Morgunblaðið - 11.02.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 11.02.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1996 31 FANNEY SÖL VADÓTTIR + Fanney Sölva- dóttir fæddist í Reykjavík 1. sept- ember 1927. Hún lést á heimili sínu 1. febrúar siðastlið- inn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðrún Katrín Kristjánsdóttir, f. 1898, d. 1969, og Sölvi Jóhann Ólafs- son, f. 1899, d. 1981. Bróðir Fanneyjar er Karl Óskar Sölvason, f. 1924. Hinn 28. desember 1946 giftist Fanney eftirlifandi eiginmanni sínum, Jóni Helga- syni, f. 1921. Elsta dóttir Fan- neyjar er: Guðríður Þóra Snyd- er, f. 1943, gift Jack Nathaniel Snyder. Þau eiga þrjú börn og tvö barnabörn. Börn Fanneyjar og Jóns eru: Viðar Jónsson, f. 1947, sambýliskona hans er Inga Brynj- ólfsdóttir. Frá fyrra hjónabandi á Viðar þijú börn og fimm bamaböm. Helgi Jónsson, f. 1949, sambýliskona hans er Hólmfríður Bene- diktsdóttir. Frá fyrra hjónabandi á Helgi tvö böm og eitt barnabam. Guð- rún Jónsdóttir, f. 1954. Frá fyrra hjónabandi á Guð- rún fjögur böm. Sólveig Þóra Jónsdóttir, f. 1958, gift Hólmgrími Rósenbergssyni. Þau eiga eitt bam. Katrín Jóns- dóttir, f. 1963, sambýlismaður hennar er Sváfnir Hermanns- son. Þau eiga eitt bara. Útför Fanneyjar fór fram í kyrrþey. NÚ ERT þú farin mamma mín, allt of fljótt. Það er ekki langt síðan að þú komst frá Bandaríkjunum frá því að heimsækja elstu dóttur þína, þú varst svo ánægð með dvölina hjá henni. Aðeins fimm mánuðum seinna fékkstu úrskurð um að þú ættir ekki langt eftir ólifað og þú lifðir bara tvo mánuði eftir það. Samt varstu orðin mikið veik á þessum stutta tíma og þó maður sé eigingjarn á ástvini sína þá leið mér svo illa að sjá þig þjást svona. Þú barst þig eins og hetja, ég held að þú hafir verið hugrökkust af okkur öllum. Pabbi stóð við hliðina á þér eins og klettur, eins og hann hefur reyndar alla tíð gert. Saman höfðuð þið með hörkudugnaði og ósérhlífni byggt upp ykkar fallega heimili, komið börnunum upp og lifað saman í nær hálfa öld. Það er ekki lítið. Þú varst alltaf svo fín og falleg, passaðir alltaf að líta vel út. Við höfðum oft ólíkar skoðanir á hlutunum, oft varð okkur sundur- orða en við sættumst alltaf fljótt aftur, við vorum líka líkar að mörgu leyti. Ég er svo ánægð með að síð- asta kvöldið sem þú lifðir kom öll fjölskyldan saman til að horfa á myndbandsupptökur sem höfðu verið teknar við ýmis tækifæri inn- an fjölskyldunnar. Þú hafðir mikið gaman að því eins og við öll. Það var mikið hlegið og samkennd ríkti meðal okkar. Daginn eftir varstu dáin, sama dag og Þóra systir ætl- aði að fara heim, sem betur fer var hún ekki farin. Ég veit að Guð styrkir okkur öll í sorg okkar. Lofa þú Drottinn, sála mín, og allt sem í mér er, hans heilaga nafn, lofa þú Drottinn, sála mín, og gleym eigi neinum velgjörðum hans. Hann fyrirgefur allar misgjörðir þínar, læknar öll þín mein, leysir líf itt frá gröfinni, krýnir þig náð og miskunn. Hann mettar þig gæðum, þú yngist upp sem öminn. (103. Davíðssálmur 1-5.) Hvíi þú í friði, elsku mamma mín. Þín dóttir Sólveig Þóra. Þó ég hafi vitað það um nokkurt skeið, að amma Fanney ætti í glímu við miskunnarlausan sjúkdóm, glímu sem gat aðeins farið á einn veg, þá kom fregnin af andláti hennar mér algerlega í opna skjöldu. Mér fannst hrikta í stoðum tiiveru minnar og hrollur tómleika og saknaðar fór um líkama minn. Þegar maður horfír á eftir mann- eskju sem maður hefur þekkt, notið samvista við og getað leitað til alla sína ævi er eins og ekkert verði nokkum tímann eins og það var og vegur framtíðarinnar virðist ógreiðfærari og varasamari en hann var þegar lagt var af stað. Heimili ömmu og afa á Hlíðar- veginum hefur alla tíð verið í mínum huga eins og klettur, sem stendur upp úr lífsins ólgusjó og haggast aldrei hvað sem á dynur. Þar hefur ætíð verið hægt að finna öruggt hæli frá amstri og erli hversdags- ins. Það var ávallt hægt að ganga að ömmu vísri í eldhúsinu og deila með henni gleði sinni og sorgum yfir heimabökuðum kökum, klein- um eða öðrum kræsingum. Mér þótti alltaf auðvelt og þægilegt að tala við ömmu, sérstaklega þar sem hún lá aldrei á skoðunum sínum, þannig að ég fór ósjálfrátt að skoða málin frá öðrum hliðum og oftar en ekki urðu meiriháttar vandamál að léttvægum smáatriðum eftir að þau voru skoðuð frá sjónarhóli ömmu. Heimilið var helsti starfsvettvang- ur ömmu mestan hluta ævi hennar og hún rak það með stakri prýði næstum því til síðasta dags og það er mér nokkur huggun harmi gegn, að hún Iést innan veggja þessa vam- arþings síns en ekki í drungalegri spítalastofu. Framan af stýrði amma barnmörgu heimili, með öllum þeim bægslagangi og stjórnkænsku sem slíku fylgir, en eftir að bömin tínd- ust að heiman vann hún nokkuð utan heimilis án þess þó að henni félli verk úr hendi heima við. Þann- ig að Hlíðarvegurinn breyttist ekki þó amma hefði minni tíma til að sinna honum. Heimilið var alltaf opið og þar áttum við bamabörnin og síðar bamabarnabömin margar ánægjustundir. Mér finnst stundum eins og Hlíð- arvegurinn sé einhvers konar sem- ent, sem hefur haldið fjölskyldunni saman og styrkt tengslin milli okk- ar innbyrðis. í hverri heimsókn hitti maður yfirleitt fyrir aðra fjölskyldu- meðlimi, sem gerðu heimsóknirnar enn lengri og ánægjulegri, og þegar ég var yngri man ég eftir honum sem einhvers konar félagsheimili, þar sem var setið, spjallað, spilað og slegið á létta strengi, jafnvel langt fram á nótt. Nú þegar amma er öll verður ekkert alveg eins og það var. Hún skilur eftir stórt tóm- arúr í lífi og hjarta okkar allra, sem eftir sitjum, og við getum aðeins reynt að fylla það með öllum þeim góðu minningum sem við eigum um hana. Þessar minningar eru ljúfsár- ar í dag og eru manni ofar í huga nú, én þegar þær voru bara ljúfar og þó þær komi róti á hugann og tárum í augun eru þær það eina sem gerir söknuðinn bæriíegan. Anna Fanney Helgadóttir. í nokkrum orðum langar mig til að minnast ömmu minnar. Þegar ég var yngri átti ég heima í sama húsi og amma mín. Oft var ég hjá ömmu og aldrei kom sá dag- ur að ég færi ekki þangað. Allt.af fannst mér ég örugg uppi hjá ömmu og afa. Alltaf var amma eitthvað að útbúa í eldhúsinu eða eitthvað að sinna heimilinu. Amma var ein sú besta húsmóðir sem til var. Oft hjálpaði ég ömmu við húsverkin, t.d. þurrka af og sækja hluti í bakst- urinn. Þegar að ég gerði einhver skammarstrik niðri hjá mömmu og pabba þá leitaði ég alltaf upp til ömmu því ég vissi að amma myndi bjarga mér frá skömmum. Alltaf var amma að gefa mér og öllum barnabörnunum eitthvað fallegt. Mamma og pabbi voru mikið að vinna úti, svo amma passaði mig alltaf á daginn. Oft komu þeir dag- ar að ég fékk að sofa uppí hjá ömmu og afa, ég svaf í öðru her- bergi og alltaf lagði amma mig í rúmið og bað með mér bænir og áður en ég fór að sofa sagði hún: Ef þú verður hrædd þá bara skríður þú á milli okkar og vekur mig. Mér fannst alltaf gott að vera hjá ömmu og afa og oft sátum við inni í eldhúsi og spiluðum veiðimann eða olsen, olsen. Ég sakna ömmu minnar sárt en nú veit ég að amma er á betri stað hjá guði. Þín að eilífu, Rebekka Ósk Sváfnisdóttir. t Elskuleg eiginkona mín, móðirokkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, LÁRA GUÐBJÖRG KRISTJÁNSDÓTTIR, Mávakletti 12, Borgarnesi, andaðist í Sjúkrahúsi Akraness 6. febrúar. Hún verður kvödd í Borgarneskirkju þriðjudaginn 13. febrúar kl. 14.00. Þórarinn Steingri'msson, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, FANNEY SÖLVADÓTTIR, Hlíðarvegi 39, Kópavogi, lést á heimili sfnu að morgni 1. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Jón Helgason, Guðríður Þóra Snyder, Jack Nathaniel Snyder, Viðar Jónsson, Inga Brynjólfsdóttir, Helgi Jónsson, Hólmfríður Benediktsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Sólveig Þóra Jónsdóttir, Hólmgrímur Rósenbergsson, Katrín Jónsdóttir, Sváfnir Hermannsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, KRISTBERGUR GUÐJÓNSSON, lést föstudaginn 9. febrúar á Sólvangi, Hafnarfirði. Jarðarförin auglýst síðar. Valgerður Ármannsdóttir, Kristberg Kristbergsson, Guðrún Marteinsdóttir, Guðjón Olafur Kristbergsson, Berglind Friðþjófsdóttir, Ásta Kristbergsdóttir og barnabörn. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA KRISTÍN MAGNÚSDÓTTIR, Dvalarheimili aldraðra, Eskifirði, andaðist fimmtudaginn 8. febrúar. Útför verður auglýst síðar. Bára Guðmundsdóttir, Óli Fossberg, Marfa Guðmundsdóttir, Pétur Kristjánsson, Sæbjörn Guðmundsson, Þórdís Björnsdóttir, Kristinn Guðmundsson, Nanna Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, INGIBJÖRG OLGA HJALTADÓTTIR, Bröndukvisl 22, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 12. febrúar kl. 13.30. Héðinn Emilsson, Margrét Héðinsdóttir, Björn Guðmundsson, María Solveig Héðinsdóttir, Emil Björn Héðinsson, Magnús Héðinsson, Davið Héðinsson, og barnabörn. Þórarinn Benedikz, Margrét Björg Guðnadóttir, Margrét Þórarinsdóttir, Kristín Benný Grétarsdóttir + Ástkær eiginkona mín, dóttir, móðir okkar, tengdamóðir og amma, EYGLÓ KRISTJÁNSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Fella- og Hólakirkju mánudaginn 12. febr- úar kl. 13.30. Grétar Vilheimsson, Guðmunda Ingvarsdóttir, Kristján Vilhelm Grétarsson, Emma Geirsdóttir, Jón Halldór Grétarsson, Katri'n Lilja Ævarsdóttir, Arnþór Ólafur Grétarsson, Guðrún Ósk Sigurðardóttir og barnabörn. + Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BALDUR HELGASON sjómaður, Hrafnistu Hafnarfirði, áður Dvergabakka 4, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðar- kirkju þriðjudaginn 13. febrúar kl. 13.30. Hrönn Baldursdóttir, Sigri'ður H. Baldursdóttir, Viðar Kristinsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Maðurinn minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ÁRMANN GUÐNASON, Hrísateigi 18, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju þriðjudaginn 13. febrúar kl. 15.00. Steinunn Tómasdóttir, Hugi Ármannsson, Katrfn Briem, Guðrún Ármannsdóttir, Guðmundur Magnússon, Hugrún Steinunn GuAmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.