Morgunblaðið - 11.02.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
MIIMNINGAR
SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1996 35
minn, Sigurður Jónasson, sem lést
fyrir rúmum tuttugu árum, vann alla
ævi á ritsímanum í Reykjavík, var
þar varðstjóri. Ég sé þau fyrir mér,
þéssi glæsilegu hjón, eiga stefnumót
eftir vinnu beggja, á Austurvelli,
kíkja í kaffisopa inn á Hótel Borg
og skoða mannlífið. Ég sé einnig
Dúllu mína svífa um gyllta salinn á
Hótel Borg í himinbornum dansi, því
dans var eitt af því, sem hún elskaði
mest. Blaðaljósmyndari nokkur kom
eitt sinn auga á þau hjón á Austur-
velli og tók af þeim frábæra mynd,
sem er varðveitt vel.
Sem dæmi um kjark hennar og
áræði, þá datt henni í hug að taka
bílpróf, þegar hún var komin hátt á
sextugsaldur. Eftir það gat enginn
stöðvað hana. Hún ók um allt,
óhappalaust. Heimsótti m.a. oft og
tíðum bróður sinn á Eyrarbakka,
Guðlaug Pálsson, sem var landsfræg-
ur kaupmaður þar, reyndar elstur
allra kaupmanna á íslandi. Amma
Dúlla var komin yfir áttrætt, þegar
hún hætti að keyra og gaf þá sonar-
dóttur sinni litlu fallegu bifreiðina,
sem var þá orðin „antik“.
Núna á síðustu árum höfum við
öll, og amma Dúlla hefur verið með
í því, skemmt okkur konunglega og
hlegið, þegar rifjaðar hafa verið upp
skemmtiferðir okkar sumar eftir sum-
ar. Þá var ferðast norður allar strand-
ir, eitt árið. Allir Vestfirðir þræddir
næsta ár og síðan var aldeilis „lagt í
hann“, farið hringinn í kringum land-
ið, allir firðir, skagar, ekkert skilið
eftir, miðnætursólin á Raufarhöfn,
alls notið í botn. En amma, hún var
sko aldeilis ekki í tjaldi eða tjald-
vagni. Alltaf var fundið hótel fyrir
hana. Þetta var alveg sjálfsagður
hlutur í okkar huga. Hún var jú
amman og hún fékk einnig að sitja
frammi í bílnum, enda þótt það þýddi
stundum að nánast væri setið ofan á
gírstönginni. Við nutum þessara
ferða og náttúru landsins til hins ít-
rasta. Allir sungu mikið í þessum
ferðum, og amma Dúlla var sem haf-
sjór hvað kvæði og ljóð snerti. Með
hennar bestu vinum voru konurnar í
Kvenfélagi Grensássóknar og séra
Halldór Gröndal og hans góða frú.
Þar var hún afar virk í félagsstarfi,
tók þátt í öllu og síðar tók hún sig
til og fór að „hjálpa gamla fólkinu"
hún sjálf komin yfir áttrætt, en hún
lét sig ekki muna um það að hella
upp á könnuna og leggja á borð hjá
öldruðum í Furugerði 1. Hún leit aldr-
ei á sig seiji gamla konu. Eftir hana
liggja ótal listmunir í formi útsaums,
en hún var mikill listamaður í sér og
snillingur í að setja saman liti. Sívinn-
andi var hún elsku Dúlla okkar.
Þannig munum við vinir hennar
og vandamenn eftir henni. Við sjáum
hana fyrir okkur í Austurstræti á
sínum fínu lakkskóm, með tíu sneti-
metra háa hæla, fallega klædd og
vel til hafða. Eða svifandi í dansi í
gyllta salnum á Hótel Borg, með
dansherrana í röðum.
Hjúkrunarfólki í Skjóli, svo og
læknum þar, er þökkuð afar góð
umönnun. Ég kveð ömmu Dúllu með
þeim orðum, sem hún hélt upp á og
við öll segjum iðulega: Guð geymi þig.
Edda Sigrún.
Drápuhlíð — íbúð
Til sölu hugguleg, 115 fm. hæö ásamt 30 fm bílskúr,
suðursv. Áhv. 5,5 m. húsnæðist., þægil. afb. Verð 9,7 m.
Uppl. í síma 551 2542.
Em\MIDIXNIN %
*
- Abyrg þjónusia í áratugi.
if
Súni: 588 9090 - Fax 588 9095
íbúðarhæð óskast
Höfum kaupanda að góðri og vandaðri sérhæð í Reykja-
vík (innan Elliðaáa). Æskileg stærð væri um 150 fm.
Bílskúr. Traustur kaupandi.
i:
á öeóta ötað ífkemun!
Velkomin í Ostabúðina okkar að Skólavörðustíg 8.
Við bjóðum fjölbreytt iirval gæðaosta ífallegu og
þægilegu umhverfi á besta stað í bænum.
Dýrindis ostar í miklu úrvali
Þú finnur örugglega ost að þínu skapi því úrvalið er ótrúlegt.
íslensku ostarnir í allri sinni fjölbreytni eru að sjálfsögðu í
hávegum hafðir. Einnig er á boðstólum úrval erlendra osta.
Þér er að sjálfsögðu velkomið að bragða á ostunum. Auk þess
bjóðum við gæsalifur, andalifur, frönsk paté og sósur, sérbakaðar
ostakökur og ostabökur, rjómaostaábæti o.fl.
i Til leigu
Verslunarhúsnæði — Laugavegur
Til leigu ca 140 fm verslunarpláss við Laugaveg.
Tvær einingar, ca 70 fm hvor. Mögulegt að leigja hvora
i ™ einingu fyrir sig. Góð staðsetning í nýlegu húsi.
EIGNAMIÐLUN
S5333 444
SKEIFAN 19. 4. h. - FAX 588 3332
I
I
I
i
i
i
i
i
<
LÆKJARGATA MIÐBÆR RVÍK
Fyrir þá sein vilja vera í hjarta Reykjavíkur. Mjög góð 3ja herb.
íbúð á tveimur hæðum (penthouse) ca 85 fm á 5. hæð í glæsilegu
nýju lyftuhúsi við Lækjargötu í Reykja vík. Áhv. 4,3 ntillj. verð
7,9 millj.
SÍMI 562 5722 - FAX 562 5725
BORGARTÚN 24
105 REYKJAVÍK
Persónuleg þjónusta í notalegu umhverfi
Sérþjálfað starfsfólk er þér innan handar, boðið og búið að veita
þér allar þær ráðleggingar sem þú þarfnast.
Veisluþjónustan - allt sem til þarf
Veisluþjónustunni er gert hátt undir höfði hjá okkur enda nýtur
hún sívaxandi vinsælda meðal viðskiptavina. Þú getur komið
og ráðfært þig við okkur um magn osta, tegundir og meðlæti.
Ef þú vilt útbúa pinnana sjálf(ur), skerum við ostinn í teninga.
Hjá okkur færð þú allt sem þarf til pinnagerðar. Einnig færðu
alls kyns smávöru, gjafavöru, skreytingar, ostaáhöld,
uppskriftarbækur, bæklinga o.fl.
Ostabökur í hádeginu!
Líttu til okkar í hádeginu og gæddu þér á ostabökunum okkar,
heilum eða í sneiðum, heitum eða köldum.
ÍSLENSKIR Wt,
OSTAK, ,y,
3
BUÐIN
Verið hjartanlega velkomin íOstabúðina að Skólavörðustíg 8. Shninn er: 562 2772.
OSTA OG
SMJÖRSALAN SE
Opið virka daga kl. 10-18,
laugardaga kl. 10 -14 og
„langa laugardaga" kl. 10 -17.