Morgunblaðið - 11.02.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.02.1996, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR/Sambíóin sýna bandarísku sakamálamyndina Heat með þeim A1 Pacino og Robert De Niro í aðalhlutverkum, og er þetta í fyrsta sinn sem þeir leiða saman hesta sína í kvikmynd. Meðal annarra leikenda í myndinni eru Val Kilmer og Jon Voight. Undir þrýstíngi A IHeat leikur Robert De Niro Neil McCauley, harðsvíraðan glæpamann sem á að baki mörg ár í fangelsi og hann er staðráð- inn í að þangað skuli hann aldrei fara aftur. Hann er einfari sem hefur það að leiðarljósi að koma sér aldrei í þær aðstæður í lífínu að hann geti ekki horfið sporlaust af vettvangi innan hálfrar mínútu. í glæpagengi hans eru þeir Chris Shiherlis (Val Kilmer), Michael Cheritto (Tom Sizemore) og Nate (Jon Voight), og standa þeir sam- an að fjölmörgum þaulskipulögð- um stórránum í og umhverfis Los Angeles. A1 Pacino leikur lögregluforingj- ann Vincent Hanna sem við vett- vangsrannsóknir sínar reynir að fínna þefínn af bráð sinni og elta hana síðan uppi. Þetta er í föstum skorðum hjá honum en að öðru leyti er líf hans í rúst. Hann er tvífráskilinn og þriðja hjónabandið er að fara út um þúfur þegar hann neyðist til að beina allri athygli sinni að því að hafa upp á Neil McCauley og félögum. Glæpagengið rænir verðbréfum úr brynvarinni bifreið og drepur öryggisverðina og Vincent Hanna fær málið til rannsóknar. Svo virð- ist sem ómögulegt sé að komast að því hveijir hafí staðið að rán- inu, hvað þá að hafa hendur í hári þeirra. En Hanna ræður yfir neti uppljóstrara og smátt og smátt nær hann að púsla saman upplýsingum um hveijir hafa staðið að ráninu og smáatriðum í lífí hvers og eins þeirra. Þetta leiðir til þess að uppgjör milli Hanna og manna hans annars vegar og McCauley og klíku hans hins vegar verður óumflýjanlegt, og ekki stíga allir óskaddaðir frá þeim tryllta dansi sem fylgir í kjölfarið. Leikstjóri Heat og höfundur kvikmyndahandritsins er Michael Mann, en hann á að baki myndina Síðasti Móhíkaninn (1993) með þeim Daniel Day-Lewis og Madel- eine Stowe í aðalhlutverkum. Mann hóf feril sinn í Evrópu en fluttist til Los Angeles þar sem hann hóf að skrifa fyrir sjónvarp. Fyrsta myndin sem hann leik- stýrði var gerð fyrir sjónvarp en hún heitir The Jericho Mile. Fyrsta kvikmyndin sem hann leik- stýrði var Thief með James Caan í aðalhlutverki og næstu myndir hans voru The Keep og Manhunt- er. Meðal verkefna Manns fyrir sjónvarp eru þáttaraðimar Crime Story og Miami Vice sem hann framleiddi. Auk þeirra Pacinos og De Niros í aðalhlutverkunum skartar Heat fjölda þekktra leikara í aukahlut- verkum. Meðal þeirra eru Val Kilmer, sem á síðasta ári lék aðal- hlutverkið í Batman Forever, Jon Voight, sem sennilega er þekkt- astur fyrir hlutverk sitt í Midnight Cowboy, og Wes Studi, sem fór með stórt hlutverk í Síðasta Mó- híkananum. EFTIR þaulskipulagt bankarán tekst lögreglunni loks að standa glæpaklíkuna að verki og reyna ræningjarnir þá að skjóta sér leið til frelsis. LÖGREGLUFORINGINN Vincent Hanna (A1 Pacino) leggur sig allan fram við að reyna að hafa hendur í hári hins harðsnúna Neil McCau- leys og félaga hans. ÞEIR Hanna og McCauley hittast á veitingastað þar sem þeir ræða saman yfir kaffibolla um þau örlög sem virðast ætla að verða þeim óumflýjanleg. ÞAÐ eru tveir af helstu risum samtímans i bandariskum kvikmyndaleik sem leiða saman hesta sína í Heat, og þykir það tíðindum sæta því þeir AI Pacino og Robert De Niro hafa aldrei áður leikið á móti hvor öðrum i kvikmynd á löngum ferli sinum. Þeir sáust reyndar báðir i mynd- inni The Godfather: Part II, sem gerð var árið 1974, en þar var þó ekki um eiginlegan samleik þeirra að ræða. A1 Pacino er fæddur 25. apríl 1940 í New York, en hann á ættir að rekja til Sikileyjar, og frá tveggja ára aldri ólst hann upp hjá móður sinni, afa og ömmu i suðurhluta Bronxhverf- isins. Hann sýndi lítinn áhuga á hefðbundnu skólanámi, en óslökkvandi áhugi hans á leiklist varð til þess að hann fékk inn- göngu í leikeiklistarskóla á Man- hattan. Hann hvarf svo frá námi 17 ára gamail og þvældist þá úr einu starfinu i annað, en hann vann meðal annars fyrir sér sem sendill, dyravörður og umsjónar- maður í fjölbýlishúsi. Allan tíman hafði hann óbilandi áhuga á að öðlast frama á leiksviði, og að lokum tókst honum að öngla saman nægilegu fé til að kosta leiklistarnám í leiklistarskóla Herberts Berghof, en meðal kennara hans þar var enski stór- leikarinn Charles Laughton. Pacino fékk á þessum tíma nokkur smáhlutverk í leikritum sem sýnd voru í lítt þekktum leikhúsum, en það varð til þess að hann fékk inngöngu i hinn eftirsótta leiklistarskóla Lee Strasberg árið 1966. Tveimur árum síðar hlaut hann Obie verð- laun fyrir túlkun sína á geðveik- Tveir risar um drykkjumanni í leikriti sem sýnt var off-Broadway, og árið 1969 fékk hann Tony verðlaun fyrir hlutverk sitt sem eiturlyfja- neytandi í leikriti sem sýnt var á Broadway. Sama ár lék hann í fyrstu kvikmyndinni, en það var smáhlutverk í myndinni Me Natalie. Næsta mynd sem Pacino lék í var The Panic In Needle Park, en áhrifamikill leikur hans í hlutverki eiturlyfjaneytanda i myndinni varð til þess að hann var valinn í hlutverk Michael Corleone í The Godfather, sem Francis Ford Coppola gerði 1972. Fyrir túlkun sína var Pac- ino tilnefndur til Óskarsverð- launa sem besti leikari í auka- hlutverki og frægðarferillinn var hafinn. Næsta mynd sem hann lék í var Serpico (1973) og fyrir frammistöðuna í henni var hann tilnefndur til Óskarsverð- launa fyrir besta leik í aðalhlut- verki auk þess sem hann hlaut Golden Globe verðlaunin. Ári síðar lék hann svo aðalhlutverk- ið í The Godfather II og aftur var hann tilnefndur til Óskars- verðlauna. Árið 1975 lék Pacino í Dog Day Afternoon og hlaut hann fjórðu óskarstilnefninguna fyrir hlutverk sitt í myndinni. Tvö ár liðu þar til Pacino lék í næstu mynd, en það var Bobby Deerfield, og aftur liðu tvö ár þar til hann sást á hvíta tjaldinu. Það var í myndinni ...And Justiee for All, og enn á ný var hann tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir besta leik í aðalhlutverki. Næstu myndir sem Pacino lék í voru Cruising (1980), Author! Author! (1982), Scarface (1983), Revolution (1985) og Sea of Love (1989). Hann lék því næst í The Godfather: Part III árið 1990 og sama ár lék hann í Dick Tracy og var tilnefndur til sjöttu Ósk- arsverðlaunanna fyrir hlutverk sitt í henni. Ári síðar lék hann á móti Michelle Pfeiffer í Frankie and Johnny og árið 1992 lék hann í myndunum Scent of a Woman og Glengarry Glen Ross. Hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir bæði hlutverkin og hreppti þau loks- ins fyrir frammistöðuna í Scent of a Woman. Næsta mynd sem Pacino lék í á undan Heat var Carlito’s Way (1993), en síðan hefur hann leik- ið í myndunum Two Bits, City Hall og Donny Brasco, en um þessar mundir er hann að leggja síðustu hönd á fyrstu myndina sem hann leikstýrir. Hún heitir Looking for Richard og fjallar um persónu Ríkharðs IH úr sam- nefndu leikriti Shakespeares, en í myndinni leikur Pacino jafn- framt aðalhlutverkið. Robert De Niro er borinn og barnfæddur í New York eins og A1 Pacino. Hann er fæddur 17. ágúst 1945 og voru foreldrar hans báðir listmálarar. Eftir nám í listaskóla lærði De Niro leiklist hjá Lee Strasberg og lék hann siðan í leikritum off-Bro- adway og með ferðaleikhúsum. Fyrsta kvikmyndahlutverkið áskotnaðist honum 1968, en það var í myndinni Greetings. Hann lék síðan í nokkrum myndum sem Brian de Palma leikstýrði en vakti litla athygli þar til hann Iék í myndunum Bang the Drum Slowly og Mean Streets árið 1973. Þeirri síðarnefndu leik- stýrði Martin Scorsese og varð það upphafið að heilladijugu samstarfi þeirra félaga. Árið 1974 lék De Niro Vito Corleone á yngri árum í The Godfather: Part II og hlaut hann Óskars- verðlaun fyrir bestan leik í auka- hlutverki fyrir frammistöðu sína. Tveimur árum síðar lék hann svo í Taxi Driver, sem tryggði honum endanlega stöðu sem einn fremsti kvikmyndaleik- ari samtímans, en fyrir hlutverk- ið var hann tilnefndur til Óskars- verðlauna. De Niro stofnaði eigið kvik- myndagerðarfyrirtæki árið 1989, en það heitir TriBeCa Productions. Hann hefur fram- leitt sex kvikmyndir og leikið í fiestum þeirra, og frumraun hans sem leikstjóra var 1993 þegar hann leikstýrði A Bronx Tale. Meðal þekktra mynda sem De Niro hefur leikið í eru New York, New York (1977), The Deer Hunter (1978), en fyrir hlutverk sitt í myndinni var hann tilnefndur til Óskarsverðlauna, Raging Bull (1980), sem færði honum önnur Óskarsverðlaunin, The Untouchables (1987), Good- Fellas (1990), Awakenings (1990), en fyrir hana hlaut hann fimmtu Óskarstilnefninguna og Cape Fear (1991), sem færði honum sjöttu tilnefninguna. Alls hefur De Niro leikið í hátt á fimmta tug kvikmynda og virðist ekkert vera að draga úr afköst- um hans. Á síðasta ári lék hann í fimm myndum og verður sú nýjasta, Casino, sýnd í Háskóla- bíói innan skamms, og á þessu ári eru væntanlegar fjórar myndir með honum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.