsmenn. Þegar Sveinbjörn var um tvítugt hélt hann til iðn- og tæknináms í Noregi. Eftir heimkomuna árið 1919 gerðist hann strax umsvifa- mikill byggingameistari á Akur- eyri. Þar reisti hann m.a. Kaupfé- lagshús KEA eftir eigin teikning- um, ásamt íjölda húsa á Oddeyri og víðar. Þessi hús Sveinbjarnar setja enn svip á bæinn, ekki síst þau sem byggð voru í svonefndum „fúnkís“-stíl. Á þessum árum og æ síðan kom liann við sögu margra framfaramála um allt Norðurland, ekki síst er laut að virkjun heita vatnsins. Fór hann gjarnan á vél- hjóli sínu um vegi og vegleysur til að beijast fyrir framförum. Hann I I kom við sögu hitaveitu, hafnar- | gerðar, raf- og vatnsveitumála á Olafsfirði og seinna meir gerð veg- ar fyrir Múlann. Þá setti hann á stofn verksmiðjuna Iðju á Akur- eyri, sem framleiddi amboð til hey- skapar og er þá fátt eitt nefnt. Eitt af því sem Sveinbirni datt í hug á þessum árum var að nýta vikurinn á Hólsljöllum til einangr- | unar húsa. En hvernig átti að ná í hann? Sveinbirni datt ráð í hug - * að moka honum í Jökulsá á íjöllum 1 og láta hana um að skila vikrinum j niður í Öxarfjörð. Sú tilraun mis- tókst reyndar algerlega, en seinna meir réðust þeir Jón Loftsson í að leggja vatnsstokk upp í hlíðar Snæ- fellsjökuls frá Arnarstapa. Fleyttu þeir vikri þar niður sem síðan var notaður til einangrunar húsa. Nýt- ing innlendra byggingarefna, ekki k síst til einangrunar var sérstakt | áhugamál Sveinbjarnar og eitt sinn gerði hann tilraun til að byggja 7 gripahús úr íslenskum leir. Sveinbjörn kvæntist árið 1921 Guðrúnu Þ. Björnsdóttur garð- yrkjukonu frá Veðramóti en hún lést árið 1976. Þau reistu nýbýlið Knarrarberg við Eyjafjörð og bjuggu þar allt til ársins 1936 er þau brugðu búi á krepputímum og fluttu suður til Reykjavíkur. Fljótlega eftir komuna í höfuð- | staðinn réðst Sveinbjörn í að stofna L fyrirtæki í iðnaði. Árið 1936 stofn- 7 aði hann ásamt fleirum Ofnasmiðj- 1 una í Reykjavik, ogmm-svipaðleyt-. ið Rafha í Hafnarfirði. Þá gerðist hann einnig umsvifamikill í félags- ■ málum iðnaðarmanna og átti stóran þátt í stofnun landssam- bands þeirha, auk þess sem hann ritstýrði tímariti þeirra um ára- tuga skeið. Hann kom á fót teppaverksmiðj- unni Vefaranum í Mos- fellssveit ásamt syni sínum, hóf steinullar- vinnslu, og seinna meir var hann einn helsti hvatamaður að stofn- un Stálfélagsins. Þá gerði hann meira að segja út skip til Jan May- en árið 1957 til að nýta þar rekavið. Hugvitssemi Sveinbjarnar var við brugðið. Þegar hugmynd fædd- ist að hraunhitaveitu í Heimaey eftir gosið 1973, lét hann smíða spíral til að leiða kalt vatn niður í hraunið og fá það upp aftur heitt. Sveinbjörn var sífellt að. Og þó þurfti hann að beijast við heilsu- leysi stóran hluta ævinnar. Hann var jafnan með mörg járn í eldin- um, viðamikinn rekstur og stöðuga glímu við að leysa tækniþrautir. Og þó var það ekki einfaldur tækni- áhugi sem rak manninn áfram; Sveinbjörn var enginn „teknókrat". Hann taldi að tækniframfarir yrðu að eiga sér siðferðilegt markmið. Þær yrðu að þjóna manninum, bæta líf hans en um leið að efla hann að siðferðilegum þroska. Það er táknrænt í þessu sambandi að hann skrifað marga pistla í Tíma- rit iðnaðarmanna sem hétu einfald- lega „siðapistlar“. Eflaust var Sveinbjörn sjálfur hertur í smiðjueldi þeirra hug- mynda sem mótuðu hann í æsku, framfaratrúar aldamótaáranna og alþýðlegs kristindóms gömlu bændamenningarinnar. Og smiðjan var íslensk, - íslensk menning og saga. Eitt sinn kleif ég Drangey ásamt fleira fólki. í miðju bjarginu er sylla þar sem menn eru vanir að bæna sig áður en lagt er í þver- hniptan lokaáfangann upp á eyna. Þar hafði verið komið fyrir lítilli plötu úr ryðfríu stáli með Faðirvor- inu ígröfnu. Sveinbjörn Jónsson? spurði ég leiðsögumanninn. Það reyndist rétt vera. Þarna fannst mér maðurinn vera í hnotskurn. Hið sterka efni sem þjónaði andan- um á sögufrægum stað. Þetta var sú þrenning sem Sveinbjörn Jóns- son þjónaði á langri ævi. Þess má loks geta að nú er unn- ið að ritun sögu Sveinbjarnar og kemur 'hún væntanlega út næsta haust. Halldór Reynisson. Farsi =f|= Pitney Bowes Frímerkingavélar. Ending og gæði í öndvegi. Áratuga reynsla. Otto B.Arnarehf. ÁRMÚLA 29, 108 REYKJAVÍK SÍMI: 588 4699 • FAX: 588 4696 PARKETSLIPUN Sigurðar Ólafssonar Við gerum gömlu gólfin sem ný Sími: 564 3500 - 852 5070 Vettvangur Wolffs (Wolff's Revier). Derrick hvaö! Spennandi þýskir sakamála- þættir á sunnudagskvöldum kl. 22:10. STOC 3 OS Þ U • S I M I S33SS33 Háskóli Islands Endurmenntunarstofnun KVÖLDNÁMSKEIÐ FYRIR ALMENNING Rómantíska stefnan í bókmenntum 19. aldar - náttúruskynjun, hetjudýrkun, staða skáldsins o.fl. • Efnisþættir rómantísku stefnunnar, s.s. rómantísk náttúruskynjun og staða og eðli skáldsins í skáld- skaparfræðum tímabilsins • Rómantísk þjóðemis- hyggja, hetjur og andhetjur, rómantískar hrollvekjur o.fl. • Dr. Guðni Elísson, stundakennari HI. • Mið. 28. feb-10. apríl (7x). Draumar - spegill sálarlífs okkar. Kenningar Sigmund Freud ásamt viðaukum. • Sigurjón Bjömsson sálfræðingur. • Mið. 21. feb.—13. mars. (4x). íslensk heimspeki: Saga og heistu viðfangsefni • Viðhorf til íslenskrar heimspeki, saga hennar og staða innan íslenskrar menningar. • Heimspekingarnir Gunnar Harðarson, Vilhjálmur Árnason, Páll Skúlason og Skúli Pálsson. • Mið. 14. feb.-l. apríl (8x). Örnefni, saga og bókmenntir. • Örnefnarannsóknir og hvernig þær varpa ljósi á sögu og bókmenntir. • Þórhallur Vilmundarson próf., forstm. Örnefnastofnunar. • Þri 5.-26. mars (4x). „Kirkjan ómar öll“: Ýmis andlit kirkjutónlistar. • Kirkjutónlist í helgihaldi safnaða og þróun yfir í messur meistaranna og önnur stórvirki kirkjutón- menntanna. Kirkjutónlist á Islandi og hlutverk í trúarlegu sem félagslegu tilliti. • Margrét Bóasdóttir söngkona og kennari við Guð- fræðideild HÍ og Kristján Valur Ingólfsson rektor Skálholtsskóla, o.fl. • Fim. 22. feb.—21. mars (5x). Frá Evu til Maríu móður Guðs. Konur biblíunnar í nýju Ijósi. • Gagnrýni á hefðbundna túlkun og viðhorf til kvenna í biblíunni • Arnfríður Guðmundsdóttir guðfræðingur. • Þri. 5. mars-9. apríl (6x). Rökhyggja og rómantík: Nokkrar iykilhugmyndir í listasögu 18. og 19. aldar skoðaðar í ljósi samtímans. • Hugtökin klassík, nýklassík og rómantík í ljósi samtímans, vitnað í texta og myndir frá 18. og 19. öld og úr samtímanum. Hugmyndaleg tengsl á milli myndlistar, heimspeki Og stjómmálasögu og hug- myndalegar rætur módemismans í myndlist • Ólafur Gíslason blaðamaður. • Fim. 15. feb.-28. mars (7x). Skráning og nánari upplýsingar í síma 525-4923-24. David Waisglass Gordon Coulthart „ /Ifcab'ð hti, dómari, eg erá frai aiep hafí. komii <st Undan .* „éáhzbu <á/TiOnfr kemareo/v bráSar." 11-22 -----_

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.